Skemmtileg þjóð

Elskum ÓlaÍ Fréttablaðinu 11. jan. birtist heilsíðuauglýsing þar sem fjórir fisksalar lýsa ást sinni á Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. Og heil 67% þjóðarinnar sjá hann nú sem mikinn leiðtoga á erfiðum tímum.

Í febrúar 2009 voru aðeins 31% Íslendinga ánægðir með störf mannsins sem fisksalarnir elska nú að elska. Þá birtust á bloggsíðum stóryrtar yfirlýsingar um forsetann. Hann var úthrópaður vegna þjónkunar við útrásargengið og fyrirlitinn fyrir að fljúga í einkaþotum þeirra.

Hér eru nokkur sýnishorn: „forsetinn tók útrásarbófana fram yfir okkur venjulegu Íslendingana“

„Maðurinn er pólitískur loddari, það er því miður vonum seinna að lýðum varð það ljóst.“

Ég flutti af landi brott þegar þessi loddari var kosin forseti og sór hann af mér í þeim löndum sem ég hef búið í“

„Það var mikið ólán fyrir Ísland þegar þegar þessi gamli póltíkus og strigakjaftur hlaut embættið.“

„Þjóðin er fyrir löngu búin að sjá í gegnum hann“

„Ég er hissa á því að það skulu ekki fleiri vera búnir að átta sig á því tjóni sem Ólafur Ragnar Grímsson er búinn að valda þjóðinni“

Ólafur Ragnar er ekki og verður ekki sameiningartákn þessarar þjóðar – aldrei framar! Hann er fyrir löngu búinn að missa allan trúverðugleika og mun ekki öðlast hann aftur, hvað sem hann reynir“

það er viðbjóður að hugsa til þess að óli grís eigi eftir að heimsækja börnin sem koma til með að erfa landið af okkur“

Fisksalarnir eru ekki þeir einu sem hafa tekið Ólaf Ragnar í sátt - bloggarar eru nú óþreytandi við hástemmdar lýsingar á kostum hinnar nýju þjóðhetju. Íslendingar eru skemmtilegir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Íslendingum er ekki viðbjargandi. Draumheimar og tálsýnir er lifibrauðið.

Finnur Bárðarson, 11.1.2010 kl. 20:50

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Forsenda fyrirgefningar er sú að menn bæti ráð sitt.  Þú þekkir kannski ekki hugtakið. Auðvitað var fólk reitt honum þá.  Menn eiga sér þó viðreisnar von.  Það er annars kostulegt hvernig þú stillir þér upp eins og Jónas Kristjánsson og Gunnar Smári utan og ofan við eigin þjóð og gefur þér umboð til að tala niður til fólks.  Einhvern tíma hugsa ég að þú hefðir kallað nefnda menn hrokafulla, svo nú er spurning hvaða greiningu þú gefur sjálfum þér af þessum pistli.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 02:43

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú hefur þarna einhverja byrjun á jákór í kattavininum óflokksbundna. Kannski fjölgar í kórnum ef þú heldur áfram að grafa í fortíðina fyrirlitningu þinni til fulltingis. Ég efast þó um það.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 02:46

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Hjálmtýr, ætlaðir þú og Hamasvinafélagið í ríkisstjórninni virkilega að fara með okkur hin inn í ESB þar sem þið eruð bönnuð? Það hefði verið saga til næsta bæjar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.1.2010 kl. 06:12

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sælt veri fólkið. Nú um stundir er haldið uppi rakalausum áróðri gegn ríkisstjórninni og hennar fylgjendum, einkennist mjög af smjörklípum sem innihelda fullyrðingar um heimsku - fávisku - tóma hausa - bull og þvætting og fjölmörg önnur lýsingarorð af sama toga. Svo eru auðvitað landráðin og allt það. Við sem erum þeirrar skoðunar að forsetinn hafi gert stór mistök þann 5. jan sl. og viljum rökstyðja það, verðum bara að setja upp okkar eigni "smjörklípuvörn" og greina hismið frá kjarnanum hverju sinni

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2010 kl. 08:53

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Jón Steinar

Ég sé ekki að það sé fyrirlitningatónn í skrifum mínum þegar ég lýsi atferli þess hluta þjóðarinnar sem hefur farið í heilhring í skoðunum eftir því hvernig vindurinn blæs. Lýsing mín er sönn og við því er ekkert að gera og þú græðir ekkert á því að reyna að klína á mig einhverri forakt. Þetta er fremur skrifað sem skemmtipistill - þetta atferli manna er skondið í mínum augum.

Nú - Villi í Köben er enn við sitt heygarðshorn og er það gott - það skapar vissa festu í alheimi ólíkt viðsnúningnum kringum Ólaf Ragnar sem ég lýsti.

Hjálmtýr V Heiðdal, 12.1.2010 kl. 09:51

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þetta sýnir hvað skoðanakannanir eru óraunhæf viðmiðun. Ólafur Ragnar er að mínu mati sami útrásarforsetinn og hefur ekkert endurhæfst til batnaðar þó hann smjaðri fyrir "almenningsálitinu" frekar en Davíð ritsjóri og fyrrverandi samverkamaður Ólafs í útrásinni. Hver hefði trúað því að þessir fjandvinir og samverkamenn á háu hagsmunaplani yrðu samverkamenn á þessu lága plani líka. ÓRG nei takk.

Gísli Ingvarsson, 12.1.2010 kl. 11:22

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Heilhring? Hefur þjóðin semsagt snúist frá samstöðu með frumvarpinu í andstöðu? Hefur þjóðin snúist frá samstöðu um evrópubandalagsinngöngu yfir í andstöðu?  Það er skrítin þessi túlkun þín og lýsir skelfilegu yfirlæti. Hér eru nú 80% sem standa gegn þessu og þau hlutföll aukast enn. Ef einhverjir hafa skipt um skoðun hér þá eru það þeir sem áður voru á þínu bandi. Kyngdu því. Sumir eru bara þeim ósköpum búnir að geta ladrei haft rangt fyrir sér og myndu heldur drepast en að viðurkenna það. Ólína Þorvarðardóttir er eitt gott dæmi um slíkt og raun megnið  af ríkistjórninni, þar sem helmingur hennar hefur raunar verið í hlutverki Ragnars Reykáss.  ég held þú ættir að líta í eigin barm í því samhengi kæri vin.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband