10.7.2010 | 17:31
Óloft
Skv. kröfu ritstjórnar Mbl.bloggsins hef ég fjarlægt þær tilvitnanir í skrif Lofts Altice sem ég var að bregðast við í þessu greinarkorni mínu.
Maður að nafni Loftur Altice Þorsteinsson er virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins. Hann heldur úti bloggsíðu og birtir þar ýmislegt sem fangar hug hans.
Nú hefur hann birteftirfarandi texta á bloggi sínu: ... Og Loftur lætur ekki þar við sitja hann hyggst grípa til fjöldamorða sbr: ....
Nokkrir skoðanabræður og systur Lofts eru álíka umburðarlynd gagnvart skoðunum annarra. Stungið er uppá að hrekja fólk úr landi sbr.: við getum líka hafið peningasöfnun til þess aðkoma ESB sinnum úr landi, líkt og kanarnir gerðu til að losna við Keikó. Ég væri til í að gefa pening í slíkt þjóðþrifaverk!! (Guðrún Sæmundsdóttir)
Nasistar/fasistar stunduðu það að koma andstæðingum sínum fyrir kattarnef með eitri og hröktu þá einnig í útlegð. Það er athyglisvert að hérlendis birta menn hiklaust skoðanir sem ríma við þau óþokkaöfl sem réðust gegn lýðræðinu með oddi og egg.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.7.2010 kl. 14:06 | Facebook
Athugasemdir
Já, Hjálmtýr, það er átakanlegt að þurfa að horfa á svona orðbragð, nú þegar klukkan segir árið 2010.
Minnir mig á sambærilega og viðteknu venju hér á moggablogginu 2007-2008. Einhvern tíma skrifaði ég inn smá athugasemd sem féll ekki í kramið og fékk til baka: "Tíkin þín, það hefði átt að kæfa þig í fæðingu." Þetta var tiltölulega kurteist, sennilega er það ástæðan fyrir því að mér er orðalagið minnisstætt.
En svona fyrir fílósófíuna, þá sagði japanski rithöfundurinn Komatsu: "We old people become more and more arrogant with each passing year. We´ve seen everything, heard everything, and with the end drawing near there´s nothing left for us to be afraid of."
Kolbrún Hilmars, 10.7.2010 kl. 17:56
Í mínum huga er þetta graf alvarlegt mál og viðbjóðslegt. En honum er leyft að valsa um á blogginu óáreittur. Færslan ekki einu sinni fjarlægð svo þetta hlýtur að hugnast aðstandendum mbl.is
Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 18:08
Auðvitað er hann friðhelgur. Enda andar hann í gegnum alvaldinn þar sem hausinn er á kafi í hinum endanum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.7.2010 kl. 18:18
Maður gæti velt því upp hvort hann sé ekki einfaldlega að segja skoðun landsfundarins þarna. Það er það eina sem gæti útskýrt að óþverraloftið frá honum fær að viðgangast.
Óskiljanlegt að hann skuli ekki vera búinn að fá kæru á sig fyrir þetta og margt annað í gegnum tíðina.
Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 18:21
Ef Mogginn lokar ekki á subbublogg Lofts, ber þá ekki að að skilja það sem svo að miðlinum sé boðskapur orðfæri þessa öfgamanns þóknanlegt ?
hilmar jónsson, 10.7.2010 kl. 18:52
Mogginn hefur aldrei lokað á subbublogg. Hvers konar dónaskapur er leyfilegur og fellur undir tjáningar- og skoðanafrelsi þangað til hann varðar við rasisma.
Kolbrún Hilmars, 10.7.2010 kl. 19:32
Hann er nú að heimta málefnalega umræðu um notkun skordýreiturs gegn mannfólki. Sérstaklega kvartar hann yfir mér og Hjálmtý
Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 19:46
Hef verið að fylgjast með þeim kommentum sem Loftur tekur út. Núna síðast sakleysislega spurningu frá guðsmanninum : Guð veri með þér.
Loftur er sennilega sá ógeðfelldasti maður sem ég lesið pistla frá.. Það er eitthvað mikið að á þeim bæ, það er nokkuð ljóst.
hilmar jónsson, 10.7.2010 kl. 19:55
Hilmar, ekki gefa mér neitt sem ég á ekki! En þú ert ekki einn um það, skítkastið dynur á mér úr öllum áttum því ég tilheyri ekki fjórflokknum og gagnrýni alla jafnt.
Kolbrún Hilmars, 10.7.2010 kl. 21:19
Kolbrún, af því að þú talar um "okkur" í pluralis get ég bara sagt að slíkt myndi aldrei hvarfla að mér persónulega en nokkuð sveiflast þú sýnist mér.
Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 21:21
Ef fólk getur ekki rætt málin á sómasamlegan hátt, þá finnst mér það yfirleitt vera tákn um að maður hafi ekki fleiri rök máli sínu til stuðnings. En það að hóta öðru fólki, er auðvitað langt yfir strikið. Kolbrún, þessi athugasemd sem þú fékst er alveg hræðileg, og engan veginn rétlætanleg. Auðvitað eru bæði vinstri og hægri menn til sem stunda svona vitleysu, en þetta eru vonandi ekki margir, enda ætti svona að vera bannað, óháð því um hvern mann talar.
Bjarni (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 21:23
Mér finnst Hjálmtýr vera orðinn hálf pempíulegur. Eins og allri geta séð á Tímarit.is skrifaði hann miklar og langar greinar til stuðnings við Pol Pot, þegar blóðbað og morðæði vina hans í Rauðum Kmerum stóð sem hæst. Nú styður hann Hamas og Hizbollah í Palestínufélaginu en Hamas hafa nýlega lýst yfir Sharia- lögum á Gaza. Konur sem ekki ganga með blæju verða hýddar og hommar hengdir í næsta ljósastaur. Jafnframt verður giftingaraldur færður niður í níu ár, enda var þriðja kona Múhammeðs níu ára. Hjálmtýr hefur einstakt lag á að velja sér vini, en skrítið hvernig hann lætur út í Loft Altice.
Vilhjálmur Eyþórsson, 10.7.2010 kl. 21:25
Það gengur yfir mig þegar fólk leyfir sér að flokka andstöðu við dulbúnar ofbeldishótanir sem pempíuhátt.
Fólk sem tjáir sig með þannig hætti er að mínu mati haldið skítlegu eðli. Flóknara er það ekki.
hilmar jónsson, 10.7.2010 kl. 21:34
Bjarni, þakka þér fyrir góð orð. En ég er ýmsu vön og verð ekki andvaka þótt einhver kalli mig ljótum nöfnum. Býst líka við að Össur sofi nú orðið rótt um nætur þrátt fyrir allt :)
Finnur, ég notaði þetta "pluralis" eingöngu vegna þess að ég var - og er enn - eina konan sem hef lagt hér orð í belg.
Kolbrún Hilmars, 10.7.2010 kl. 21:34
Þetta var andinn sem mætti manni frá þó nokkuð mörgum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og varð m.a. til þess að ég ákvað segja mig frá flokknum.
Öfgamenn stjórna nú Sjálfstæðisflokknum og slíkt er mjög hættulegt.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 10.7.2010 kl. 21:41
Stjórnar Loftur Altice einhverju í Sjálfstæðisflokknum? Er hann í einhverjum metum þar á bæ?
Grefill (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 21:44
Mér finnst einhvern veginn að gamall ákafur stuðningsmaður einhverra blóði drifnustu þjóðarmorðingja gjörvallrar mannkynssögunnar, Rauðra Kmera, ætti ekki að vera svona viðkvæmur. Hann talar meira að segja hér að ofan um „lýðræði“. Ríki vinar hans, Pol Pots nefndist raunar „Hin lýðræðislega Kampútsea“ (Democratic Kapuchea). Ég hef grun um að skoðanir hans á lýðræði hafi lítið breyst, sbr. það sem ég benti á hér að ofan um stuðninginn við Hamas.
Vilhjálmur Eyþórsson, 10.7.2010 kl. 21:52
Kolbrún, við erum nú á svipuðu róli varðandi flokkana og ég á engan samastað þar og ég gagnrýni það sem mér sýnist og fæ oft bágt fyrir. Og ekki held ég að þú sét haldin "skítlegu eðli" á nokkurn hátt. En þegar mér er misboðið þá er mér misboðið ekki vegna þinna orða heldur skrifa Lofts. Þetta með pluralis skil ég nú :)
Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 22:01
Mikið óskaplega eigið þið bágt Finnur og Kolbrún..Ég fæ kökk í hálsinn.
hilmar jónsson, 10.7.2010 kl. 22:03
Ertu að sleikja þér upp við Loft, Vilhjálmur, að því að hann hjálpaði þér að láta opna bloggið þitt aftur á dögunum?
Finnst þér þú skulda honum hollustu og greiða?
Grefill (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 22:05
Ég hef litlu við fyrri athugasemdir mínar að bæta. En mér þykir full ástæða til þess að benda mönnum (pluralis!) að lesa sér til um McCarthy tímabilið í sögu USA.
Kolbrún Hilmars, 10.7.2010 kl. 22:09
PS: Takk fyrir Finnur, tjáningarfrelsið skiptir öllu máli. Ég missti bloggvin í þessari umræðu, einungis fyrir það að vera ég sjálf. Er ekki alveg viss um hvort það lýsir honum betur eða mér...
Kolbrún Hilmars, 10.7.2010 kl. 22:14
Grefill: Þetta kemur Lofti ákkúrat ekkert við. Hins vegar finnst mér alltaf gaman þegar vinir og aðdáendur Hamas og Pol Pots fara að prédika yfir lýðnum um „lýðræði“ og „mannréttindi“.
Vilhjálmur Eyþórsson, 10.7.2010 kl. 22:34
Botnar einhver hér í þessu rausi hans Vilhjálms ?
hilmar jónsson, 10.7.2010 kl. 22:41
Hvur er þessi Vilhjálmur ?
Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 22:47
Hilmar: Ef þú botnar ekki neitt í neinu mætti t.d. benda þér á að lesa greinina „Á að refsa þeim?“. Líka „Öfugmælavísu“ . Þegar þú ert búinn að því, skilur þú kannski betur hvað ég er að fara hér.
Vilhjálmur Eyþórsson, 10.7.2010 kl. 22:50
Hélt alltaf að háaldraðir menn þroskuðust með árunum
Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 23:11
Eins og vínið verður Vilhjálmur eflaust betri og þroskaðri með tímanum. Hann er einn merkasti og skemmtilegasti bloggari landsins þótt það sjái það ekki allir. Nema þegar hann skrifar með skætingi og óvirðingu. Þá er hann leiðinlegur ... eins og allir sem skrifa með skætingi og óvirðingu. En ef hann skrifar málefnalega þá er gaman að skoða skarpan og skýran hugarheim hans, hugmyndir og þekkingarsvið. Amen.
Grefill (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 23:22
Setti þetta komment inn á síðu Lofts. Hann eyddi því út. Skrýtið... :
Veit einhver hvort til sé rafrænt rottueitur, svo hægt sé að losa okkur við meindýr eins og Loft Altice Þorsteinsson úr netheimum?
PS Þetta er ekki bókstafleg hótun, heldur bara hótfyndni, alveg viss um að Lofti finnist þetta mjög fyndið og viðeigandi háttur til að tjá skoðanir mínar, enda byggt á hans fyrirmynd.
Skeggi Skaftason, 11.7.2010 kl. 01:10
Já, þetta finnst honum móðgun. Að nota hans eigin orðfæri á hann sjálfan er hámark ósvífninnar í hans augum.
Grefill (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 01:37
Afsakaðu, Hjálmtýr átti það að vera.
Helga Kristjánsdóttir, 11.7.2010 kl. 03:41
Einn innmúraður og innvígður innanbúðarmaður, með töluvert meiri slagkraft en Loftur og Vilhjálmur til samans kallaði það: " Þetta er ógeðslegt .. ... engin prinsipp ..... ógeðslegt þjóðfélag".
Velti því fyrir mér þá hvað þessi slagsterki maður var að meina. Skil það miklu betur nú.
Munnsöfnuðurinn og prinisppin eru ættuð undir Eyjafjallajökli!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 11.7.2010 kl. 04:37
Ég verð nú að taka hanskann upp fyrir frænda minn og slá aðeins til Villa. Hjálmtýr Heiðdal er maður sem ekkert aumt má sjá en hann er líka einn af þeim sem ekki sér í gegnum svikahrappa og svikamyllur. Ef svikahrappurinn með sína svikamyllu segir eitthvað sem Hjálmtýr kann að meta og rýmar við hans lífsskoðanir er hrappurinn búinn að fá málsvara fyrir lífstíð. Eða alveg þangað til að svikamyllann hrynur í beinni útsendingu.
Björn Heiðdal, 11.7.2010 kl. 08:29
Guðbjörn hér að ofan er fyrrverandi DDR-félagi, sem í mörg ár hefur verið undir fölsku flaggi sem "sjálfstæðismaður", en í maganum stóra hefur hann lengi borið samfylkingarandann. Nú er hann greinilega orðinn léttari.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2010 kl. 10:03
Æi byrja nú ESB sinnar að væla yfir því að umræðan sé ekki þeim í hag. Ég hlutaði á góðann þátt á útvarpi sögu sem heitir Ísland í ESB - NEI eða JÁ. Þar mætti ungur maður og hreinlega valtaði yfir ESB sinna krata-stúlku. Drengurinn var með öll gögn, vitnaði í Lissabon, samninga ESB við Noreg, Hagtölur, fjölda fríverslunarsamninga, skýrslur um ESB bæði frá Íslandi og Noregi, ræddi um gjaldmiðla af þekkingu ekki bara króna ekki króna eða evra ekki evra. Esb sinninn í þættinum hafði engin gögn, þrátt fyrir að vera orðin framkvæmdastjóri allar Já hópanna, og talaði eins og veðurfréttaþula sem reyndir að spá í veðrið 3 mánuði fram í tíman. Í hvert skipti sem ungi maðurinn nefndi tölur eða vitnaði í skýrslu sagði krata frúin alltaf það sama, þetta er of tæknileg umræða, förum ekki í tæknilega umræðu fólk vill ekki heyra hana. Síðan endaði hún á vælinu sem m.a. heyrist hér um að það þurfi upplýsta umræðu. ESB-sinnar eru rökþrota og nú eru þeir byrjaðir á hræðsluáróðrinum það er bara malið.
Landið (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 11:17
En var þetta ekki rétt hjá Össuri? Ef við hefðum ekki haft krónuna og ofur-hágengisstefnu með tilheyrandi vaxtamunarviðskiptum, krónubréfafjalli og öfgakenndum gengsisveiflum hefði bankahrun aldrei haft þau sömu áhrif og urðu, og et.v. ekki orðið.
Össur er hér bara að benda á hið augljósa.
Bloggarar eins og Loftur, Vilhjálmur Eyþórs og Vilhjálmur Örn eru ekki með réttu ráði og leggja sig fram við að halda umræðunni í persónulegu skítkasti, níði og rógi. Brjóstumkennalegir eymingjar sem þrífast ekki í raunheimum en eru stórir kallar og orðhákar í netheimum.
Vilhjálmur Örn: Hvað í ósköpunum er "DDR félagi" ?
Skeggi Skaftason, 11.7.2010 kl. 11:41
Það var byrt frétt í sjónvarpinu hér í dentíð af bóndakonu á suðurlandi. Góðri og gegnri Alþyabandalagskonu sem skýrði hrút sinn efir Jóni Baldvin og var ákveðin í að slátra sem fyrst auðvitað með þeirri einlægu von að Jón dræbist um leið. Önnur bjó til skinnkarl af jóni og stakk í hann prjónum, með von um að Jón kveldist um leið og sem mest. Þetta þótti fréttnæmt og rétt að þjóðin tæki eftir, en þá var Jón vinur vina sinna en ekki kominn hringinn með brennivínið og aflátið.
K.H.S., 11.7.2010 kl. 11:53
Eigum við ekki að halda okkur við daginn í dag, Kári og það umhverfi sem nú er ,en var ekki þá sbr: netið.
Málið er löngu hætt að snúast um Evrópumál eða afstöðu einstakra stjórnmálamanna til ákveðinna mála þeim tengdum.
Það er hins vegar nýtt hér á blogginu að farið er að hvetja til pólitískra ofbeldisverka.
( reyndar ekki alveg nýtt, því Loftur hefur áður hér afhjúpað öfgakenndar ofbeldisóskir sínar til annarra stjórnmálamanna )
Þó að fáir ( sem betur fer ) samherjar Lofts reyni að draga fjöður yfir alvarleika þankagangs hans með því að kalla þá sem ofbýður skrif hans,: Pempíur..
breytir það ekki því að með skrifum Lofts er komin fram á blogginu ný tegund af öfgaáróðri sem eðlilega hugsandi fólk vill ekki sjá hér og hefur megnustu andstyggð á.
hilmar jónsson, 11.7.2010 kl. 12:48
Hvað meinar Kári? Er heimilt að hvetja til morða og hryðjuverka í nafni málstaðarins eða ekki. Svo væri nú fínt að lesa tilvitnanir úr gamla Þjóðviljanum þar sem slíkt er tíundað. Gangi honum vel.
Gísli Ingvarsson, 11.7.2010 kl. 12:49
Það sem var fer ekki neitt. Það er það sem verður eftir. Mundu það og það bætir þig. Að afsaka allar misgjörðir með einhverskonar úreldingu er ódýr fáviska. Að lifa í núinu án reynslu og þekkingar er átakalaust, en það býður uppá að hrapa að vitlausum niðurstöðum. Að vera sauðheimskur er kennt við karlkindina og ekki að ástæðulausu . Þjóðviljinn er aðgengilegur á netinu og besta leitarorðið er " " ef þú vilt fynna eitthvað illmælgi.
K.H.S., 11.7.2010 kl. 13:12
Guðbjörn - Þú skrifar - "Öfgamenn stjórna nú Sjálfstæðisflokknum" Hverjir eru það ? - Guðbjörn.
Benedikta E, 11.7.2010 kl. 13:18
Að lifa í fortíðinni Kári, og ætla að staðfæra hana upp á nútíðina, hefur nú svona frekar fært fólk í aftari sætin hvað vitsmunarlíf varðar...
hilmar jónsson, 11.7.2010 kl. 13:33
Gat nú verið Baldur :)
Finnur Bárðarson, 11.7.2010 kl. 14:06
Holland Baldur..for helvede Holland..
Hér er annars engin geðvonska í gangi, hinsvegar hefur pólitískur samherji þinn brotið blað í blogginu og fært það inn á nýjar víddir. Vídd sem margir, þám ég vilja líkja við líkamshluta þar sem sólin nær ekki að skína.
hilmar jónsson, 11.7.2010 kl. 14:11
Í dag horfa sannir fótboltaunnendur fyrst á La Voie Lacteé, síðan á úrslitaleikinn og halda eindregið með Spánverjum. Hvers vegna? Vegna þess að Spánverjar leika knattspyrnu eins og Guð ætlaðist til að hún yrði leikinn þegar hann skapaði hana á þriðja degi, en hollensku Neanderthalsmennirnir afskræma hana að hætti Lúsífers.
*
Varðandi síðustu athugasemd þína, Hilmar: endaþarmurinn er einn mikilvægasti hluti líkamans. Án hans værir þú löngu dauður.
Baldur Hermannsson, 11.7.2010 kl. 14:14
Fólk ku lifa ágætu lífi með "stoma" Baldur
hilmar jónsson, 11.7.2010 kl. 14:17
Hehehe.....ég þekki einn. Annars leiðist mér þessi ameríska rassgats-þráhyggja sem er búin að heltaka íslenska bloggara. Menn lenta varla svo í þokkalegri ritdeilu nú orðið að þeir flétti ekki rassgatinu inn í umræðuna í tíma og ótíma.
Baldur Hermannsson, 11.7.2010 kl. 14:25
Satt er það. Það gengur svo langt að áhugamenn um„boru-borun“, sem af einhverjum ástæðum kenna sig við 78, en ekki t.d. 69 eða einhverja aðra göfuga tölu, fengu bloggsíðunni minni lokað um skeið. Ég talaði víst ekki nógu virðulega um þetta áhugamál þeirra. Annars skil ég ekkert í þér Baldur, sem virðist sæmilega skynsamur að vera að velta þér upp úr áhugamálum pöbulsins, boltasparki.
Vilhjálmur Eyþórsson, 11.7.2010 kl. 14:34
Villi minn, pöpulseðlið er svo ríkt í mér. Í bernsku las ég Tímann og síðan ritsafn Jónasar frá Hriflu. En feginn er ég að sjá þig aftur á blogginu, það segi ég satt. Talaðu bara varlega um blessuð skordýrin svo það verði ekki lokað á þig aftur.
Baldur Hermannsson, 11.7.2010 kl. 14:40
Þú vilt semsagt meina Hilmar að þegar þú hafðir tóman heila, skeyst á þig og pissaðir. Hafðir enga reynslu og ekki búið að venja þig á koppinn að þá hafir þú verið uppá þitt besta. Svona að athuguðu máli er ég ekki frá því að það gæti verið undantekningin sem sannar regluna.
Að öllu gamni slepptu boltinn fer að byrja. Kveðja.
K.H.S., 11.7.2010 kl. 15:32
þú ert nú meiri rugludallurinn Kári. Áttarðu þig yfirleytt eitthvað á því hvað þú ert að fara í myndlíkingarmálinu.
Bara púsla saman ögrandi orðum án samhengis. Þú setur nú ekki markið hátt.
hilmar jónsson, 11.7.2010 kl. 15:38
Þar er ég sammála þér. Að busla hér í botnleðjunni er ekki til neins.
K.H.S., 11.7.2010 kl. 16:08
Ég er alveg sáttur við Kára, og gruna hann um að vera ágætis náunga. Vildi ég gæti sagt það sama um Loftinn.
hilmar jónsson, 11.7.2010 kl. 16:14
Sæll aftur Hilmar. Gruna þig um það sama.
Fer sáttur frá borði bæði við þig og aðra. Ég fordæmdi þessi skrif um eyturhernað á annari síðu og get vel
endurtekið það hér. Hef gaman af þessum bloggsíðum, það styttir manni stundirnar í veikindum, en ég er byrjandi í að tjá mig á síðunum. Vonandi er byrjendabragurinn afsakanlegur. EN nú skipti ég yfir á boltann..
Bkv. Kári.
K.H.S., 11.7.2010 kl. 16:52
Kv. Kári ..njótum boltans..
hilmar jónsson, 11.7.2010 kl. 17:02
Loftur og Guðrún Sæm. yrðu prýðilegt par....tvö alveg snarbiluð, ofstækisfull og full af kreddum...en ég verð nú að viðurkenna að ég myndi nú alveg vilja losna við þau úr landinu...:-)
Haraldur Davíðsson, 11.7.2010 kl. 21:14
Hehe Björn Heiðdal og Iniesta eru menn dagsins.
Baldur Hermannsson, 11.7.2010 kl. 21:15
Það lýsir best vesældómi og heigulshætti síðuhaldara að hafa nú 2svar í röð fjarlægt athugasemdir sem ég hef gert við þetta blogg hans.
Án þess að mínar athugasemdir innhéldu einhvern dónaskap, ja nema vera algerlega ósammála síðuhaldara.
Þetta var siður þeirra í SOVÉT í den tid og ESB er greinilega á sömu leið enda býsna margt líkt með fyrirbærunum.
Eina sem ég benti á í athugasemdum mínum var að helstu trúboðar ESB samrunans á Íslandi hefðu haft miklu verri orð um okkur andstæðinga sína heldur en að úða á okkur einhverju flugnaeitri. Því
Jón Frímann æðsti prestur ESB trúboðsins hefur kallað okkur "fífl, fávíta og hálfvita, asna og bjána og svo líka nasista og fasista" af því við erum á móti inngöngu Íslands í ESB.
Fróðlegt verður að sjá hvenær þú munir fjarlægja þetta 3ja comment mitt líka ritskoðarinn þinn.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 08:38
Gunnlaugur Ingvarsson virðist vera að ásaka mig um að fjarlægja athugasemdir sem hann hefur skrifað. Þetta er algjörlega rangt þar sem ég hef aldrei fjarlægt innsendingar frá neinum. Þótt bullið í sumum sé oft á mörkum vitrænnar umræðu þá hef ég tekið þann kostinn að láta menn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Sumir eru að vísu í dulargervi en það er þeirra mál að mæta í skítkastið með þeim hætti.
Hjálmtýr V Heiðdal, 12.7.2010 kl. 08:51
Já, sumir eru ekki alveg í lagi. Það fer ekkert á milli mála.
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 09:06
Sæll Hjálmtýr.
Ef þetta er misskilningur hjá mér sem mér þykir samt undarlegt þar sem að ég var áður búinn að skrifa 2 aðrar athugasemdir við þessa blogggrein þína, en þær hurfu bara, þá tek ég þig samt alveg trúanlegan og er mér því ljúft og skylt að biðja þig afsökunar á því að hafa haft þig fyrir rangri sök í þessu efni og tel ég þig mann að meiru fyrir að svara mér ákveðið og heiðarlega. Hafðu þakkir fyrir það.
Tæknin getur brugðist eins og allt annað.
Við getum þá vonandi báðir verið sáttir þó svo við séum algerlega ósammála um ESB !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 10:30
Ég bendi Gunnlaugi á að senda mér sínar athugasemdir aftur þar sem þær hafa ekki ratað inn á mitt blogg. Ég er smá forvitinn að sjá hvað hann skrfiaði sem fór
svona í taugarnar á mér - óséð!
Hjálmtýr V Heiðdal, 12.7.2010 kl. 10:36
Ég birti það sem hér fór á undan áður en ég sá viðbrögð þín Gunnlaugur - og stend við það að þú getur sent þetta inn óáreittur af mér.
Ég veit ekki hvað þú hugsar og veist um ESB. Sjálfur tel ég að þangað eigum við fullt erindi og gott fyrir allt okkar amstur að tengjast góðum þjóðum í margvíslegu samstarfi. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að fullklára ferlið sem hófst með EES - annað er ekki hægt. Hinn kosturinn er að segja sig frá EES - reyndar sjálfhætt ef fer sem horfir. Það er fróðlegt að heyra hversu langt þú vilt ganga - úrr EES sjálfviljugir eða detta út sökum vanefnda?
Hjálmtýr V Heiðdal, 12.7.2010 kl. 10:40
Ég giska á að Gunnlaugur hafi annað hvort ekki notað ruslpóstssíuna eða lagt vitlaust saman.
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 10:43
Annars er ég að spá í að skipta um skoðun og gerast ESB-sinni. Þessu liði sem er við stýrið hérna heima er ekki viðbjargandi.
