25.2.2010 | 21:01
Puttinn upp!
Blaðamaður Morgunblaðsins, Ívar Páll Jónsson að nafni, hefur einkar skíra sýn á Icesave málið. Hann skrifar um bresku og hollensku samningamennina: Það er ekkert erfitt að bjóða jakkafataklæddum og hrokafullum miðaldra mönnum sem tala erlend tungumál birginn Það þarf engar ræður. Það þarf bara einn fingur Hér á hann víst við hið fræga fuck you merki sem útheimtir bara einn putta upp í loftið - og þýðir eiginlega farðu í rassgat á íslensku. Það var eins gott að hinir erlendu sendimenn voru ekki geðþekkar ungar konur í kjólum og mæltar á íslenska tungu. Hvað hefði Ívar Páll gert þá? Sett einn putta upp í loftið?
Þróun Morgunblaðsins á sprungusvæðinu við Rauðavatn undir stjórn fyrrverandi (hér kemur langur listi) er fróðlegt rannsóknarefni. Hann hefur allt á hornum sér og er áreiðanlega glaður þegar blaðamaður undir hans stjórn skilur svo vel hvað býr í brjósti ritstjórans. Ritstjórinn er nefnilega nokkuð fingrafimur sjálfur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Facebook
Athugasemdir
Það er gaman að þið skiljið fingramál, en þar sem ég er lesblindur þá skil ég ekkert í máli þínu nema geðþekkar huggulegar konur í kjólum, það er spennandi jafnvel þó þær séu gamlar.
Við strákarnir í mínu ungdæmi buðum stelpunum stundum á mótorhjólið og svo þetta hitt sem er líka í klofinu. En hvað, bjóðið þið þeim bara puttan núna ?
Hrólfur Þ Hraundal, 25.2.2010 kl. 23:33
Hæ,
Skil ekki alveg hvað þú ert að fara með þessari færslu þinni, en fyrst þetta skemmtilega mál er hér á dagskrá væri gaman að vita hvernig þú ætlar að verja atkvæði þínu í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Miðað við allt og allt þá má búast við því að þú viljir staðfesta lögin jafnvel þó okkur bjóðist nú þegar betri samningur eða hvað?
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 14:12
Sæll Guni
Ég er staddur hjá nafna þínum Árnasyni (hann biður að heilsa) og skil ekki að þú skiljir ekki hvað ég reyni að segja með færslunni. Það fer að verða hálf undarlegt að mæta á kjörstað 6. mars - sennilega veð ég heima og hugsa um þessa þjóð sem hér býr. Ef ég fer á kjörstað þá er það bara til að fá göngutúrinn.
Hjálmtýr V Heiðdal, 26.2.2010 kl. 15:54
Sæll Hjálmtýr. Mér þykir leitt að þetta blessað fólk sem skrifar athugasemdir við færsluna þína sé svo skilningsvana, vitið er ekki meira en Guð gaf og við því er ekkert að gera. Ég tel mig vel skilja hvað þú ert að meina og þetta er góð ábending hjá þér að vanda. Glöggur maður Gorgeir
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.2.2010 kl. 17:20
Ekki vill Hólmfríður viðurkenna að Guð hafi gleymt henni svo hún neyðist til að taka undir allt sem Hjálmtýr Heiðdal segir um Icesave.
Björn Heiðdal, 1.3.2010 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.