Lýðskrum í vikulokin

Guðni ÁÞað verður að teljast hið einkennilegasta mál að þeir sem hæst hrópa gegn Icesave samningum ráðast sífellt gegn ríkisstjórninni. Stjórninni sem vinnur hörðum höndum að því að lágmarka skaðann sem hún tók í arf frá þeim sem stofnuðu til málsins.

Þessari hegðun má líkja við hegðun íbúðareiganda sem ræðst gegn slökkviliðinu sem reynir að bjarga húsi hans - í stað þess að vera til friðs. Og til þess að fylla upp í myndina þá standa brennuvargarnir álengdar og kasta grjóti í slökkviliðið og húseigendurnir telja sér trú um að þetta séu vinveittir aðilar sem reyna að hjálpa. Furðuleg ástand, en því miður raunveruleikinn sjálfur.

Eins og margoft hefur verið staðfest þá er þing og stjórn sammála um að Íslendingar verða að standa við samninga og greiða upp Icesavetjónið, þ.e. það sem eftir stendur þegar búið er að selja eignir þrotabúsins og Englendingar og Hollendingar búnir að borga um helming.

Samt sem áður eru menn sífellt að halda því fram að okkur beri ekki að greiða neitt. Guðni Ágústsson er einn þeirra og sagði í þættinum Í vikulokin á Rás 1 að svo væri – krafan um greiðslu okkar hluta er kúgun skv. fyrrverandi formanni Framsóknarflokksins.

Íslendingum er dálítil vorkunn, þeir eiga stjórnmálamenn, bæði núverandi og fyrrverandi, sem eru dæmalausir tækifærissinnar og lýðskrumarar. Þjóð sem getur gengið til frjálsra kosninga ber vissulega ábyrgð á því þar sem hún á valið.

En það er með val á stjórnmálamönnum eins og seðlabankastjórum og forsetum, menn verða að vanda sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, heyrði þáttinn.

Þvílík hörmung.

Að draga svona menn inní ríkisfjölmiðla viðvíkjandi þessu mál er óskiljanlegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.1.2010 kl. 14:02

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Menn sem dreymir Norður Kóreu fyrir og eftir morgunmat ættu að segja sem minnst.

Björn Heiðdal, 16.1.2010 kl. 22:31

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Björn frændi

Ertu að segja að Guðna dreymi Kim Il Yong í sveitinni?

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.1.2010 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband