17.3.2010 | 16:09
Dani í háskaför á „hálendi“ Íslands!
RÚV sýndi tvo þætti þar sem danski ljósmyndarinn Jan Tandrup þóttist fara mikla svaðilför yfir þvert Ísland.
Þvílíkt bull!
Jan Tandrup þvældist um Vestmannaeyjar, Vestfirði og hringveginn ef dæma má af myndefninu - en yfir hálendið fór hann ekki.
Þessi þáttur var svo fáránlegur að hann sló yfir í algjört grín - þótt höfundurinn reyndi að gera allt voða dularfullt og hættulegt.
Hættuleg á framundan!! Reyndist vera spræna sem náði ekki upp á felgu! Samkvæmt frásögn Jans var þetta í annað sinn sem hann heimsótti landið og í fyrra skiptið var þessi lækjarspræna svo grimm að hann varð frá að hverfa!
Maðurinn veit ekkert um hálendisferðir - þvældist um einn, svaf undir berum himni og keyrði auk þess utan vega. Sem betur fór var hann allan tíman í byggð eftir því sem best verður séð af myndum hans.
Hvað er dagskrárstjórn Sjónvarpsins að hugsa þegar þjóðinni er boðin svona vitleysa?
Hefur enginn á RÚV farið upp fyrir Elliðaár eða var þátturinn ekki skoðaður áður en hann fór í útsendingu??
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Facebook
Athugasemdir
Þessir þættir voru bara fals frá upphafi til enda og maður á varla til orð yfir hvað maðurinn er óforskammaður að senda þetta svona frá sér.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 16:40
Ég er sannfærður um að þessi blessaði Dani hefur talið sig í mikilli hættu, enda væntanlega aðeins vanur að keyra um "hálendi" Danmerkur.
Aðalsteinn Baldursson, 17.3.2010 kl. 16:52
Hann virðist ekki hafa séð til neinna hálendisjökla eða fjalla eins og Herðubreið og Heklu. En það var frábært að hann skildi rekast á Dynjandafoss á uppi hálendinu.
Emil Hannes Valgeirsson, 17.3.2010 kl. 17:55
Þetta er mikil hetja og vonandi hefur honum verið tekið sem hinum týnda syni þegar hann lenti á Kastrup. Nú ferðast hann sjálfsagt á milli Lions- og saumaklúbba og sýnir myndir og segir frá hinni hættulegu för. Og þénar vel - vonandi.
Hjálmtýr V Heiðdal, 17.3.2010 kl. 18:03
Sona, sona
Við Íslendingar gerum stóran mun á byggð og hálendinu. Fyrir útlendinga litur þetta hins vegar meira eða minna allt eins út. Hálendi, láglendi vegur, slóð, hjólför. Hver er munurinn? Til að sjá hann þarf ævilanga starfsþjálfun. Ég skemmti mér konunglega yfir því litla sem ég sá.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 18:22
Ég fór eitt sinn uppá Himmelbjerget. Það nær ekki hátt til himna - en Danir eru snjallir. Þeir reistu turn efst á hæðinni og bættu 4 metrum við þá 147 sem fyrir voru.
En þessi sjónvarpsþáttur átti varla erindi til Íslendinga og hann blekkir þá útlendinga sem ekki þekkja til. Hvað ætli Jan geri næst - hvert fer hann? Kanski fáum við að sjá hann einhverstaðar á jeppanum sínum knáa.
Hjálmtýr V Heiðdal, 17.3.2010 kl. 19:38
Hann sýndi nú myndir frá Rauðanúp þegar hann þóttist vera í Vestmannaeyjum, það var í fyrri þættinum og mér sýndist hann vera alltaf við sömu ársprænuna í gærkvöldi, mjög hættuleg greinilega
Valgerður Sigurðardóttir, 17.3.2010 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.