Hann þótti geðfelldur hann Bogi

b71e003660 380x230 o

Áhangendur hægristjórnarinnar gera harða hríð að starfsfólki Ríkisútvarpsins um þessar mundir. Nýjasta dæmið eru orð Vigdísar Hauksdóttur, þar opinberar hún hugmyndir um refsingar ef starfsmenn RÚV „standa sig ekki í fréttaflutningi“. Þegar þessi grein er skrifuð hefur enginn flokksfélagi hennar lýst vanþóknun á hótun hennar og er það varla undrunarefni. Framsóknarmönnum virðist vera eðlislægt að reyna að stýra fréttaflutningi, bæði með hótunum og beinum aðgerðum.

Einn þeirra sem skrifaði nýlega um RÚV, og er „ósáttur“ , er Gunnlaugur M. Sigmundsson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins (Mbl. 24.7.).

Það sem sérstaklega áhugavert í skrifum Gunnlaugs er hve lítt dulin hótun hans er gagnvart starfsfólki RÚV. Gunnlaugur, sem er áhrifamaður innan Framsóknarflokksins, velur þann kostinn að gera einn starfsmann RÚV, Boga Ágústsson, að beinu skotmarki til að koma hótunum sínum til skila. Fyrirsögn greinarinnar er „Bogi, RÚV og Mogginn“ og rauði þráðurinn hjá Gunnlaugi er sá að RÚV verður fyrr eða síðar tekin til endurmats og færð til nútímalegra horfs“ og  að „starfsmenn geta vafalítið þvælst fyrir og tafið endurskipulagningu um tíma en farsælla væri að horfast í augu við staðreyndir og bregðast við með því að eiga sjálfir frumkvæði að breytingum“

Á mannamáli þýðir þetta að starfsfólk RÚV sem lætur í ljósi óæskilegar skoðanir, þ.e. skoðanir sem valdhöfum hugnast ekki, skal rutt úr vegi og þeir sem eftir sitja skulu vita hvað klukkan slær.

Skrif Gunnlaugs um að færa stofnunina í „nútímalegt horf“ eru ekki studd neinum ábendingum um hvað er gamaldags í starfi RÚV. Nútíminn sem hann ræðir um er tíminn sem tók við þegar ráðuneyti Sigmundar Davíðs tók við valdataumunum, það er nútíminn. Hið nútímalega horf virðist einna helst eiga að felast í því að fallast á gagnrýni Davíðs Oddssonar á RÚV „sem oftar en ekki eru gædd meitluðum texta og skýrri sýn á menn og málefni“ að mati Gunnlaugs.

Bogi fær ekki alla ádrepuna þótt hann sé settur í aðalhlutverkið. Gunnlaugur nefnir einnig „svokallaðan „fréttaritara“ RÚV í London“ sem mun vera Sigrún Davíðsdóttir og bullar ómælt að mati Gunnlaugs.

Hvað hafa Bogi og Sigrún aðhafst sem verður „fyrr eða síðar tekin til endurmats“? Það eina sem ég veit um er að þau hafa flutt fréttir, bæði erlendar og innlendar, með miklum ágætum. Hvað er hægt að endurmeta í starfi þeirra? Gunnlaugur nefnir engin dæmi en segir þau flytja óhróður, níð og bull.

Gunnlaugur rembist við að niðurlægja Boga og skrifar að hann „þótti geðþekkur á skjánum, talinn vel lesinn og með á nótunum. Þetta var fyrir tilkomu internetsins þegar fréttalesarar höfðu enn það hlutverk að segja okkur hvað var að gerst úti í hinum stóra heimi.“  Bogi, sem þótti geðþekkur og talinn vel lesinn „fréttalesari“, er afskrifaður hjá Gunnlaugi. Nú er það internetið, BBC, CNN og Sky sem gilda hjá fólki sem á tölvur og enginn á að þurfa að hlusta á Boga (sem „vegna fyrri vinsælda er enn eitt af andlitum RÚV.“)  og „svokallaða fréttaritara í London“.

Gagnrýni Gunnlaugs beinist gegn meðhöndlun RÚV á innlendum fréttum, eða eins og hann skrifar: Pólitísk fréttastofa og pólitísk efnistök Spegilsins eiga stóran þátt í fallandi velvild í garð stofnunarinnar“. En umsögn hans um starf Boga ofl. hjá RÚV endar í því að þörfin fyrir starfskrafta þeirra sé hverfandi því „með tilkomu internetsins er þörfin fyrir fréttastofur og menn sem endursegja fréttir frá Reuters minni en áður“. Það hlýtur að vakna sú spurning hvort Gunnlaugur telji að minnkandi þörf sé fyrir íslenskar fréttastofur, eigum við að láta það nægja að mestu það sem kemur frá Reuter? Hverjir skrifa fréttir fyrir Reuter? Er engin pólitík þar á ferð? Er það bara fréttastofa RÚV sem er á röngu róli og þarf að „færa til nútímalegs horfs“?

Þriðji framsóknarmaðurinn sem ég nefni hér er Frosti Sigurjónsson. Hann stofnaði fésbókarsíðu „Eftirlit með hlutleysi RÚV“. Á síðunni er stanslaus áróður gegn RÚV byggður á síbyljunni um „vinstri slagsíðu“ og „ást til ESB“. Dæmin sem tínd eru til standast enga skoðun en eru samt uppistaðan í málflutningi síðumanna.

Frosti lýsti því í útvarpi að pistlahöfundar í RÚV, t.d. Hallgrímur Helgason, ættu að skilja pólitískar skoðanir sínar eftir heima þegar þeir mæta að hljóðnemanum. Hér stígur Frosti stórt skerf til ritskoðunar, sumar skoðanir mega koma fram en aðrar ekki.

Meginástæða þess að framsóknarmenn reyna samtímis að draga úr trúverðuleika RÚV og berja á starfsmönnum stofnunarinnar er sú að flokkurinn er í mjög erfiðri stöðu. Kosningaloforð flokksins voru afdráttarlaus en efndirnar eru ekki enn farnar að líta dagsins ljós. Margvíslega gagnrýni hefur komið fram á hugmyndir þeirra um „aðgerðir í þágu heimilanna“ og framtíðargengi flokksins byggir á meðferð þessara mála.

Afstaða framsóknarmanna til frjálsar umræðu er hættuleg lýðræðinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnlaugur M. Sigmundsson ætti að hafa vit á því að halda kjafti.

Hann er af mörgum talinn frekasti innherjagreifi landsins. Án digra Kögunarsjóða hefði hans „fat ass“ filius aldrei orðið formaður hækjunnar og síðan forsætisráðaherra.

Dóninn leyfir sér að kalla Sigrúnu Davíðsdóttur „svokallaðan fréttaritara RÚV í London“. En Sigrún er ein af okkar allra bestu blaðamönnum. Ég segi hana vera frábæra, allaveganna á íslenska mælistiku.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 17:32

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Sæll frændi

Bogi neitar öllum pólitískum ráðningum þarna hjá RÚV í spjalli á Bylgjunni.  Það er kostulegt í ljósi allra núverandi pólitíkusa sem hafa haft viðkomu þarna í gegnum tíðina.  Ögmundur, Steingrímur Joð, Gísli Marteinn og næstum helmingur af öllum núverandi Alþingismönnum eða a.m.k. sem voru á síðasta þingi.  Dóttir Friðriks Sóphussonar er líka dæmi, nýtt dæmi.  Kannski ætlar hún í pólitík eða dóttir Palla forstjóra.  Kannski ætlar hún í svona pólitík.  Kannski eru þessar gellur í polítík.  Hver veit :)   

Björn Heiðdal, 16.8.2013 kl. 20:03

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Haukur, á þessi athugasemd ekki heima hjá DV?

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.8.2013 kl. 22:28

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fréttaritari ruvsins í London er best geymd þar.Og haldandi kjafti.

Sigurgeir Jónsson, 16.8.2013 kl. 22:44

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og Bogi Ágústsson í Kaupmannahöfn.Haldandi kjafti.

Sigurgeir Jónsson, 16.8.2013 kl. 22:45

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sigurgeir

Mannskepnunni er gefinn sá sérstaki eiginleiki að geta tjáð sig og hugsað (stundum rökrétt). Það er ekki öllum gefið að nýta þessa möguleika og sumir kjósa að gera það ekki þótt getan sé til staðar. Kommentadálkar bloggheima endurspegla þetta.

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.8.2013 kl. 09:37

7 identicon

Blessaður Gunnar Th. Ég notaðu nú ekki sterkari orð en flokksbróðir þinn Jón Baldur L'Orange, þegar hann fyrir nokkrum dögum (12.8.13) sendi Birni Vali tóninn: "Æ, haltu kjafti". 

Þá hefði ég vandalaust getað vitnað í heimildir um innherja-viðskipti Gunnlaugs, lögleg viðskipti samkvæmt íslenskum lögum, en siðlaus með öllu. Teitur Atlason birti nokkrar greinar um þann dirty business" og lenti því í stimpingum miklum við Gunnlaug. Endaði með málaferlum, þar sem Teitur var sýknaður, en Gnnlaugurr sekur fundinn. Fræg að endemum eru SMS skilaboðin sem Gunnlaugur sendi Teiti (sjá fyrir neðan). Einnig mættu menn lesa grein eftir Guðmund Andra Thorsson; "Kúgun og Kögun" frá 15. ágúst sl. (slóðin fyrir neðan).

"Nú, þegar rannsókn málsins er vel á veg komin, hefur Gunnlaugur M. Sigmundsson stigið fram og játað að vera sendandi nafnlausu skilaboðanna. Skýring hans er sú að hann hafi setið undir „holskeflu ærumeiðandi ummæla" vegna Kögunarmálsins. Umræðan hafi „lagst þungt á hann". Hér kveður við annan Gunnlaug en þann sem sagði fólki að fara til helvítis í láréttri stöðu og þann sem rak undirmann sinn fyrir einhvern brandara. Og þetta er annar Gunnlaugur en sá sem hefur kallað mig opinberlega galin mann. 

http://www.visir.is/kogun-og-kugun/article/2011708159975

Ég er vissulega ekki sá eini sem hef mætur á Sigrúnu Davíðsdóttur og er nógu vel greindur og menntaður til að sjá muninn á "quality" og "trash". Kveðja frá Húsavík.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.8.2013 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband