Enn og aftur - Framsókn ræður för

Sigm. DavíðViðsemjendur Íslendinga í Icesave málinu hafa sett það sem skilyrði að pólitísk samstaða náist um málið meðal íslenskra stjórnmálaflokka um þær lausnir sem er verið að leita að.

Nýjasta tilboð Breta og Hollendinga er ekki Sigmundi Davíð formanni Framsóknar að skapi og því er engin pólitísk samstaða í uppsiglingu. Formaður Framsóknarflokksins er þar af leiðandi orðinn handahafi þess valds sem forsetinn tók af ríkisstjórninni og Alþingi með sinni frægu neitun á staðfestingu laganna sem þingið samþykkti.

Forsetinn vísaði til undirskriftasöfnunar sem InDefence hópurinn stóð fyrir, en einn af stofnendum hans er fyrrnefndur Sigmundur Davíð. Sigmundur er þannig höfundur þessa ástands og hefur ríkisstjórnina í gislíngu þar sem lausn Icesave málsins er forsenda allra þeirra áætlana um endurreisn sem unnið er að.

Sigmundur sagði í fréttaviðtali að nú væri næst að fara í þjóðaratkvæðagreiðsluna og losa okkur við gömlu samningana. Hann veit vel að það eina sem stendur til boða umfram gömlu samningana af hálfu Breta og Hollendinga eru breytt vaxtaákvæði. Og það samþykkir hann ekki.

Þjóðin greiðir síðan atkvæði og virðist í vanmætti sínum og skynsemisskorti ætla að fylgja stefnu Sigmundar Davíðs. Á meðan versna öll skilyrði íslenska þjóðríkisins, viðskiptafjötrar herðast og pólitískur skollaleikur grefur undan lýðræði og samstillingu.

Sami Sigmundur Davíð hefur nú opinberað sig sem andstæðing frjálsra skoðanaskipta og tjáningar.

Af öllu þessu verður það skýrara með hverjum deginum að helsta vandamál íslenskra endurreisnar hefur nafn og kennitölu. Nafnið er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Heimsmynd þessa manns virðist mótuð af reynsluleysi með blöndu af hroka.

Vond er staða Íslendinga – enn og aftur er Framsókn komin í lykilstöðu þótt fáir kjósi þá til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snjalli Heiðdal !

 Er ekki álit þitt á drenghnokkanum Sigmundi, helst til mikið ??

 Íslendingar hafa ekkert samþykkt ennþá - og - lesir þú Brussel -tilskipun um innistæðutryggingar Nr. 94/19/EB., segir orðrétt í 3.grein um innistæðutryggingakerfið.:

" Kerfið má ekki felast í tryggingu sem aðildarríkin sjálf eða héraðs- og sveitastjórnir veita lánastofnunum."

 Þetta þýðir á mannamáli að íslenska ríkinu er BANNAÐ samkvæmt tilskipun 94/19/EB að veita tryggingu !

 Spurning dagsins er hinsvegar .: Þekkja þeir þessa reglugerð, mennirnir sem nákvæmlega í dag, hafa örlög Íslendinga í höndum sér ??

 Bíðum til morguns !""

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 13:50

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Framsókn keypti líka köttinn í sekknum þegar þeir kusu þennan dreng yfir sig. Það er súpa sem þeir sitja sjálfir í og verða að leysa. Hann er líka búinn að ljúga þjóðina fulla af allskyns draumórum semekki standast.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.2.2010 kl. 14:32

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Kalli Sveins

Í 24. mgr. inngangs tilskipunar um innlánstryggingakerfi segir: „Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun.”

Allt miðast þetta við að vernda og viðhalda trausti sparifjáreignda. Það hlýtur þú að skilja ef þú ert í sporum, eða setur þig í spor spaifjáreigenda. Það stendur sem sagt að tryggja beri lágmarksinnistæðu, Þetta er ekki flókið. Fari svo að ríki, með ófullkomnu tryggingakerfi innistæðna, klúðrar verndinni - þá verður ríkið ábyrgt. En ekki ef allt er tryggt. Íslenskur sjóður uppá 14 milljarða dugar ekki og eignir þrotabúsins duga ekki alveg. Það sem útaf stendur fellur á íslenska ríki - þig og mig.

Að skilja þetta ekki jafn einfalt og það er sýnir ekki mikla skynsemi. Til hliðar við þetta eru svo spurningar um vaxtakostnaðinn - sem þarf að minnka - og traust annarra þjóða á Íslendingum eftir húllumhæið og hrokann.

Hjálmtýr V Heiðdal, 21.2.2010 kl. 14:45

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæl Hólmfríður

Það verður að meta framsóknarmönnum til málsbóta að formenn komu og fóru svo hratt (Halldór - Jón - Valgerður - (Höskuldur 15 mín) Sigmundur) að venjulegt flokksfólk var orðið áttavillt. Svo þegar þessi „ungi“ maður dúkkaði upp þá gripu þeir hann feginshendi og vonuðu sjálfsagt að hörmungar flokksins hyrfu. En það kemur betur og betur í ljós að hér var enginn happafengur á ferðinni.

Hjálmtýr V Heiðdal, 21.2.2010 kl. 14:49

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigmundur Davíð er ekki að hugsa um að bjarga almenningi sem er á flótta frá embættis og  banka-þjófum. Honum er sama þótt fólk verði að flýja landið og fjölskyldur splundrist á biðtímanum og missi allan vilja til að berjast! Hann vinnur markvisst að því að tefja málin eins og hann getur. Þurfum við svona mann í vinnu fyrir okkur?

Hann hefur nóg að bíta og brenna og lætur sér fátt um finnast þótt hér fari allt enn meira til glötunar á meðan hann telur sig vera konung Íslands í einu og öllu. Hann kvíðir greinilega ekki framtíðinni og hagar sér eftir því með eigingirnina að leiðarljósi! Því miður.

Vonandi áttar hann sig því biðlund almennings er á þrotum. Hann hefur ekki hugmynd um að gjaldeyrir skapast meðal annars af fisknum í sjónum sem almenningur þessa lands á og getur veitt núna straks, því það er neyðarástand í landinu. Nauðsyn brýtur lög. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.2.2010 kl. 14:54

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Framsóknarmenn mega líka eiga foringja eins og aðrir held ég og þar sem hann er nú ekki einu sinni í stjórn þá getur hann nú lítið beitt sér í okkar þágu, eða er ekki svo Anna?  

Það ætti rolan hún Jóhanna þó að geta og svo fláráðurinn hann Steingrímur, en þau eru náttúrulega upptekin við sín sérstöku hugðarefni.  ESB og Icesave og svo er það er líka hellings verk að slá upp skástífum við þá Baugsfeðga ofl.  

Hrólfur Þ Hraundal, 21.2.2010 kl. 16:17

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Síðast þegar ég las skrif Hrólfs Hraundals þá hélt ég að einhver væri að grínast - slíkar voru skrautfjaðrirnar. En ég vona að hinn raunverulegi Hrólfur fyrirgefi mér hugdettuna.

Rolan hún Jóhanna og fláráðurinn Steingrímur - segir allt sem segja þarf - um Hrólf Hraundal.

Hjálmtýr V Heiðdal, 21.2.2010 kl. 17:16

8 Smámynd: Brattur

Sigmundur Davíð virðist vera sjá maður sem er að vinna þjóðinni mesta ógagn um þessar mundir. Það næst aldrei breið samstaða um afgreiðslu Icesave meðan hann er að vasast í þessu og við töpum milljörðum á hverjum degi meðan málið er óleyst, allt í boði Sigmundar Davíðs.

Brattur, 21.2.2010 kl. 19:46

9 identicon

Hæ Týri,

Nú held ég að þú þurfir að anda rólega og bíða niðurstöðunnar úr þessu öllu saman.  Það sem þú ert í raun að segja er að endanleg niðurstaða verður þessum eina manni að þakka ekki satt?  A.m.k. er ekki hægt að skilja þig öðruvísi en svo að ef það væri ekki fyrir Sigmund Davíð þá væri þetta mál afgreitt eða hvað?  Ég ætla hvorki að þakka né kenna einum manni um þá niðurstöðu sem fæst en hitt er víst að hún verður snöggutm skárri en sú sem troða átti niður um kokið á þjóðinni m.a. með þínum stuðningi og nú vilt þú ólmur samþykkja það sem að okkur er rétt jafnvel þó þú vitir ekkert um hvað það felur í sér!!!

Þú nefnir reynsluleysi og hroka sem helst móti heimsmynd Sigmundar Davíðs og svo talar þú um vanmáttuga og óskynsama þjóð sem vriðsit ætla að fella lögin í þjóðaratkvæði.  Amma mín hefði kallað þetta hroka af þinni hálfu.

Svo má ég til með að benda þér á að orðfærið sem þú hneykslast á hjá Hrólfi Hraundal er ekkert ósvipað því sem þú hefur haft um suma stjórnmálamenn án þess að ég ætli nokkuð að dæma þig fyrir það.

p.s. hefurðu velt því fyrir þér hver ávinningurinn af betri samningi getur orðið í samanburði við framlög ríkisins til kvikmyndamiðstöðvar?

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 00:58

10 identicon

Munum að Sigmundur Davíð spratt upp úr InDefence hópnum. Hann er ekki að gera neitt annað en að fylgja sannfæringu sinni; nokkuð sem Steingrímur J. var líka kosinn til að gera en þá gerðist það sem eingum datt í hug að gæti gerst. Steingrímur J. tók 180 gráðu beygju og fór að tala gegn öllu því sem hann áður hafði sagt. Mætti ég þá frekar biðja um Sigmund Davíð sem í það minnsta gerir sér grein fyrir því að ríkisábyrgð er ekki til staðar á Icesave samningunum.

Hrímfaxi (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 08:12

11 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Blessaður Gunni

Þú ert laginn við að snúa hlutunum á hvolf - framsóknarhvolf. Þú veist ekki fremur en ég hver niðurstaðan verður en við vitum báðir að hún verður ekki góð. Á endanum verður hægt að þakka þeim sem stóðu fyrir einkavæðingu bankanna að hætti þinna fyrrverandi foringja, Halldórs Ásgrímssonar og Valgerðar Sverrisdóttur, ásamt Davíð Oddssyni og Kjartani Gunnarssyni. Svo við skulum spara allar þakkir til Sigmundar að sinni. Hann hefur tekið við forystu í flokknum sem er annar gestgjafanna í veislunni sem þjóðin situr nú.

Það sem ég er að fjalla um er hið sérstaka ástand sem hefur skapast þegar að þinn formaður er kominn í aðstöðu sem örlagavaldur. Maður sem hefur litla reynslu og hefur opinberað miður geðslega takta.

Amma þín hefur vonandi verið eins og amma hans Davíðs, óspör á heilræðin. En þú mátt kalla það hroka af minni hálfu þegar ég reyni að lýsa ástandinu frá mínum bæjardyrum. Hrólfur er fremur linur í þeim kafla sem hann sendi inn á mitt blogg. Ég hef séð „rismeiri“ skrif frá honum og hef ég aldrei komist jafn hátt í skalann og hann á sínum bestu stundum.

Hér eru nokkur sýnishorn frá Hraundal:

Hér lýsir hann Steingrími J: „Þetta hross, klauffætt og klósnúið, hefur prjónað, ausið, öskrað og veifað skönkum og rústað öllum möguleikum til vitrænnar umræðu um okkar mál á annað ár.“ „Siðblindingjar botnlausum lygasarpi Steingríms“ „Jóhanna og Steingrímur reyndust alveg eins sauðvitlaus og taðflugur hennar hátignar.“ „þrælahafti nauðungarafla Evrópu Sovét Evrópa stillti okkur upp við vegg og við fengum að sjá hverjir eru ódrengir með héra hjarta“ „Um Hollendinga þarf ekkert að fjalla því þeir eru bara hýenur“ „Skandinavíu sovétið, Finnar og Stikkfrí og Baunarnir“ „Fláræði er þeirra tegundar einkenni og hefur Steingrímur barist fyrir málstað Breta nú í heilt ár og einskis látið ófreistað til að gera veg þeirra sem mestan.“

Hvar hefur þú séð mig lýsa fólki og þjóðum með þessum hætti?

p.s. skil ekki alveg hvert þú ert að fara. Á ég að þakka Halldóri, Valgerði, Davíð og Kjartani fyrir niðurskurðinn hjá Kvikmyndamiðstöð? Ef þú ert að meina þetta þá er ég sammála þér. Loksins!!

Hjálmtýr V Heiðdal, 22.2.2010 kl. 08:15

12 Smámynd: Björn Heiðdal

Vandamál Íslands eru menn eins og Hjálmtýr Heiðdal!  Menn sem halda með sínu liði sama hvað tautar og raular.  Skiptir engu máli þó allt sé vitlaust og búið að snúa á haus, því ekki fer maður að skora sjálfmörk hjá eigin liði.  Ef Hjálmtýr væri ekki partur af flokkakerfinu og gæti hugsað sjálfstætt um samfélagsmál dytti honum ekki í hug að borga skuldir Davíðs og félaga.  En nei, Samfylkingin vill borga skuldirnar og þess vegna vill Týri borga líka.  Stjórnarandstaðan setur upp smá leikrit og vill ekki borga en stjórnin reynir að vera ábyrgðarfull og ætlar að borga allt í topp og helst meira til.  Allt leikrit fyrir fólk eins og Týra sem virkilega trúa því að ef Samfylkingin væri ekki í stjórn vildi hún líka borga, borga.  En nei, þá væri Össur að leika trúðinn hann Sigmund og tala gegn samkomulagi stjórnvalda við nýlenduveldin. 

Hjálmtýr fullyrðir að ef ekki verði gengið að Icesave og allt borgað upp í topp muni allt fara til fjandans.  Samkvæmt þessu tali stjórnarliða erum við nú þegar kominn þangað enda Icesave óklárað. Hér ætti öll verslun við útlönd að vera stopp, bresk herskip fyrir utan RVK höfn og alvarlegur matarskortur svo einhver dæmi séu tekinn.  En ekkert af þessu hefur ræst.  Hvers vegna?  Jú, þetta er bull.  Heima hjá ömmu minni og afa var stytta af þremur öpum.  Einn vildi ekki heyra, annar ekki sjá og sá þriði hélt fyrir munninn sinn.  Hvernig höfundi styttunnar tókst að gleyma Samfylkingarapanum er ráðgáta en hann náði hinum flokksöpunum nokkuð vel.

Björn Heiðdal, 22.2.2010 kl. 09:42

13 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Björn frændi

Ég man eftir þessari apastyttu á Birkimelnum. Fjórði apinn var sagaður af þar sem hann var með öll skilningarvit opin og féll ekki að boðskap styttunnar.

Hjálmtýr V Heiðdal, 22.2.2010 kl. 09:54

14 identicon

Hæ aftur,

Ég get vel skilið að það sé óþægileg tilhugsun að endanleg niðurstaða gæti verið þjóðinni hagfelldari sem nemur tugum milljarða, sérstaklega fyrir þá sem hafa viljað samþykkja Icesave frá fyrsta degi.  Það myndi líka sýna að ruglukollarnir sem þú kallar svo höfðu sitthvað til síns máls eftir allt saman og baráttan því ekki tilgangslaus.

Og talandi um reynsluleysi þá get ég ekki séð að forsætisráðherrann Steingrímur J sé beint sligaður af reynslu í því starfi enda ekki sýnt það hingað til og enn síður sem fjármálaráðherra.  Það klæðir hann betur að vera í stjórnarandstöðu enda reynslubolti á því sviði líkt og flestir samráðherrarnir.

Það gagnar lítið að benda sífellt á Dóra og Davíð.  Það verður ekki hægt að kenna þeim um allar vondar stjórnaraðgerðir framtíðarinnar Hjálmtýr.  Ég var hinsvegar að reyna að benda þér á að árlegar vaxtagreiðslur samkvæmt fyrirliggjandi Icesave samningi eru fimmtíuföld framlög til Kvikmyndamiðstöðvar.  Þú hlýtur að vilja spara þjóðinni þó ekki væri nema helmingi þeirrar upphæðar.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 10:10

15 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Kæri Gunnar

Óþægilegar hugsanir sækja á mig þegar ég skynja það að þú skilur ekki að hver mínúta sem líður með Sigmund Davíð sem foringja hreðjartaksmanna er miklu dýrari en allt vaxtavesenið í Icesave. Það háir okkar umræðu að framtíðin er ekki komin og við erum meira og minna að fálma í myrkri. Það er líka galli að þú ert mjög ákveðinn í því að „þínir“ menn séu hetjur dagsins og eru í einhverjum reddingaleiðangri - þegar raunin er sú að hrunflokkarnir eru á fullu að reyna að eyðileggja allt það sem getur áunnist af núverandi ríkisstjórn. Enda það versta sem stjórnendur í bakherbergjunum geta hugsað sér er að fyrsta alvöru vinstri stjórn lýðveldissögunnar nái árangri á einhverju sviði þjóðinni til heilla. Það bara má ekki gerast - það er dagskipunin og orrustan um Ísland er á fullu.

Það er ekki hægt að kenna Dóra og Dabba um allt sem úrskeiðis fer - en asskoti verður listinn þeirra langur þegar allt syndaregistri þeirra verður birt.

Hjálmtýr V Heiðdal, 22.2.2010 kl. 11:12

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

" Kerfið má ekki felast í tryggingu sem aðildarríkin sjálf eða héraðs- og sveitastjórnir veita lánastofnunum."

 Þetta þýðir á mannamáli að íslenska ríkinu er BANNAÐ samkvæmt tilskipun 94/19/EB að veita tryggingu !"

Einmitt ekki.  TIF er nú varla lánastofnun.  Ja, ekki síðast þegar ég vissi.

þegar umrædd setning er þú vísar í kemur er verið að tala um hugsanlegar tryggingar eða fyrirkomulag sem fyrir var á þeim tíma sumsstaðar, minnir mig. 

However, það hve margir hafa tekið þessa setningu og veifað henni sem röngum rafti frekar en öngvum - sýnir afar vel hve umræðan hérna uppi hefur verið útá túni.  Hreinlega lengst uppá engjum bara. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2010 kl. 11:24

17 identicon

Týri,

Hrunflokkarnir eru Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Samfylking.  Framsóknarflokkurinn með alla sína spilltu stjórnmálamenn eins og t.d. Finn Ingólfsson og Sjálfstæðisflokkurinn með DO í broddi fylkingar lögðu grunninn fyrir fjármálasukkið sem hér var.  Svo kom Samfylkingin sem ásamt Sjálfstæðisflokknum sem létu undir höfuð leggjast að grípa í taumana þegar tækifæri gafst.  Þetta segir okkur náttúrulega að það eru og verða fjármagnseigendurnir sem ráða ferðinni með hreðjataki á stjórnmálaflokkunum alveg sama hvað þeir heita.

Fullyrðingar þínar um að þessi töf sé miklu dýrari en "vaxtavesenið" eru algerlega órökstudd þvæla og það veistu sjálfur.

Held að frændi þinn hafi hitt naglann á höfuðið.  Þú ert þjakaður af skorti á sjálfsgagnrýni og neitar að sjá spillinguna í þínu eigin liði.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 12:05

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessi vitleysa og fíflagangur kostar margar icesaveskuldir. 

Það sjá allir sem eitthvað hugsa og er eigi fókið.

Þegar hafa sjallar og framarar unnið óbætanlegt tjón á íslandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2010 kl. 12:13

19 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gunni kær

Það er ekkert mark takandi á Bjössa frænda. Hann er bara að reyna að skora stig á brandaraskalanum. Og tekst oft vel upp.

Ég hef aldrei tekið að mér að verja Samfylkinguna sérstaklega. Ég veit hvað mér líkar í stjórnmálum dagsins og er ESB-sinni. Sumt hjá VG hugnast mér en ekki gamaldags þjóðrembupólitík og einangrunarhyggja sem á þar athvarf. Framsóknarflokkurinn hefur veið slæmur síðustu áratugi. Þar hafa svoddan gosar verið í forsvari. Þú nefnir einn-Finn Ingólfs- og ég nefni Sigmund Davíð. Fjármagnseigendur verða alltaf sterkir leikendur í þjóðlífinu nema það verði bylting - þá fara önnur öfl á kreik og sum þola ekki dagsljósið. Nýjar og gamlar uppljóstranir um innra líf Sjálfstæðisflokksins sýna að þar er ekki neinn kristilegur sunnudagaskóli á ferðinni. Sverrir Hermannsson og Hreinn Loftsson hafa opnað smá glufu og birt sýnishorn af gerræðilslegum vinnubrögðum þeirra sem þar halda um taumana. Í ljósi þessa er það farsælast að fara þá leið að nýta sköpunarkraft allra undir lýðræðislegu gegnsæu eftirliti. Slíkt er ekki í boði ef Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkar fá einhverju að ráða í framtíðinni.

Hjálmtýr V Heiðdal, 22.2.2010 kl. 13:46

20 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég er alveg sammála frænda mínum að það er ekkert að marka hann enda góður maður þar á ferð.  Of góður fyrir þessi skíta stjórnmál og dægurþras. 

Björn Heiðdal, 22.2.2010 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband