5.1.2010 | 08:40
Hver ber ábyrgð?
Jónas Kristjánsson skrifar á bloggsíðu sína: 05.01.2010
Ég ákæri kjósendur. Tel kjósendur hafa kosið yfir mig eftirlitslausa frjálshyggju í fjármálum. Tel þá síðan hafa sýnt einbeittan brotavilja. Hafa tugþúsundum saman hvatt forsetann til að hafna lögum um friðsamleg samskipti við útlönd. Hyggjast tugþúsundum saman kjósa Sjálfstæðisflokkinn til valda í næstu kosningum. Tel þá bera ábyrgð á, að næsta ríkisstjórn verður skipuð þeim flokkum, sem ollu hruninu. Tel íslenzka kjósendur fullkomlega ófæra um að reka sjálfstætt þjóðfélag. Fer fram á, að þeir borgi mér tjónið, sem ég verð fyrir vegna heimsku og afneitunar þeirra, vænisýki og þjóðrembu. Ég ákæri kjósendur.
Jónas er ekki að tala út í bláinn.
Þegar kosningaúrslit 2007 eru skoðuð sést að það voru ekki kjósendur sem sáu við græðgisbullinu og hamsleysinu sem seinna leiddi þjóðina fram af brúninni. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig þremur þingmönnum í þeim kosningum. Aðalslagorð Geirs H Haarde í þeirra kosningabaráttu var: Traust efnahagsstjórn. Framsóknarflokkurinn missti 5 þingmenn og því má segja að aðal gerandinn, Sjálfstæðisflokkurinn, hafi fengið þá viðurkenningu hjá kjósendum að efnahagsstjórnin hafi verið í lagi. Sannleikurinn var annar eins og flestir eiga að vita núna.
Sem sagt: þjóðin gaf kost á framhaldandi stjórn þessara flokka með 32 þingmenn. Hins vegar treystu þeir sér ekki til að stjórna með svo naumum meirihluta því þá gæti hvaða þingmaður sem er sett upp leikrit til að ná einhverjum sérmálum fram.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:47 | Facebook
Athugasemdir
Það var vinstrafólk sem felldi sjálft sig. Forsetinn vill kanski þegar upp er staðið frekar vinna með hægra genginu.
Gísli Ingvarsson, 5.1.2010 kl. 11:49
Jæja þá er óskaniðurstaða Styrmis Gunnarssonar komin með ákvörðun forsetans. Styrmir segir í bók sinni að við eigum að einangra okkur og að útlendingar séu vont fólk. Nú getur þjóðin kosið um að einangra sig.
Hjálmtýr V Heiðdal, 5.1.2010 kl. 11:54
Og hvað ætli margir af þeim, sem skrifuðu undir hjá InDefence hafa vitað hvað þeir voru að skrifa undir..?? Held að sárafáir hafi vitað muninn á lögum nr. 96/2009 frá 2. sept og breytingarnar frá 30. des., sem kallinn synjaði.
Snæbjörn Björnsson Birnir (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:38
Það er með ólíkindum að maður eins og Jónas Kristjánsson fyrrum ritstjóri skuli skrifa með þessum hætti. Jónas getur ákært kjósendur á þeim forsendum sem hann gerir en það er öruggt að þeir hinir sömu kjósendur yrðu sýknaðir af öllum ákærum. Ákæruatriðin eru röng hér var hvorki eftirlitsleysi né frjálshyggja sem réð för. Raunar var það undir forustu sósíalisa í Evrópusambandinu sem þessi fjármálalöggjöf Evrópusambandsins var mótuð. Því fer hins vegar fjarri að ég vilji halda því fram að um sósíalíska löggjöf hafi verið að ræða. Það væri jafngalið og orðræða ritstjórans. Fjármálalöggjöfin var vond að því leyti að hún gerði ekki ráð fyrir þeirri lymsku og fláttskap sem stórmógúlarnir í viðskiptaheiminum viðhöfðu ásamt handverksfólki sínu. Því miður áttuðu stjórnendur vestrænna þjóðfélaga sig ekki á því fyrr en um seint hvaða svikamylla var í gangi. Það var ekki bara á Íslandi sem bankar féllu. En hér var hrunið verra vegna þess að við vorum með ónýtan gjaldmiðil sem stórmógúlarnir höfðu spilað á um árabil. Helsti meðmælandi þess gjaldmiðils er nú Steingrímur J. Sigfússon seint verður hann sakaður um frjálshyggju.
Svo skulum við vona að þjóðin beri gæfu til að vera góðir grannar ekki síst vegna stöðu sinnar í stað þess að vera einangraða virkið í norðri.
Jón Magnússon, 5.1.2010 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.