Förumenn Framsóknar

HöskSigm. Davíð

Það er ekki auðvelt að vera forsætisráðherra á Íslandi þessa dagana. Ýmist er Jóhanna sökuð um að pukrast með upplýsingar og leyna þeim - eða þá að hún er ásökuð um að birta upplýsingar sem hún hefur aflað frá þess til bærum aðilum.

Og ekki batnar það þegar hún kannar sannleiksgildi yfirlýsinga tveggja förumanna Framsóknarflokksins. Yfir hana dynur dónaskapur og ásakanir um að hún fjarstýri forsætisráðherra Noregs.

Það er augljóst að hluti þeirra stjórnmálamanna Framsóknarflokksins sem nú höndla með fjöregg þjóðarinnar ætlast ekki til þess að þeir séu teknir alvarlega. Verst er að fjölmiðlar hlaupa á eftir þessari vitleysu og taka þar með ábyrgð á ruglinu sem kemur frá þessum lukkuriddurum.


mbl.is Mun ekki biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta eru dæmigerð viðbrögð lánlausra manna sem upplifa skyndifrægð, sem ekkert er á bakvið, en geta svo ekki sætt sig við fallandi gildi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.10.2009 kl. 14:57

2 identicon

Það má meta það við þig að hatur þitt á framsóknarmönnum er ekki falið, Hjálmtýr.  Svo er nú alveg óþarfi að ljúga því upp á Jóhönnu að hún hafi kannað sannleiksgildi yfirlýsinga framsóknarmanna, því það hefur hún ekki gert.  Það er nú orðið augljóst.  Það sem framsóknarmenn hafa gert, þér og öðrum, er að tala fyrir málstað okkar í útlöndum, reynt að finna peninga sem verða okkur að góðu einmitt af því að þeir eru trúverðugir.  Svo getur hver og einn lagt illa út af því, eftir smekk, alveg eins og þú gerir hér eða Jóhanna því þeir láta ekki að vilja hennar.  Hún er farin að líkjast mjög Marteini Mosdal ...það er bara til ein leið, ríkisleiðin mín - og svo höggva með fingrinum til áherslu.  Þeir sem eru á annarri skoðun eru ómerkingar og hvað kallaðir þú þá ...lukkuriddarar. Einmitt.

Geir Hólmarsson

Geir Hólmarsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 16:12

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Framsóknarmenn nútímanns verða að hafa sig alla við svo eftir þeim sé munað. Sigmundur Davíð hefur sett sér það markmið að gera Framsókn sýnilega. Það markmið eitt og sé hefur vissulega tekist, en hver er árangurirnn fyrir flokkinn -hann er orðinn að athlæji, fyrir þjóðina - aukinn kostnaður - mál hafa tafist - kreppan orðið dýpri. Niðurstaða er neikvæð.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.10.2009 kl. 16:37

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er merkilegt hvað hugmyndir manna eru keimlíkar - oft á tíðum.

Þegar ég skrifa um Davíð Oddsson þá koma athugasemdir um að ég hati hann. Svo skrifa ég um framferði Ísraela gegn Palestínumönnum og þá er ég umsvifalaust stimplaður gyðingahatari. Svo kemur þú Geir, minn gamli vinur, og sakar mig um að hata framsóknarmenn! Ég hef skrifað það áður á blogginu að ég finn ekki fyrir hatri í mínu hjarta á einu eða neinu sem ég man eftir í augnablikinu.

En ég er hinsvegar gagnrýninn á margt og stundum sjálfan mig. En hatur er ekki á dagskrá. Það er mjög sterk tilfinning og leynir sér ekki þegar hún stjórnar för.

Hjálmtýr V Heiðdal, 11.10.2009 kl. 16:45

5 identicon

 Það er nú þannig að ég hef ekki marga menn í hávegum, þú Hjálmtýr er þó einn þeirra, sem vinur sem ég hef ekki hitt lengi.  Ég þekki þig sem sanngjarnan drengskaparmann og þess vegna koma einstrengisleg skrif þín mér mjög á óvart.  Ég get dregið það til baka að þú hatir framsóknarmenn, þekki ekki slíkt lundarfar hjá þér.  Ég hljóp á mig, bið þig afsökunar.  Hins vegar hefur þú undanfarið skrifað þannig gagnvart flokksmönnum mínum að mér hefur dottið þetta í hug, að þú hatist út í þá eins og hvernig allt sem Höskuldur gerir er snúið upp í andhverfu sína hjá þér.  En að þú hatir framsóknarmenn, nei - ég gekk of langt.

Nú hefur Jóhanna birt tölvupóstinn og þar kemur fram að sá norski hafnar engu þó hann samþykki svo sem ekki neitt í tölvupóstinum.  Svo vill hún að framsóknarmenn biðjist afsökunar.

En hvað voru framsóknarmenn að fara fram á?  Að við hæfum viðræður um frekari aðstoð því þeir teldu að það væri hugsanlegt lag fyrir aukna hjálp.  Sá norski talaði um 2.000 milljónir, það voru ekki orð framsóknarmanna, þó það henti fjölmiðlum að snúa því þannig.  Hugsanlega væri hægt að opna lánalínu til landsins eða eitthvað í þeim dúr, það vildu framsóknarmenn kanna.  Þeir vildu að við legðum inn formlegt erindi. Tölvupóstur Jóhönnu upp á ákveðna upphæð, bundinn samhenginu sem Jóhanna lagði fram, er ekki slíkt formlegt erindi. 

Að kalla þetta vitleysu hjá þeim og þá sjálfa lukkuriddara finnst mér ekki sæmandi og beinlínis ekki málefnalegt.  Ég gef svo ekkert fyrir þá sem hafa tekið undir með þér og redobblað skrif þín.

Geir Hólmarsson.

Geir Hólmarsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 18:05

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Framsóknarmenn eru þó að reyna sem er meira en hægt er að segja um forsætisráðherra sem var í bréfinu mikið í mun að fá ákveðið neitkvætt svar frá Jens ef maður les bréf hennar: Nei við lánum ykkur ekki nema þið semjið um Icesave segir Jens eftir mjög svo leiðandi spurningu frá Jóhönnu. Framsóknarmenn eiga hrós skilið fyrir að reyna að koma okkur undan AGS þrælkuninni en það er víst ekki það sem er efst á óskalistanum hjá þér og þínu fólki í Samfylkingunni? Algjör uppgjöf eru orðin sem lýsa baráttuþrekinu í stjórnarráðinu. Aðalmálið er ekki hagur lands og þjóðar heldur að rakka niður framsóknarmenn að ósekju.

Guðmundur St Ragnarsson, 11.10.2009 kl. 20:38

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég kann að vera tregari en ég tel sjálfur. En það sem ég þykist vita er þetta: Steingrímur J. fór til Noregs og leitaði aðstoðar. Norðmenn, Danir, Finnar og Svíar komu sér saman um að aðstoða Íslendinga. Skilyrði voru sett: klárið Icesave og vinnið í samvinnu við AGS. Margsinnis hefur komið fram að svona standi málin og nú síðast staðfestir Stoltenberg þetta í bréfi til Jóhönnu. Tveir framsóknarmenn komu svo kvöld eitt hlaupandi upp í stjórnarráð og sögðust hafa hitt mann í Noregi sem vildi að Íslendingar fengu stórt lán án skilmála sem hingað til hafa gilt. Strax þar á eftir koma yfirlýsingar frá Noregi að þetta sé ekki það sem standi til boða. Þá fara sömu framsóknarmenn aftur til Noregs (með ráðgjafa frá s.k. vogunarsjóðum) og koma aftur með þær fullyrðingar að það eina sem standi á er að íslensk stjórnvöld beri sig eftir peningunum. Málið hefur „strandað á þeim misskilningi að margir hverjir segja að það hafi einfaldlega ekki borist beiðni frá íslenskum stjórnvöldum um að Norðmenn muni lána þessa fjárhæð“ sagði Höskuldur Þórhallsson. Þetta segir hann þrátt fyrir það að menn frá Íslandi og Noregi hafa nú þegar setið við samningaborð og undirritað samkomulag sem inniheldur m.a. þau „skilyrði að Ísland virti alþjóðlegar skuldbindingar, þ.m.t. varðandi innlánstryggingar,“ – þ.e. Icesave (úr bréfi Stoltenberg). Sem sagt, misskilningurinn sem Höskuldur talar um er ekki til nema í hans kolli. Hann er ber að röngum málflutningi.

Hjálmtýr V Heiðdal, 11.10.2009 kl. 21:08

8 identicon

Kæri Hjálmtýr

Þetta svokallaða hatur þitt á Framsóknarmönnum er komið út í öfgar.  Mér er nokk sama hvort þú kallar þetta ástartal eða sannleiksást því fyrir okkur Framsóknarmenn er þetta ekkert nema óhróður og dylgjur.  Þú gerir lítið úr formanni okkur og ágætum þingmönnum.  Kallar þá förumenn með niðrandi tón þó ég þykist vita að flökkukallar væri verra.  Er tilgangurinn þinn virkilega að byggja upp nýtt og betra Ísland með svona skotgrafahernaði?

Nikulás Jónsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 22:26

9 identicon

Get ekki séð að framsóknarmenn eigi þakkir skilið, fyrir eitt né neitt, allavega ekki fyrir nokkurn skapaðan hlut síðustu 20 ár eða svo, þeir voru samt til, margir ágætir, hér áður og fyrr, en það er liðin tíð.                                                                        

Robert (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 22:33

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þeir eru ótrúlega miklir lýðskrumarar út í geng þessir Framsóknar-Gosar. Sigmundur Davíð er þó versti lýðskrumari allra sem ég hef séð í pólitík almennt og yfirleitt. Það er kannski týpískt fyrir Sigmund Davíð að samtímis og hann segir það arfa vitlausa leið yfir höfuð og almennt að taka lán hvort sem er til að vinna okkur útúr vandanum eða standa í skilum með eldri skuldbindingar okkar og lán, er hann að þykjast vera redda risalánum frá Noregi, - með viðskiptafélögum föður síns sem reka vogunarsjóði - þ.e. risafjárhættuspilarar sem almennt (þ.e. vogunarsjóðir) eru þekktir af að svífast einskis í von um gróða. - Og við eigum að trúa því að þessir menn hafi verið þarna af tómri fórnfýsi og góðmennsku, á eigin kostnað og af hreinum óeigingjörnum hvötum.

Helgi Jóhann Hauksson, 11.10.2009 kl. 23:01

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað gengu margir póstar á milli manna? http://www.abcnyheter.no/node/97373

Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2009 kl. 23:56

12 identicon

Ég er nú einn af þeim sem hef sakað Hjálmtý um að hata menn og flokka en trúi því þegar hann segist ekki hata nokkurn mann jafnvel þó maður komist ekki hjá því að halda það á stundum þegar maður les það sem hann skrifar.  Hvað um það.

Hjálmtý fannst það bera vott um veikleika af minni hálfu að telja upphlaup Sigmundar og Höskulds klaufalegt sérstaklega ef engin innistæða væri svo fyrir þessu öllu saman.  Nú hefur hins vegar komið á daginn að þessi ferð þeirra félaga var svo sannarlega engin fýluferð.  Bréfaskriftir Jóhönnu og Stoltenbergs eru náttúrulega skrípaleikur sem allir sjá í gegnum og engin von til þess að svarið yrði með öðrum hætti.  Margir samfylkingarmenn og konur hafa spurt sig hvers vegna Jóhanna ætti ekki að vilja fá svona lán óháð prógrammi AGS.  Svarið er nokkuð augljóst þegar samhengið er skoðað.  Með þessu láni gætum við sagt skilið við AGS og þegar honum hefur verið rutt úr vegi gætum við afgreitt Icesave málið á okkar hraða með okkar hagsmuni að leiðarljósi.  Gallinn er bara sá að ef við færum þessa leið þá væri aðildarumsóknin að ESB í uppnámi og meiri líkur en minni á að okkur yrði hafnað eða a.m.k. fengjum mjög óhagstæðan samning sem yrði felldur.

Hvernig var hægt að búast við því að Forsætisráðherrann okkar sem sér bara eina lausn á öllum málum myndi af einhverri sannfæringu beita sér fyrir því að opna á þessa leið?  Fyrir nú utan það að öll hennar áhersla gengur útá að styggja ekki Breta og Hollendinga.

Það er alveg rétt hjá Geir hér að ofan að þér hættir til að gera grín að og skrifa niðrandi um  menn í stað þess að vera málefnalegur.  Það klæðir þig betur að vera málefnalegur.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 01:22

13 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Málið er að skýrast - ég hata ekki framsóknarmenn - Jóhanna vill komast í ESB og formaður Framsóknarflokksins er ekki kominn með eina einustu norsku krónu til að létta undir hér á skerinu.

Málið leysist með því að það koma skýr skilaboð frá Noregi að lán án skilyrða (AGS-Icasave) sé til reiðu - frá aðilum sem til þess hafa völd og aðstæður. Það hefur ekki gerst ennþá.

Sigmundur og Höskuldur þurfa ekki að þrasa við Jóhönnu um málið. Þeir eru í sambandi við fulltrúra allra flokka að eigin sögn og það er því hægðaleikur fyrir þá að koma með lítið skjal, það má vera á norsku, þar sem stendur skýrum stöfum að svona lán verði örugglega veitt. Ekki þarf að bíða eftir að þvermóðskunni í Jóhönnu létti - bara koma með bréfið og birta það.

Þetta er ekki flókið og þar til að þetta er skjalfestur vilji Norðmanna þá skulum við slaka á og vera kurteisir í garð næsta manns, sérstaklega ef hann reynist vera framsóknarmaður.

Hjálmtýr V Heiðdal, 12.10.2009 kl. 09:21

14 identicon

Nú held ég að þú sért að misskilja hvernig svona hlutir ganga fyrir sig.  Framsóknarmenn hafa ekkert umboð til að sækja um eða taka lán fyrir hönd íslenska ríkissins, en það hefur hún Jóhanna.  Bréf Jóhönnu til Stoltenberg gefur ekki til kynna ósk íslenskra stjórnvalda um að þetta lán verði veitt.  Ef raunvörulegur vilji Jóhönnu stæði til að taka þetta lán hefði hún einfaldlega óskað eftir viðræðum við norðmenn.  Boltinn er ekki hjá norðmönnum heldur okkur íslendingum.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 11:24

15 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Gunnar

Jóhanna spyr í bréfinu: „Er útspil hans raunhæft?“ (á við Per Olav) og Stoltenberg svarar nei. Eru fylgismenn Sigmundar með eitthvað í augunum sem meinar þeim að skoða hlutina eins og þeir eru?

Hjálmtýr V Heiðdal, 12.10.2009 kl. 11:44

16 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í norrænni goðafræði segir frá Loka Laufeyjarsyni. Hann átti til jötna að telja, sonur Fárbauta, þess jötunns, sem stjórnaði hættulegum blossa-eldingum. Loki átti bræður sem einnig þóttu varhugaverðir og ótti stafaði af. Meðal þeirra voru Býleist og Helblinda. Móðir Loka hét Laufey eða Nál. Var haft fyrir satt að hún hefði alið Loka eftir að elding Fárbauta laust hana. Loki gegnir því hlutverki sem í trúarbragðafræðum hefur verið kallað bragðarefur (á ensku trickster). Loki leikur á goðin, hrekkir þau, hegðar sér ósæmilega og brýtur þær reglur sem hafa áður verið settar af goðunum en slík hegðun er dæmigerð fyrir bragðarefi. Loki hefur þó þá sérstöðu að hann er oft illgjarn og sjaldan leiða hrekkir hans til nokkurra heilla, allra síst fyrir hann sjálfan, því goðin refsa honum oft harðlega fyrir það sem hann gerir. Frægt er að hann kom Baldri hinum helga ás fyrir kattanef á miður góðan hátt.Af örlögum Loka er þekkt sú saga að hann var handsamaður af Þór og bundinn með þörmum Nara sonar síns í helli og eitur látið renna á hann. Sigyn, kona hans, sat þó hjá honum og hélt fyrir keri svo eitrið myndi ekki renna framan í hann. Þegar Sigyn tæmdi kerið lak eitrið þó á Loka og urðu þá landskjálftar. Í heimsslitaorrustunni Ragnarökum barðist Loki með jötnum gegn ásum. Hann barðist hatrammlega gegn Heimdalli og varð báðum af bani.

Heimild: að mestu eftir: http://is.wikipedia.org/wiki/Loki_Laufeyjarson

Að ýmsu leyti minnir Sigmundur Davíð á Loka. Hann er seinþreyttur til vandræða og grípur hvert einasta tækifæri sem honum gefst ásamt Höskuldi félaga sínum sem mín vegna má vera nefna Þröskuldur. Þeir félagarnir kappkosta að þvælast sem mest fyrir ríkisstjórninni, gera allt mögulegt tortryggilegt en gagnrýni þeirra er oftast eins og óhljóð í tómri tunnu. Er gagnrýni þeirra því oftast lítils sem einskis virði.

Kannski þessir þokkapiltar séu að vera einhverjir þeir dýrustu þingmenn sem sögur fara af í seinni tíð.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.10.2009 kl. 12:26

17 identicon

Hjálmtýr bréfið er nokkurnveginn svona á mannamáli:

Sæll Stoltenberg og til hamingju með kosningarnar.  Ég er í smávandræðum með tvo stjórnarandstæðinga sem hafa verið í Noregi að afla stuðnings við leið sem þeir vilja fara í okkar málum.  Þeir vilja ekki fara þá leið sem ég og ríkisstjórn mín erum að reyna að koma í gegn.  Ég veit svosem alveg hver afstaða ykkar er en þætti vænt um ef þú gætir sent mér formlega yfirlýsingu um þetta mál.

Svo má til gamans geta þess að Stoltenberg svarar þessu erindi án þess að ræða málið í ríkisstjórn eða á þingi sem er eitthvað sem þér Hjálmtýr hefur ekki líkað hérna á Íslandi hingað til og fordæmir slík vinnubrögð harðlega.  Eða gildir annað núna kannski?

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 12:55

18 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Hjálmtýr,

Það sem þú skrifar er sannleikanum samkvæmt. Og það vel orðað og skorinort.

Nú hefur Fenris-úlfur drepið sig úr Dróma og leist sig úr Læðingi. Og Loka bregður fyrir. 

Nú ríður á að við, hvert og eitt okkar, gagnrýnum allar þær upplýsingar og upphrópanir sem glymja allt í kringum okkur (gagnrýni í merkingunni uppbyggileg gagnrýni, en ekki að vera á móti bara til þess að vera á móti).  Ég óttast mest að gagnrýnislausir sauðir láti teyma sig í gin úlfsins og að það kunni að færa samfélagið í eins konar Gleipnis-fjötra.

Hafðu þakkir fyrir skrif þín.

Eiríkur Sjóberg, 12.10.2009 kl. 13:32

19 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gunnar sæll

Þú ert í vondum málum og veist það vel. Það að reyna að umskrifa texta Jóhönnu svo að þínar hugrenningar nái fótfestu er auðvitað fráleitt eins og þú skilur seinna meir. Hannes Hólmsteinn tók sig til og umskrifaði texta og gerði að sínum. Hann hlaut dóm fyrir. Þið framsóknarmenn fáið vonandi ykka dóm þegar sá tími kemur. Á meðan bið ég ykkur í fyllstu einlægni að hafa hægt um ykkur. Það er eins og þú viðurkenndir fyrir skömmu öllum fyrir bestu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 12.10.2009 kl. 14:06

20 identicon

  Það eru nokkrir hér, sem ekki nota stóra stafinn á¨"framsókn", það er gott mál, að hafa framsókn með litlum staf, þetta eru svoddan smásálir..............

vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 15:33

21 identicon

Við sjáum hvað setur.  Mér þykir þó öll viðleitni til að losa okkur úr viðjum AGS vera af hinu góða, en hingað til hefur sú viðleitni komið annarsstaðar frá en ríkisstjórninni sem er alveg sérstakt umhugsunarefni.  Ég umskrifaði textann vegna þess að þú virðist ekki skilja það sem í honum stendur.  Það má eiginlega segja að þetta hafi verið nokkurskonar þýðing.

Það munu allir fá sinn dóm sem komið hafa að stjórn þessa lands undanfarin ár enda hafa stjórnvöld steinsofið á verðinum.  Stærsta dóminn munu þeir hljóta sem nú virðast ætla að gangast við fáheyrðri kúgun í blindri trú sinni "einnar lausnar pólitík".  Þetta verður kennslubókardæmi um það hvernig ekki á að útkljá deilumál ríkja á milli.  Er ekki komið nóg af mistökum stjórnvalda?  Maður spyr sig.

Svo ítreka ég enn og aftur að þó ég hafi kosið Framsóknarflokkinn síðast þá hef ég oftar kosið aðra flokka og þar á meðal þinn flokk auk þess sem ég er flokksbundinn í þrjá flokka - toppaðu það.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 15:55

22 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gunnar - hvað hefur komið fyrir þig? Þú skrifar um hábjartan dag: „Stærsta dóminn munu þeir hljóta sem nú virðast ætla að gangast við fáheyrðri kúgun í blindri trú sinni "einnar lausnar pólitík". Syndir Sjálfstæðisfl, Framsóknarfl. og fjárglæframannanna verða sem sagt minni í uppgjörinu en fólksins sem hamast við að moka burt skítinn eftir þá.

Þetta er svo fáheyrt að ég get hér með sett þig til hliðar sem alvöru viðmælenda.

Hjálmtýr V Heiðdal, 12.10.2009 kl. 16:23

23 identicon

Ég vil ekki gera lítið úr syndum feðranna Týri minn síður en svo en ég hef ekki séð neinum skít mokað burtu því miður.  Miklu frekar sýnist mér að verið sé að moka okkur enn dýpra ofan í skítinn jafnvel svo djúpt að ekki verði aftur snúið þegar búið verður að teyma okkur á asnaeyrunum inní ESB sem vonlausa kúgaða þjóð algerlega viðspyrnulausa.

Ég er t.d. nokkuð viss um að þú ert búinn að ákveða að kjósa með aðild alveg sama hvernig samningur verður borinn á borð fyrir okkur enda mun Jóhanna og hennar fólk vera búið að sannfæra þig um að annars fari hér allt andskotans til.  Þetta er eina leiðin mannstu.  

Ég sé enga aðra skýringu á áhugaleysi ráðamanna (reyndar sýndu VG áhuga) aðra en samhengið við aðild að ESB. Að því leyti skil ég vel þessa afstöðu, en þá þætti mér líka snyrtilegra að segja það hreint út.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 17:40

24 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

„sem vonlausa kúgaða þjóð algerlega viðspyrnulausa“. Það er mikil dramatík í gangi hjá þér. Maður fær vorkunarhroll gagnvart þeim þjóðum sem eru í ESB nú þegar. Verður ekki að stofna frelsishreyfingu sem hjálpar þeim til að yfirgefa ESB?

„þú ert búinn að ákveða að kjósa með aðild alveg sama hvernig samningur verður borinn á borð“

Snúum þessu uppá þig: þú ert búinn að ákveða að vera á móti ESB sama hvaða samningur kemur út úr samningaferlinu.

„Ég sé enga aðra skýringu á áhugaleysi ráðamanna“ skrifar þú. Ég sé hins vegar eðlilega skýringu á áhugaleysi manna á landahlaupum Sigskuldar og Hösmundar. Þetta er tóm vitleysa og ætti ekki að fara hátt þeirra vegna.

Hjálmtýr V Heiðdal, 12.10.2009 kl. 19:36

25 identicon

Og svo ef maður verður rökþrota þá er best að snúa útúr því sem sagt er og gera svo bara grín að öllu saman.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband