Mistök og andvaraleysi skal það heita

FramsóknÍ frétt á Mbl.is um miðstjórnarfund Framsóknarflokksins er skrifað: „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í ræðu á miðstjórnarfundi í dag, að flokkurinn bæði margfalt afsökunar á andvaraleysi og mistökum sem gerð voru í aðdraganda bankahrunsins.“

Það skal ekki lasta það þegar menn og flokkar reyna að bæta ráð sitt og stíga af vegi villu og vondra stefnumála. En undirritaður leyfir sér að skoða afsökunarbeiðni Framsóknarflokksins með fyrirvara í ljósi þess sem á undan er gengið.

„Andvaraleysi og mistök“ heitir það núna. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar sýnir okkur heim spillingar, valdhroka, vanhæfni og græðgi. Þáttur Finns Ingólfssonar fellur seint undir „mistök og andvaraleysi“. Starf Halldórs Ásgrímssonar og alls þingflokksins í kvótamálinu, stóriðjustefnunni og Íraksmálinu sýna ekki andvaraleysi, nær væri að tala um einbeittan vilja til þess að þjóna auðvaldinu.

Sigmundur Davíð sagði: „að Framsóknarflokkinn hafði fyrstur flokka viðurkennt mistök, hann hafi fyrstur flokka ráðist í endurnýjun og endurskoðun innávið en ný flokksforysta var kosin á flokksþingi fyrir fimmtán mánuðum.“                                                                                                                      Þetta á sjálfsagt að telja flokknum til tekna.

Hér staldra ég við og spyr: Hvaða máli skiptir það hvort flokkurinn var fyrstur að viðurkenna mistök og hefja endurskoðun? Ég sé ekkert gildi í því í hvaða röð menn ganga fram og viðurkenna mistök og yfirsjónir. Það sem skiptir máli er hversu raunverulegt uppgjörið er og hvernig því er framfylgt.

Hvernig fór endurnýjunin fram? Hver flokksformaðurinn og ráðherrann af öðrum flúði af stóli. Listinn er langur, allir stukku frá borði þegar skútan stóð á skerinu – að kalla þetta forystuhrun „endurnýjun og endurskoðun“ er blekking. Mbl.is skrifar ennfremur: „Sigmundur Davíð sagði einkavæðingu bankanna eina ekki skýra hrunið en skortur á gagnrýnni hugsun væri meginorsök hrunsins.“ Ég er sammála þeirri niðurstöðu að skorturinn á gagnrýnni hugsun vegi þungt í villuráfi íslensku þjóðarinnar – en megin orsakir hrunsins er starf og stefna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem stýrðu skipulagðri spillingunni. Einkavinavæðing bankanna var aðeins brot af þeirri vegferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þú segir að ekki skuli lasta það þegar menn biðja afsökunar en lastar þó samt Hjálmtýr. Lýsir það gagnrýninni hugsun að lasta það sem vel er gert eða ber það vott um ofstæki og fordóma? Það er ekki vaninn hjá íslenskum stjórnmálamönnum að biðja þjóð sína afsökunar en það gerir Sigmundur Davíð án undanbragða. Eftir að hafa rennt yfir bloggið þitt sé ég ekki mikla gagnrýni á þinn eigin flokk. Hafa þínir foringjar beðið afsökunar eða er kannski ekkert til að biðjast afsökunar á?

Guðmundur St Ragnarsson, 27.4.2010 kl. 10:47

2 identicon

Týri,  Þú getur þá kannski upplýst lesendur þína í hverju svona uppgjör á að vera fólgið svo það teljist raunverulegt í þínum augum og hvernig þú telur að framfylgja eigi slíku uppgjöri.  Er draumauppgjörið þitt kannski að þessir flokkar væru lagðir niður og eftirfylgnin yrði svo fólgin í því að setja lög sem banna öllum þeim sem nokkurntíma hafa verið skráðir í þá að koma nálægt pólitík.  Hvað viltu?

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 13:59

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Bönnum bönn og mótmæli!

Þá lifa allir sáttir í sameginlegri eymd.

Það er stefna V-Geðdeildar.

Óskar Guðmundsson, 27.4.2010 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband