Palin er galin

Sarah Palin

Repúblikanar í Bandaríkjunum hafa valið sér varaforseta sem  er fylgismaður kenninga s.k. Creationista. Sarah Palin heitir hún og sést hér í hópi stuðningsmanna.

Hvaða hugmyndir eru það sem hún aðhyllist?  Í stuttu máli tekur hún sköpunarsögu  Biblíunnar fram yfir allar vísindaskýringar síðustu hundrað ára eða svo.  Biblían er gömul bók, verk manna sem höfðu enga vísindaþekkingu sem byggði á  rannsóknum. Þeir höfðu ekki hugmynd um tilveru risaeðlanna, enga innsýn í  innsta eðli hlutanna. Þeir vissu ekki neitt um eldfjöll, orsakir jarðskjálfta  ofl. ofl. sem í dag flokkast undir almenna þekkingu. Raunvísindi voru í  rauninni ekki til í þeirri mynd sem við þekkjum þau.

Fylgjendur „creationisma“ telja að heimurinn væri afrek einnar  veru, þeir nefna sköpunina „intelligent design“ og hafna þróunarkenningu  vísindanna. Í sjálfu sér finnst mér allt í lagi að menn hafi mismunandi  hugmyndir um allt milli himins og jarðar – og tilurð jarðar þar með.

Það sem mér þykir hættulegt í þessu samhengi er sá möguleiki  að fólk með svona  gamlar hugmyndir  komist til áhrifa. Hvað þá á heimsvísu. Nægir að benda á hina s.k. neo-con menn  sem umkringja Bush núverandi forseta BNA. Mikið hefur heimurinn mátt blæða  fyrir  hugmyndir þeirra, og að ekki sé talað um fólkið í Írak og víðar sem hefur  blætt bókstaflega.

Vonandi verður Sarah Palin aldrei vararforseti eða forseti  BNA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Jón

Palin er sérvalin ... það á jafn vel við.

Ef farið er eftir þeim forsendum sem tryggingafélög í BNA gefa sér, þá eru tæplega 40% líkur á því Sarah Palin verði forseti Bandaríkjanna innan átta ára ef Repúblikanar ná sigri. McCain er orðinn 72ja ára og elli kerling mun ná í skottið á honum um síðir, það er óumflýjanlegt. Þá er kominn til valda í Bandaríkjunum versti fulltrúi öfgatrúaðra kristinna sem þar hefur sést og er þó löngu til jafnað. En líklega er það ætlunin með valinu á Palin sem líklega fór í gegnum lélegasta ráðningarferli sem um getur í veraldarsögunni. Ég fullyrði að afgreiðslumaður á kassa í kjörbúð fer í gegnum lengra og skilvirkara ráðningarferli en Sarah Palin fór í gegnum.

Í frétt á MSNBC kemur eftirfarandi fram:

According to media reports, McCain's team arrived in Palin's home state just days before officially announcing her candidacy. McCain himself interviewed his future second-in-command only once, offering her the job moments later. Few, if any, of Palin's colleagues in state and local government say they were contacted by background vetters, while nearly all of her closest friends and neighbors describe last week's announcement as a complete surprise.

Ljóst er að eitthvað annað en þörfin til að finna hæfasta umsækjandann hefur ráðið för þar. Í mínum huga kemur fátt annað til greina en það að henni er ætlað að tryggja kyrfilega atkvæði öfgatrúaðra kristinna, sama hvað það kostar. Þetta sést glögglega á því dálæti sem forhertustu og öfgafullustu fulltrúar kristni hérlendis hafa fengið á Palin. Og getur verið að reiknað sé með því að McCain muni ekki endast aldur í embætti, fái hann kosningu?

Það er skelfilegur veruleiki að ímynda sér.

Óli Jón, 6.9.2008 kl. 14:01

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skelfilegar blikur fyrir heiminn að fá white trash í hvíta húsið. Hún mun þó líklegast ´parkera hjólhýsinu sínu á lóðinni og sitja þar á verönd úr vörubrettum, pússa byssuna sína og hlusta á tengdasoninn spila á banjó.

Ágæt grein Róberts bloggvinar míns hér, sem mikið hefur fjallað um kosningarnar. http://robertb.blog.is/blog/robertb/entry/635138/

Þap er ótrúlegt að þetta sé að gerast.  Bendi einnig á algerlega absúrd blogg Ólínu Þorvarðar um þetta og heitar umræður þar.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.9.2008 kl. 15:15

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú mun "Gawd" loksins ráða ríkjum í US eftir 400 ára trúfrelsi þar. Eeeeehah!

Jón Steinar Ragnarsson, 6.9.2008 kl. 15:17

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það skiptir ekki nokkru máli hver er forseti USA, það eru alltaf sömu öflin sem ráða þegar allt kemur til alls.....

.....olía, vopn og peningar...

...lengi lifi Mammon, hinn sanni guð manna.

Haraldur Davíðsson, 6.9.2008 kl. 15:20

5 identicon

Óli Jón: Forseti Bandaríkjanna situr í fjögur ár , ekki átta. Allir forsetar Bandaríkjanna ná ekki kosningu annad kjörtímabil. T.d. ekki Jimmy Carter. Skil ekki thetta hjá thér ad Palin verdi ordin forseti innan átta ára. 

S.H. (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 17:46

6 identicon

Palin er flott! Hún styrkir McCain og það boðar gott. Ég tel að mikið af kjósendum demókrataflokksins (og Hillary hefði hún orðið fyrir valinu hjá demókrötum) muni kjósa McCain. Ég vildi ég hefði kosningarétt í USA, ég kysi McCain :)

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 20:39

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Palin er skelfileg tímaskekkja

Hólmdís Hjartardóttir, 6.9.2008 kl. 21:09

8 Smámynd: Nostradamus

What Sucks:

#1 USA...

#2 Sköpunarkenningin...

#3 Sara Palin...

#4 John McCain...

#5 Trúarbrögð í bland við stjórnmál...

#6 Repúblíkanar...

#7 George Bush...

#8 George W Bush...

Nostradamus, 6.9.2008 kl. 23:26

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjálmtýr, þú nefnir engar heimildir fyrir túlkun þinni á sköpunartrú Söru Palin – engin orð hennar sem sýni okkur hvað hún á við. Hitt er vitað, að hún hefur ekkert á móti því, að þróunartheorían sé kennd í skólum Bandaríkjanna. Þú verður að átta þig á því, að sköpun og þróun þurfa ekki að vera andstæður – fullt af kristnum mönnum, þar á meðal guðfræðingum, játa hvort tveggja.

Pistillinn er upphlaupslegur, og það á ekki síður við um æsingaskrif þeirra trúleysis-öfgaboðenda, sem hér bættust við í kór þinn.

Jón Valur Jensson, 7.9.2008 kl. 10:17

10 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Jón Valur og takk fyrir athugasemdina.

Það er rétt hjá þér að ég hef ekki beinar tilvísanir í orð Söru um sköpunarkenninguna. Hún hefur sagt að hún vilji að sköpunarkenningin sé kennd ásamt þróunarkenningunni. Það eitt að hún sé hlynnt því að s.k. intelligent design sé haldið að ungu fólki segir mér töluvert um hennar stefnumál. Annað í hennar afstöðu til ýmissa mála sem setur hana í þann flokk sem ég er mjög andvígur – eins og þú veist mætavel. Nefnum réttindi samkynhneigðra, veru hennar í NRA, afstaðan til fóstureyðinga (sem er einnig eitt af þínum stóru áhugamálum). Hún er á móti stofnfrumurannsóknum, afstaða hennar í umhverfismálum rímar ekki við mína, hún notar lýðskrum í ræðum (afstaða hennar til „Washington“ stjórnsýslunnar). Afstaða hennar í utanríkismálum er ekki komin fram í miklum mæli þar sem hún hefur ekki starfað á því sviði fram til þessa. En hún er jú varaforsetaefni McCain og það gefur vísbendingar. Og ég er viss um að afstaða hennar til Ísraelsríkis er í anda Síonismans þótt ég sé ekki búinn að finna beinar tilvísanir til þess. En afstaðan til Ísrael er eitt af þeim málum sem skýrir heilindi manna til mannréttinda í mínum huga – líkt og segja má um Tíbetmálið sem þú þekkir vel.

Auðvitað eru einhverjir ljósir blettir í manneskjunni Söru Palin, en pólitíkusinn Sara Palin er hrein martröð í mínum huga.

Þú kallar pistilinn upphlaupslegan. Það er að sumu leiti rétt, ég skauta fremur hratt yfir og sumt sem ég skrifaði þarf að bæta. Eftir lestur á stórgóðu viðtali í Mbl. við Alister E. McGrath sé ég strax ýmislegt sem betur má fara.

Hjálmtýr V Heiðdal, 7.9.2008 kl. 11:17

11 Smámynd: Jón Magnús

Hérna er frétt um sköpunartrú Söru Palin og þar er vísað í heimildir:

http://www.thelangreport.com/religion-or-lack-of/sarah-palin-wants-creationism-taught-in-school/

Síðan er fróðlegt fyrir fólk að horfa á þessi tvö myndbönd af Palin.  Þar sést að hún er ofsatrúamanneskja og fyrir minn smekk, rugludallur!

http://www.youtube.com/watch?v=QG1vPYbRB7k
http://www.youtube.com/watch?v=k84m2orSOaM

Jón Magnús, 7.9.2008 kl. 11:21

12 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Takk fyrir þetta Jón Magnús.

Ekki batnar það - stríðið í Írak „is god´s work“ segir hún blákallt. Svo vill hún að sköpunarkenningin sé kennd í „science class“. Þessar öfgastefnur sem tengjast ýmsum kristnum trúarhópum í Bandaríkjunum eru stórhættulegar. Með umboð frá guði þykist þetta fólk hafa allan rétt til að dæma aðra. Bæði kristna, trúleysingja, múslima og aðra sem ekki skrifa uppá þeirra boðskap. Það versta er þegar ríkið sem rekur stríðsstefnu fær yfir sig forseta og varaforseta sem róa í þessu rugli. Það er komið nóg með Bush og bandíttana hans.

Hjálmtýr V Heiðdal, 7.9.2008 kl. 11:33

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, mikil blessun er að því, Hjálmtýr, að stjórnmálamaður komi fram sem vill verja hina ófæddu, varnarlaus börn í móðurkviði, var ekki löngu kominn tími til þess? Tækist henni, þegar tímar líða, að fækka fósturdeyðingum um 85% í Bandaríkjunum einum saman, þá væri þar með verið að bjarga um 1,1 milljón ófæddra barna frá grimmum dauðdaga á ári hverju – að því er ætla mætti nálægt eða upp undir 100 sinnum fleiri einstaklingum ár hvert en fallið hafa fyrir bandarískum vopnum í Írak frá 2003.

Sarah Palin talaði um Íraksmálið í tengslum við för sonar hennar þangað (nú eftir 4 daga). Bandaríkin o.fl. ríki eru með friðargæzlulið þar í samræmi við umboð frá Sameinuðu þjóðunum og lýðræðislega kjörinni Íraksstjórn, en strax haustið 2003 fengu þau ríki umboð frá öryggisráði SÞ til friðargæzlu, og það hefur verið endurnýjað síðan. Nú er að komast þar á meiri ró, Íraksher hefur verið stórefldur, gömlu Saddamsmennirnir virðast hættir að gera árásir og kjósa fremur að samlagast, þó að enn kraumi undir af ofstæki milli súnníta og sjíta. Al-Qaída virðist hins vegar hafa misst þar tök sín og áhrif, þó að enn eigi fjöldamorð sér stað á vegum þeirra. Mikill meirihluti drepinna er tilkominn af sprengjuárásum öfgahópanna, m.a. sjálfsmorðssprengjum islamista, ekki af árásum Bandaríkjamanna eða annarra erlendra hermanna.

En um sköpun/þróun: tók þessi ummæli Söru Palin saman úr greininni sem Jón Magnús vísaði til:

  • "Teach both. You know, don’t be afraid of education. Healthy debate is so important, and it’s so valuable in our schools. I am a proponent of teaching both."
  • "I don’t think there should be a prohibition against debate if it comes up in class." "I’m not going to pretend I know how all this came to be."

Fleiri orð hennar er þar ekki að finna, en þar stendur að vísu líka: "Palin’s statements track with the official Alaska Republican Party platform, which support creation science and intelligent design by name, and says that "evidence disputing the theory should also be presented.""

Hvorki forsetinn né varaforsetinn eru einræðisherrar í Bandaríkjunum og setja ekki lög, og Sarah Palin hefur ekkert gefið í skyn um að hún vilja þvinga skólana í þessu efni með lögum né öðrum hætti, eftir því sem ég tel mig vita.

Jón Valur Jensson, 7.9.2008 kl. 12:23

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég ítreka það Jón Valur; Sara Palin setur intelligent design hugmyndir jafnfætis vísindakenningum um þróun. Heldur þú að það yrði samþykkt í íslensku skólakerfi? "evidence disputing the theory should also be presented." - hvaða „evidence“ erum við að tala um?

Varðandi stríðið í Írak þá er fróðlegt að kynnast bjartsýni þinni um gang mála. Þú ert auðvitað að reyna að sýna okkur að árásarstríð Bush hafi þrátt fyrir allt átt rétt á sér.

Öfgastefna „pro-life“ í afstöðunni til fóstureyðinga byggir á sama trúarkreddugrunninum og tröllríður hjá hægri-kristnum Bandaríkjamönnum. Mannréttindi homma og lesbía eru í sama farvegi og hjá Snorra í Betel og Gunnari í Krossinum. Þetta er ekki fallegur félagsskapur sem Sara er í.

Hjálmtýr V Heiðdal, 7.9.2008 kl. 13:45

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það eru víst EKKI ÖFGAR í þínum huga, Hjálmtýr Heiðdal, að fullfrískir menn og læknar í þokkabót standi í því með uppbrettar ermar dag hvern um víða veröld að SLÁTRA gersamlega varnarlausum ófæddum börnum, já, um 130.000 einstaklingum á dag, minna má það ekki vera! Nei, þetta eru víst ekki öfgar, heldur hitt að leyfa sér að TALA MEÐ lífsrétti hinna ófæddu, að "ljúka upp munni [s]ínum fyrir hina mállausu".

Varðandi 2. málslið þinn: Ég benti þér á, að "Sarah Palin talaði um Íraksmálið í tengslum við för sonar hennar þangað (nú eftir 4 daga)," og bætti við, að Bandaríkin o.fl. ríki eru nú með friðargæzlulið þar í samræmi við umboð frá Sameinuðu þjóðunum, allt frá hausti 2003, og frá lýðræðislega kjörinni Íraksstjórn. En bjartsýni mín er ekki ófyrirsynju, þótt ég þykist vita, að andstæðurnar innan lands í Írak og skiljanlegur hefndarhugur marga gera það ekki líklegt, að þar verði alveg laust við átök næstu 5 árin a.m.k.

"Ég ítreka það Jón Valur; Sara Palin setur intelligent design hugmyndir jafnfætis vísindakenningum um þróun,"

segirðu, en mér finnst þú tala þar af á of vissan hátt. Sjálf orðar hún afstöðu sína með hógværari og óvissari hætti, þegar hún segir um það hvernig heimurinn og náttúran urðu til: "I’m not going to pretend I know how all this came to be."

Svo þakka ég svar þitt.

Jón Magnús sagði hér ofar um myndböndin tvö með Söru Palin: "Þar sést að hún er ofsatrúamanneskja." Þetta var órökstutt. Fólk verður ekki ofsatrúamanneskjur fyrir þá "sök" að biðjast fyrir og trúa á bænina og góð áhrif kristindóms, eins og hún talaði þarna um í kirkjunni (burtséð frá Írakstalinu. En sonur hennar fer þangað til friðargæzlustarfa í umboði SÞ, og slíkt held ég sé fremur vilji Guðs en andstætt vilja hans.)

Jón Valur Jensson, 7.9.2008 kl. 18:13

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo er Palin fjarri því að vera galin, þetta er bráðskýr manneskja. Undarlegt, að sumir vinstrimenn á Íslandi hafi ítrekaða þörf fyrir að kynna nýjan repúblikanaleiðtoga í USA með því að brennimerkja viðkomandi sem heimskan eða klikkaðan ...

Jón Valur Jensson, 7.9.2008 kl. 19:34

17 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

„fullfrískir menn og læknar í þokkabót standi í því með uppbrettar ermar dag hvern um víða veröld að SLÁTRA gersamlega varnarlausum ófæddum börnum“ Þetta er ekki falleg lýsing hjá þér. Ég skynja að þú hefur miklar og heitar tilfinningar í þessu máli og ég virði það. Það sem ég vil er að menn hafi balanseraða sýn, - það er réttur kvenna að ráða sínum líkama. Það er ekki hægt að berja þær með tilvísunum um hið heilaga líf. Ég er á móti dauðarefsingum - alfarið. Ég er á móti árásarstríði, ég tel mannréttindi þann grunn sem við getum staðið á. Þar á meðal er rétturinn til fylgja hinum margvíslegu trúarkenningum sem menn finna. En ég get ekki samþykkt trúarafstöðu sem gengur gegn mannréttindum. Þín trú, hver sem hún er, getur ekki kveðið mín mannréttindi í kútinn. Svo einfalt er þetta frá mínum sjónarhól.

Varðandi Söru Palin þá er það pólitíkin sem er galin. Það hefur ekkert með hennar greindarvísitölu að gera.

Vinstrimenn, það er vinsælt að smella þessum stimpli á fólk til að koma mönnum í bása. Ég veit ekki hvort ég er hægri eða vinstri. Ég var eitt sinn voða mikið til „vinstri“. Ert þú til hægri - er það hugarástand eða bein pólitísk lína? Nú tek ég þann pól í hæðina að mannréttindi einstaklinga og þjóða séu mikilvægust. Hvort það er vinstri eða hægri verða aðrir að ákveða. Ég græði ekkert á þessum stimplum. Sarah Palin er ekki á sömu línu og ég í flestum málum sýnist mér. Í Bandaríkjunum er varla til nokkuð sem heitir hægri eða vinstri - bæði Demókratar og Repúlikanar reka stórveldisstefnu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 7.9.2008 kl. 20:25

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég þakka þér að svara mér skilmerkilega, Hjálmtýr.

"Þetta er ekki falleg lýsing hjá þér," segirðu í sambandi við fósturdeyðingarnar, en veruleikinn sjálfur er um það bil hundraðþúsundfalt ljótari.

Hér sverðu þig í hóp þeirra, sem tala um, að í fósturdeyðingu felist, að konan fái að "ráða sínum líkama". En fóstrið hefur aldrei verið eðlisþáttur eða partur af líkama konunnar. Eða getur hún kannski verið með tvö nef, fjögur augu, 20 fingur, fjórar hendur og ekki bara það, heldur bæði kvensköp og sveinbarns-tippi, tvo ólíka blóðflokka, tvö ónæmiskerfi og tvenns konar fingraför á hægri vísifingri? Væri gott að fá svar við því.

Svo áttu þarna mjög góða yfirlýsingu um afstöðu þína til mannréttinda og mannverndar, þjóðaréttar og göfugra hugsjóna. En mér fannst eitt sárlega skera sig úr. "Ég er á móti dauðarefsingum - alfarið," segirðu þar. Ég fæ ekki betur séð en þetta séu að mestu orðin tóm, því að þú ert EKKI á móti dauðarefsingum hinna ófæddu, já, hinna blásaklausu sem hafa ekki unnið sér annað til óhelgi en það eitt að vera til. Þau völdu ekki að vera þarna, en trúlega í yfir 99% tilvikanna valdi hins vegar móðirin og foreldrarnir báðir að gera það, sem eitt getur skýrt getnað og tilvist þessara ólánsömu einstaklinga, sem síðar verður útrýmt, m.a. í nafni yfirlýstra "réttinda" sömu konu til að "ráða líkama sínum"!

Svar þitt um greind Söru Palin hugnaðist mér ágætlega – mun skár a.m.k. en innlegg Jóns Magnúsar.

Svo bið ég þig bara vel að lifa. 

Jón Valur Jensson, 8.9.2008 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband