Ég styð Dag B. í formannssætið

Það er ekki erfitt að skilja ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar. Forystumenn allra flokka verða að hafa fullt þrek í því starfi sem er framundan - bæði þeir sem verða í ríkisstjórn og þeir sem stýra stjórnarandstöðunni.
Ég vona að hún nái sér að fullu og að þjóðin geti notið krafta hennar á ný. Ég vil að Dagur B. Eggertsson taki við kyndlinum.


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu viss?

Það fríjar honum enginn vits en það er ekki nóg að vera vel gefinn. Menn verða líka að kunna að hlusta og mér hefur virst í þeim fjölmiðlaviðtölum sem ég hef séð til hans að hann eigi pínu erfitt með að stoppa þegar hann ef einu sinni kominn með talfærin í gang. Hann virkar stundum eins og loðnudæla þegar hann byrjar að láta dæluna ganga.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 18:32

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Dagur er mikilhæfur stjórnmálamaður og ég hef hrifist að hans málfluttningi og verkum frá upphafi. Ég tel einmitt að honum sé hlustun í blóð borin, svo hefur hann lært miklivægi hlustunar í starfi sínu sem læknir. Hann skilgreinir aðalatriði mála mjög vel og það er ekki öllum gefið. ÞÚB engar áhyggjur - Dagur hlustar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.3.2009 kl. 23:56

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Gallinn við flesta pólitískussa í dag er að þeir eru gerilsneyddir af persónutöfrum.  Svipbrigðin minna á spítustrákinn Gosa ef vel er að gáð.  Tökum Ingibjörgu sem dæmi.  Sökum litningagalla getur hún ekki brosað eða sagt satt og rétt frá.  En ólíkt Gosa lengist nefið ekki heldur stækkar skeifan og munnsvipurinn minnir helst á raðmorðingja með samviskubit.

Annað dæmi um svona pólitíkus er Bjarni Ben.  Hann er eins og steinrunninn, geldur hundur.  Nefið á honum stækkar ekki heldur en það er í góðu lagi því maður veit að hann lýgur öllu!  Dagur B. er líka óttalega frosinn í framan og talandinn minnir á gamlan menntaskólakennara sem hefur það að markmiði að svæfa alla nemendurna með leiðindum.  

Jóhanna er líka með sama litningagalla og Ingibjörg nema hvað hún nær stundum að bjarga sér á hvíta lubbanum.  Sem lifir sjálfstæðu lífi og gefur henni vott af persónutöfrum. 

Björn Heiðdal, 10.3.2009 kl. 09:50

4 identicon

Ég vil Jón Baldvin.  Er alveg hissa á því hvað hann nýtur lítils stuðnings innan Samfylkingarinnar þar sem hann er sá jafnaðarmaður sem hefur hvað dýpsta þekkingu á verkefnum komandi missera.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 13:17

5 identicon

Um að gera að eyða tíma sínum og orku í fjórflokkinn, kjósa einhvern af þessum flokkum, eignast átrúnað á einhvern af þeirra frábæru frelsurum og taka svo fullan þátt í stjórnmálaleikritinu eins og það sé alvöru barátta um framtíð okkar.

Ekki ósvipað því að eyða andlegri og tilfinningalegri orku í að halda með einhverju íþróttaliði, gleðjast yfir sigrum og svekkja sig yfir tapi, eins og það sé í raun barátta fyrir einhverju raunverulegu.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband