16.4.2010 | 13:43
Ábyrgð kjósenda
Skýrslan sem rannsóknarnefnd þingsins hefur birt þjóðinni afhjúpar þá staðreynd að íslenska ríkið hefur í áratugi verið í höndum klíkuhópa sem skorti siðferðisvitund og lýðræðisleg viðhorf.
Þótt fólkið í klíkunum hafi gengið undir feluheitinu stjórnmálamenn þá hefur það sýnt sig vera algjörlega vanhæft til þeirra stjórnarstarfa sem þau voru kosin til.
Já - kosin af fólki sem nýtti sín réttindi til þess að hafa áhrif á stjórn landsins. Kjósendur sem víluðu ekki fyrir sér að senda dæmda glæpamenn á þing!
Árið 2007 bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig þremur þingsætum! Hvers vegna kaus þjóðin yfir sig fleiri eintök af þessu bandalagi spillingar og vanhæfni?
Og nú þegar allt er skráð og komið til skila þá gengur enginn þeirra sem mesta ábyrgð bera fram og sýnir hinn minnsta vott af auðmýkt og skilningi á eigin gerðum!. Og skoðanakannanir sýna nú að einn þriðji kjósenda hefur ekki skilning á þeim örlögum sem þeir kusu yfir sig.
Hvað þarf margar skýrslur og mörg efnahagshrun til þess að kjósendur græðgispredikaranna skilji afleiðingar gjörða sinna?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.4.2010 kl. 10:39 | Facebook
Athugasemdir
Hæ Týri,
Ég held ég geti útskýrt þetta fyrir þér. Fólk gerir sér grein fyrir því að stjórnmálaflokkarnir starfa allir á svipaðan hátt. Kjósendur hafa stundum reynt að gera uppreisn gegn þessum valdaklíkum og gott dæmi er þegar Reykjavíkurborg var tekin úr höndum Sjálfstæðisflokksins sem þótti orðinn full hiemakær í umgengni sinni um borgina og stofnanir hennar. Við tók R-listinn sem í upphafi gaf góð fyrirheit um breytingar og heilbrigðari stjórnarhætti, en því miður leið ekki á löngu þar til tilburiðir þess hóps voru orðnir nákvæmlega eins og hjá Sjálfstæðisflokknum með tilheyrandi hroka og kunningjapólitík.
Í dag er landinu stjórnað af annarri klíku sem virðist ætla að viðhafa sömu tilburði þó með öðrum áherslum sé. Nú hafa t.d. verið ráðnir ca. 50 starfsmenn í ráðuneytin án auglýsingar, icesave ógeðið átti að leggja fyrir þingið án þess að leyfa þingmönnum að lesa samninginn!!!! Viljum við svona vinnubrögð?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið lengst við völd af fjóflokknum og þess vegna mest áberandi en það gerir hina flokkana ekkert betri. Kannski er bara eðlilegt að stjórnmálamenn raði vinum sínum og öðrum sér þóknanlegum í allar stöður innan kerfisins. ISG gagnrýndi t.d. Davíð Oddsson harðlega fyrir þetta og lagði áherslu á að ráðið yrði faglega í opinberar stöður. Hún hafði ekki verið lengi starfandi sem Utanríkisráðherra þegar hún hafði margbrotið þessa reglu og réttlætti það með því að segja að hún yrði að geta treyst þeim sem færu með stjórn þeirra stofnana og fyrirtækja sem heyrði undir hana.
Hingað til hefur VG getað státað af hreinu borði hvað þetta varðar en það er óðum að breytast núna eftir að þeir eru komnir í aðstöðu til þess. Þetta er sú mynd sem stjórnmálaflokkarnir gefa kjósendum landsins af starfi sínu og skýrir kannski hvers vegna fólk kýs þetta yfir sig aftur og aftur þ.e.a.s. aðrir kostir eru ekki í boði.
góðar stundir.
gj
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 14:13
Þá er bara ein spurning eftir Gunnar: Hvers vegna kýst þú Framsóknarflokkinn?
Hjálmtýr V Heiðdal, 16.4.2010 kl. 14:54
Af hverju hef ég ekki tekið eftir þessum vísbendingum hvað vinstri græna áhrærir?
Varla er ályktunin byggð á óskhyggju til framtíðar. Það er orðið býsna áberandi hversu mörgum "góðum flokksmönnum" þríflokksins er það örðugt að geta ekki klínt neinum ávirðingum á Steingrím J. og hans lið. Og svo í ofanálag verður blessað fólkið að sætta sig við að skýrslan ógurlega staðfestir að það er engin ástæða til að rannsaka pólitískt siðferði þessara ægilega hættulegu kommúnista.
Reyndar eru nú einhverjir farnir að krefjast þess að Steingrímur segi af sér en eiga bara eftir að benda á ástæðuna.
Árni Gunnarsson, 16.4.2010 kl. 16:14
Týri, ég kýs alltaf það sem ég tel skásta kostinn. Einu sinni var það R-listinn t.d. svo sjálfstæðisflokkurinn og einnig Framsókn. Var alveg við það að kjósa VG eitt sinn, en sá að mér til allrar hamingju. Kysi líklega besta flokkinn í Rvk en veit ekkert hvað ég kýs í Kóp nú í vor.
Ég er eiginlega sammála Styrmi Gunnars þegar hann segir að við búum í ógeðslegu valdabaráttuþjóðfélagi og klíkusamfélagi.
Árni það var Steingrímur sem vildi láta samþykkja icesave án þess að þingmenn fengju að kynna sér samninginn, það er Steingrímur sem hefur verið hvað iðnastur við að ráða til sín fólk án auglýsingar og það er Steingrímur sem vill fá að ráða því í framtíðinni hverskonar fólk fær að stjórna fyrirtækjum og það var Steingrímur sem forsetinn rak til baka með skottið á milli lappanna eftir að hann reyndi að klína uppá okkur ónýtum samningum og það var Steingrímur sem hafði þá ekki vit né kjark til að segja af sér. Það er nefnilega að koma í ljós að það er sami rassinn undir öllu þessu liði þegar á reynir. Því miður.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 16:30
Vel mælt Gunnar Jóhannsson OG TAKK FYRIR
Jón Sveinsson, 16.4.2010 kl. 16:40
Já Gunnar - þú segist velja skásta kostinn sem þú telur vera í boði hverju sinni. En mikið segir skýrslan góða að þú hafir hitt á vitlausa kosti. Vilt þú ekki taka þátt í endurskoðun og uppgjöri? Byrja hjá þér?
Sjálfur ætla ég að gera upp við það sem ég tel vera ónýtt og aflaga í mínu pólitíska framferði. Ég er búinn að finna góðan feld.
Hjálmtýr V Heiðdal, 16.4.2010 kl. 17:57
jú Týri það er einmitt það sem ég hef alltaf verið að reyna að gera en bara til að komast að því að það er enginn alvöru munur á þessum flokkum að þessu leiti. Skýrslan segir mig hafa lent á vondum kostum en ég get staðfest það við þig að aðrir kostir voru og eru ekkert skárri og þar að auki hef ég kosið vel flesta kosti sem í boði hafa verið hér nema VG.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 18:26
Gunnar. Ég er þér fullkomlega sammála með að margar stjórnarathafnir Steingríms hafa ekki borið vitni miklum lýðræðislegum umbótasvip. En ég sé ekki í vinnu hans þá pólitísku spllingu og siðlausa subbuhátt sem beinlínis gerði að lokum út um samfélag okkar. Og ég reyni að virða honum til vorkunnar að hann tók við skelfilegra ástandi en dæmi eru um á landi voru. Og í dag er hann eini leiðtoginn sem þarf ekki að svara fyrir glæpi sinna flokksmanna svo mér sé kunnugt um.
Árni Gunnarsson, 17.4.2010 kl. 00:35
Það kom á óvart að ríkisstjórnin var stundum ekki höfð með í málum eða jafnvel ráðherrar sem báru ábyrgð. Lítið skriflegt og mest bara tveggja manna tal bak við luktar dyr. Kerfið er rotið í gegn og þeir sem halda að Sjálfstæðisflokkurinn eða Samfylkingin séu mikið fyrir lýðræði verða alltaf fyrir vonbrigðum.
kryppa.com (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 18:02
Nú gýs víðar en í Eyjafjallajökli. Fólk fer mikinn í sinni sökudólgaleit og hendir mykjunni vítt og breytt. Er ekki betra að tala af stillingu og skoða kostina sem eru í stöðunni. Skýrslan hefur sýnt okkur að margt fór úrskeiðis, en í henni er líka bent á margar nauðsynlegar breytingar sem þarf að gera á regluverki þjóðfélagsins, eftirlitskerfinu og sjálfri stjórnskipaninni. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur þagnar hafið vinnu við margt af því sem skýrsluhöfudnar benda á og er það vel. Við höfum líka frábærann ráðgjafa Evu Joly og hún hefur komið ákveðnum skilaboðum til stjórnvalda. Þjóðin er kjarkmikil, skýrslan opinská og beinskeytt. Stórefla verður embætti sérstaks Saksóknara og svo skorar hún á þá sem brutu af sér að vinna með rannsóknarhóp Sérstaks Saksóknara. Kjósendur verða hver og einn að spyrja sig að því hvernig þjóðfélag vil ég. Ábyrgðin er hjá okkur öllum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.4.2010 kl. 21:30
Svona skýrslu þarf að setja saman eftir hvert kjörtímabil! Væntanlega yrðu slíkar skýrslur styttri og smám saman vitnisburður um betra siðferði og vandaðri vinnubrögð! Fáir myndu voga sér að hegða sér eitthvað í líkingu við það sem lýst er í Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, ef þeir mættu búast við svona rannsókn reglulega!
Auðun Gíslason, 18.4.2010 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.