Við skulum gleðjast

Það er gaman að sjá gleðisvipinn á Sigmundi Davíð og Bjarna Ben þessa dagana. Þeir stíga fram sem hinir miklu stjórnvitringar sem nú hafa komið þjóðinni á braut mikilla framfara.
Ég vil auðvitað ekki spilla gleði þeirra. En það væri við hæfi að þeir sýndu pínulitla hógværð og segðu alla söguna.

Sagan kemur að vísu að hluta fram í þeim frumvörpum sem þeir leggja nú fyrir þingið til að koma haftalosuninni áleiðis.
Þar segir: „ Viðamestu breytingar á undanþáguheimildum föllnu fjármálafyrirtækjanna voru gerðar 12. mars 2012“ og „Enn fremur varð breytingin til þess að fallin fjármálafyrirtæki gátu ekki lengur flutt út endurheimtur frá innlendum aðilum í erlendum gjaldmiðlum, heldur þyrfti að leggja þær inn á reikninga hér á landi“. 

Einmitt: 12. mars 2012 voru samþykkt lög til þess að ná erlendum eignum þrotabúanna inn fyrir varnarmúr gjaldeyrishaftanna. Og þessi lög eru grundvöllurinn að því að samkomulagi sem nú er búið að gera við þrotabúin um að þeir skilja eftir íslensku krónurnar en eiga áfram erlendu eignirnar. Milljarðahundruðin sem Bjarni Og Sigmundur Davíð gleðjast svo yfir nú eru þannig til komnar. 

Það gerðist hinsvegar á þingi þ. 12. mars 2012 að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn „viðamestu breytingunum“ og Framsókn sat hjá. Ef þessir flokkar hefðu stjórnað málum væri Seðlabankinn nánast vopnlaus gagnvart kröfuhöfum.

Að auki má benda á að vinnan sem nú hefur leitt til þessarar góðu niðurstöðu var unnin að stórum hluta í tíð fyrri ríkisstjórnar. En það var reyndar „versta ríkisstjórn Íslandssögunnar“ eins og Sigmundur Davíð bendir sífellt á - og bætir við að „hún var verri en Hrunið“.

Þetta er bara stutt ábending frá leikmanni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er deginum ljósara að þér er ekki viðbjargandi............ cool

Jóhann Elíasson, 9.6.2015 kl. 13:43

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þakka þér fyrir málefnaleg skrif Jóhann

Hjálmtýr V Heiðdal, 9.6.2015 kl. 13:59

3 identicon

Samfyklingin er yndisleg

nú kvarta allar þeirra málpípur

yfir að erlendum kröfuhöfum sé ekki sýnd nógu mikil harka

Icesave - aldrei heyrst á það minnst

Grímur (IP-tala skráð) 9.6.2015 kl. 21:16

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Jóhann þú ert alltaf samur við þig í blindnini, styður sóðaskapinn, en veist síðan ekkert þegar á þarf að halda. Grímur, ef ekki væri fyrir fyrirbærin sjálfstæðis og framsóknarflokkar, þá væri ekkert Icesave, hefur þú hugsað það, fávitinn þinn!!!Sorry.

Jónas Ómar Snorrason, 10.6.2015 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband