25.6.2010 | 08:52
„ESB er friðarsamtök“
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, er harður andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu.
Skoðanir sínar birtir hann m.a. í viðtali í Grapevine og þar segir hann að ESB er friðarsamtök (Peace-keeping organisation). Hann segist ekki andvígur bandalaginu sjálfu The EU is a wonderful and noble idea segir Styrmir. Að hans mati gegnir ESB sínu hlutverki fyrir þær þjóðir sem þurfa á friðagæslu þess að halda.
Hér vísar hann í sögu Evrópu sem löngum bauð sínum íbúum upp á stríðsátök og eyðileggingu. Styrmir segir síðan að þar sem Ísland hafi ekki verið þátttakandi í stríðum á meginlandi Evrópu þá hafi þetta ekkert með okkar hagsmuni að gera (has nothing to do with us).
Sjálfur er ég fæddur í desember 1945, eftir síðustu stórstyrjöld og er því ekki með persónulega reynslu af því stríði. En fólk sem lifði þá tíma segir að það hafi verið grimmt og teygt anga sína víða.
Ýmsar heimildir sýna að stríðið 39 45 hafi haft viðkomu hér, landið var hernumið og allt um kring geysuðu orrustur kafbáta og herskipa. Og fjölmargir Íslendingar týndu lífinu sínu á ísköldu Atlantshafinu. En Styrmir einfaldar sér málið og telur að þar sem íslenskir hermenn hafi aldrei (never) tekið þátt í beinum stríðsátökum þá komi okkur ESB ekkert við.
Ritstjórinn fyrrverandi heitir Styrmir Gunnarsson. Styrmir þýðir sá sem stormar fram og Gunnar þýðir stríðsmaður, bardagamaður. Hið forna íslenska nafn hans er tilvísun í fyrri tíð þegar íslendingar fóru í víking og stormuðu fram og til baka um alla Evrópu sem stríðsmenn - löngu fyrir daga ESB.
Mín niðurstaða er sú að vangaveltur Storms Stríðsmannssonar um ESB eru tóm vitleysa og standast ekki nánari skoðun. Aðrar hugmyndir hans um ESB sem hafa m.a. birst á vefnum AMX eru einnig skrítnar en verða ekki til umfjöllunar að sinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Facebook
Athugasemdir
Það er engin stöðugleiki í þessum bloggum þínum, frændi. Búinn að hamra á "friðarhlutverki" ESB í ótal milljón færslum en þegar Styrmir nefnir það líka á nafn. Er það bara tóm vitleysa sem stenst ekki nánari skoðun. Svo vitnað sé í þín eigin orð.
Er ekki kominn tími að þú lesir yfir þín eigin blogg a.m.k. áður en þú póstar þeim?
Björn Heiðdal, 25.6.2010 kl. 10:56
Mig grunaði að þú gætir ekki skilið þetta í samhengi. En auðvitað er stofnun ESB og stækkun friðaraðgerð. En vangaveltur Storms G (sbr. Storm P) í þessa veru eru tóm vitleysa eins og þú myndir skilja ef þú skildir það.
Hjálmtýr V Heiðdal, 25.6.2010 kl. 11:14
Mér sýnist að þínar skoðanir eigi meiri samleið með Styrmi en mér. Þið séuð bara nokkuð sammála um eðli og tilgang ESB!! Eini munurinn er að þú vilt ganga í það en Styrmir ekki. En ég skil samt ekki stuðning þinn við stefnu stjórnar ESB í garð Palenstínuaraba og nánari tengslum við Ísrael, efnahagslegum og hernaðarlegum.
Er þér virkilega alveg sama um hvaða stefnu ESB hefur í gerð Ísraels?
Ekki svara þessu... það fer þér illa.
Björn Heiðdal, 25.6.2010 kl. 17:47
Týri, þú hefðir ekki getað valið þér verra efni í þessa færslu þína. Þetta kallast að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. Það ert þú sem vilt einfalda hlutina og setja allt og alla undir sama hatt.
Nú vil ég spyrja þig hvað forsætisráðherrann Hljálmtýr Heiðdal hefði gert þann Hinn 10. maí 1940 þegar bretar numu land á Íslandi. Hefði hinn friðelskandi Heiðdal staðið á bryggjunni og sagt hingað og ekki lengra "over my dead body". Hefði hinn friðelskandi kannski stofnað til átaka við hernámið? Og hefði hefði þá orðið um friðinn?
Týri, það ert þú sem reynir að einfalda hlutina, og reyndar hefur mér fundist oft og tíðum að þú sért með herskárri mönnum sem ég þekki. Varst þú ekki meðal þeirra sem efndu til ófriðar við sendiráð í Svíþjóð? Bara spyr.
GJ
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 21:36
Og hvað hefði þá orðið um friðinn? - átti þetta að vera
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 21:43
Peace-keeping organisation ætti nú frekar að útleggjast; Friðargæslusamtök.
Evrópusambandið hefur skilgreint hlutverk sítt í Lissabon Sáttmálanum meðal annars sem varnarbandalag. Síðan er spurning hvenær er varnarbandalag: árásarbandalag?
Fer líklegast eftir því hvoru megin við borðið menn sitja.
sandkassi (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.