Hver ekur eins og ljón?

Vigdis og smafuglarnir

Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur verið áberandi hvöss í málflutningi sínum. Margir muna sjálfsagt eftir framgöngu hennar þegar hún ofl. stjórnarandstöðuþingmenn skipulögðu málþóf skv. stundatöflu. Dampurinn virðist enn búa í henni, hún bloggar nú um ríkisstjórnina og líkir nokkrum ráðherrum við „dauða fugla í grillinu“.

Athyglisvert er að hún telur að vandamálið verði til þegar „lítill fugl flýgur á bílinn á mikilli ferð“ - fuglinn flýgur á bílinn - ekki bíllinn ekur á fuglinn. Sökin liggur hjá fuglinum skv. Vigdísi. Ég hef ekið mikið um þjóðvegi landsins og aldrei orðið fyriri því að fugl hafi flogið á bílinn. Eina skiptið sem ég hef drepið fugl var vegna þess að ég ók of hratt og mávurinn sem sat á veginum var mjög seinn að begðast við hættunni. 

Ég er viss um að í flestum tilfellum þegar fugl festist í grilli bíls sé það vegna þess að bílstjórinn ekur of hratt. Þess vegna getur hann ekki brugðist við hættunni og fuglinn á ekki möguleika á að sveigja undan. Þetta byggi ég á reynslu minni því það kemur oft fyrir að fuglar koma fljúgandi yfir veginn - en mér hefur alltaf tekist að draga úr hraða og fuglinn sloppið.

Þá kemur að því að skoða betur hugmyndir Vigdísar sem skrifar með þessum hætti um ráðherrana. Vigdís skrifar: „Össur, Jóhanna og Steingrímur vita best af öllum að þau eru föst í grillinu. Við höfum reynt að forða þeim frá því að fljúga í grillið með tillögum okkar.“ Til þess að fullkomna samlíkingu Vigdísar þá verðum við að vita orsök þess að ráðherrarnir eru fastir framan á bíl skv. lýsingu þingmannsins skelegga.

Hver á þennan bíl og hver er ökumaðurinn - og hvert lá leiðin? Og með hvaða hætti reyndum „við“ (lesist: Framsóknarflokkurinn) að forða ráðherrunum að fljúga á grill hins óþekkta bíls með óþekkta ökumanninn við stýrið? Hefði ekki verið árangrusríkara að biðja ökumanninn um að aka aðeins hægar svo að minni eða engin hætta væri á því að „ltilir fuglar“ lentu á grillinu og liggja dauðir eftir. Vigdís setur fram eina mögulega skýringu á „grillveru“ litlu fuglanna: „mátt- og þrekleysið algjört eins og farfugl sem kemur til landsins að vori örmagna.“ Þetta á skv. Vigdísi að skýra ástand ráðherranna eða „litlu fuglanna“. Mátt og þrek skortir og „Þau bíða að einhver komi með hanska og plokkara til að ná þeim ...“  Ráðherrarnir fljúga skv. lýsingu Vigdísar á grill óþekkts ökutækis og nú, reyndar dauðir ef trúa má vettvangslýsingu þingmannsins, bíða þeir eftir að „einhver“ komi og hirði hræin. Væntanlega er það Framsóknarflokkurinn (allt er mjög súrrealiskt í þessu dæmi Vigdísar) sem mætir með einnota hanska og plokkara og tekur þessa ólánssömu fugla af grillinu og bíllinn og farþegar hans halda sína leið. Eftir sit ég með mínar vangaveltur um allt það sem ég fór að velta fyrir mér þegar ég las þessa slysafregn þingmannsins. Ég er engu nær um ástand og horfur í málum fugla, ökumanna og þingmanna sem setja fram svo djúpar myndlíkingar að allt endar í þvælu.


mbl.is Þingmaður líkir ráðherrum við dauða fugla í grilli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband