ÞAÐ SEM EKKI MÁ SEGJA.

Raphael SchützRaphael Schütz, sendiherra Ísraels á Íslandi, segir í viðtali við Fréttablaðið 28. október:

„Það sem ég get ekki sætt mig við er að farið sé yfir rauðu strikin, þegar notast er við lygar eins og þjóðarmorð, aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og nýlenduríki. Öllu þessu ætti að útrýma úr orðabók umræðunnar ef við viljum taka af einhverri alvöru þátt í uppbyggilegum samræðum. Annars teljum við þetta vera haturs-herferð gegn ́srael.“

Schütz sendiherra er, eins og nafn hans segir okkur, að verja framferði Ísraelsstjórnar. Og hann gengur galvaskur fram og lýsir því að ef menn fara yfir „rauðu strikin“ hans í umræðunni þá séu menn í vondum málum, allt handan strikanna er „haturs-herferð gegn Ísrael“. Hann nefnir orðin sem skilgreina „rauðu strikin“ og eru lygar að sögn Schütz.

Orðin eru „þjóðarmorð“ (Genocide), „aðskilnaðarstefna“ (Apartheid), „þjóðernishreinsanir“ (Ethnic cleansing) og „nýlenduríki“ (Colonialism).

Schütz vill „útrýma“ þessum orðum til þess að umræðan verði uppbyggilegri. En áður en við föllumst á það skulum við skoða þessi orð og merkingu þeirra.

Þjóðarmorð

Þjóðarmorð er skilgreint sem “aðgerðir gegn hópi manna sem miða markvisst að því að skapa þeim lífsskilyrði sem leiðir til útrýmingar hópsins að hluta eða að fullu“. Þessi skilgreining er sett fram í ályktun Allsherjarþings SÞ árið 1951.

Herkvíin og árásirnar á Gaza skapa Gazabúum lífsskilyrði sem hefur kostað þúsundir lífið. Sameinuðu þjóðirnar ræða nú í alvöru að með áframhaldi aðgerðum Ísraelshers þá verði Gazaströndin nær óbyggileg eftir rúm fimm ár.

Aðskilnaðarstefna

Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu aðskilnaðarstefnu árið 1973 sem „ómannúðlegar aðgerðir sem miða að því viðhalda yfirráðum eins kynþáttar yfir öðrum kynþætti með skipulagðri kúgun“.

Síonistar skilgreina gyðinga sem kynþátt og í Ísrael gilda ýmis lög og reglugerðir er veita gyðingum réttindi umfram aðra. Þ.á.m. eru lög sem snúa m.a. að búsetu. Á Vesturbakkanum eru svæði sem herinn bannar Palestínumönnum búsetu á grundvelli uppruna og þar eru lagðir vegir sem gyðingar einir fá að aka um.

S-Afrískir afkomendur gyðinga sem hafa heimsótt Ísrael og hernumdu svæðin, segja að það ríki aðskilnaðarstefna í Ísrael, meira að segja verri en sú sem þeir kynntust í sínu heimalandi. Og þeir þekkja ófreskjuna af eigin reynslu og segja frá því óhikað. Þeir viðurkenna ekki „rauðu strikin“ hans Schütz.

Þjóðernishreinsanir

Árið 1993 skilgreindu Sameinuðu þjóðirnar þjóðernishreinsanir sem „skipulagða og vísvitaða aðgerð til að fjarlægja kynþátt með valdi eða ógnunum með því markmiði að skapa einsleita búsetu á tilteknu svæði“.

Áður en Ísraelsríki var stofnað í maí 1948 höfðu herir síonista hrakið um 300,000 Palestínumenn af heimilum sínum með hervaldi og lagt fjölmörg þorp í rúst. Á þeim rúmu sjö áratugum sem Ísrael hefur verið við lýði hefur rúm ein milljón Palestínumanna verið hrakinn frá heimilum sínum. Og í stað þeirra hafa gyðingar og afkomendur þeirra yfirtekið landið.

Nýlenduríki

Orðabók Oxford skilgreinir nýlendustefnu sem stefnu sem felur í „sér yfirtöku ríkis á landi annarar þjóðar að hluta eða að fullu með hernámi, innflutningi landnema og nýtingu landsgæða“.

Ólöglegar landtökubyggðir síonista á Vesturbakkanum þar sem landtökumenn stela ræktarlandi og vatnsbirgðum, falla vel að þessari lýsingu.

Sendiherrann vill stjórna umræðunni um Ísrael og framferði þeirra gagnvart Palestínumönnum með „rauðum strikum“. Hingað og ekki lengra segir Schütz - að öðrum kosti verður ekki tekið mark á orðum ykkar. Slík orð vekja mann auðvitað til umhugsunar um hvaða „rauðu strik“ gilda í árasarstríði Ísraelshers gegn fólkinu sem býr innikróað á Gaza? Kann einhver að segja frá þeim „rauðu strikum“? Þegar þúsundir Gazabúa, að meirihluta börn, konur og óbreyttir borgarar liggja í valnum eftir fjórar stórárásir á innan við áratug - þá er erfitt fyrir okkur að sjá hvar morðingjaherinn dregur línuna.

Línan er vissulega rauð, roðin blóði fórnarlambanna.

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hjálmtýr 

Það er orðið langt síðan að Zíonistar viðurkenndu sjálfir að standa fyrir þjóðarmorðum (Genocide) og/eða þjóðarhreinsanir (Ethnic cleansing), sjá:

Israeli Soldier Reveals 1948 Palestinian Genocide and Zionist Ideology of Ethnic Cleansing https://www.youtube.com/watch?v=p8IjnRsRPCQ 

 

Israel has murdered 2,000 children in the last 15 years. That is cowardly http://www.irishexaminer.com/viewpoints/yourview/israel-has-murdered-2000-children-in-the-last-15-years-that-is-cowardly-361108.html

Over 1,300 Palestinians Shot In Last 11 Days https://www.popularresistance.org/over-1300-palestinians-shot-in-last-11-days/

En það er orðið svo augljóst fyrir hvað Zíonista Ísrael stendur fyrir eða hvað Zíonista Ísrael ætlar sér, þetta áróðurslygabull þeirra um að Palestínumenn séu að reyna þurrka Zíonista Ísrael út af kortinu, eru svo augljós dæmi um lygar. Meira að segja Zíonista MSNBC -sjónvarpsstöðin er búin að opinbera hið gagnstæða, þar sem að Zíonista Ísrael stendur ekki bara fyrir öllu þessu her- og landnámi gegn alþjóðalögum, heldur einnig fyrir hreinsunum.     


Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.10.2015 kl. 12:19

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Allt tal Ísraelsmanna um "raud strik" í umraedunni, sem ekki má fara yfir, ber vott um einhverskonar "isma". Nöturlegur málflutningur af theirra hálfu, er einhver vogar sér ad gagnrýna thá, eda verk theirra. 

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 31.10.2015 kl. 08:07

3 identicon

Israeli Defense Minister Promises to Kill More Palestinian Civilians and Threatens to Nuke Iran http://www.globalresearch.ca/israeli-defense-minister-promises-to-kill-more-palestinian-civilians-and-threatens-to-nuke-iran/5447891

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 31.10.2015 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband