Það er vandlifað

Halld J

Halldór Jónsson verkfræðingur, sá sem fær illt í augun ef hann horfir á homma eða lesbíur, hefur fleiri áhyggjur. Nú eru það múslimar sem erta skynfæri hans og hann skrifar á bloggið sitt:

„Íslendingar eru hvítur kynstofn með eigin tungu og kristin gildi mannréttinda og jafnréttis. Af hverju er ljótt að bera hag hans fyrir brjósti? Ef innflytjendur vilja ekki semja sig að okkar siðum þá geta þeir hypjað sig til síns heima þar sem þeir vilja síður vera en hér“.

Þessi setning gæti verið skrifuð þegar ofsóknir gegn gyðingum stóðu sem hæst. Í apríl 1938 skrifaði Íslendingur sem ekki var hrifinn að innflytjendum sem voru gyðingar eða afkomendur gyðinga í Morgunblaðið: „vonandi sjá yfirvöld til þess, að útlendingum verði sem minnst veitti hér landvistarleyfi". Gyðingum sem hingað flúðu undan ofsóknum nasista var vísað frá og nokkrir þeirra enduðu líf sitt í höndum böðla þriðja ríkisins.

Orsakir þess að múslimar sem sækja til Íslands eru margvíslegar. Hér eru t.d. flóttamenn frá Palestínu, Sýrlandi og víðar. Krafan um að menn semji sig að okkar siðum, ella hypji þeir sig burt, er fáránleg. Þú ert sá sem þú ert og það er yfirleitt ekki fyrr en í þriðju kynslóð að aðfluttir aðlagast að fullu. Þetta er hægt að sjá á sögu Vestur- Íslendinganna og fleiri þjóðarbrota sem hafa flutt úr heimahögunum.

Halldór og aðrir fordómafullir afturhaldssinnar geta ekki skilið þessa einföldu hluti vegna þess að þeirra eigin fordómar byrgja þeim sýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hjálmtýr; jafnan !

O; jú, jú. Þarna; slysaðist fornvini mínum, Halldóri verkfræðingi - að tenga saman, algjörlega að samhengislausu, kynþáttum og trúar brögðum, og kom mér ekki á óvart, að þú skyldir henda þá meinloku, á lofti, kvikmyndajöfur góður.

Trúarbrögð; eru eitt - kynþættir; allt annað.

Malayar í Indónesíu; eru t.d. Múhameðstrúar / Hindúa- og Andatrúar.

Indíánar í Perú; eru Rómversk- Kaþólskir, sem og Andatrúar.

Hins vegar; er ég fyllilega sammála Halldóri, um þá óboðlegu óværu, sem af Múhameðskunni stafar Hjálmtýr minn, honum gleymist oft, óhrjáleika Gyðngdóms (kreddunnar Hjálmtýr; ekki fólksins, sem iðkar) svo og viðbjóðinn, sem stafar af þorra, íslenzkra stjórn málamanna.

Þessi atriði; síðasttöldu, skyldi ekki undan skilja, þegar fjallað er um óþrif Múhameðs kreddunnar.

Stalín og Hitler; voru eins og englar, í samanburði við : Móse - Abraham og Múhameð, eins og þú veist, ágæti kvikmyndajöfur.

Svo; finnast mér viðhorf, þeirra Þorgeirs Ljósvetningagoða, sem og Spánsku Konungshjónanna, Ferdínands og Ísabellu, mega vera í fullu gildi, enn þann dag, í dag. Ef; við flyttum til annarrs Heimshluta Hjálmtýr, ættu gestgjafar okkar heimtingu á, að við semdum okkur, að þeirra siðum alfarið - eða; færum ella !!!

Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 14:51

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður Óskar Helgi! Hjálmtýr,pistill þinn ber þess merki að vera skrifaður um pólitískan andstæðing. Þá nota höfundar jafnan ummæli andstæðingsins um tiltekin atvik,eins og í upphafi hér,skrumskæla þau svo að láti sem verst í ,,eyrum,,. Halldór var að fjalla um gleðigönguna og áréttaði að áköf atlot homma misbiði velsæmiskennd hans,vegna myndbirtinga úr göngunni sem byrjaði vegna réttindabaráttu.

Helga Kristjánsdóttir, 25.8.2013 kl. 02:36

3 identicon

Ég tek nú undir þennan pistil Hjálmtýr. Halldór gamli er komin út a hálan ís og rausar eiginlega einhverja vitleysu bara. Hann er um margt skarpskygn en honum fatast dómgreindin í þessum málum. Óttinn við innflytjendur og þeirra siði er ekkert til að hreykja sér af í mínum augum og vildi ég óska þess að Halldór og margir aðrir tileinkuðu sér meira umburðarlyndi.

Mér hefur alltaf fundist gaman að kynnast fólki frá framandi menningarheimum og gaman að fá gesti. Ef að fólk vill setjast hér að þá er það líka ánægjulegt. Það þýðir að við erum að gera eitthvað rétt.bkv.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 07:20

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég hef ekki getað lesið það út úr skrifum Halldórs Jónssonar að hann sé hræddur við útlendinga almennt, enda hefur maðurinn dvalið erlendis.Pólitískir andstæðingar Halldórs mega ekki láta pólitíska fordóma hlaupa með sig í gönur.Það eru fleiri en Halldór sem hafa varað við islam.ítalir hafa til að mynda sett lög sem skilgreina islam sem stjórnmálaskoðun, en ekki trúfélag.Svisslendingar eru að íhuga að gera það sama.Það er lítill vandi að gera ísland að islömsku öfgaríki á einhverjum áratugum ef menn setja engar hömlur á starfsemi islamista.íslenska þjóðkirkjan er því miður fallinn íþann pytt að vera einn helst stuðningsaðili muslima á íslandi.Meðal annars þess vegna á að leggja hana niður.Sá er þetta ritar hefur enga fordóma gagnvart því fólki sem aðhyllist islam,og hef ég ekkert nema gott að segja af samskiptum við það fólk.En eftir að hafa horft á konu hálshögna á torgi í Jedda í Sádi Arabíu 1978,eftir að hún hafði verið ásökuð um framhjáhald, þá tel ég stefnu muslima ekki æskilega í nokkru landi.Halldór hefur rétt fyrir sér.

Sigurgeir Jónsson, 25.8.2013 kl. 08:56

5 identicon

Sigurgeir, ég er nú ekki pólitískur andstæðingur Halldórs heldur þvert á móti um margt samherji. En hvað svo sem þú hefur séð í lífinu þá hristir þú það af þér bara. Það gerast hræðilegir atburðir einnig í kristnum löndum í nútímanum. Tilvitnanir Hjálmtýs tala skýru máli og þarf ekki að lesa neitt út úr þeim. Þar bregður fyrir kynþáttahyggju. Tal um hvítan kynstofn og kristin gildi. Not my cup of tea .

Sandkassinn (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 09:18

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakka þér fyrir Sigurgeir að taka undir endann með mér. Ég fékk nú yfir höfuðið yfir því sem þú lýsir í niðurlaginu. En svona er þetta í þessum löndum þar sem múslímar hafa öll völd.Gunnar Waage hefði kannki áhuga á að fara á svona sýningu.

Helga, ég þakka þér einnig stuðninginn.

Gunnar, ég er ekki kristinn maður né heldur trúaður sjálfur. Þessi orð mín eru ættuð frá Ástralíu og þar var fjallað um þá þjóðfélagsskipun sem þar er. Ég yfirfæri þetta á hið íslenska þjóðfélag sem ég tel að muni ekki hagnast á myndun múslímskra hverfa í Reykjavík. En það mun gerast hér eins og annarsstaðar "í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við."

Fornvinur góður Óskar Helgi.Við erum ekki svo langt frá að skilja vandann eins í grunninum.

En þú mættir gjarnan gera grein fyrir því hvernig Ferdínand og Ísabella komu Márunum frá Spáni á sínum tíma?

Halldór Jónsson, 25.8.2013 kl. 10:15

7 identicon

Hjálmtýr - þú hefur rangt fyrir þér í mörgu.

Þriðja kynslóð múslima í t.d. Bretlandi og Svíþjóð hafa ekki aðlagast samfélaginu, nema þá örfáir, og hafa engann áhuga á því.

Við erum múslimar og þessi lönd eiga að vera múslimsk. Svona tal heyrum við dags daglega frá þeim hér í útlöndum. Þeir yfirtaka götur og torg í sínu bænahaldi og af ásettu ráði til að ergja íbúana. Nei, þeir vilja ekki sameinast, en ljúg um að þeir vilji það. Haldór hefur rétt fyrir sér. Múslimar eru eini minnihluitahópurinn á vesturlöndum, sem skapar alltaf vandræði. Það er Islam.

Þetta með Gyðingana sem sendir voru úr landi á stríðsárunum.

Það voru bretar sem tóku hönd um þá og voru þeir í fangabúðum í bretlandi í fyrstu. Það er áróður, að þeir hafi farið í fangabúðir í þriðja ríkinu.

Islam er pólitík. Síðan 14. ágúst er búið að brenna yfir 70 kirkjur í Egyptalandi og myrða ótalda krisna þar í landi.

Það er verið að útrýma þeim og einnig í Sýrlandi. Það er búið að útrýma þeim í Lýbíu, eða hefur þú fengið fréttir þaðan nýlega?

Það er þöggun í vestrænum fjölmiðlum þegar Islam-viðbjóðurinn er annars vegar.

Og til gamans í lokin- Ætli Ingibjörg Sólrún viti hvað "Bacha Bazi" er eftir dvölina í Afganistan? Kannsk ætti hún að koma upp þannig klúbb á Íslandi með stuðningi múslima. Verði ykkur að góðu með Islam.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 10:58

8 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Halldór verkfr. !

Þakka þér sjálfum; ekki síður, fyrir einurð þína, sem hiklausa framgönguna, gagnvart Djöflatrúnni, sunnan að.

Nafna mín; Kristjánsdóttir - Sigurgeir Jónsson og V.Jóhannsson !

Öll; lesið þið hárrétt í línur, gott fólk - en kjósa vildi ég, að þeir mætu drengir, Gunnar Waage og Hjálmtýr síðuhafi næðu, að kveikja a´rödurum sínum og asdic tækjum, til frekari skilnings á þessarri ömurlegu óværu, sem hér er til umfjöllunar ekki síður.

Með; ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 13:01

9 identicon

Þakka þér fyrir Halldór en ég þarf enga sýningu til þess að taka þetta mál út, eins og ég segi þá sjá menn og lenda í ýmsu. Með tíð og tíma þá hrista menn slíkt af sér, það er hluti af því að verða að manni. Það er ekkert í okkar umhverfi hér á landi sem kallar eftir þessum viðhorfum ykkar og ekki er það nú stórmannlegt að gera sér fyrirfram rellur.

bkv

Sandkassinn (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 15:11

10 identicon

Halldór talar um að ef innflytjendur vilja ekki semja sig að okkar siðum þá mega þeir fara. Rétt.

Gunnar Waage talar um að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið ofaní og fólk læri af reynslunni. Við hristum þetta bara af okkur, er það ekki, Gunnar?

Ekki veit ég hvernig gengur hjá múslimunum á Skaganum, en mér skilst að það séu aukafjárveitingar hjá bæjarfélaginu á hverju ári þeirra vegna. Þeir eru ekki ennþá matvinnungar. Aðeins 18 milljónir á síðasta ári. Hef heyrt því fleygt, að múslima-drengirnir hafi neitað að vinna undir kvennverkstjóra og þetta kallast að aðlaga sig að mati sumra. Að sjálfsögðu hafa þeir engann áhuga á að vinna þegar bæjarfélagið er svona gjöfult. En það má venjast öllu og við hristum þetta af okkur, eða?

Í framhjáhlaupi, þá hafa svíar gefist upp fyrir múslimum þar í landi og gera múslimar það sem þeim sýnis óstraffað, t.d. að brenna bíla og kveikja í skólum (einn á dag) og bókasöfnum. Fréttamiðlar þegja yfir öllu ódæði frá þeim en halda ekki vatni ef "svenni" misstígur sig, svo undirgefnir eru þeir orðnir. Þetta er framtíðinn á vesturlöndum, Gunnar!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 16:43

11 identicon

http://avpixlat.info/

Nýjustu fréttir um innflytjenda vandamálin í Svíþjóð.

Sérstaklega áhugavert með bráðamóttöku í Örebro þar sem innflytjendur (múslimar) sýna sitt rétta andlit.

Hinar fréttirnar eru dags daglegar. En við hristum þetta af okkur.

Kv.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 17:14

12 identicon

Komið þið sæl; enn á ný !

Gunnar Waage og Hjálmtýr síðuhafi !

Varla; reynið þið, að skella endalausum Skollaeyrum, við þörfum og brýnum ábendingum V.Jóhannssonar, eða hvað ?

Sem fyrr; ítreka ég : Móse - Abraham og Múhameð, eru MESTU glæpa spírur gjörvallrar Mannkynssögu, gott fólk !!!

Með; sömu kveðjum - sem þeim seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 17:43

13 identicon

já já eins og góðir folar þá fara menn ekkert á taugum, hér er gott að búa. Ég var að háma í mig þessar fínu vöflur með rjóma og leiðarinn hjá Davíð í gær var hreint konfekt. Takk fyrir spjallið félagar.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 17:52

14 identicon

Sæl; á ný !

Gunnar Waage !

Verði þér; Rjómavöfflurnar að góðu, Gunnar minn - en; Davíð er AUMINGI, sem felur sig á bak við nafnleysi skrifa sinna, ómarktækur þrjótur og óþverri, af 1.° tónlistarjöfur góður.

Mbl. dygði; að hafa Harald Johannessen yngra einan á ritsjórastóli - og gæti þá blaðið orðið nokkru læsilegra að nýju, með því móti.

Sams konar kveðjur / þeim fyrri; og áður -

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 17:59

15 identicon

Nei nei nei, Óskar Helgi, minn kæri uppáhaldsmaður, Davíð er náttúrulega mikill meistari, það ert þú reyndar líka. Hafðu það nú sem allra best sem og aðrir stemningsmenn hér á þessari töflu .

Sandkassinn (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 18:10

16 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Gunnar minn !

Davíð; er sams konar ÓÞVERRI - og Pol Pot collegi hans, austur í Kambódíu (1975 - 1979), reyndist sínum samlöndum.

Punktur !!!

En; megir þú - sem og þitt fólk, hafa það sem allra bezt, um ókomna daga, Gunnar minn.

Þær sömu kveðjur; sem síðustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband