Flugeldaslys á Bessastöðum

Flugeldar

Það er alkunna að óvitar fara sér oft að voða við flugeldafikt. Augu og fingur hafa glatast. Nú er mikill áróður rekinn fyrir því að menn noti hlífðargleraugu og er það vel.

Hinsvegar getur annarskonar fikt einnig leitt til stórslysa. Nú hefur bóndinn á Bessastöðum kveikt í einni heljarinnar bombu sem sprakk framan í þjóðina – sem er án hlífðarglerja. En stór hluti hennar var blindur fyrir svo að það kemur ekki að sök hjá öllum.

Nú hefur Davíð „við borgum ekki“ Oddsson fengið sínar draumasýnir uppfylltar. Og Þórhallur Þór Höskuldsson, Noregsfari og fimmtánmínútnaformaður Framsóknar, hefur fengið hluta þjóðarinnar á sitt band. 5. júlí s.l. sagði hann: „Eins og ég hef vikið að fæ ég ekki á nokkurn hátt séð að Íslendingum beri lagaleg, hvað þá siðferðileg, skylda til að greiða Icesave-skuldbindingarnar að kröfu Breta og Hollendinga.“

Indefencehópurinn, sem Sigmundur Davíð stofnaði, er í raun að setja málið í þennan farveg: við berum hvorki lagalegar eða siðferðilega skyldur í samfélagi þjóðanna.

Nú fáum við að heyra á Útvarpi Sögu þá sögu að bölvaðir útlendingarnir kúga okkur áfram með aðstöð Steingríms og Jóhönnu.

Við erum nú sem þjóð dæmd í ruslflokk. Ekki bara á peningasviðinu.  

Væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla mun ekki snúast um neitt þar sem ekkert af því sem kosið er um er í gildi. Þetta verður þjóðaratkvæðagreiðsla til að eyðileggja allar þjóðaratkvæðagreiðslur ef vel tekst til.

Og nú mun Styrmir Gunnarsson, sem boðar hina villtustu einangrunarhyggju, fá áheyrn því þjóðin mun hlusta á „rök“ hans þegar umheimurinn bregst við siðleysi og rugli Íslendinga.

Og þetta er bara byrjunin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Maður er aðeins í ruslflokki ef maður heldur að maður sé það. Ert þú í ruslflokki?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2010 kl. 23:16

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei er hann ekki mættur mr. master race. Ekkert rusl þar á ferð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2010 kl. 23:29

3 identicon

Það er eins og ykkur á kratavængnum sé fyrirmunað að skilja að skilyrðislaus samþykkt á Icesave skuldunum gerir bara illt verra fyrir þjóðina. Það er  væntanlega gert í þeim tilgangi að gera allt enn þá verra ef tilgangurinn er sá að komast inn í sæluríkið ESB. Hlífðargleraugu eru ágæt en þið þyrftuð að fjarlægja þessar hestaaugnskerma ykkar. Það er líka alveg óþarfi að vera með lúalegan áróður gegn mönnum sem vilja þjóðinni vel.

sigurður I (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 10:45

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Hjálmtýr. Slys varð á Bessastöðum, já stórslys og afleiðingarnar rétt að byrja. Jóhanna og Steingrímur standa í brúnni og freista þess með öllum tiltækum ráðum að skútan sigi ekki meira. Það vill til að þar eru þrautreyndir skipstjórar á ferð. Bessastaðabóndinn ætti ekki að geta stigið fæti sínum í stjórnklefann

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2010 kl. 11:13

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Takk fyrir innlitið

Það koma sífellt fleiri fletir upp í þessum málum. Nú kemur fram í skoðanakönnun að 56% Íslendinga styður ákvörðun Ólafs Ragnars. Nú má velta því fyrir sér hvað þeir sem ekki vilja borga neitt geta kosið um. Lögin um þjóðaratkvæðagreiðslu snúast um leiðir til að greiða fyrir skítinn.

Það eru því þrjár fylkingar: við borgum ekki (skila auðu/ógildu eða mæta ekki) - já-fylkingin og nei-fylkingin.

Sæll Vilhjálmur

Því miður ræður ekki eigin hugmynd um eigið ágæti á mörkuðum. Þetta veist þú.

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.1.2010 kl. 12:10

6 identicon

Hæ Týri,

Þú gleymir alveg að minnast á stóru tívolíbombuna sem sprakk framan í okkur í byrjun sumars þegar í ljós kom að samningurinn sem stórskotalið ríkisstjórnarinnar með Svavar Gestsson í broddi fylkingar var með öllu óásættanlegur og það er í raun furðulegt að Steingrímur Jóhann skuli ekki fyrir löngu vera búinn að biðja þjóðina afsökunar á því að ætla að troða þeim gerningi uppá þjóðina.

Það hefur enginn haldið því fram að við berum ekki lagalegar og siðferðilegar skyldur í samfélagi þjóðanna og það veist þú vel.  Þú veist það líka vel að skyldur okkar í þessum efnum eru vægast sagt óskýrar.   Hvorki Bretar né Hollendingar hafa viljað útkljá málið fyrir dómstólum því þeir vita sem er að niðurstaðan úr slíku máli gæti haft víðtæk skaðleg áhrif á evrópska fjármálakerfið.  Svo er okkur núna boðið uppá samning sem er með slíkum kjörum að bresk og hollensk stjórnvöld stórgræða á öllu saman!!!  Finnst þér það gott siðferði í samfélagi þjóða?

Ég hef sagt það áður og segi það enn að eina skynsamlega leiðin til að sigla okkur í gegnum þetta er að mynda þjóðstjórn.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 13:41

7 identicon

Ekki vera að ráðast á Útvarp Sögu, ósmekklegt af þér að vera að núa fólki um nasir því sem það segir drukkið.

Hilmar F (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 14:11

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Gunnar og gleðilegt nýtt ár.

Og hvaða valkost ætlar framsóknarmaðurinn Gunnar að velja í þjóðaratkvæðagreiðslunni?

A) Samninginn eins og hann getur gengið gagnvart viðsemjendum?

B) Samninginn eins og hann var og hefur ekkert gildi þar sem viðsemjendur fallast ekki á hann?

C) Sitja heima eða skila auðu/ógildu vegna þess að þú vilt ekki borga?

Ef B sigrar þá hefst enn eitt óvissutímabilið og þið (með Höskuld fremstan) getið byrjað nýja umferð í ræðusnilli um leið og hagur þjóðarinna versnar enn frekar.

Formaðurinn þinn virðist álíta að allt málið sé einhverskona PR-mál og sagði á mbl.is að ríkisstjórnin hagnaðist á neikvæðri umræðu erlendis. Það er liður í „hræðsluáróðurs“ hræðslsuáróðri Höskuldar og Sigmundar og framsóknarþingkonunnar sem ég man ekki hvað heitir rétt núna

Ein af „röksemdum“ þingmanna framsóknar, sjálfstæðis og Hreyfingarinna var sú að hræðsluáróður stjórnarsinna væri blekking. Þetta sögðu þeir aftur og aftur í umræðunum á þingi. Þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að ástandið var ekki jafn slæmt á meðan það lá ekki fyrir hvað íslendingar ætluðu að gera. Nú er það komið fram að enn er tregða til lausnar og þá skellur allt yfir okkur. „Hræðsluáróðurinn“ reynist því vera réttur.

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.1.2010 kl. 14:30

9 identicon

Sæll aftur,

Eins og staðan er í dag myndi framsóknar, sjálfstæðis og samfylkingarmaðurinn Gunnar kjósa B.

Ef lögin verða staðfest í núverandi mynd hæfist margra ára óvissutímabil þar sem svo margt á eftir að koma í ljós sem ræður því hvort við getum staðið undir þessum samningi. Nú þarf að hefjast handa við að verja málstað okkar erlendis, sem reyndar hefur gengið bærilega í dag og í  þessu viðtali við Steingrím J í gærkvöldi var ekki hægt að heyra betur en að hann væri farinn að sjá ljósið a.m.k. svona útávið.

Það sjá það allir þegar hlutirnir eru settir í samhengi að byrðarnar sem fylgja þessum samningi eru með öllu óviðunandi og geta ekki borið vott um neitt annað en níðingshátt gagnvart lítilli þjóð og saklausum skattborgurum hennar.  Þessi samningur ber ekki vott um siðferðislega ábyrgð í samskiptum þjóða. Þessi staða er kominn upp vegna þess að réttlætiskennd þjóðarinnar er misboðið.  Þetta snýst ekkert um pólitík þó þú viljir stilla því þannig upp. 

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 15:48

10 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Það eru til  ágætir þáttastjórnendur á  Útvarpi Sögu, en ég held þeir séu bara tveir. Sigurður G. og annar,sem ég held að heiti Markús. Sá bað mig á  dögunum  að koma í  viðtal . Ég tók mér umhugsunarfrest. Hann sagðist hringja í mig um helgina. Sú helgi er enn ekki komin. Kannski  fékk hann boð að ofan um að  viðtal  við ESG  væri ekki áhugavert efni. Það er sjálfsagt rétt. Gaman að þessu !

  Verst er þegar  útvarpsstjórinn og meðreiðarsveinn hennar eru  við hljóðnemann, maður á þá stundum erfitt með að meta hvenær áfengi hefur verið haft um hönd  eins og svo margir hafa bent á í ræðu og riti. 

Þessi stöð er sumpart hættulegur fjölmiðill vegna þess að hún spýtir ósannindum, hálfsannleik og óhróðri í eyrihlustenda. Og svo er þreytandi að hlusta á sömu „kverúlantana", Alvar, Jón Val Jensson ,Sigrúnu og hvað þau heita nú sem hringja með sömu þvæluna í hvern einasta þátt.

Ég er reyndar hættur að hlusta á endurtekna efnið í Útvarpi Sögu undir miðnætti.ð Hlustun á það stendur mér fyrir svefni. Þar er Útvarp Saga „Í landi forheimskunar".

Eiður Svanberg Guðnason, 6.1.2010 kl. 16:03

11 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Maður verður eiginlega að taka Pétur lögmann og Arnþrúði sem skemmtiatriði. Annars er ekki hægt að láta það „meika sens“.

Sama gildir um Ingva Hrafn og Heimastjórnin á ÍNN.

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.1.2010 kl. 16:35

12 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Sammála. Hvortveggja er bara fíflagangur.

Eiður Svanberg Guðnason, 6.1.2010 kl. 16:42

13 Smámynd: Björn Heiðdal

Ekki gleyma Lubba stærðfræðikennara og Rússajeppa.  Hann var líka skemmtiatriði sem hélt framhjá konunni sinni með einni áttræðri í Keflavík.  Geri aðrir betur.

Björn Heiðdal, 6.1.2010 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband