Skynsemin ræður

ESBfaniÞeir eru hallærislegir and-lýðræðissinnarnir í Heimsýn, samtökum ESB andstæðinga.

Þegar skoðanakannanir eru þeim að skapi þá eru þær óspart notaðar í málflutningi þeirra. En þegar slær í bakseglin þá reynast skoðanakannanirnar meingallaðar og bara svindl.

Og svo eru þeir fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum þegar hentar en vilja koma í veg fyrir þær ef óttinn um „röng úrslit“ er farinn að naga sálartetrin. Það er ekki til aumkunarverðari hópur í allri umræðunni um ESB eða ekki ESB.

Á netsíðunni www.skynsemi.is er undirskiriftasöfnun með áskoruninni: „Við skorum á Alþingi að leggja til hliðar aðildarumsókn að Evrópusambandinu.“. Þessi netsíða er búin að vera í gangi mánuðum saman og í dag hafa aðeins 10,397 skrifað undir.

Allt sýnir þetta að meirihluti Íslendinga vill láta skynsemina ráða í raun og fylgir þeirri lýðræðiskröfu að fá að kjósa um aðild að ESB.


mbl.is Meirihluti vill ljúka ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Týri,

Þú veist að þjóðin á það til að kjósa yfir sig tóma vitleysu, ekki satt? Þess vegna væri það óþarfa áhættutaka að leggja spurninguna um aðild að ESB fyrir þjóðina. Hver veit nema kjósendur tækju uppá því, í einhverju uppnámi líkt og gerðist fyrir síðustu alþingiskosningar, að gera mistök sem yrðu ekki aftur tekin. Það er sorglega margt af því sem ESB andstæðingarnir hafa sagt um þróunina innan sambandsins að rætast núna. Spár sem þú og fleiri hafa blásið á sem hverja aðra þvælu, eins og t.d. sameiginlega fjárlagagerð og fyrirhugaða stofnun sambandsríkis. Allt þetta er nú rætt í fullri alvöru. Forsendubresturinn fyrir okkar umsókn er fullkominn. Við ætluðum ekki að sækja um aðild að sambandsríkinu ESB.

kv

gj

Gunnar Johannsson (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 17:32

2 identicon

Vandamál stjórnarinnar er að hana skortir bolmagn til að keyra aðildarferlið áfram, t.d í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum. Ómögulegt er, fari fram sem horfir, að hún nái að koma fram þeirri aðlögun sem þarf til að loka öllum köflunum fyrir lok kjörtímabilsins.

Ef skoðanakönnun Fréttablaðsins gefur áreiðanlega vísbendingu ætti að vera alveg öruggt að setja málið í þjóðaratkvæði og fá óvefengjanlegt umboð til að klára ferlið. Hvers vegna skyldi stjórnin ekki gera það?

Er það hugsanlegt að fleiri en Heimssýnarmönnum þyki aðferðafræðin ótrúverðug?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 17:37

3 identicon

Endilega koma okkur inn í ESB. Þá getum við farið til helvítis með þeim. Og allt í boði samfylkingar og Steingríms J.

Marteinn (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 17:51

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er nú enn að bíða eftir að þau upplýsi þjóð og þing um samningsmarkmiðin. Það átti að gera strax í upphafi. Á meðan það er ekki gert, þá er þetta brölt ekki löglegt í neinu samhengi. Hvað skyldi valda þessu leynimakki Týri?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2011 kl. 19:56

5 identicon

Sæll Hjálmtýr og aðrir hérna

Ég er á móti ESB (eða EU), og ég er á móti Zónisma, en hvað varðar ESB þá hefði ég viljað fá að kjósa um það hvort við ættum að sækja um aðild eða ekki með Þjóðaratkvæðaafgreiðslu hér á landi, og auk þess sem ég var og er mjög hlyntur tvöfaldri þjóðaratkvæðaafgreiðslu hvað þetta varðar allt saman.

það er eins og þessir þingmenn okkar séu ekkert gefnir fyrir lýðræði, eða hver er þín skoðun á því með alla þessa stjórnmálaflokka núna í dag?  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 20:52

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er ekki það sama uppi á teningnum hjá ykkur INNLIMUNARSINNUM????????????

Jóhann Elíasson, 12.12.2011 kl. 20:59

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hjálmtýr. Ég er félagi í Heimssýn og búin að skrifa undir á skynsemi.is. Er ég þá hallærislegur and-lýðræðisinni? 

Ég er hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslum. Ég er á móti villandi skoðanakönnunum, sama hvað fjölmiðill sem á í hlut.

Hvers vegna fékk þjóðin ekki að greiða atkvæði um hvort fara ætti í þetta aðlögunarferli?

Hvers vegna er ekki kosið aftur um þetta mál núna á alþingi, vegna gjörbreytts ESB-sambands, sem enginn þekkir orðið hvorki haus né sporð á, ekki einu sinni þeir sem stjórna þar á bæ?

Væri það ekki lýðræðislegt og sanngjarnt að endurskoða dæmið?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.12.2011 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband