6.1.2010 | 19:20
Fjarar undan forsetanum
Nú sýnir ný skoðanakönnun að 41% þjóðarinnar styður ákvörðun Ólafs Ragnars en 53% eru andvíg.
Þá er farin ein stoðin undan rökstuðningi forsetans þar sem hann miðaði við könnun sem sýndi 70% stuðning.
Túlkun hans á vilja þingsins sem felldi tillögu um þjóðaratkvæði var auðvitað arfavitlaus frá upphafi.
Og þá er aðeins ein röksemd eftir: undirskriftasöfnun InDefence þar sem 25% kjósenda skoraði á hann að vísa málinu til þjóðaratkvæðis (að öllum líkindum). Sú söfnun er eingöngu vísbending þar sem hún var ekki gerð undir eftirliti.
Könnun Gallups sýnir að stuðningsmenn ákvörðunar forsetans koma fyrst og fremst úr röðum framsóknar- og sjálfstæðismanna og er kanski birtingarmynd þess að þá langar til að losna við stjórnina hvað sem það kostar.
Og nú kemur þingmaður Sjálfstæðisflokksins með útspil um að sleppa þjóðaratkvæðagreiðslunni. Sigri afstaða ríkisstjórnarinnar þá styrkist hún til muna og það er eitur í beinum stjórnarandstöðunnar.
Það virðast því vera góðar líkur á því að málið leysist fyrr en ætla mátti.
Meirihluti andvígur ákvörðun forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Facebook
Athugasemdir
Það virðist allt benda til þess að Icesave lögin verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðismenn eru nú farnir að segja að þeir vilji ekki þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú er ég alveg hættur að botna í þeim og hef reyndar aldrei gert. Ólafur Ragnar er orðinn besti vinur Sjálfstæðismanna... Ja, skjótt skipast veður í lofti, svo ekki sé meira sagt... en ég óska þeim til hamingju með þennan nýja vin. Verði þeim að góðu.
Brattur, 6.1.2010 kl. 20:09
Afhverju eru þeir sem styðja Icesave samkomulagið í núverandi mynd þá að æsa sig, ef þetta er bara frestun um 2 mánuði, samþykkt af þjóðinni í Febrúar. Friðar restina af þjóðinni og skapar samstilltara þjóðarþrek sem nauðsynlegt er til að grafa sig út úr haugnum. Ef þetta er rétt, þá ættu þessir aðilar að fagna, ekki satt, og í raun þjóðin öll!
Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 20:57
Það er fögnuður í okkar huga þegar skynsemin virðist hafa yfirhöndina hjá þjóðinni. Og vissulega er manni rórra núna - fyrstu kannanir bentu til þess að málið myndi kolfalla.
Hjálmtýr V Heiðdal, 6.1.2010 kl. 21:02
Í enhverja áratugi hef ég skipað mér í hóp þeirra sem vilja koma á stjórnlagaþingi. Það baráttumál sem flestir hafa þar sameinast um er lagabreyting sem kveður á um rétt ákveðins hluta kjósenda til að kjósa um lagafrumvörp sem harðar deilur hafa risið um, jafnt innan Alþingis sem utan.
Þetta er einföld leið til þess að kjósendur fái tækifæri til að segja Alþingi hug sinn og hafa bein áhrif á famtíð sína og þar með þjóðarinnar. Lög af þessum toga eru hluti af lýðræðisrétti þegnanna í flestum lýðræðisríkjum eftir þeim upplýsingum sem ég hef.
Undangengin missiri hefur þessi umræða orðið æ háværari næstum með hverjum degi.
Nú sýnist mér að margir hafi hrokkið við og endurskoðað þessa afstöðu sína hratt og afdráttarlaust.
Hverskonar hænsnahjörð er þessi litla þjóð eiginlega orðin?
Árni Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 21:12
Kæri vinur,
Þú misskilur hlutina illa. Holland og Darling eru ekki í hlutverki góðu eiginkonunnar sem borgar fyrir illa lukkuð viðskiptaævintýri eiginmannsins. Sem hann launar síðan með því að halda framhjá með öllum vinkonum Tigers Woods. Darling og frú Holland eru nefnilega gellurnar sem eiginmaðurinn tók í með konan svaf þreytt eftir langan vinnudag. Þær eru nú að kúga fjölskyldu mannsins til að greiða ella birta nektarmyndir af öllu fjörinu. En það vill eiginkonan ekki enda eiga þau 6 börn saman og henni er mjög ant um heiður og vill alls ekki illt umtal.
Síðan skil ég ekki þá afstöðu hjá þér núna að vera á móti þjóðaratkvæðagreislu en ef ég man rétt þá varstu fylgjandi henni í fjölmiðlamálinu. Skiptir virkilega í alvöru máli í þínum huga hver segir hvað en ekki hvað hann segir. Ertu svoleiðis?
Mér finnst að sumir eigi að borga sínar persónulegu skuldir upp í topp áður en þeir heimta að frændur þeirra borgi skuldir stuðningsmanna og kvenna Samfylkingarinnar og Davíðs Oddssonar!!!!!!!!!!
Björn Heiðdal, 6.1.2010 kl. 22:50
Þetta hefur aldrei snúist um ICESAVE heldur valdastóla. Já forsetinn er á förum til Indlands og vonar sjálfsagt að heldur verði farið að lægja þegar hann kemur til baka.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.1.2010 kl. 01:10
Það er eiginlega hlægilegt að sjá einhvern skrifa að forsetin sé orðin besti vinur sjálfstæðisflokksins, ekki alveg að skilja hvaðan staðreyndirnar koma. Forsetin er mikill vinstri maður og hefur alltaf verið, og það er asnalegt að heyra fólk gefa til kynna að hann hafi svikið vinstri hreyfinguna þar sem hann sem forseti á ekki blanda saman pólitískum skoðunum sínum í embætti sínu.
Mín skoðun er að forsetinn gat ekki gert annað en leyft lýðræðinu hafa sinn gang, því það er þess vegna sem þessi ákvæði voru upprunalega sett í stjórnarskránna til að lýðræðið héldist í þessu landi. Svo er gaman að segja frá því að stjórnarskráin var samþykkt (samkvæmt því sem ég best veit) með þjóðaatkvæðisgreiðslu. Ég trúi því ekki að fólk vilji ekki halda lýðræðinu virku, því get ég ekki annað séð en að hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar og Breta sé að virka á fólk.
það er svo eitt að lokum forsetinn er ekki á leið til Indlands til að fela sig eins og sagt er hér fyrir ofan, því hann er búin að vera í erlendum fjölmiðlum, sem er skemmtilegt að segja frá því í einu viðtali við breskan fjölmiðil og reyndar eina sem ég hef séð eins og stendur, þurfti hann að leiðrétta flest það sem hann var spurður að ... afhverju??? jú vegna þess að ríkistjórnin var ekki að vinna vinnuna sína og fræða umheiminn, sem að mínu mati hefði átt að vera eitt af lykil atriðum ríkisstjórnarinnar í þessu ástandi.
En svona er nú bara mín skoðun.
Sigurður Sigurðsson, 7.1.2010 kl. 11:12
Um leið og búið verður að kveða niður múgæsinguna sem varð eftir fyrstu öldu dómsdagsfrétta af ríkisstýrðum fjölmiðlum þá kemur fólk til með að sjá að málið er í allt öðrum farveg erlendis.
Ef menn nenntu að horfa á erlendar fréttir, lesa erlend blöð þá myndu þeir fljótt átta sig á því hversu fjarri lagi málin standa erlendis, miðað við hvernig þetta er málað í einmiðlunum okkar.
Góðar stundir.
Ellert Júlíusson, 7.1.2010 kl. 15:26
60 þúsund manns skoruðu á Forsetann að hafna lögunum og senda valið til þjóðarinnar sem vela að merkja hefur verið um 70% á móti því að taka á sig þær byrðar sem Icesave kemur til með að lenda á þjóðinni. Nú allt í einu er forsetinn hefur orðið við þessari ósk virðist allir hrökkva í baklás og skríða í grenin sín með skottið á milli lappanna og ætla af undirlægju við breta og hollendinga að samþykkja lögin. Er hægt að vorkenna svona þjóð.? Hún á ekkert gott skilið ef hún getur ekki staðið á því að verja komandi kynslóðir við að fæðast í skuldafangelsi.
Fólk ætti að vera farið að átta sig á að ríkistjórn Jóhönnu og Steingríms og þeirra farþega á þingi, hefur slegið skjaldborg um fjármagnseigendur, Lífeyrisjóði og Banka og gætt þess að þessir aðilar skaðist ekki meira en orðið er á meðan fjölskyldum og einstaklingum blæðir út kannski kemur að þeim klukkutíma fyrir næstu kosningar.
VG hafa brotið og svikið öll loforð sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar og koma til með að gera það svo lengi sem þeir geta haldið völdum.
Mér þótti verst að Forsetinn setti ekki á þjóðstjórn til að losna við þetta rusl af þingi.
Lárus Ingibergsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 15:46
Það má sú sem gleðjast yfir nýfengnum vinsældum forsetans, sérstaklega þar sem hann virðist hafa hitt í mark hjá ýmsum sem áður gátu ekki litið hann réttu auga. Hann var í vondum málumeftir útrásina og þetta var haldreipi fyrir hann.
Úr því sem komið er þá er rétt að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu og láta þjóðina segja sitt álit. Menn verða að beygja sig undir niðurstöðuna hver sem hún verður og hvað sem hún kostar.
En allt málið verður vonandi lexía fyrir þessa þjóð sem þarf utanaðkomandi hjálp til þess að rétta úr kútnum.
Svo geta menn eins og Lárus talað sig hása um „ruslið“ á þingi. Lárus hefur kanski hlustað og mikið á útvarp Sögu.
Hjálmtýr V Heiðdal, 7.1.2010 kl. 16:20
leiðrétt: of mikið á útvarp Sögu
Hjálmtýr V Heiðdal, 7.1.2010 kl. 16:21
"Mér þótti verst að Forsetinn setti ekki á þjóðstjórn til að losna við þetta rusl af þingi."
Lárus, þjóðstjórn væri þá mynduð af þeim flokkum sem sitja á þingi, þú myndir ekki losna við þá aðila. Utanþingsstjórn væri skipuð ráðherrum sem kæmu þá ekki af þinginu en þeir yrðu engu að síður að vinna með því. Forsetinn getur ekki svipt þingið öllum sínum löglegu völdum.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 16:30
Forsetinn getur ekki skipað utanþingsstjórn nema fullreynt sé að Alþingi geti ekki myndað starfhæfa stjórn.
Margir hafa undanfarið talað fyrir slíkri stjórn sem eina raunhæfa kostinum. Slíkt er algerlega út í hött, þetta stjórnarform hefur aðeins einu sinni verið reynt og sú stjórn hafði ekki afl til meiri átaka en rekstur ríkisins frá degi til dags. Ekki myndi það duga við þær aðstæður sem nú eru uppi. Líkur mætti að því leiða að væri svo um hnútana búið núna, væri Alþingi allt í stjórnaraðstöðu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.1.2010 kl. 16:58
Týri,
Ég held ég sé farinn að skilja þetta núna. Öll andstaðan við þennan samning frá upphafi er tilkomin vegna þess að BogD vilja stjórnina burt sama hvað !!!???
Ég hef tekið eftir því að þú hefur ekkert tjáð þig um samninginn sjálfan og langar að fá að vita t.d. finnst þér samningurinn góður og sanngjarn? Finnst þér eðlilegt að Bretar og Hollendingar muni hagnast verulega á öllu saman? Finnst þér eðlilegt hafa ekki fengið að fara með málið fyrir dóm? Og af því þér er svo umhugað um siðferðislegar skildur okkar langar mig til að vita hvort þú teljir framkomu Breta og Hollendinga bera vott um gott siðferði í samskiptum ríkja.
Ég þekki þig nógu vel til þess að vita að í hjarta þínu ertu algerlega mótfallnn því að þessi samingur verði staðfestur. En af því þú ert að flýta þér svo mikið í ESB þá máttu ekki vera að því að láta svona hluti þvælast fyrir auk þess sem þú ert hræddur um líf draumastjórnarinnar þinnar (lái þér hver sem vill, þú hefur þurft að bíða lengi eftir þessari). Ég er alveg sannfærður um að ef ekki væri fyrir þessa blessuðu ESB umsókn þá stæðum við saman sem einn maður íslendingar og létum ekki kúga okkur eina ferðina enn.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 01:29
Sæll Gunnar
Ég er hrifinn af staðfestu þinni að nálgast málið af frá sömu þrákelkninni. Passaðu bara að fara ekki á sömu slóðir og sumir á Útvarpi Sögu, þá er illt í efni.
Þú spyrð um afstöðu mína til samningsins.
Ég skoða hann bæði í sögulegu ljósi og nústöðu. Þetta er ekki skemmtidagskrá sem er boðið uppá og við skulum hafa það í huga hverjir hafa boðið okkur á þessa dagskrá sem er í gangi á þingi og í þjóðfélaginu. Síst vildi ég borga fyrir stjórnarmistök sem eiga rætur sínar í stjórn sem hér sat í 12 ár. En mistök þeirrar sem tók svo við og viðvaningurinn í Seðlabankanum hafa komið okkur í þessa stöðu sem væri svo gaman að vera ekki í.
„Finnst þér eðlilegt…“ spyrð þú um nokkur atriði. Það er ekkert eðlilegt í þessu máli, hvorki upphafið né framhaldið.
Mér sýnist þú vera eins og svo margir Íslendingar um þessar mundir – afstaðan sem endar í upphrópunum og landráð og nýlendukúgara. Þingmenn Framsóknarflokksins á þingi eru kjaftgleiðir, leiðinlegir og dónalegir. Þeir eru sí og æ að brigsla stjórnaliðum um svik við málstað þjóðarinnar og ofbeldi annarra þjóða. Þeir líta ekki í eigin barm – aldrei!
Þess vegna eru þeir óalandi og óferjandi að mínu mati.
„létum ekki kúga okkur eina ferðina enn“ – hér ertu með týpiska upphrópun út í loftið. Smælinginn, auminginn, kúgaði ræfillinn.
Reiður, smáður, svikinn og vansæll. Þetta er svo innantómt og rangt hjá þér.
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.1.2010 kl. 13:35
Leiðr. ..málið af sömu...
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.1.2010 kl. 13:36
ég held að ríkisstjórnin ætti að hætta með þessa hótanir að ef samningurinn fellur þá hættir ríkisstjórnin. Með þessum orðum finnst mér ríkisstjórnin vera snúa kosningunum um sig og ætti kosningar spurningin að hljóma : Vilt þú að ríkisstjórnin haldi áfram ? Nú ef það er það sem viljinn er þá gæti við bara seinna kosið um það.
Annað sem ég er búin að sjá þetta blessaða þing okkar rífast mest um er hver er búin að gera mest af sér og hver er bestur (með þessum orðum á ég við alla flokka). Ég held að þingið þurfi að hætta að rífast um fortíðina og ná sáttum í núinu. Við leysum ekki þessi vandræði með svona pissukeppni.
en svona er bara mín skoðun
Sigurður Sigurðsson, 8.1.2010 kl. 15:09
Elsku Hjálmtýr,
Þú vilt greinilega ekki ræða efnislega um þessa hluti og heldur áfram að snúa þessu uppí eitthvað flokkspólitískt mál, sem mér finnst reyndar það alls ekki vera. Mér er nákvæmlega sama hverjum þú kennir um þessa stöðu. Mín vegna getur þú kennt DO um þetta allt frá a-ö en það getur ekki réttlætt þann viðvaningshátt sem viðhafður hefur verið af núverandi stjórnvöldum í þessu máli. Að fjármálaráðherra skul fyrst núna 15 mánuðum eftir hrun vera að fara utan til viðræðna um þessi mál vekur upp spurningar.
Að það skuli ekki hafa verið fyrr en efir synjun forsetans að málið fékk umfjöllun og athygli erlendis er kannski sönnun þess að hvatning margra um að kynna okkar málstað betur átti við rök að styðjast. Þér fannst það greinilega leiðinlegt og dónalegt en umfjöllun undanfarnna daga í erlendum fjölmiðlum talar sínu máli um það og sýnir nauðsyn þess að stundum þarf að leggja pínulítið á sig til að ná betri árangri.
Þú ert duglegur að skoða söguna og ættir að vita að þegar ég segi "kúga okkur einu sinni enn" þá er það ekki upphrópun, enda held ég að ALLIR nema kannski þú séu sammála um að verið sé að kúga okkur.
Það er alveg sama hvað þú dvelur við fortíðina Týri, afstaða þín og afgreiðsla í þessu máli fer beint á þinn eigin reikning.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 16:08
Gunni - kæri vinur.
Efnisleg umræða snýst um innihald samningsins, sögu hans, kosti, galla, meðferð málsins, afleiðingar þeirra aðgerða sem gripið er til, mögulegar afleiðingar, flokkadrætti, afstöðu málsaðila, túlkun osvfrv... það er af nógu að taka.
Það er einfaldlega ekki rétt hjá þér að stjórnvöld hafi ekkert gert, þ.á.m. viðræður við erl. mótaðila. Hvað heldur þú að fólk sé að gera? Bara það að það skuli liggja fyrir samningur nr. 2 sýnir að það er alltaf verið að vinna í sambandinu.
„Að það skuli ekki hafa verið fyrr en efir synjun forsetans að málið fékk umfjöllun og athygli erlendis er kannski sönnun þess að hvatning margra um að kynna okkar málstað betur átti við rök að styðjast.“
Þetta er ekki rétt niðurstaða hjá þér. Það er búið að vera töluverð umræða af öllu tagi fyrir Bessastaðabombuna. Aðgerð forsetans er mjög sérstök og vekur því sjálf athygli og um leið varpar hún ljósi á málið og vekur upp umræður erlendis sem hérlendis. En sjáðu til hvað þessi athygli endist lengi. Eftir viku þá er þetta mál ekki að finna víða í erl. fjölmiðlum. Árangur mælist ekki í dálkametrum.
Ólafur getur ekki endurtekið leikinn og náð athygli á ný. Og það er ekki skammvinn athygli umheimsins sem gerir okkur mest gagn. Það sem dugar best er raunsætt mat aðstæðna, möguleikar kannaðir og metnir. Ríkisstjórnin er stöðugt í þessu starfi þótt það sé vinsæll frasi að ekkert sé aðhafst. Það er bara einn liður í lýðskrumi stjórnarandstöðunnar og gengur í suma.
Og svo er það blessuð kúgunin. Deilur við aðrar þjóðir eru leystar með ýmsum hætti. Vopnuð átök og viðskiptastríð eru þekkt. Þegar hagsmunir þjóða eru andstæðir þá er einhver orsök, eitthvað ferli sem leiðir til átakanna. Stundum eru landakröfur í gangi, jafnvel geta úrslit í fótboltaleik leitt til átaka milli þjóða.
Þegar menn frá einni þjóð fara til annars lands og hefja þar starfsemi þá getur það farið vel og einnig illa. Það hafa komið hingað þjófagengi frá Litháen og Póllandi og stundað skipulögð rán með innbrotum í íslensk heimili og fyrirtæki. Góssið hefur þeim stundum tekist að koma utan með gámum eða pósti.
Þetta gerir þessa menn ekki vinsæla hér og alls ekki hjá fórnarlömbunum. Og þetta leiðir jafnvel til neikvæðni gagnvart löndum þeirra sem hér dveljast.
Nú þekkir þú forsögu Icesave-málsins eins og hún snýr að sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi.
Stjórnvöld þessara landa greiddu þessu fólki bætur þegar Landsbankinn var ekki fær um endurgreiðslu. Íslensk stjórnvöld, illa stödd í djúpu áfalli, samþykktu að tryggja innistæður í íslenskum bönkum – ekki bara á Íslandi.
Stjórnvöld í London og Haag gerðu kröfu um endurgreiðslu hluta þessa fjár. Upphæðin var ákveðin af fyrri lögum og reglugerðum.
Krafan um lausn er ekki kúgun. Brögðin sem notuð eru, t.d. tafir á afgreiðslu AGS ofl. , eru viðleitni til að fá Ísland til að standa við samninga. Þetta er ekki kúgun. Munt þú kalla það kúgun ef þú leitar leiða til þess að fá skuldunaut til að borga þér skuld?
Ef þú notar handrukkara þá ert þú kominn út fyrir lögin. Ef þú notar þrýsting gegnum t.d. vini og vandamenn þá ertu ekki að kúga skuldarann.
Svona er þetta allt einfalt þegar menn sleppa þjóðrembunni og bull- ásökunum á þá sem ekki fallast á allt sem þú hugsar um málið.
Er þetta ekki orðið gott?
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.1.2010 kl. 20:49
leiðr.: góssinu
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.1.2010 kl. 20:52
Týri þetta er alveg að verða gott í bili.
Ég verð samt að gera smá athugasemdir við það sem þú skrifar.
"Brögðin sem notuð eru, t.d. tafir á afgreiðslu AGS ofl. , eru viðleitni til að fá Ísland til að standa við samninga "
Þessi brögð voru notuð áður en til nokkurra samninga kom. Þau voru notuð til að xxxx okkur til samninga.
Þú gerir líka lítið úr athyglinni sem við höfum fengið eftir bessastaðabombuna. En jafnvel þó hún standi ekki nema viku eins og þú segir þá er það mjög mikilvægt að okkar sjónarmiðum sé komð á framfæri opinberlega en ekki bara á breskum lögfræðistofum.
Svo skrifar þú: "Stjórnvöld í London og Haag gerðu kröfu um endurgreiðslu hluta þessa fjár. Upphæðin var ákveðin af fyrri lögum og reglugerðum."
Upphæðin sem við komum til með að greiða á endanum er mun hærri en sú upphæð sem þú vitnar í og reyndar vitum við ekkert í hvaða hæðum sú upphæð endar, sem er ekkert annað en spákaupmennska þeirrar tegundar sem við erum að súpa seiðið af núna. Þú kvittar fyrir allt þetta!!
Ef við eigum að greiða þessum ríkjum til baka einhverja fjármuni þá er það lágmarkskrafa að slíkur samningur muni ekki leiða okkur í greiðsluþrot ef illa árar.
kv,
GEJ
ps. Ég sé það núna að ég og nafni minn Árnason höfðum góð áhrif á þig á meðan við hittumst daglega. Ég sakna þess.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 23:52
Ef þjóðin fer í greiðsluþrot er það bara það sem hún á skilið eftir valdatíma Sjálfstæðisflokksins. Ég mun glaður ganga nakin og matarlaus til enda veraldar á eftir Samfylkingunni til að iðrast og öðlast siðbót frá almættinu.
Sigfinnur (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.