Íslenskt matvælaverð í evrum!

InnkaupakerraRíkisútvarpið segir að könnun Hagstofunnar sýni að íslenska matarkarfan hafi lækkað um 60% og sé einungis 4% dýrari en í ESB að meðaltali.

Þetta hafa andstæðingar ESB gripið á lofti og bætt í vopnabúr sitt. Sem er yfirfullt af röksemdum um hversu ESB sé vondur kostur fyrir okkur Íslendinga.

Við lestur fréttarinnar kemur fram að „Breytingin skýrist fyrst og fremst af gengi krónunnar miðað við evru.“.

Þetta segir okkur sem sagt að ef við fáum laun okkar í evrum þá getum við hoppað alsæl út í búð og keypt það sem okkur listir.

En hinn venjulegi Íslendingur fær greitt í krónum (sem er með axalbönd, belti og nálgunarbann) og mjólkurpotturinn hefur heldur betur hækkað í krónum þótt hrap krónunnar gagnvart evru sé þvílíkt að það vegur þyngra.

Erlendir ferðamenn geta því keypt ódýru (og góðu) íslensku mjólkina en ekki venjulegir launaþrælar hér heima.

Við þessa miklu sælu Íslendinga (að geta boðið erlendum gestum ódýrar innlendar vörur) bætist launaskerðing og atvinnumissir að hluta eða að fullu. Sniðught a Izlandi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tal um matvælaverð var áberandi í málflutningi ESB-sinna á bólutímanum og beittu menn þá þeirri aðferð að reikna matvælaverð í ESB yfir í ofskráðar krónur.

Þessu var svarað með því að benda á að réttara væri að skoða matvælaverð út frá hlutfalli ráðstöfunartekna sem fara til matarkaupa (annars endar það með því að allir ganga í Afganistan til að fá lægra matvælaverð). Hlutfall ráðstöfunartekna sem fara til matarkaupa var svipað og í "gömlu" ESB-ríkjunum 15 og er það ennþá.

Nú er ofurkrónan fallin og matvælaverð á Íslandi er svipað í evrum talið (og evrópskt matarverð svipað í krónum) og á meginlandinu. Þetta staðfestir að nálgun okkar ESB-efasemdamannanna var rétt.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 21:52

2 identicon

Það verður fróðlegt að sjá hvernig umræðan mun þróast hérna á næstu misserum varðandi ESB því nú mun vonandi alvöru umræða eiga sér stað.  Reyndar fannst mér óviðeigandi að Utanríkisráðuneytið hafi valið hóp blaðamanna til að fara í boði ESB til Brussel til að kynna sér ferlið og gang mála.  Þetta sýnir kannski það sem margir hafa haldið fram að ESB muni verja miklum fjármunum í áróður hér á meðan á umsóknarferlinu stendur.  Í mínum huga er þetta ekki ávísun á upplýsta umræðu heldur einhliða umræðu.

kv

GJ

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 00:25

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góð nálgun.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.6.2010 kl. 02:08

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Gunnar

Það verður greinilega að senda þig út til höfuðstöðva ESB. Öðruvíisi er ekki hægt að fá alhliða umræðu. Eða hvað - hvers vegna ert þú svo hræddur við upplýsinga frá ESB? Ef þær eru rangar þá afhjúpar þú það af þinni alkunnu skerpu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 30.6.2010 kl. 09:08

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er þetta ekki náskylt boðsferðum sem þið allaballarnir þáðuð til sovét í den til að sannfærast um draumalandið?  Eftir að hafa setið veislur nómenkladíunnar og fengið ritskoðaðar ferðir um pótemkintjöld sæluríkisins komu menn með bleikan bjarma í augum og hrópuðu Sovét Ísland.  Ég sé ekki nokkurn mun á þessu, enda af sama meiði hugmyndafræðilega.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.7.2010 kl. 21:04

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Rangt skráð gengi krónunnar fyrir 2008 var bagalegt fyrir innlenda framleiðslu og alveg sérstaklega til útflutnings. Nú hefur þetta snúist við en krónan er annþá "rangt" skráð. Henni er haldið óeðlilega hárri. Þetta mun ekki geta gengið til lengdar.

Í haust verður sennilega reynt að setja krónuna á flot. Þá mun hún leita jafnvegis á lægra gengi en í dag gagnvart dollar og evru. Laun okkar eru í krónum og þó þau lækki ekki í krónum talið er óhjákvæmilegt að innfluttur varningur muni hækka og því fást minna fyrir hverja krónu. Síðan mun innlend framleiðsla mjaka sér í sömu átt en vonandi hægar.

Það verður dýrara að fara erlendis og dýrara að kaupa sér bíl og dýrara að mennta sig erlendis. Það síðast nefnda er til lengri tíma litið bagalegast. Íslendingar framleiða nefnilega ekki nýja þekkingu nema á afar þröngu sviði og á fáum sviðum.

Við þurfum að sækja allt útfyrir landsteinana, nema kannski fisk og lambakjöt. Krónan er því ekki góður gjaldmiðill til lengri tíma litið og hefur ekki verið það sl 50 ár! Þess vegna skil ég vel málstað þeirra sem vilja halda í allt einsog var einusinni. Það getur ekki verið svo slæmt fyrst við gátum þó komist þangað sem við erum með svona slæma forgjöf. Reyndar höfum verið 10 - 20 árum á eftir því sem gerist annarsstaðar en við komumst þó áleiðis! Hvers vegna eru ESB sinnar með þessa óþolinmæði? Ekki bara reddast þetta heldur liggur okkurt ekkert á!

Það er einmitt það sem við ESB sinnar teljum að nú sé þróunin orðin svo hröð að við megum ekki vera að því að missa af tækifærunum sem bjóðast til að þróa iðnað og þekkingu og þjónustu á stærsta opna markaði sem við erum aðilar að. Krónan er til trafala og því fyrr sem við komumst frá henni því betra. Það tekur kannski áratug hvort sem er þó við setjum allt í botn!

Gísli Ingvarsson, 4.7.2010 kl. 21:28

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég skil dekki þessa sendingu varðandi Sovét - ég var aldrei í Allaballeríinu og aldrei komið austar en til Eistlands.

Í framhaldi af því sem Gísli skrifar: Ísland er útkjálki og ef við viljum halda lífinu í því horfi að ungt fólk geti búið hér við svipuð skilyrði og bjóðast í löndunum í kringum okkur - þá verðum við að hafa sömu lífskjör. Þau munu ekki viðhaldast með ónýtan gjaldeyri og dýrtíð. Á sama hátt og ungt fólk yfirgefur landsbyggðina vegna skorts á tækifærum þá mun ungt fólk á endanum ekki líta á Ísland sem góðan búsetukost.

Það hefur komið í ljós að undanförnu að við drögumst afturúr í menntamálum. Þjóðin er ekki eins vel menntuð og sagt er á tyllidögum. Það kemur fram í skoðanakönunum að langskólagengnir eru hlynntari inngöngu í ESB en þeir sem minna eru menntaðir.

Þetta er eðlilegt í ljósi þess að menntun býður oft tækifæri sem ekki bjóðast minna menntuðu fólki.

Það verður ekki falleg framtíð ef einangrunarsinnarnir hafa sitt fram og eftir situr þjóðin í greipum ónýtrar efnahagsstefnu og hafta.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.7.2010 kl. 22:29

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Týri hefur komið til Ísraels svo sú fullyrðing að hann hafi aldrei farið austar en til Eistlands er tæknilega röng.  Hann hefur síðan fengið að njóta þess besta sem Albanía hafði upp á að bjóða.  Þannig að andlega fór hann lengra í austur en Eistland. 

Týri er nefnilega ekki alvöru rússakommi heldur sótsvartur albaníukommi eða eitthvað svoleiðis.  Ég hef nú reyndar aldrei skilið í hverju þessi hugmyndafræði felst.  Kannski Týri vilji upplýsa lesendur síðu sinnar svo hann verði ekki sakaður um að vera rússakommi aftur.

Björn Heiðdal, 6.7.2010 kl. 10:10

9 identicon

Ja hérna, eru menn svo gersamlega uppiskroppa með málefnaleg rök að það eina sem þeim dettur í hug þegar umræðan berst að ESB er gömul og lúin kommagrýla.

Þetta kallar maður nú eðal jólasveina.

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband