25.2.2010 | 17:37
Uppáhalds þingmaðurinn minn
Eins og þeir vita sem hafa lesið bloggið mitt þá er Höskuldur Þórhallsson uppáhalds þingmaðurinn minn. Hann vakti verulega athygli mína þegar hann fór til Noregs og ræddi málin við þarlenda framsóknarmenn. Heimkominn gerði hann mikið úr þessari för og mögulegum árangri hennar. Ég er enn að bíða eftir lokafregnum af ferðinni. Mig minnir að 2000 milljarðar hafi hangið á spýtunni. Og hanga enn.
En Höskuldur er ekki af baki dottinn. Í dag vakti hann máls á málefnum Ríkisútvarpsins á Alþingi.
í ræðu sinni ræddi hann um niðurskurðinn hjá Ríkisútvarpinu. Hann lýsti því yfir að skerðing á þjónustu landshlutaútvarpsstöðva jafngilti kynþáttahyggju og aðskilnaðarstefnu. Þetta er merkileg niðurstaða og styrkir mjög málstað dreifbýlismanna á Íslandi. Það eru nefnilega í gildi alþjóðalög sem banna kynþáttahyggju og aðskilnaðarstefnu.
Höskuldur hefur jafnan haft góða yfirsýn í málum sem hann tekur fyrir og fundvís á sterk rök. Með þessari nálgun á vandamálum Ríkisútvarpsins þá sannar Höskuldur enn einu sinni að hann er öflugur þingmaður með yfirgripsmikla þekkingu á umhverfinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2010 kl. 19:14 | Facebook
Athugasemdir
Komst hann virkilega í gegnum laganámið ? Eða er námið bara svona. Eða maðurinn sjálfur?
Finnur Bárðarson, 25.2.2010 kl. 17:46
Ég var einmitt farin að velta því fyrir mér hvað hefði orðið af Höskuldi eða hvort hann hefði bara birtst mér í draumi - fyrirgefðu, martröð átti það að vera.
Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 18:03
Ég var búinn að gleyma því að hann er löglærður. Það gefur orðum hans aukið vægi - eða er það ekki?
Hjálmtýr V Heiðdal, 25.2.2010 kl. 19:45
Það eru til 3 tegundir af lögfræðingum. Þeir snjöllu sem starfa sjálfstætt. Þeir lélegu sem starfa hjá ríki eða borg. Og loks þeir liðónýtu, pólitíkin er þeirra eini möguleiki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.2.2010 kl. 00:11
Þessi gaur er svo falskur að hann gæti átt heima í Samfylkingunni eða jafnvel Sjálfstæðisflokknum.
Björn Heiðdal, 1.3.2010 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.