Gunnar Bragi á röngu róli

GBGunnar Bragi utanríkisráðherra segir, skv. frétt Fréttablaðsins, sniðgöngusamþykkt Reykjavíkurborgar áhrifalausa. Ennfremur veltir hann fyrir sér lagalegum hliðum málsins og lætur að því liggja að samþykktin stangist á við lög um opinber innkaup.

Um áhrifaleysi samþykktarinnar er nægilegt að skoða viðbrögð bæði hér heima og í Ísrael. Það vita allir að efnahagsleg áhrif eru hverfandi eða engin. En pólitísku áhrifin eru þegar komin fram og er það í raun hinn eiginlegi tilgangur samþykktarinnar. Borgarfulltrúar sem samþykktu tillögu Bjarkar gera sér grein fyrir þessari hlið, og Dagur borgarstjóri sagði að þetta er fyrst og fremst stuðningur við mannréttindabaráttu Palestínumanna.

Í stað þess að agnúast út í borgarstjórn ættu viðbrögð Gunnars Braga frekar að vera samkvæmt þeim skyldum sem Ísland hefur undirgengist í baráttunni gegn mannréttindabrotum. 
Ísland er aðili að ályktunum SÞ og hefur undirgengist Mannréttindasáttmála SÞ.
Þar eru ákvæði sem kveða á um að ef aðildarríki SÞ uppgötvar alvarlegt brot annars ríkis á sáttmálum SÞ er það ófrávíkjanleg skylda allra ríkja að viðurkenna ekki lögbrotin og ber að vinna gegn þeim. Ennfremur eiga öll ríki að freista þess að stöðva brotin. Þau ríki sem bregðast í þessu hafa sjálf brotið alþjóðasáttmála. 

Áhersla Gunnars Braga hefði réttilega átt að vera sú að með hernámi sínu brýtur Ísrael gegn alþjóðasáttmálum og mannréttindum Palestínumanna. Síðan hefði hann getað tjáð sig um að hann hefði litla trú á áhrifum samþykktar meirihlutans í Reykjavík. Og kannski hefði það verið viðeigandi að hann hefði í framhaldinu velt fyrir sér því furðurlega ástandi að Ísrael nýtur friðhelgi til að ganga æ lengra gegn réttindum Palestínumanna.

Og honum til umhugsunar þá er rétt að nefna tölur um erlenda fjárfestingu í Ísrael sýna að efnahagsleg áhrif af kúgun þeirra gegn Palestínumönnum kostar sitt. Á árunum 2013 og 2014 féll erlend fjárfesting um 46% meðan lækkun í örðum þróuðum ríkjum var 16%. Og þessi þróun hefur haldið áfram á yfirstandandi ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Dagur B. viðurkennir að tillagan hafi verið vanhugsuð og það hefði átt að vinna þetta beturAllt þetta mál er þvílíkt rugl og kjaftæði enda ekki við öðru að búast þegar núverandi Borgarstjórnarmeirihluti á í hlut.  Það er nokkuð ljóst að þessi vitleysa á eftir að draga dilk á eftir sér.

Jóhann Elíasson, 18.9.2015 kl. 16:06

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Er Reykjavíkurborg í stakk búin að æsa upp herveldi og blandi ser í UTANRÍKISMÁL ' Er ekki einhverskonar utanríkisráð á Íslandi sem ætti kannski að gera eitthvað--- eða það sem þeim hentar best--ekkert nema fá kaupið sitt.

Erla Magna Alexandersdóttir, 18.9.2015 kl. 18:35

3 identicon

Gunnar Bragi telur ólöglegt að mismuna á grundvelli þjóðernis við innkaup en er nýverið búinn að endurnýja stuðning Íslands við ESB að mismuna á grundvelli þjóðernis við útflutning - og það á vopnum sem við framleiðum ekki einu sinni. 

(Það væri reyndar eftir öðru í lögum okkar að það mætti mismuna á grundvelli þjóðernis við útflutning en ekki innflutning ;-) ) 

Hvar er samræmið?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 01:33

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skaðinn snýst um viðskipti við Ísland, ekki Palestínu. Ferðamenn hætta við komur sínar hingað, ráðstefnur hér sem verið er að aflýsa, íslenskar vörur eru teknar úr hillum verslana og fl í þeim dúr.

Þetta klúður verður okkur dýrkeypt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.9.2015 kl. 03:03

5 identicon

Sniðgangan á semsagt ekki að virka í Ísrael en því betur hér, Gunnar?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 08:37

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hún átti að virka í Ísrael en gerir það ekki, heldur bitnar á íslenskum framleiðendum og útflytjendum.

En nú ætlar Dagur B. að draga þetta til baka og það sýnir að hann sér villuna í þessum bjánagangi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.9.2015 kl. 14:51

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gunnar, Dagur ætlar EKKI að draga tillöguna til BAKA HELDUR BREYTA henni.  Sem undirstrikar enn betur hversu "arfaruglað" þetta lið í meirihlutanum er. undecided

Jóhann Elíasson, 20.9.2015 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband