VIÐBRÖGÐ SÍONISTANS

YairMeðal þeirra sem hafa brugðist við samþykkt Reykjavíkurborgar um sniðgöngu gagnvart Ísrael er Yair Lapid fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels. Viðbrögð hans og fleiri talsmanna síonistasamtaka varpa ljósi á það sem skiptir máli; Ísraelsstjórn á undir högg að sækja og árangur sniðgönguhreyfingarinnar á heimsvísu hefur skotið henni skelk í bringu.

Grein Yair Lapid er fullkomlega í anda síonista; Allar staðreyndir um árásarstríð þeirra, kúgun og landrán koma hvergi við sögu í grein hans.

Í stað þess að fjalla um orsök ófriðarins málar hann hryllingsmyndir og skrifar „Ef her okkar myndi leggja niður vopn og við myndum aftengja Iron Dome, yrðum við myrtir innan sólarhrings“. Yair segir að tilgangur Palestínumanna sé „ekki stofnun Palestínuríkis við hlið Ísraels, heldur Palestínuríkis á brunarústum Ísraels“.

Þessi afstaða, sem er ráðandi afstaða Ísraelsmanna sbr. yfirlýsingu Netanjahu um að Palestínuríki yrði ekki stofnað á hans vakt, býður ekki uppá marga kosti til lausnar á deilunni. Heimsmynd síonistans leiðir hann áfram; landránið verður æ víðtækara og morðvopnin sem beitt er, gegn nær vopnlausum Palestínumönnum, fullkomnari með hverri árásarhrinunni.

Yair Lapid skrifar að „Ísrael er líflegt lýðræðisríki sem berst fyrir tilveru sinni við erfiðar aðstæður“. Þessi fagra mynd trosnar töluvert þegar litið er nánar á atburði sem lýsa ástandinu innanlands. Nýlega reyndu yfirvöld að leggja niður stjórnmálafræðideild Ben-Gurion háskólans vegna ásakana um vinstri slagsíðu. Menningarmálaráðherra Ísraels, Miri Regev, hefur ítrekað lýst því að gagnrýni frá listamönnum verði ekki liðin og opinber stuðningur skorinn niður hjá stofnunum sem fylgja ekki línu stjórnvalda. Ísraelsk stjórnvöld einskorða sig ekki við eigin landamæri, nýlega tókst síonistum að koma í veg fyrir að haldin yrði ráðstefna við háskólann í Southampton í Englandi. Umræðuefnið var Ísrael og alþjóðalög.

Hið líflega við lýðræðið sem Yair lýsir er í raun andstæða lýðræðis, grundvallaratriði lýðræðis eru frjáls skoðanaskipti.

Samkvæmt formúlu síonista eru þeir fórnarlömbin í málinu og Yair skrifar að „Aðalsynd okkar að mati heimsbyggðarinnar og borgarstjórnar Reykjavíkur er sú að við höfum betur í þessu stríði“.

Heimsveldi hafa liðið undir lok og ríki þar sem kúgun ríkti hafa horfið af yfirborði jarðar. Hugmynd Yair um að síonistar hafi unnið stríð sýnir hve skammsýnn hann er. Ríki sem byggir á hernámi, landráni og nýlendutöku mun ekki sigra sitt dauðastríð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála því, að grundvallar undirstaða lýðræðis séu frjáls skoðanaskipti.  Og það er einmitt þessi staðreynd, sem gerir allt í sambandi við Ísrael, Gyðinga, palestínumenn og síðari heimstyrjöldina erfiða.  Því að þar má ekki ræða málin.

En að þetta sé grundvöllur þess að heimsveldi hafi lagst í rústir, er ég ekki sammála.  Ísrael, er einmitt að forðast mistökin sem önnur ríki hafa gert ... en Evrópa, stendur nú fyrir dyrun endaloka sinna.  Hinn gífurlegi mannflutningur, og sú staðreynd að Evrópubúar fæða ekki börn, er einmitt það sem í gegnum mankyns söguna hefur skapað endalok heimsvelda.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.9.2015 kl. 13:57

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hjálmtýr - því verður vart trúað að þú tlir hér með betri vitund. Mann rennir frekar grun í að þú talir gegn betri vitund til þesss að blekkja þá sem ekki vita betur. Þú hefur lítt fylgst með fréttum undanfarna marga áratugi ef þú trúir þessu sjálfur sem þú færir hér fram.

Hér smá fróðleikur fyrir þig sem stenst alla skoðun :

Hvað hafa egyptar að segja um Hamas ?

.

https://www.youtube.com/watch?v=7VtENBF_yjo

.

.

Líttu á þetta :

https://www.youtube.com/watch?v=6DCuRzzsKnk

.

iVðurkenna að Hamas hafi gert göng til þess að ræna ísraelskum hermönnum

https://www.youtube.com/watch?v=s58aGaQ2OXU

 

ummæli araba sjálfra um að þeir beiti börmnum fyrir sig sem skildi :

https://www.youtube.com/watch?v=htRpQ4kUX2A

.

https://www.youtube.com/watch?v=SoYmuH3NOv8

.

https://www.youtube.com/watch?v=SoYmuH3NOv8

.

.

Á þessum myndböndum má sjá lýsandi dæmi um það hversu skítt "Palestínumenn" á Gaza hafa það.  Á fyrra myndbandinu bregður fyrir kunnuglegum andlitum.

.

http://www.youtube.com/watch?v=yM7_R8Oih-k 

.

http://www.youtube.com/watch?v=6f21_mj8fz0

.

.

 

Tíu goðsagnir og staðreyndir um Gaza stríðið

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.9.2015 kl. 14:03

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Hjálmtýr Heiðdal. Í hvaða flokkum var faðir þinn áður en hann meldaði sig inn í Sjálfstæðisflokkinn?

FORNLEIFUR, 20.9.2015 kl. 14:57

4 identicon

 Leifi mér að kommentera predikaran, að Ísraelskur hernaðaráróður er síst skárri en Palestínskur.  Í fyrsta lagi eru gyðingar ekki gyðingar, fremur en palestínumenn eru palestínumenn.  Siðan er hvorki biblían eða kóranin, sögulegar staðreyndir.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.9.2015 kl. 15:09

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hér ekki um áróður að ræða Bjarne eins og þú kemst að ef þú skoðar þetta.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.9.2015 kl. 15:46

6 identicon

Það væri stórsnjallt hjá Reykjavíkurborg að hætta alveg við sniðgönguna í bili a.m.k. en efla til alþjóðlegarar ráðstefnu um zionisman í Ísrael. Bjóða sérstaklega til ráðstefnunar gyðingum eins og t.d. Miko Peled sem kemur með merkilegar upplýsingar úr innsta hring zionsimans.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.9.2015 kl. 16:16

7 identicon

Hér er grein af netinu um þá skoðun að framtíðin sé stórborganna.

Þær séu farnar að hafa sína eigin utanríkisstefnu. 

Hugsanlega er Reykavíkurborg að ríða þarna á vað sem fleiri munug fylgja í mörgum skilningi.

" Foreign policy seems to take place even among cities within the same country, whether it’s New York and Washington feuding over financial regulation or Dubai and Abu Dhabi vying for leadership of the United Arab Emirates. This new world of cities won’t obey the same rules as the old compact of nations; they will write their own opportunistic codes of conduct, animated by the need for efficiency, connectivity, and security above all else."

http://foreignpolicy.com/2010/08/06/beyond-city-limits/

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.9.2015 kl. 16:30

8 identicon

Þó ég hafi tímabundið ofnæmi fyrir vinstrimönnum og alveg sérstaklega krötum og enginn sérstakur áhugamaður um aukin völd Reykjavíkur á Íslandi þá set ég ofangreindar athugasemdir í þágu umræðunnar.

    Það væri líka ánægulegt svona til tilbreytingar að sjá þetta lið eins og einu sinni rífa sig upp úr vingulshættinum og gera eitthvað afgerandi jafnvel til gagns.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.9.2015 kl. 16:39

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Fornleifur - Vilhjálmur Örn.

Spurning þín vakti forvitni mína sökum þess að ég sé ekki tilgang hennar. En hreint út sagt þá veit ég ekki svarið, hef alltaf talið hann hafa verið eitthvað að snúast í kringum Framsóknaflokkinn. En ég spurði hann aldrei.

Hjálmtýr V Heiðdal, 20.9.2015 kl. 18:50

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hjálmtýr, greyið mitt þú átt eitthvað verulega bágt.....

Jóhann Elíasson, 20.9.2015 kl. 22:47

11 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þakka þér fyrir málefnalegt innskot Jóhann Elíasson. Það er alltaf upplífgandi að sjá að enn finnast menn með skýra hugsun og tjáningu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 20.9.2015 kl. 23:10

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það segir þú satt Hjálmtýr - annað en ólukkans ósanna moðið, í besta falli hálfsannleikur til blekkinga, sem þú skrifaðir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.9.2015 kl. 23:28

13 identicon

Hér er annar fyrrverandi ráðherra frá Ísrael, þessi styður sniðgöngu Suður-Afríku (fyrrum bestu vina Ísraels meðan báðir voru með aðskilnaðarstefnuna á hreinu) á vörum framleiddum á herteknu svæðunum, skv. frétt frá 2012.   Enn fremur hvetur hann til menningarlegrar sniðgöngu gagnvart Ísrael á meðan hvorki gengur né rekur í friðarviðræðum við Palestínumenn.

Vissulega nokkuð ólík sjónarmið hjá þessu tveim fyrrverandi ráðherrum Ísraela.

http://www.timesofisrael.com/former-senior-foreign-ministry-official-calls-for-boycott-on-israel/

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.9.2015 kl. 01:22

14 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir en aftur á móti mættir þú alveg reyna að endurmeta þetta "Palestínurugl" sem þú er búinn að vera með á heilanum síðustu 30 árin og hefur greinilega orðið til að það hefur orðið "skammhlaup" í hausnum á þér og greinilega hefur það ekki orðið neitt til góðs.

Jóhann Elíasson, 21.9.2015 kl. 08:55

15 Smámynd: Mofi

Einhverjum þykir vonandi forvitnilegt að sjá hvernig Íslam breiddist út og yfir hvers konar landflæmi þeir ráða yfir: https://www.youtube.com/watch?v=PFSin5Gctv8

Að agnast út í þetta örsmáa ríki sem Ísrael er, það þýðir bara að viðokmandi er annað hvort vel blekktur eða mjög illa innrættur.

Mofi, 21.9.2015 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband