27.6.2010 | 14:08
Ótti við upplýsta umræðu
Það var svo sem ekki óvænt að meirihluti þingfulltrúa á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins ályktaði að draga skuli umsókn í ESB til baka.
Þessi afstaða er sú sama og hjá VG, einangrunarhyggja og ótti við upplýsingu. Kryddað svo með slettu af leiðinlegri þjóðrembu.
Einn af háværum andstæðingum ESB heitir Páll Vilhjálmsson og er blaðamaður. Hann fullyrti í útvarpinu (Rás 1) í gær að það ferli sem er í gangi milli Íslands og ESB sé ekki umsóknarferli, hér sé á ferðinni aðlögunarferli. Sem er allt önnur Ella. Páll reynir að koma því inn hjá hlustendum að umsóknin sé hættuleg aðlögun að ESB. Raunveruleikinn er sá að aðlögun íslensks laga- og regluverks að ESB hófst fyrir löngu, með undirritun EES samningsins. Umsóknin sem nú er í gangi snýst um það að þjóðin geti gert upp hug sinn um framhaldið Viljum við halda áfram að fá lög og reglur í póstinum eða viljum við sitja við það borð þar sem þessi lög eru saminn?
Nýlega birtu samtök ungra bænda auglýsingu sem var skreytt með mynd af bandarískum Hummerjeppa. Texti var um þá afstöðu ungu bændanna að þeir gætu ekki hugsað sér að afkomendur þeirra þjónuðu í her ESB. Hér birtist enn eitt ruglið sem einkennir áróður ESB andstæðinga, íslenskur her er ekki til og ekki á dagskrá að stofna slíkan.
Áður hef ég bloggað um skoðanir Styrmir Gunnarssona fyrrv. ritstjóra Moggans.
Þessi dæmi um ómerkilegann áróður byggir á því að Íslendingar glati frelsi sínu og fullveldi gangi þeir til samstarfs við aðrar fullvalda þjóðir ESB. Óttinn við upplýsta ákvörðunartöku þjóðarinnar er svo fullkomlega í stíl við ómerkileg áróðursbrögðin.
Óþarfi að sundra flokksmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:10 | Facebook
Athugasemdir
Týri, það hefur ekkert bitastætt komið fram í málflutningi þeirra sem vilja ganga í ESB. Þess vegna verður stuðningurinn við inngöngu sífellt máttlausari. Í haust samþykkja VG að draga umsóknina til baka. Þá verður kátt í bæ.
Sigurður Þorsteinsson, 27.6.2010 kl. 20:10
ESB er bara gamla Sovét með smá blöndu af fasisma og í flottari umbúðum. Rökræður og staðreyndir skipta engu í þessari umræðu. Öllum mótrökum gegn aðild er sópað undir teppi. Hvort sem þau eiga rétt á sér eða ekki.
Finnst Týra t.d. rétt af ESB að hefja nánara hernaðarsamstarf við Ísrael. Er andstaða sumra við þeirri þróun það sem hann kallar rugl og áróður?
Getur virkilega verið að Hjálmtýr kynni sér ekki málin áður en hann skrifar eitthvað út í loftið. Skrítað hvað Týri er á móti Ísrael en með ESB en Sjálfstæðisflokkurinn með Ísrael en á móti ESB.
Það þyrfti eiginlega að sameina þessar tvær stefnur. Kannski gæti sú samsuða heitið sjálfstæð Palenstína.
Kryppa.com (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 23:59
Sæll Sigurður
Kæti þín er jafn vonlaus og málflutiningur félaga þíns sem kallar sig Kryppu.
Hjálmtýr V Heiðdal, 28.6.2010 kl. 14:52
Ég held að Hjálmtýr nenni ekki að kynna sér þau miklu og góðu samskipti sem eru á milli yfirstjórnar ESB og Ísraels.
Björn Heiðdal, 29.6.2010 kl. 09:20
Ég geri ekki miklar kröfur til ykkar sem komið með einstaka skot á bloggið mitt. En það væri fróðlegt að sjá ykkur fjalla um það sem skrifaði um málflutning ESB andstæðinga hér á undan. Það heitir málefnaleg umræða á venjulegri íslensku.
Hjálmtýr V Heiðdal, 29.6.2010 kl. 20:11
.. sem ég skrifaði um... á það að vera.
Hjálmtýr V Heiðdal, 29.6.2010 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.