22.6.2010 | 11:21
Á vitlausum tíma
Eins og glæpamenn vita þá getur tímasetning glæpsins skipt sköpum um árangurinn. Íslenskir glæpamenn nýta sér myrkrið til innbrota og annarra ofbeldisverka.
Ríkisstjórnin sem stjórnar Ísrael er vel með á nótunum og reynir að fylgja þessari reglu þjófa og misyndismanna. Frægt er þegar ákvörðun um byggingu nýrra landaránsbyggða í Jerúsalem bar uppá sama tíma og heimsókn Biden varaforseta Bandaríkjanna til Ísrael. Netanyahu forsætisráðherra skammaði viðkomandi embættismenn vegna þessa og benti á hversu óheppilegt þetta væri ekki vegna þess að verknaðurinn (að stela landi Palestínumanna) væri rangur. Menn verða bara að passa að tímasetningin sé rétt.
Nú er Barak varnarmálaráðherra fúll út í borgarstjórann í Jerúsalem vegna ákvörðunar um niðurrif 22ja húsa í eigu Jerúsalembúa (það þarf væntanlega ekki að taka það fram að húseigendurnir eru arabar). Barak sagði að yfirvöld skipulagsmála í Jerúsalem hafi sýnt skort á almennri skynsemi og tilfinningu fyrir réttum tímasetningum (sense of timing) og það ekki í fyrsta skipti (Haaretz 22.06.10).
Aftur voru það bandarísk stjórnvöld sem voru óánægð með tímasetninguna, einmitt núna eru að fara í ganga mikilvægar samningalotur um frið milli Ísraela og Palestínumanna og þá geta svona illa tímasettar ákvarðanir spillt öllu sjónarspilinu.
Það er augljóst að það er erfitt að eiga glæpamenn sem bestu vini og reyna að kynna þá fyrir umheiminum sem sómafólk. Glæpamenn eiga fremur erfitt með að fela sitt rétta eðli og þegar besti vinurinn gefur þeim byssu þá er alltaf hætta á að skot hlaupi úr kjaftinum á vitlausum tíma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:26 | Facebook
Athugasemdir
Ísrael í ESB og ekkert kjaftæði. Þá verða þeir góðir
Björn Heiðdal, 24.6.2010 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.