Ég og Jóhanna

Við erum þá allavega tvö sem sitjum heima.
mbl.is Jóhanna ætlar ekki á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Lýðræðisástin þvælist greinilega ekki fyrir ykkur. 

Ég hefði aldrei sagt frá þessu hérna í þínum sporum !!!

Sigurður Sigurðsson, 5.3.2010 kl. 09:34

2 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Og fjármálaráðherra! Súkk! Vonandi verðið þið saman í skemmtilegheitum ykkar. Góða skemmtun!

Við hin mætum á kjörstað með stolti.  Og fögnum um kvöldið .

Sigurjón Benediktsson, 5.3.2010 kl. 09:35

3 identicon

Velkominn í hópinn! Hópinn sem áttar sig á ruglinu sbr. Varríus hér: http://varrius.blogspot.com/2010/03/vi-sem-heima-sitjum.html

Sigurjón ætlar að fagna um kvöldið. Hverju, ef ég má spyrja? Eru allir sammála um hvað verið er að kjósa? Ég segi bara, gangið hægt um gleðinnar dyr og passið ykkur á timburmönnunum!

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 10:06

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sigurður Sigurðsson efast um lýðræðisást mína en vill svo beita þöggunartaktíkinni - maður á ekki að tjá hug sinn skv. hans hugmyndum. Ég spyr hann: hvers vegna á ég ekki að segja frá minni afstöðu í þessu máli (eða öðrum)????

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.3.2010 kl. 10:11

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæl Hulda - við erum þá allavega 5 sem sitjum heima.

Það er mjög stór hópur sem álítur að nei-ið sé sama og „við borgum ekki?“ Þeir verða kanski voða hissa þegar annað kemur í ljós - hvað segja þeir þá?

Jóhann er orðin aðalfjandmaðurinn í hugum ofstækisaflanna.

Það er rannsóknarefni fyrir framtíðina hvernig pólitískum öflum hefur tekist að sameina þjóðina „gegn „gömlum nýlenduveldum“ þegar skúrkurinn á lögheimili á Háaleitisbraut 1 - í Valhöll. Það verður skálað grimmt hjá Kjartani og Davíð á sunnudag. Og hlegið!

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.3.2010 kl. 10:25

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Jóhanna á það að vera

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.3.2010 kl. 10:29

7 Smámynd: Þröstur Heiðar Guðmundsson

Blessaður Týri kallinn !

Mér finnst vera smá Þráinn Bertelsson taktar í þér félagi. Þ.e.a.s þið eruð fávitar ef þið eruð á annari skoðun en ég. Ekki það að orðið fávitar sé notað heldur er ákveðin tónn hjá þér að þjóðin viti ekki alveg hvað hún sé að fara gera á laugardaginn.  Ég hef ekki heyrt frá neinum sem ég hef talað við að það haldi að með því að segja nei þá sé það að neita að borga. Þessi mjög svo stóri hópur sem þú talar um er kannski svona fávitar sem ekkert fylgjast með eða er það ekki ? Nokkrar spurningar Týri .

Heldur þú að ekki sé hægt að fá betri samning við Breta og Hollendinga heldur enn þann sem kosið verður um á Laugardaginn ?

Ef svarið er nei þá : Af hverju mætir þú þá ekki á kjörstað og segir já ?

Ef svarið er Já þá : Af hverju villt þú þá ekki fá betri samning með því að segja nei ?

Heldur þú að með því að samþykkja þennan samning þá fáum við betri og fljótari ESB inngöngu leið ?

Finnst þér Samfylkingin ekki bera neina ábyrgð á bankahruninu ?

Annars bið ég að heilsa

Þröstur Heiðar Guðmundsson, 5.3.2010 kl. 11:57

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Að sjálfsögðu áttu að segja hug þinn Hjálmtýr,  í þínum sporum færi ég á kjörstað og skilaði auðu.  Það var það sem ég meinti, en þú hefur greinilega eitthvað misskilið.

Sérðu ekki að 90% þjóðarinnar er yfir sig hneykslað á afstöðu Steingríms og Jóhönnu ??

Taldi mig bara vera að ráðleggja þér heilt !!!

Sigurður Sigurðsson, 5.3.2010 kl. 13:31

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Þröstur - gaman að heyra frá þér.

Ég tel ekki þá sem eru andstæðir mér í skoðunum vera fávita eða fábjána eins og Þráinn sagði. Auðvitað eru misvitrir innanum en ég vil að allir eigi rétt á sinni skoðun þótt hún geti verið það vitlausasta sem ég hef heyrt þann daginn.

Þú veltir fyrir þér því hvað þjóðin veit um gjörðir sínar. Allavega vissi hún ekki allt sem framtíðin bar í skauti sér þegar hún hélt sama flokknum við völd í tvo áratugi. Ef einhvers vissi hvert stefndi þá var allavega ekki hlustað á viðkomandi. Og vel að merkja þá bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig þremur þingmönnum í síðustu kosningum fyrir hrun. Kanski voru þar einhverjir fábjánar að greiða atkvæði? Hvað veit ég? Hvað gerðir þú?

Þótt þú hafir ekki heyrt í neinum sem ekki vill borga og fylgja og Davíð Oddssyni sem sagði: „við borgum ekki skuldir óreiðumanna“ (og merkir við „nei“ í atkvæðagr. á morgun) þá hafa fjölmiðlar verið með viðtöl við „fólkið á götunni“ og um helmingur segist exa við nei til þess að þurfa ekki að borga.

Spurningarlistinn:

Það er svo gott sem búið að fá samning sem er betri en báðir samningarnir sem verður kosið um á morgun.

Svarið við „Af hverju villt þú þá ekki fá betri samning með því að segja nei?“ er því þannig: ég get ekki séð að nei skipti máli nema ef allt fer á versta veg og viðsemjendur okkar hætti að nenna að hlusta á okkur.

Innganga í ESB er ekki háð þessum samningi - það sem skiptir máli varðandi það mál eru f.o.f betrumbætur í réttarkerfi, landbúnaðarkerfi og kosningalöggjöf.

Samfylkingn ber sína ábyrgð og ég tel spurninguna óþarfa. Ekki hef ég haldið því fram. Er þetta ályktun sem þú dregur af einhveju sem ég hef sagt?

Svo er það mjög biturt fyrir mig sem fylgjanda þjóðaratkvæðagreiðslu í áraraðir að sú frysta sem mér býðst þátttaka í skuli vera í pólitísku moldviðri með enga útkomu sem gagnast þjóðinn til langframa.

Sendi svo góðar óskir til ykkar og vona að allt fari vel að lokinni atkvæðagreiðslu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.3.2010 kl. 14:10

10 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sigurður Sigurðsson

Nú reynir þú að klóra yfir með því að þykjast vera að ráða mér heilt! Þeir sem kunna að lesa vita að þú varst að segja: „haltu kjafti - það er hættulegt að segja hug sinn“

Svo skrifar þú: „Ég hefði aldrei sagt frá þessu hérna í þínum sporum !!!“ Þýðir þetta að þú ert heigull sem þorir ekki að upplýsa um afstöðu þína??

Ég spyr aftur: hvers vegna á ég ekki að segja frá minni afstöðu í þessu máli (eða öðrum)????

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.3.2010 kl. 14:18

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er það ekki hluti af lýðræðinu að kjósa ekki ef manni sýnist svo.

Finnur Bárðarson, 5.3.2010 kl. 14:27

12 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Finnur

Það hefur maður haldið fram að þessu. En æsingurinn er kominn á fremur hátt stig og þá eru lýðræðislínurnar óskýrar í hugum margra. Það er þróun í átt til fasisma þegar umburðarlyndið fer minnkandi - sbr. upphrópanir um landráð og svik við málstað þjóðarinnar. Jón Valur Jensson er að stofna ný samtök sem er mikið niðri fyrir. Það verða allir þjóðníðingar í augum þeirra sem þykjast höndla hinn heilaga sannleika með stórum staf.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.3.2010 kl. 14:48

13 Smámynd: 365

Hjálmtýr V. við verðum sex sem sitjum heima og fáum okkur Expresso, tvöfaldan.

365, 5.3.2010 kl. 15:38

14 Smámynd: Kama Sutra

Ég held við verðum nokkuð mörg sem sitjum heima á morgun.  Vonandi.

Kama Sutra, 5.3.2010 kl. 16:51

15 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hjálmtýr,  þú leggur mér orð í munn - eða öllu heldur túlkar mín orð á rangan veg.  Gott og vel, ég nenni ekki að elta ólar við þig um það.

En ég hjó eftir einni hrikalegri staðreyndavillu hjá þér.  Þú segir:"

Það er svo gott sem búið að fá samning sem er betri en báðir samningarnir sem verður kosið um á morgun.

Þetta er einfaldlega alrangt hjá þér.  Það er komið fram tilboð, sem íslenzka samninganefndin hefur marghafnað.  Og mikið ber á milli ennþá.  Vonandi skilur þú þetta einhverntímann, en tilboð er ekki sama og "næstumþví" samningur.  Samningur er nefnilega = Samþykkt tilboð.

En að hinu aftur:  Auðvitað áttu að segja þína afstöðu - þú átt bara (að mínu mati) að mæta á kjörstað og taka þátt í atkvæðagreiðslunni.  Mér er svosem skítsama hvað þú gerir þar, en aðalatriðið er að mæta á kjörstað. 

Mér segir svo hugur að þú hefðir mætt ef gamla fjölmiðlafrumvarið hefði verið til umfjöllunar ???

Sigurður Sigurðsson, 5.3.2010 kl. 17:05

16 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Hjálmtýr. Ég ætla ekki á kjörstað á morgun enda ekki um neitt að kjósa, betra tilboð á borðinu og viðræður halda áfram eftir helgina.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.3.2010 kl. 17:38

17 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sigurður: Ég spyr enn og aftur: hvers vegna á ég ekki að segja frá minni afstöðu í þessu máli (eða öðrum)???? Það var þín upphaflega framsetning,

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.3.2010 kl. 17:47

18 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæl Hólmfríður

Það er í raun fremur leiðinlegt að geta ekki farið á kjörstað og kosið um mál í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu lýðveldisins. En svona fer þetta að þessu sinni. Vonandi rofar til seinna og pólitísku moldviðrin lægir.

Ég er þrátt fyrir allt spenntur að sjá niðurstöðuna þótt flest bendi til að 75% mæti og merki við neiið.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.3.2010 kl. 17:52

19 Smámynd: Auðun Gíslason

Hver mætir á tónleika sem búið er að aflýsa!  Gagnslaus atkvæðagreiðsla um ekki neitt sem skiptir máli!  Eða Apríl hlaupinn í Marz, einsog Bjarni Harðar orðar það svo fallega!

Auðun Gíslason, 5.3.2010 kl. 18:52

20 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég sé að þú getur ekki talað málefnanlega um hlutina og læt þar með kommentum mínum hér með lokið.   Gott er þó að vita til þess að einhverjir (örfáir) munu sitja heima í fýlu á morgun,  enda hefur kjörsókn verið 100% í þessu landi.

Gangi þér samt allt í haginn, kannski færðu Steingrím og Jóhönnu í kvöldkaffi og þið skemmtið ykkur yfir úrslitunum í þessu máli sem nánast öll þjóðin telur mjög veigamikið !!

Sigurður Sigurðsson, 5.3.2010 kl. 18:58

21 Smámynd: Björn Heiðdal

Ekki ætla ég að gera lítið úr gáfum Týra frænda og hjartað er sennilega á réttum stað ennþá en að halda því fram að þessi atkvæðagreiðsla skipti ekki máli eða sé ekki um neitt er tóm tjara, ekki neitt namm namm.  Ef Óli grís hefði samþykkt þessi lög væri ekki verið að semja við Breta og ekkert "betra tilboð á borðinu".  Því er það algjör lykill að mæta á morgun og kjósa NEI.  Annars gildir gamli sáttmálinn og betra tilboðið kemst aldrei á blað.  Er þetta ekki nokkuð ljóst?

Með heimsettningunni eru Týri og Hólmfríður að gefa skít í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu og það er þeirra réttur.  En ég vil ómögulega að þeirra skítagjöf bitni á mínum rétti til að taka þátt í fleiri svona atkvæðagreiðslum.  Beinna og réttlátara lýðræði er það sem þessi þjóð þarf en ekki fimm ára áætlanir frá fjarlægum teknókrötum í Brussel.  

Björn Heiðdal, 5.3.2010 kl. 19:01

22 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég misritaði hér að ofan smá en þetta átti að vera:

Mætum á morgun og kjósum NEI!

Björn Heiðdal, 5.3.2010 kl. 19:04

23 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Björn frændi

Ég er kominn með nýtt afbrigði: ég sit heima -utankjörstaða.

Nú er bara að sjá hvert framhaldið verður. Eftir nei-ið þá verða menn að semja um Icesave á svipuðum nótum og verið hefur. Sigmundur Davíð er að vísu með einhverja vitleysu og segir „see you in court“ og Davíð Oddsson ætlar aldrei að „greiða skuldir óreiðumanna“ (sem að vísu voru sérstakir vildarvinir hans). En þeir eiga auðvitað hagsmuna að gæta sem fulltrúar hrunflokkanna.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.3.2010 kl. 19:47

24 Smámynd: Björn Heiðdal

Mér finnst þú ekki getað þóst vera sérstakur áhugamaður um þjóðaratkvæðagreiðslur ef þú mætir ekki á morgun og skilar a.m.k. bara auðu frekar en NEIinu.  En hvað um það þá verður þessi samningur sennilega felldur og þessi betri díll, sem Jóhanna og Co segja að sé í boði, verður lagaður þangað til Bjarni baun og Sigmundur Davíð Oddsson geta sætt sig við.  Pressan hverfur af ríkisstjórnini og hún getur einbeitt sér að koma þjóðinni endanlega á hausinn með glórulausum lántökum til að byggja orkuver fyrir álbræðslur.  IMF setur síðan landið og miðin á útsölu og ESB tekur við hræinu.  Nýja Ísland verður draumaland gamalla komma nema með bláum fána.

Björn Heiðdal, 5.3.2010 kl. 21:12

25 identicon

Ég verð bara að viðurkenna að ég skil ykkur flokkshestana alls ekki, er flokkslínan mikilvægari en hagur þjóðarinnar. Er það mikilvægara að vera á móti öllu sem meintir pólitískir andstæðingar leggja til þó að það gæti hugsanlega verið hagkvæmt fyrir þjóðina. Eru kjósendur ómarktækir og skiptir skoðun þeirra engu máli ef hún samræmist ekki flokkslínunni. Þetta er meint bæði til hægri og vinstir þannig að báðir aðilar verði örugglega jafn fúlir.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 21:25

26 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Björn frændi

Það getur einmitt farið saman að vera áhugamaður um þjóðaratkvæðageiðslur og að sitja heima þegar verið er að misþyrma fyrirbrigðinu. Eintóm umhyggja.

Það er svo merkilegt við þig að málflutningur þinn er eins og velbyssuskothríð í allar áttir og enginn veit hvern þú vilt í rauninni skjóta.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.3.2010 kl. 21:43

27 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég sé þig og Jóhönnu í firringunni, sé ekki, heyri ekki og skil ekki. Forheimskunin nær nýjum hæðum. Stundum er hæðin veikleiki.

Sigurður Þorsteinsson, 5.3.2010 kl. 21:44

28 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sigurður (nr.2?)

Flokkshestanafnbótin er tilgangslaus - ég eð skráður í Samfylkinguna vegna þess að stefnan þar rímar best við mín sjónarmið. En ég er ekki á móti línu Sigmundar Davíðs vegna þess að hann er Framsóknarmaður. Ég er á móti hans skoðunum vegna þess hversu vonlausar þær eru fyrir þjóðarhag. „Flokkshestur“ er skv. mínum skilningi sá sem fylgir línu hugsunarlaust - og það á ekki við mig. Bara svo að þú vitir það.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.3.2010 kl. 21:50

29 identicon

Þú verður að fyrirgefa en ég hef verið að skauta yfir bloggið sé að ansi margir í þínum flokki ætla að fylgja foringjanum Jóhönnu og sitja heima. Er nema von að maður fái það á tilfinninguna að hér sé um að ræða umtalsverða fýlu í heilum flokki.

Já þessi stórhættulegi Sigmundur, hann er ekki á sömu línu og samfylkingin og eftir því sem ég kemst næst vill hann

Borga helst ekki neitt í Icesave eða þá eins lítið og hægt er að komast upp með án þess að viðurkenna að það hafi verið á ábyrgð íslenskra skattborgara.

Losa okkur við AGS eins fljótt og hægt er.

Fara í skuldaleiðréttingu fyrir heimilinn í landinu

Bíddu er eitthvað þarna sem þú getur ekki skrifað upp á.

Sigurður Sigurðsson (2) (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 22:08

30 Smámynd: Theódór Norðkvist

Algeng ranghugmynd Þjóðaratkvæðagreiðslan er tilgangslaus því Icesavesamningur II er úreltur.

Leiðrétting Það er þjóðaratkvæðagreiðslunni að þakka að Icesavesamningur II er úreltur.

NEI við Icesave!

Theódór Norðkvist, 6.3.2010 kl. 00:36

31 identicon

Hjálmtýr, gerir þú þér grein fyrir því að ef að ef að meirihluti kjósenda í þessari atkvæðagreiðslu kýs já, þá er engin ástæða lengur fyrir viðsemjendur okkar að reyna að ná sáttum í máli þessu.  Þeir hafa þá fullnaðarsigur, og án nokkura fyrirvara, og munu hafa af því hagsmuni að Ísland komist í greiðsluþrot.

Það kann að vera að þessar kosningar séu þér þvert um geð, en hafðu í huga að allir valdhafar hata í raun lýðræði, þeir munu nota lélega kosningaþáttöku sem röksemd fyrir áhugaleysi almennings og ómarktækni atkvæðagreiðslna almennt.

Ef að þér finnst hvorugur kosturinn góður, að greiða atkvæði með samning sem núna er nokkuð greinilegt að er ekki það besta sem býðst, né að segja nei og vera þar með hugsanlega, af einhverjum, talinn vera þeirrar skoðunnar að Íslenskum skattgreiðendum beri engin skylda til að engin skylda til að greiða fyrir annarra manna skuldir, að þá er þriðji kosturinn engu að síður opinn fyrir þér.  Og hann er sá að lýsa fyrirlitningu þinni á valkostunum með því að skila auðu.  Ef þú hins vegar fyrirlýtur lýðræðið og vilt veg þess sem minnstann þá og einungis þá átt þú að vera heima og ekki taka þátt í atkvæðagreiðslunni.

Þorsteinn Jónssoni (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 04:54

32 Smámynd: Björn Heiðdal

Yfirlýsing Týra frænda að hann fylgi ekki flokkslínunni í þessu máli blint heldur hafi myndað sér sjálfstæða skoðun stenst ekki.  Því helsta röksemd þín er sú að með því að mæta og kjósa sé maður að styðja bullið í tvíeykinu Sigmundi Bjarnasyni hf.  Að öðru leyti segist þú vera áhugamaður um svona þjóðaratkvæðagreiðslur og viljir þennan "betri samning" sem birtist óvænt upp úr hatti Óla grís.  Eina sem stoppir þig að mæta er fyrirlitning á meintum andstæðingum í pólitík og ekkert annað.  Ef það er ekki að fylgja flokkslínunni þá veit ég ekki hvað.  Kannski fékkstu ekki sms frá Jóhönnu um að vera heima en þess þarf ekkert þegar stefnan þín rímar best við Samfylkinguna.  Og stefna Samfylkingarinna mótast bara af þeirri stöðu sem hún er í gagnvart Bretum og Hollendingum.  

Þú ert á móti þessu af því að þú ert í Samfylkingunni og það heitir í mínum huga að fylgja flokkslínunni. 

Björn Heiðdal, 6.3.2010 kl. 07:31

33 identicon

Smá pæling. Kosningarnar eru um breytingu á lögum vegna samnings sem gerður var við Breta og Hollendinga. Samnings sem samþykktur var á Alþingi og Forsetinn staðfesti. Bretar höfnuðu hinsvegar vegna fyrirvara sem Alþingi setti. Já= Lögin frá janúar standa Nei=Lögin frá Janúar hafnað en lögin frá því í september taka gildi. Nú segir einhver að þau taki ekki gildi þar sem Bretar og Hollendingar neituð að samþykkja fyrirvarana. Gott og vel. Hvað ef þeir samþykkja nú fyrirvarana…..geta þeir það? Í hvaða ský..málum værum við þá. Athyglisvert væri ef einhver fróður myndi vilja tjá sig um það.
Takk fyrir annars ágætan pistil. Mæti ekki á kjörstað.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 09:10

34 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það eru til ýmis trikk til að rugla fólk í ríminu og einnig heilar þjóðir. Theódór (30) skartar stóru nei-Icesaveskilti. Samt er neiið á kjördag ekki nei í raun eins og Guðmundur Sigurðsson bendir á.

Hér er nefnilega kominn kjarninn í töfrabrögðum Sigmundar Davíðs Oddssonar. Þeir halda fram þeirri stefnu að ekki beri að borga skuldir óreiðumanna og „see you in court“. Hvers vegna?

Það er vegna þess að þeir eru liðinu sem ber höfuðábyrgð á Icesave eins og allir vita. (einkavæðing til vildarvina flokkanna- þið munið það flest?)

Ef þeir fara nú að halda því fram að þjóðinni beri að gera upp þetta dýra ævintýri (Icesave er bara hluti af því) þá beinast auðvitað böndin aftur að þeim. Halló þið þarna Davíð og Simmi - voru það ekki Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkarnir sem kom þessu öllu af stað?? Halló - ekki fara!! Ég ætla að eiga við ykkur orð!

Og þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og allt húllumhæið þá munu íslenskir skattgreiðendur (einstaklingar og fyrirtæki) borga Icesave, gjaldþrot Seðlabankans og allar afskriftirnar til auðmannannaa og kúlulánþeganna auk endurreisnar bankanna.

Það er svo sem í lagi að þjóðin hagar sér eins og sagt er að srtútarnir gera þegar umhverfið verður þeim ofviða og stinga hausnum í sandinn. En bara í stutta stund. Um leið og höfuðið er aftur farið að skilja umhverfið þá tekur raunveruleikinn við og allar skuldirnar bíða.

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.3.2010 kl. 10:07

35 identicon

Ég vona að forsætisráðherra sýni kosningaréttinum þá lítilsvirðingu að sitja heima.  Það verður kannski upphafið að endalokum krata hér á landi.

Það voru kratar sem komu að frelsi fjármagnsins hér á landi, inngöngu í evrópska efnahagssvæðið, áttu á sínum tíma sinn seðlabankastjóra, gengu aftur og aftur í stjórnarsæng með sjálfstæðismönnum og stungu svo af þegar allt hrundi.

Það mega jafnaðarmenn eiga að  sumir eru jafnari en aðrir, og innbyrðis er keppst um hver sé jafnastur.

Jóhannes (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 11:01

36 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Hjálmtýr sæll það er eitt að hafa skoðanir og annað að skella skuldum óverðskuldað á Sigmund Davíð sem með öðrum barðist hvað mest á móti þessum samningum og ber alls enga ábyrgð á Icesave samningunum. Samfylkingin sem þú styður svo mjög var með ráðherra bankamála í 18 mánuði þegar Icesave óx úr næstum engu og í stjarnfræðilegar upphæðir. Og þú segir að hann beri ábyrgðina! Í dag er verið að kjósa um skuldaklafann sem þingið vildi setja á þjóðina. Þeir sem ætla að sitja heima,þú Steingrímur,Jóhanna og fleiri vita upp á sig sökina og geta hvorki merkt við já eða nei.

Sigurður Ingólfsson, 6.3.2010 kl. 11:04

37 identicon

Ég er hlyntur Þjóðaratkvæðagreiðslu, en ekki um hvað sem er. Stærsti hluti þjóðarinnar mun ekki og hefur ekki kynnt sér öll þau gögn sem fylgja samningnum ég er þar engin undantekning. Þeir sem ekki kynna sér gögnin geta ekki tekið upplýsta ákvörðun byggða á þeim gögnum sem liggja fyrir.

Það sem mun því ráða okkar atkvæði er:

Hver hrópar hæst með eða á móti.

Með eða á móti ríkisstjórn

Þjóðernishyggju, láta ekki kúga sig.

Til að sýna samstöðu, um eitthvað sem maður hefur ekki kynnt sér

Að því það er skilda hvers manns að mæta á kjörstað, skiptir ekki hvað maður kýs.

Við eigum ekki að borga skuldir auðmanna.

Við eigum að senda skýr skilaboð í fleirtölu.

Stuðning við forsetann.

Stuðning við Indefence.

Stuðning við lýðræðið.

Stuðning/á móti ESB.

ofl ofl ofl ofl.

Ég hefði viljað að fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsa sem ég tæki þátt í væri t.d. um ESB. Vil ég ganga í ESB eða ekki, byggt á þeim gögnum sem ég myndi kynna mér eða mér yrði kynnt.

Vil ég að farin yrði fyrningarleið í kvótakerfinu.

Ég vil að geti kosið Já þýði já. Nei þýði Nei. Autt = get ekki tekið afstöðu.

Takk fyrir mig.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 11:10

38 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Sigurður Ingólfsson (Sigurður nr. 4 eða 5?)

Sigmundur er formaður þess flokks sem ber hluta ábyrgðarinnar, þessi staðreynd verður ekki umflúin. Svo hefur hann gengið fram fyrir skjöldu í ábyrgðarleysi og leikur þann leik að eiga þátt í samningaferlinu (tveir menn í samninganefnd) án þess að vilja semja nokkurn tíman um þð mál sem er á samningaborðinu! Hann segir nú: „see you in court“ og „segjum nei og þá eru gömlu samningarnir ekki lengur vandamál.“. Þetta er botnlaus tækifærismennska og skemmdarstarfsemi.

Þáttur Samfylkingarinnar í aðdraganda hrunsins er ekki án ábyrgðar. Það er hluti af forsögunni og verður væntanlega gerður upp í „frestunar“skýrsluni. En núverandi formaður þess flokks hefur mánuðum saman staðið í baráttu (ásamt Steingrími ofl.) við að koma málum í betra horf eftir mesta áfall lýðveldisins.

Þetta starf hefur gengið misjafnlega en ekki hefur það létt róðurinn að ábyrgðarlausasti stjórnmálamaðurinn á yfirstandandi þingi (SDG) hefur náð eyrum fólks með þvæluna sína. Fyrst í gegnum kampavínsklúbbinn InDefence og svo sem formaður annars aðal-hrunflokkanna.

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.3.2010 kl. 11:33

39 identicon

Ég er einn af þeim sem sá ekki ástæðu til að fara á kjörstað, nema ef til vill að skila auðu. En svona kosningar geta haft á sér spaugilegar hliðar. Ég var staddur í BÝKÓ í dag og hitti gamlan vin og vinnufélaga. Hann spurði hvort ég væri búinn að kjósa. Ég svaraði neitandi og bætti við að ég mundi ekki gera það. Hann varð yfir sig hneykslaður á mér og sagði að ég ætti að vita að það væri allt að því lýðræðisleg skylda að mæta á kjörstað. Þá benti ég honum á að hann hefði sjálfur gortað sig af því, á sínum tíma,  að hafa ekki mætt á kjörstað í forsetakosningum til að mótmæla ÓRG. Hann varð svolítið vandræðalegur, en sló þessu upp í grín. Þetta sýnir hvernig menn hafa mismunandi sýn á hlutina.

P.s. Ég vona að þessi fyrrverandi vinnufélagi lesi ekki þetta bloggkomment mitt!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband