Friðarfarsinn

Bjarni BenEnn er hið svokallaða friðarferli fyrir botni Miðjarðarhafs í hættu.

Ég held að það hafi alltaf verið í hættu. Aðalhættan sem að því hefur steðjað er sú að almenningur sjái að þetta er bara blekking. Þetta er ekki friðarferli.

Eina „ferlið“ sem er í gangi er síaukið landarán og fleiri morð Ísrealska hersins á innikróuðum Palestínumönnum.

Nú þykist Bandaríkjastjórn vera voða móðguð út í ráðamenn í Ísrael. Hversvegna?

Vegna þess að þeir tilkynntu enn eina útþenslu ólöglegra landræningjabyggða þegar Biden varaforset BNA var á svæðinu í þeim tilgangi að koma „friðarferlinu“ úr sporunum.

Það þótti ekki heppilegt og Ísraela eru í voða vondum málum - og „friðarferlið“ í uppnámi!

Nú er þetta ekki í fyrsta sinn sem Ísraelar ræna meira landi og byggja ólöglega -og alls ekki það síðasta.

Vandamálið virðist þá vera það að þeir tilkynntu áform sín á vitlausum tíma. Þetta var sem sagt tímaskekkja!

En eins og Bjarni Ben formaður sagði eitt sinn: „Það verður að taka tillit til þarfa Ísraelsmanna“. Kanski er mesta þörfin samt sú að þeir fái einu sinni að kenna á reiði umheimsins í stað stöðugrar eftirgjafar gagnvart ríki sem virðir enga samninga um mannréttindi en fær samt að taka þátt í Evróvisíon og Evrópumótinu í fótbolta.

Er það ekki hin raunverulega tímaskekkja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Friður næst aldrei með svikulum vinnubrögðum og græðgi.

Græðgin mun tortíma öllu lífi á jörðinni flótlega ef valda-græðgis-sjúklingar heimsins fá að halda áfram sinni sjúklegu stefnu!

Ef þeir vilja tortíma sér og öðrum frekar en að vinna raunverulega að friði, þá lenda þeir bara í sömu gröfinni og hinir!

Verði þeim bara að góðu og restinni af heiminum ef enginn villuvaðandi græðgis-valda-toppur vill gefa neitt eftir í sínum geðveikislegu græðgi og eiginhagsmuna-semi. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.3.2010 kl. 16:11

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Skynja ég smá pirring útí ESB?

Björn Heiðdal, 18.3.2010 kl. 19:45

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er sterkara en pirringur - ég var að heyra fréttir frá „kvartettnum“, þ.á.m. er ESB. Þeir halda áfram að blaðra og bulla um það hversu leiðinlegt það er að Ísraela halda áfram að stela landi og byggja ólögleg hús samtímis sem þeir rífa æ fleir hús Palestinumanna.

Pirringur er ekki rétta orðið.

Hjálmtýr V Heiðdal, 19.3.2010 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband