Þjóðmont

Komiskt bandalagHannes Pétursson rithöfundur birti stórgóða grein í Fréttablaðinu í dag. Hann vekur athygli manna á því einkennilega bandalagi sem hefur myndast milli Davíðshluta Sjálfstæðisflokksins og hluta Vinstri grænna: „Orðið hefur til einhver kómískasta þverpólitík í gjörvallri kristninni, hin blágræna þverpólitík gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.“

Þetta eru orð að sönnu, annarsvegar eru forsvarar og fylgjendur útgerðarauðvaldsins og frjálshyggjuævintýrisins og hinsvegar andstæðingar kvótakerfisins og frjálshyggjunnar. Þessi skoðanagrautur er svo framreiddur í nafni andstöðu gegn aðild Íslands að ESB.

Hannes skrifar ennfemur Blágræna  þverpólitíkin er þó ekki eingöngu kómísk, því er nú verr og miður, heldur er  viss þáttur hennar beinlínis fyrirlitlegur, þetta þjóðmont sem gegnsýrir hana,“

Það sem Hannes nefnir þjóðmont er blanda af minnimáttarkennd og þröngsýni sem brýst fram í monti án mikillar innistæðu. Þjóðmontið er oftast brúkað til að þurfa ekki að ástunda vitræna umræðu um menn og málefni. Allt leysist upp í þvaður um vonda útlendinga sem eiga enga ósk heitari en að afnema fullveldið sem „hægrigrænir“ þykjast bera fyrir brjósti.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það getur sameinað ólíklegustu aðila, finni þeir sér sameiginlegan óvin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2010 kl. 14:09

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Vel skrifuð grein skáldsins. Kom mér á óvart að hann væri ekki haldinn blindu þjóðernishrokamontsins sem er að drepa alla vitræna umræðu í dag. Móses sjálfstæðisflokksins og Lilja dóttir hans er náttúrulega bara snilli.

Það kom mér líka á óvart að hann skildi samhengi EES og aðildarumsóknarinnar. Það eru ekki öll skáld svona vel gefin.

Gísli Ingvarsson, 10.7.2010 kl. 15:26

3 identicon

Mér sýnist nú ekki þurfa neinn Davíðsarm innan Sjálfstæðisflokksins til að vera á móti aðild landsins að ESB, heldur er það fyrst og fremst grasrótinn og yfirgnæfandi meirihluti stuðningsmanna þess flokks sem er á móti ESB aðild algerlega.

En þið kjósið mjög ósmekklega að holdgerfa þetta með bláa gulstjörnu ESB fánanum með afskræmdri mynd af Davíð Oddssyni og þeirri ágætis þingkonu Lilju Mósesdóttur.

En gerið jafnframt lítið úr þeim yfirgnæfandi meirihluta landsmanna úr öllum flokkum sem vill ekkert með þetta ESB hafa að gera. 

Ég get ekki séð neitt þjóðernishroka mont yfir því að vilja halda í fullveldi- og sjálfstæði þjóðarinnar og óska ekki eftir því að þjóðinni verði í óþökk hannar sjálfrar komið undir helsi ESB apparatsins.

Sjálfur bý ég í ESB landinu Spáni og þar áður bjó ég í ESB landinu Bretlandi og þetta er yfirleitt allt ágætis fólk og Ísland hefur margvísleg góð og öflug samskipti við þessar þjóðir, án þess að vera í þessu yfirráðabandalagi með þeim. 

En því betur sem ég hef kynnst þessu ólýðræðislega og óskilvirka valdaapparati sem heitir ESB því meiri viðbjóð fæ ég á þessum hégómlega óskapnaðí og þess frekar óska ég þess að land mitt og þjóð beri gæfu til að halda sig þarna fyrir utan.  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 16:22

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta eru raunaleg skrif hins frábæra listaskálds okkar.

Hannes elskar Þýzkaland að makleikum, og góðir eru Þjóðverjar í viðkynningu, en hann verður að gera sér grein fyrir því, að lögmál valdsstéttarinnar eru ekki hin sömu og alls þorra almennings.

Berlínarvaldið leggst á sveif með Brusselvaldinu og á þar reyndar von á gríðarlegri eflingu valds síns í ESB: 16,41% atkvæðamagns í ráðherraráðinu, þegar Lissabon-sáttmálinn verður kominn til fullra framkvæmda árið 2014, í stað 8,41% nú, og Frakkar fá þar 12,88% atkvæðavægis, en Bretar 12,33. Samanlagt hafa þá þessi þrjú ríki ásamt Ítalíu 53,64% atkvæða, en hin ríkin tuttugu og þrjú aðeins 46,36% atkvæða (þar af Spánn 9,17 og Pólland 7,63%).

Berlínarvaldið hefur talað upphátt um sína yfirráðadrauma í norðurhöfum, rétt eins og franski norðurhjararáðherrann (fyrrv. forsætisráðherra þar).

Í 2. lagi hafa þýzk yfirvöld, m.a. Bundestag, tekið harða afstöðu gegn okkur í Icesave-málinu – og vilja að sjálfsögðu láta banna hér hvalveiðar um aldur og ævi.

Þar fyrir utan er Hannes Pétursson illa lesinn í a.m.k. sumum þessum málum. Hann ritar: "Hafi EES-samningurinn verið svikráðasamningur í upphafi, ætti hann að vera það enn frekar nú, þar sem Alþingi hefur á umliðnum tíma leitt í lög æ fleiri klásúlur sem tengjast honum. Hins vegar heyrist enginn lengur jafna EES-samningnum við svikráð."

Þetta síðastnefnda er rangt hjá Hannesi, og hér hefur hann ekki kynnt sér skrif manna eins og t.d. Friðriks Daníelssonar verkfræðings, m.a. í bók hans ágætri. Einnig nú eru uppi háværar raddir um, að við eigum að segja upp þessum EES_samningi, sem hefur reynzt okkur gildra og gaf okkur ekkert í þjóðarbúið á a.m.k. 5 fyrstu árum gildistíma hans. Ef EES-samningurinn getur ekki tryggt okkur, að stærsti aðilinn að honum, Evrópubandalagið sjálft, og þátttökuríki þess, Holland og Bretland, fari eftir sínum eigin lögum og reglum, þá er ekki á góðu von úr þeirri áttinni! Ég er að vísa hér til þess tilskipunarákvæðis Evrópubandalagsins, 94/19/EC, sem sýnir og sannar sakleysi íslenzka ríkisins og þjóðarinnar í Icesave-málinu.

Jón Valur Jensson, 10.7.2010 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband