6.3.2010 | 10:19
Strúturinn
Það eru til ýmis trikk til að rugla fólk í ríminu og einnig heilar þjóðir. Fjöldi fólks flykkist nú á kjörstað til þess að sleppa við að borga skuldir óreiðumanna - og merkir við nei-ið á kjörseðlinum.
Samt þýðir nei á kjördag ekki nei í raun eins og margir hafa bent á.
Hér er nefnilega kominn kjarninn í töfrabrögðum Sigmundar Davíðs Oddssonar. Þeir halda fram þeirri stefnu að ekki beri að borga skuldir óreiðumanna og see you in court. Hvers vegna?
Það er vegna þess að þeir eru í liðinu sem ber höfuðábyrgð á Icesave eins og allir vita. (einkavæðing til vildarvina flokkanna- þið munið það flest?). Ef þeir fara nú að halda því fram að þjóðinni beri að gera upp þetta dýra ævintýri (Icesave er bara hluti af því) þá berast auðvitað böndin aftur að þeim.
Halló þið þarna Davíð og Simmi - voru það ekki Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkarnir sem kom þessu öllu af stað?? Halló - ekki fara!! Ég ætla að eiga við ykkur orð!
Og þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og allt húllumhæið þá munu íslenskir skattgreiðendur (einstaklingar og fyrirtæki) borga Icesave, gjaldþrot Seðlabankans og allar afskriftirnar til auðmannannaa og kúlulánþeganna auk endurreisnar bankanna.
Það er svo sem í lagi að þjóðin hagi sér eins og sagt er að strútarnir geri þegar umhverfið verður þeim ofviða - og stinga hausnum í sandinn. En bara í stutta stund. Um leið og höfuðið er aftur farið að skilja umhverfið þá tekur raunveruleikinn við og allar skuldirnar bíða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Facebook
Athugasemdir
Verður ekki settir hauspokar á strútana eftir helgina - þetta er svo mikið bull að engu tali tekur
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.3.2010 kl. 10:49
Þú ert þrjóskari en pabbi gamli og þá er mikið sagt. Þessi kosning snýst ekkert um hvort við ætlum að borga Icesave eða ekki þó maður gæti haldi það miðað við lætin í Jóhönnu og Co. Hún snýst um að virða stjórnarskránna og hafna vonda dílnum því annar betri díll er í boði, svo segir stjórnin allavega.
Þeir sem ekki kjósa NEI eða setja heima eins og Týri eru því á móti stjórnarskránni og vilja samþykkja vonda dílinn. Því hann tekur gildi ef enginn mætir eða allir segja Já!
Einfalt?
Björn Heiðdal, 6.3.2010 kl. 10:53
Þetta átti að vera þeir sem sitja heima eru því á móti stjórnaskránni og vilja samþykkja vonda dílinn.
Björn Heiðdal, 6.3.2010 kl. 10:56
http://www.skeggi.blog.is/blog/skeggi/entry/1026804/
Væri 'JÁ' sterkari og betri skilaboð til umheimsins?:
"[...] Við viljum ekki fá okkur stimpil sem Nígeríusvindlarar Norðursins. Hvernig vinnum við helst gegn þess konar viðhorfum?"
Skeggi Skaftason, 6.3.2010 kl. 11:12
Sæl Hólmfríður og Björn frændi
Hauspokarnir koma seinna - þegar Björn frændi fer að skammast sín fyrir vitleysuna og setur upp hauspoka með götum fyrir augun svo að hann geti stundað vinnuna sína.
Vissulega var bróðir minn þrjóskur - en þrjóska getur verið góð. T.d. hlaupa menn síður á eftir tískubólum og ánetjast múgæsingu.
Björn - þú getur bullað fram og aftur um mig og mínar skoðanir. En ekkert getur breytt þeirri staðreynd að ég er lýðræðissinni fram í fingurgóma og að Samfylkingin er sá flokkur sem höfðar best til mín núna.
Hjálmtýr V Heiðdal, 6.3.2010 kl. 11:14
Viltu eiga samstöðu í kosningunum með Sigmundi Davíð, Davíð Oddssyni, Hannesi Hólmsteini, Ólafi Ragnari Grímssyni, Bjarna Ben, Birgittu Jóns, Ögmundi Jónassyni og Arnþrúði Karls? Eða treystirðu ríkisstjórninni kannski betur? Svarið getur verið einfalt.
Sverrir (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 11:18
Sæll Skeggi
Ég er sammála þér - það sem verður yfirgnæfandi í nei-skilaboðum til umheimsins er einskonar múún (ber botn) framan í heiminn.
Hjálmtýr V Heiðdal, 6.3.2010 kl. 11:18
Þjóðaratkvæðagreiðslan snýst ekkert um eitthvert smámál, heldur afstöðu til Icesavesamningsins í heild, því með því að fella lögin úr gildi, er í raun enginn samningur lengur fyrir hendi og í raun hægt að byrja algerlega frá grunni, því þjóðin hefur þá hafnað eldri nálgun málsins algerlega og á eftirminnilegan hátt.
Eftir daginn í dag, verða engin lög og enginn Icesavesamningur í gildi lengur. Þar sem þetta er útskýrt í lengra máli á blogginu, en hægt er að endurtaka hérna, vil ég benda fólki á að lesa þetta
Axel Jóhann Axelsson, 6.3.2010 kl. 11:42
Hannes Hólmsteinn skrifar: „íslenskur almenningur á ekki að greiða skuldir óreiðumanna.“ og fer svo á kjörstað og kýs „nei“.
Einkavinur hans og velunnari, Kjartan Gunnarsson, (sá sem reddaði honum gegnum málaferlin við Jón Ólafsson) er þó einn þessara óreiðumanna. Hann sat í bankaráði Landsbankans sem er uppspretta Icesave. Það þarf ekki Sérlokk Hólms til að grafa upp þversagnirnar í þessu öllu og koma með niðurstöðuna:
það eru sökudólgarnir sem vinna stærsta sigurinn þegar þjóðinn tekur þann kúrs að gefa skít í heiminn og haga sér sem ábyrg þjóð meðal þjóða.
Hjálmtýr V Heiðdal, 6.3.2010 kl. 12:04
og hagar sér ekki...
Hjálmtýr V Heiðdal, 6.3.2010 kl. 12:05
Ekki er nú þessi umræða rismikil. Allt pokatalið hjá þér dæmir sig sjálft en vonandi ertu að meina umhverfisvæna poka?
Þínar hugmyndir um pólítík eru vægast sagt skrítnar. Þú vilt borga Icesave sem Davíð og félagar stofnuðu til alveg í botn. Borga, borga, borga og helst meira ef það er líka í boði. Þeir sem segja bíddu vinur þurfum við ekki að skoða þetta betur eru sjálfkrafa stimplaðir þjóðrembusvín sem Davíð Oddsson getur platað að vild.
Common.
Björn Heiðdal, 6.3.2010 kl. 13:04
Það er liður í hetjulegum málflutningi margra sem tjá sig á blogginu að Hollendingar og Bretar sé „gömul nýlenduveldi“ og svo fylgir einhver útlistun á því að þeir kúgi okkur osfrv.
Nú ber að athuga að þeir sem þetta hugsa eru meðal þeirra sem nú fara á kjörstað og segja „feitt nei“ eins og það heitir.
Þversögnin í málflutningnum, allt að því skondin, er sú að með nei-inu þá leggja þeir allt traust sitt á „gömlu kúgarana – helvítis nýlenduveldin“.
Hvernig?
Nei-ið þýðir að gömlu lögin frá því í sumar taka gildi og „kúgararnir“ gætu tekið uppá því að samþykkja þau með vondum afleiðingum fyrir hetjurnar hér á skerinu. Það eru nefnilega mun verri kjör í þeim pappírum en þeim seinni og líka þeim sem eru trúlega á borðinu núna.
Hjálmtýr V Heiðdal, 6.3.2010 kl. 14:00
Röksemdir óskast en fást örugglega ekki.
Sigurður (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 14:26
Misskilningur hjá þér Hjálmtýr ,að sjálfgefið sé að sumarlögin taki gildi.
Fyrir utan að þau voru auðvitað skömminni skárri vegna allra fyrirvaranna sem þar eru settir, þá þurftu viðsemjendurnir að fallast á þá til að lögin hefðu einhverja þýðingu. Það hinsvegar gerðu þeir ekki , og hlýtur að vera umdeilanlegt hvort þeir geti komið núna einhliða og gert þau gild eftir að hafa hafnað fyrivörunum óbreyttum.
Þar fyrir utan er hér um heimildarlög að ræða fyrir fjármálráðherra til að ábyrgjast þessar klyfjar fyrir hönd ríkissjóðs. Ekki sjálfgefið að Steingrímur geri það bara sisona eftir á allt sem undan er gengið! Hans yrði skömmin að gera það!
Skuldbindingin verður semsagt aldrei sjálfgefin á grundvelli laganna !
Kristján H Theódórsson, 6.3.2010 kl. 14:29
Ha, voru Bretar og klámhundarnir í Hollandi ekki búnir að hafna þeim?
Björn Heiðdal, 6.3.2010 kl. 14:31
Hjámtýr niðurstaða kosningarinnar er ekki bara nei eða já...vægi okkar í samningaferlinu styrkist við þáttöku... þetta snýst um peninga. Ég hvet þig eindregið til að kjósa nei.
Við erum að gera út samninganefnd. Starf hennar styrkist við samstöðu í kosningunum. Athygli erlendra fjölmiðla gæti orðið okkur óhagstæðari með lítilli þáttöku. Við erum þrátt fyrir allt að senda skilaboð. Ef við tökum ekki þátt, verða það skilaboð sem veikja okkar stöðu. Fyrir alla muni taktu þetta til endurskoðunar.
Haraldur Baldursson, 6.3.2010 kl. 14:43
Jú Hólmfríður, á strútanna í gáfumanna liðinu ó þjóðholla.
Hrólfur Þ Hraundal, 6.3.2010 kl. 14:51
Merkilegt hvað þú agiterar fyrir að almenningur greiði skuldirnar hans Kjartans í Landsbanka. Og ekki bara það heldur svo miklu meira af því að Steingrímur skrifaði undir með Jóhönnu.
Mætti halda að Kjartan væri þinn besti vinur. Ef svo væri ertu vinur í raun.
Jón Ásgeir Bjarnason, 6.3.2010 kl. 17:09
Það verður að beita rökhugsun Jón Ásgeir. Þótt Kjartan og co hafi komið okkur í skammarkrókinn þá ætla ég ekki að vera með lögheimili þar framvegis. Ég vil ganga í ESB og það vill Kjartan ekki. Og ekki Davíð. Og ekki Hannes Hólmsteinn. Og ekki Sigmundur Davíð.
Hjálmtýr V Heiðdal, 6.3.2010 kl. 17:28
Mikið viltu greiða fyrir aðganginn að paradís ESB!
Finnst þér eðlilegt að Davíð, Hannes Hólmsteinn og Sigmundur Davíð deili með þér reikningnum þegar þá langar ekki baun í ESB aðgöngumiðann..
Reikninginn sem þú berð litla sök á, ef ég skil rétt. Og ekki ég heldur, svei mér þá.
Ég bara skil ekki rökhugsunina. Bara alls ekki. Held þessi rökhugsun myndi falla á flestum prófum.
Jón Ásgeir Bjarnason, 6.3.2010 kl. 17:50
Í dag snýst málið um að styrkja samningsstöðu samninganefndarinnar með NEI.
Eftir helgi er málið að ráðherrar hætti þessu blaðri um málið í fjölmiðlum - og samninganefndin fái vinnufrið - þar til hún heldur sinn blaðamannafund um nýja samningstillögu - ef það þá tekst - sem getur tekið marga mánuði.
Það er af nógu að taka á meðan - en ef ráðherrar hætta ekki þessu blaðri - þá verða þeir að segja af sér.
Utanþingsstjórn eða þjóðstjórn verður þá að taka við.
Mistök ríkisstjórnarinnar er að hafa þetta Icesav má sem forgangsmál - og ver alltaf blaðrandi um það mál....
Kristinn Pétursson, 6.3.2010 kl. 18:02
Jón Ásgeir
Þú ræðir um ábyrgð á reikningnum - þessum feita sem er þó minni en aðrir reikningar sem Íhaldið skildi eftir sig.
Ég bendi á að Sjálfst. flokkurinn bætti við sig 3 þingsætum í síðustu kosningum fyrir hrun. Þetta er staðreynd sem verður að hafa í huga þegar reikningurinn er gerður upp. Ef þú yfirgefur barinn og ert búinn að rústa allri innréttingunni þá er eins gott að bareigandinn hafi þitt heimilisfang og kennitölu.
Hjálmtýr V Heiðdal, 6.3.2010 kl. 18:16
Jón ásgeir, þó þið Dabbi og HHG og aðrir prelátar viljið eigi ESB og sjáið rautt ef minnst er á slíkt - þá er ekki þar með sagt að þið hafið leyfi eða rétt til að gera Ísland að Nígeríusvindlurum í augum heimsins aðeins í þeim tilgangi að koma höggi á samvinnu íslands við fullvalda lýðræðisríki evrópu ! Sorrý, eg einfaldlega leyfi það ekkert !
Þó Ísland vildi eigi verða aðili að ESB og aldrei hefði verið nein aðildarumsóknin o.s.frv. - það er ekki = Icesaveskuldin gufar upp !
Hefur engin áhrif á skuldina. Hún er þarna eftir sem áður.
Negndur er sandhaugur og hausstunga í pistli - beisiklí er esb tengingin alveg það sama hjá ykkur. þ.e. í staðinn fyrir sand stingiði hausnum í esb !
Þetta mál, lánasamningsmálið, er í raun fáránleg hystería og er prýðis dæmi um hve hægt er að rugla og spila með fólk með propaganda og hve sumir íslendingar eru uppfullir af rembu og skynsemisskorti.
Sniðugasta umfjöllunin um málið erlendis sem eg hef séð er Q&A á Guardian.
http://www.guardian.co.uk/business/2010/mar/05/iceland-compensation-faq
Hvað er málið ??
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2010 kl. 21:18
Ps. "Nefndur" á það að vera.
En heilt yfir er þetta nefnilega vanmetið.
Þe. að þeir sem sjá rautt ef minnst er á samband fullvalda lýðræðisríkja evrópu og böðlast mikið því viðvíkjandi, td á moldarbörðum moggabloggs - þeir hafa stokkið á þetta lánasamningsmál vegna þess að þá halda þeir að hægt sé að koma höggi á samskipti íslands og evrópu ! Og í þeim tilgangi hika þeir eigi við að reyna að gera Landið mitt að Nígeríusvindlara í augum heimsins ! Þetta er alveg skelfileg framkoma gagnvart landinu mínu og búið að skaða það svoleiðis að fáheyrt er.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2010 kl. 21:30
Nei elsku ´omar, ESB er ESB en ekki saumaklúbbur fullvalda þjóða eða alþjóðlegt staðlaráð. Hvort þú ert strútur með haus í sandi eða ómerkilegur skrumari veit ég ekki. En ég verð að mótmæla þessum málflutningi svo óvarðar sálir láti ekki glepjast.
Björn Heiðdal, 6.3.2010 kl. 22:50
Það kann að vera að færa megi rök fyrir að sá dráttur sem orðið hefur á þessu skaði okkur meira en sá ávinningur sem fengist hefur Þó mæer sýnist þau halda illa. En eins og staðan var á laugardaginn var raunverulega verið að kjósa burt skuldir.
Ef allir hefðu fari að ráðum Steingríms og Jóhönnu og sagt Já eða setið heima hefðu lögin sem nú eru í gildi haldið og við orðið að greiða eftir þeim, að minnsta kost 100 miljörðum hærri reikning en nú liggur á borðinu. Þannig var hver kjörgengur maður raunverulega að kjósa frá sér að minnsta kosti hálfa miljón kr með því að segja nei á laugardaginn.
Guðmundur Jónsson, 8.3.2010 kl. 16:44
Já Guðmundur - það hefur komið í ljós að nei manna var á ýmsum forsendum. Nú sýnir ein könnun (MMR) að töluvert stór hluti þjóðarinnar vill ekki og ætlar ekki að samþykkja tryggingu á lágmarksinnistæðum Icesave.
Hvernig leysast málin þá?
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.3.2010 kl. 16:52
Hjálmtýr, þetta er góð færsla. Viðbrögð stjórnarandstæðinganna hér staðfesta það!
Björn Birgisson, 8.3.2010 kl. 17:11
Þú sérð þá væntanlega Hjálmtýr að við sem mætumm á kjörstað og sögðum nei spörum okkur og ykkur sem ekki mættuð eða sögðuð já nokkra fjármuni.
Það sem mig langar að vita er, fyrst Þú kallar okkur sem sgöðum nei strúta, hvað kallarðu þá sem sögðu já, vitandi að ef lögin fengju að standa kostaði það þjóðina stór fé ?
Guðmundur Jónsson, 8.3.2010 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.