Flugeldaslys á Bessastöðum

Flugeldar

Það er alkunna að óvitar fara sér oft að voða við flugeldafikt. Augu og fingur hafa glatast. Nú er mikill áróður rekinn fyrir því að menn noti hlífðargleraugu og er það vel.

Hinsvegar getur annarskonar fikt einnig leitt til stórslysa. Nú hefur bóndinn á Bessastöðum kveikt í einni heljarinnar bombu sem sprakk framan í þjóðina – sem er án hlífðarglerja. En stór hluti hennar var blindur fyrir svo að það kemur ekki að sök hjá öllum.

Nú hefur Davíð „við borgum ekki“ Oddsson fengið sínar draumasýnir uppfylltar. Og Þórhallur Þór Höskuldsson, Noregsfari og fimmtánmínútnaformaður Framsóknar, hefur fengið hluta þjóðarinnar á sitt band. 5. júlí s.l. sagði hann: „Eins og ég hef vikið að fæ ég ekki á nokkurn hátt séð að Íslendingum beri lagaleg, hvað þá siðferðileg, skylda til að greiða Icesave-skuldbindingarnar að kröfu Breta og Hollendinga.“

Indefencehópurinn, sem Sigmundur Davíð stofnaði, er í raun að setja málið í þennan farveg: við berum hvorki lagalegar eða siðferðilega skyldur í samfélagi þjóðanna.

Nú fáum við að heyra á Útvarpi Sögu þá sögu að bölvaðir útlendingarnir kúga okkur áfram með aðstöð Steingríms og Jóhönnu.

Við erum nú sem þjóð dæmd í ruslflokk. Ekki bara á peningasviðinu.  

Væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla mun ekki snúast um neitt þar sem ekkert af því sem kosið er um er í gildi. Þetta verður þjóðaratkvæðagreiðsla til að eyðileggja allar þjóðaratkvæðagreiðslur ef vel tekst til.

Og nú mun Styrmir Gunnarsson, sem boðar hina villtustu einangrunarhyggju, fá áheyrn því þjóðin mun hlusta á „rök“ hans þegar umheimurinn bregst við siðleysi og rugli Íslendinga.

Og þetta er bara byrjunin.


Hver ber ábyrgð?

c documents and settings soleyt4859 desktop xd geir0sal jpgJónas Kristjánsson skrifar á bloggsíðu sína: „05.01.2010

Ég ákæri kjósendur.  Tel kjósendur hafa kosið yfir mig eftirlitslausa frjálshyggju í fjármálum. Tel þá síðan hafa sýnt einbeittan brotavilja. Hafa tugþúsundum saman hvatt forsetann til að hafna lögum um friðsamleg samskipti við útlönd. Hyggjast tugþúsundum saman kjósa Sjálfstæðisflokkinn til valda í næstu kosningum. Tel þá bera ábyrgð á, að næsta ríkisstjórn verður skipuð þeim flokkum, sem ollu hruninu. Tel íslenzka kjósendur fullkomlega ófæra um að reka sjálfstætt þjóðfélag. Fer fram á, að þeir borgi mér tjónið, sem ég verð fyrir vegna heimsku og afneitunar þeirra, vænisýki og þjóðrembu. Ég ákæri kjósendur.“

Jónas er ekki að tala út í bláinn.

Þegar kosningaúrslit 2007 eru skoðuð sést að það voru ekki kjósendur sem sáu við græðgisbullinu og hamsleysinu sem seinna leiddi þjóðina fram af brúninni.  Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig þremur þingmönnum í þeim kosningum. Aðalslagorð Geirs H Haarde í þeirra kosningabaráttu var: Traust efnahagsstjórn.  Framsóknarflokkurinn missti 5 þingmenn og því má segja að aðal gerandinn, Sjálfstæðisflokkurinn, hafi fengið þá viðurkenningu hjá kjósendum að efnahagsstjórnin hafi verið í lagi. Sannleikurinn var annar eins og flestir eiga að vita núna.

Sem sagt: þjóðin gaf kost á framhaldandi stjórn þessara flokka með 32 þingmenn. Hins vegar treystu þeir sér ekki til að stjórna með svo naumum meirihluta því þá gæti hvaða þingmaður sem er sett upp leikrit til að ná einhverjum sérmálum fram.


Bloggfærslur 5. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband