8.7.2010 | 21:51
Forgangsmál Bjarna Ben
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir í viðtali: Ef Sjálfstæðisflokkurinn kæmi að nýju stjórnarsamstarfi myndi flokkurinn setja það í forgang að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka.
Og áfram heldur hann: Eftir hrunið fannst mér rétt að menn sýndu umræðunni umburðarlyndi og veltu alvarlega fyrir sér öllum valkostum í stöðunni. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi verið rétt að gera það og það sé ávallt nauðsynlegt að meta stöðu Íslands og samstarf við aðrar þjóðir með reglulegu millibili."
Hvernig hann hyggst meta stöðu Íslands og samstarf við aðrar þjóðir án þess að klára nýhafnar viðræður við ESB, er mér hulið. Þessi yfirlýsing Bjarna er dæmi um þær ógöngur flokkurinn er kominn í. Bjarni hefur áður sagt: Í pólitísku og peningamálalegu samhengi tel ég engan valkost jafn sterkan eins og evran með ESB-aðild. (mars 2009)
Og í kosningabaráttunni boðaði hann upptöku evru. Ef þessi sami maður (það er eðlilegt að álíta að hér sé um sama mann að ræða) ætlar að slíta viðræðum um sterkasta valkostinn sem varla eru komnar í gang sýnir það ekkert nema tækifærismennsku á alvarlegu stigi.
Umsókn Íslands verði dregin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Facebook
Athugasemdir
Hjálmtýr, það er ákveðinn biturleiki í þessu innleggi hjá þér. Þú ert í flokki sem átti ekkert formannsefni, og dró að sviðinu gamla konu sem ætlaði sér að setjast í helgan stein. Það er ekkert eftir af fylginu hennar, og ef haldinn hefði verið landsfundur hefði Jóhanna sagt umsvifalaust af sér. Þeir næstu sem komu til greina Dagur og Árni Páll eru búnir að spila rassinn úr buxunum, og koma því ekki til greina. Ein af hugmyndunum sem komið hefur fram er að auglýsa í smáauglýsingunum í Fréttablaðinu. Formaður óskast, allir koma til greina.
Í stöðunni nú segir Eiríkur Bergmann einn helsti sérfræðingur Samfylkingarinnar í ESB málum að staðan sé afleit. Undir þetta tekur Ingibjörg Sólrún. Með andstöðu upp á 72% er eðlilegt að hugsandi fólk telji eðlilegast að draga umsóknina til baka.
Sigurður Þorsteinsson, 9.7.2010 kl. 00:35
Þegar skoðanir eru falar fyrir fé og "frama" ( finnst reyndar ekki mikill frami í því fólginn að gjamma fyrir Íhaldið ) - þá er ekki von á staðfestu eða úthaldi.
Sigurður Þorseinsson. Haf þú ekki áhyggjur af okkur í Samfylkingunni - þar er nóg til af hæfileika fólki með háleit markmið fyrir þjóðina. Þessar tölur um andstöðu við aðild eru ekki marktækar. Við erum ekki komin að því að taka ákvörðun um samning, enda aðildarviðræður rétt að hefjast. Svo er annað, það voru 60% sem sögðust vera á móti aðild í síðustu könnun. Í þeim hópi er fullt af fólki sem ekki er tilbúið til að segja JÁ núna, þar sem enginn samningur liggur fyrir.
Raunverulegir andstæðingar eru í mesta lagi um 20% ef það þau eru svo mörg.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.7.2010 kl. 01:03
Það er alveg rétt sem þú segir Sigurður Þ. að Hjálmtýr er búinn að vera nokkuð lengi með böggum hildar og ansi önugur og snúinn síðan hann áttaði sig á því að þjóðin hans er algerlega andsnúinn ESB aðild og því verður ekki breytt.
Frú Hólmfríður frá Hvammstanga er ekki alveg eins raunsæ og Hjálmtýr og því er hún enn í sínum Pollýönnu leik í sínum Samfylkingar sandkassa og þetta er bara allt í þessu fína og þessar skoðanakannanir allar saman eru bara markleysa, fólk muni sjá þetta allt miklu betur.
Í einfeldnislegri barnatrú sinni heldur hún því fram að "raunverulegir andstæðingar ESB aðildar séu í mesta lagi 20% ef þau eru svo mörg"
Já það er ósköp þægilegt og gott að vera svona Pollýanna þegar staðreyndirnar eru allt öðru vísi en maður vill að þær séu.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 07:48
Ingibjörg Sólrún kom fram og taldi eðlilegast að draga umsóknina í ESB til baka. Ekki vegna þess að hún vildi ekki í sambandið, heldur vegna þess að nú er við nóg mikilvægari verkefni að takast á við. Þá gerir hún sér grein fyrir því sem flestir að nú er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti ESB aðild.
Þegar Sjálfstæðismenn voru spurðir að því hvers vegna flokkurinn vann stórar sigur á Hvammstanga, var ein af skýringunum ,,við höfum Hómfríði".
Sigurður Þorsteinsson, 9.7.2010 kl. 08:17
Sigurður- þegar ég vitna í hringsnúninga Bjarna Ben þá er það ekki til vitnis um mínar áhyggjur. Þjóðin hefur tekið nokkra snúninga í þessu ESB máli og Bjarni Ben einnig. Þið sem eruð hræddir við umræðu sem gæti sannfært þjóðina um ágæti ESB aðildar verðið bara að hafa ykkar litlu gleði yfir þeirri skoðanakönnun sem ykkur líkar best við.
Aðrir, ég og Hólmfríður þ.á.m., erum ósköp róleg þar sem við vitum að ykkur tekst ekki að stoppa viðræðurnar og skiptir þá engu máli við hvaða skoðanakönnun þið styðjist í hvert sinn.
Ingibjörg Sólrún og Jóhanna Sig., þótt góðar séu, skipta ekki öllu til eða frá eins og Hólmfríður bendir á.
Gunnlaugur talar um „staðreyndir“ og er þá væntanlega að tala um hina sívinnsælu skoðanakönnun sem sýndi hátt hlutfall þeirra sem vildu hætta viðræðum. Mín litla skoðanakönnun, sem náði aðeins til Bjarna Ben eins og sjá má, sýndi misvísnadi skoðanir hans á málinu. Svona er þetta einu sinni og það verðið þið að búa við -þótt skapstyggð ykkar geri það ekki auðvelt.
Gleðilegt sumar.
Hjálmtýr V Heiðdal, 9.7.2010 kl. 10:31
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.7.2010 kl. 12:08
Hjálmtýr það hefur ekkert uppá sig að tala um Bjarna eða einhverja aðra sem héldu einhverntímann að ESB væri einhver lausn og vildu þá á einhverjum tímapunkti skoða það mál. En hafa nú aðra og heilbrigðari skoðanir landi sínu og þjóð til sóma.
Ég var einn af þeim sem fyrir ca 8 til 10 árum var ekki mótfallinn því að við skoðuðum alvarlega kosti ESB aðildar fyrir land okkar.
En eftir að hafa búið í ESB löndum í nær 5 ár og fylgst með þróunarferli ESB í átt til sívaxandi miðstýringar og samrunaferlis á öllum sviðum og sjá spillingunna bara breiða úr sér hjá þessu óskilvirka og ólýðræðislega valdaapparati og öllum þeim hégóma sem þar þrífst sjálfstæðu spillingarlífi óhófs elítunnar sem þar makar krókinn, þá hef ég gjörsamlega snúist til andúðar á þesu apparati.
Þetta minnir mig alltaf meira og meira á handónýt sérfræðingaráð og nefndir SOVÉT klíkunnar sem áttu að leysa allan mannlegan vanda.
En gerðu ekkert annað en upphefrja sjálfan sig á kostnað sauðsvarts almúgans í skjóli spilltrar stjórnmálaelítu sem leit á sjálfa sig sem ósnertanlega alþýðuelítu en taldi sig samt yfir allt og alla hafinn.
Meira að segja þú átt enn séns á að snúa af villu þíns vegar. Þú ert skynsamur jafnaðarmaður. ESB stefnir ekki að jöfnuði heldur hosssar það stórum samsteypum kapítalismans og spilltum sérhagsmunaöflum þeirra á sviði viiðskipta og einokunarframleiðslu.
En frú Hólmfríður ég held hún eigi ekki séns að hætta í Pollýönnu leiknum og koma sér uppúr Samfylkingar sankassanum sínum. Ég held því miður að hún verði þar "forever" með 20% sínum sem hún reyndar telur til 80% þjóðarinnar.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 13:13
Villi í Köben er farinna að reyna fyrir sér á nýjum sviðum. Bæði stíllinn og innihaldið er fremur lélegt. En hann er þó með viðleitni og fær 1.5 fyrir að reyna.
Gunnlaugur - ég hélt að þú hefðir verið að lýsa ástandinu hér á Íslandi, eftir að hafa lesið skýrslu nefndarinnar sem Alþingi setti á laggirnar, þegar ég las þetta „En gerðu ekkert annað en upphefja sjálfan sig á kostnað sauðsvarts almúgans í skjóli spilltrar stjórnmálaelítu sem leit á sjálfa sig sem ósnertanlega alþýðuelítu en taldi sig samt yfir allt og alla hafinn.“ En svo sé ég að þetta er allstaðar eins ef marka má þig og þá sem telja sig hvað skarpasta hér heima.
Hvert á ég að snúa mér („af villu þíns vegar“) ef þetta er svona skítt þarna í Evrópu líka?
Ertu að segja okkur Hólmfríði að við séum komin í hinn eilífa hreinsunareld „hjá þessu óskilvirka og ólýðræðislega valdaapparati“ sem ræður hér heima og líka hjá þér - hvar sem þú ert nú staddur!!!! Vonandi ekki í Köben - þar er Villi.
Hjálmtýr V Heiðdal, 9.7.2010 kl. 13:46
Bjarni Ben var fylgjandi ESB en svo talaði gamli foringinn við hann og eftir það er hann á móti.
Sleggjan og Hvellurinn, 9.7.2010 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.