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 10:45
Ég kíkti á bloggsíðu Lofts Altice og sá að það er búið að loka á kallinn. Hann og hans líkar geta kanski lært eitthvað af þessu brölti sínu. Ég dreg það þó í efa - innrætið og pólitíska þvælan stjórnar áfram þótt einhver slái á puttana.
Varðandi skrif Vilhjálms Eyþórssonar um að ég sé: „gamall ákafur stuðningsmaður einhverra blóði drifnustu þjóðarmorðingja gjörvallrar mannkynssögunnar, Rauðra Kmera,“ þá vil ég upplýsa eftirfarandi: Á sínum tíma var ég virkur í hreyfingu sem barðist gegn árás USA gegn Víetnam, Laos og Kambódíu. Þessar þjóðir voru að berjast fyrir frelsi sínu og höfðu til þess fullan rétt. USA barðist gegn þeim með fullkomnustu vopnum og m.a. var beitt eiturefnavopnum. Það sem síðar gerðist, að þróun mála innan hreyfinganna sem börðust gegn USA, þá tók ég ekki trúanlegar upplýsingar sem birtar voru um framferði Rauðu Khmerana. Enda miklu logið eins og gerist í stríði.
Villi í Köben, sem styður af fullum heilindum allar árásir Ísraela gegn fólki, telur að ég styðji Hamas gegnum þykkt og þunnt. Ég styð rétt Palestínumanna til að lifa við þau mannréttindi sem eru grundvallarréttindi allra. Hamas er hluti af hreyfingu sem berst fyrir frelsi þjóðarinnar. Trúarafstaða þeirra er ekki í samræmi við mitt trúleysi og þá grundvallarafstöðu að trúmál sé einkamál hvers og eins.
Hjálmtýr V Heiðdal, 12.7.2010 kl. 11:00
Ef það hefur verið lokað á Loft þá er búið að opna aftur. En skordýrafærslan er horfin. Vona að hann verði sóttur til saka fyrir hana.
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 11:09
Ritstjórn Moggabloggsins hefur beðið mig að fjarlægja allar færslur sem eru í anda Lofts Altice. Búið og gert.
Hjálmtýr V Heiðdal, 12.7.2010 kl. 14:17
Vafasamur heiður að vera getið í færslu hjá þér, en viltu ekki koma með allt sem ég sagði á þessari tilteknu bloggfærslu hjá Lofti?
Fyrst kom ég með athugasemd um að mér þætti hann ganga of langt.
Síðar kom ég með athugasemdir sem að þola vel dagsins ljós, en þar var um að ræða tillögur að opinberri stofnun í Brussel þar sem að þau Össur og Jóhanna ásamt fylgdarliði gætu hafst við, og kom með þá tillögu að við ykjum neyslu á hvalkjöti og legðum jafnframt skatt á það til að fjármagna þessa stofnun.
Nú hlutverk stofnunarinnar Össurar og Jóhönnu væri t.d.
Að gera úttekt á aukinni kjarnorkuvæðingu Svíþjóðar og Finnlands með tilliti til umhverfisþátta.
Að berjast fyrir alfriðun elgsins í Svíþjóð.
Að berjast gegn kengúrudrápum í Ástralíu.
Þessari stofnun yrði að sjálfsögðu fundin flott skrifstofuaðstaða í Brussel og keyptir í hana fínir mjúkir stólar fyrir þau tvö og allt fylgdarlið þeirra, nú og auðvitað yrði að halda fínar kokteilveislur og þau geta þar boðið sósíaldemókratavinum sínum frá Svíþjóð.
Aumingja ESB sinnarnir verða jú að fá einhverjar sárabætur fyrir það að missa af fínu djobbunum í Brussel sem þau fá ekki vegna þess að Íslenska þjóðin hafnar ESBaðild.
Við sem þjóð verðum að byggja hér upp að nýju, og við höfum ekki tíma fjármagn né orku til þess að standa í þessum ESB leikaraskap!
Guðrún Sæmundsdóttir, 12.7.2010 kl. 16:05
Hjálmtýr - mér sýnist þú nú hafa skorið nokkuð við nögl niðurskurðinn eða útrýmingu á texta samkvæmt fyrirmælum - ritstjórnar Morgunblaðsins -
Ég sé ekki betur en Loftur lifi þar ennþá góðu lífi og fara þar yfir ljósum logum - þér eru tilvitnanir í hann greinilega svo kærar að þú vilt halda upp á þær..........
En nasisti / fasisti ekki er það frá Lofti er það ? Er það ekki frá þér sjálfum ?
Benedikta E, 12.7.2010 kl. 17:07
Hjálmtýr - Ég gleymdi einu - Þú skreytir meira að segja færsluna þína með stærðarinnar mynd af Lofti.
Einhver myndi nú segja "honum er ekki svo leitt sem hann lætur" hann er með stærri mynd af Lofti en sjálfum sér.
Benedikta E, 12.7.2010 kl. 17:12
Sé nú reyndar ekki betur en að færsla Lofts lifi enn góðu lífi hér. Hann hefur bara "falið" hana, ekki strokað hana út.
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 17:15
Skyldi kallinn svo vera að nýta sér einhverja strengjabrúðuna á blog.is til að fá allar tengingar og gagnrýni á færsluna þurrkaðar út?
Virkar svoleiðis.
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 17:18
Guðrún lýsti því að hún hefur aflögu peninga sem má nota til þess að koma fólki, sem eiga ekki pólitíska samleið með henni, úr landi. Annað sem hún skrifar er ekki nýnæmi. Það er rétt hjá Greili; Loftur er afturgenginn.
Hjálmtýr V Heiðdal, 12.7.2010 kl. 17:27
Sæll Hjálmtýr.
Já það sem ég sagði í þessum umræddu kommentum sem hurfu einhvernveginn "milli stafs og hurðar" var eitthvað í þá áttina og svo ég sameini þau í eitt og bæti kanski aðeins við líka:
Að mér jú, þætti þætti sá annars eldklári maður Loftur Altice Þorsteinsson ganga heldur langt í vandlætingu sinni og heilagri reiði.
En akkúrat reiði hans og mergjað orðalag lýsir bara nákvæmlega, þeim eldi sem þið ESB innlimunarsinnar hafið skarað að höfði ykkar og hvað við fjölmargir andstæðingar ESB erum öskrandi reiðir yfir því hvernig búið er að véla um þessa ESB umsókn í óþökk lang stærsta hluta þjóðarinnar sem vill ekkert með ESB aðild hafa að gera.
Einnig taldi ég þessar myndlíkingar Lofts um flugnaeytrið nú ekki svona svakalegar eins og þið látið, þó svo ég sé ekki að verja að svona harkalega sé tekið til orða. Ég veit ekki um neinn sem hefur orðið meint af því að láta úða á sig smávegis af flugnaeytri.
Hinns vegar benti ég svo á að þið sem hafið vart haldið vatni yfir þessum orðaleppum Lofts hafið látið ykkur fátt um finnast og ekki kvartað neitt yfir ítrekuðum svívirðingum og vanstillingu helstu trúboða ESB trúboðsins á Íslandi sem svífast einskis hér í bloggheimum í fúkyrðaflaumnum yfir okkur andstæðingum ESB aðildar.
Svo sem að kalla okkur: "Fífl. fávita, hálfvita, bjána, fábjána, illa gefna vesalinga og svo líka fasista og jafnvel nasista".
Þetta hafa þeir sumir hverjir gert á blogginu margsinnis og ítrekað og af þvílíkri heift og reiði.
Ekkert eitt mál hefur sundrað og klofið þjóðina verr og meir enn þessi fjandans ESB umsókn og það á versta tíma í sögu þjóðarinnar. Nú fer "refurinn" Össur með ESB- skottið sitt loðna og klístraða og kynnir ESB umsóknina lævíslega og glottandi sem "heilagan og einarðan vilja þjóðarinnar" meðal ráðamanna í Evrópu.
Þvílíkur stjórnmálarefur og "hippókrati" hefur ekki fæðst á Íslandi áður !
Ég hef nú búið og starfað innan ESB í 5 ár, fyrst í Englandi og nú á Spáni og við hjónin höfum verið hér með smá alþjóðlegan útflutningsrekstur. Ekki hefur ESB hjálpað til, skrifræðið hér allt að drepa og sérstaklega gegn svona smárekstri sem ekki hefur efni á að fóðra lobbýista sem legið geta á jötunni í Brussel með mútufé og gjafir handa commízara hjörðinni þar.
Það eru bara stórfyrirtækin sem hafa efni á að hossa þessum handvöldu og spilltu ESB elítu embættismönnum náhirðarinnar í Brussel.
Fjórfrelsið svokallaða er djók og virkar ekki nema kannski fyrir risafyrirtækin og jú bankaglæponana sem gátu með því rænt sparifé almennings og komið heilu þjóðfélögunum á vonarvöl.
Það er í raun auðveldara að eiga viðskipti við Kína en hér á milli ESB landanna. Meira að þessu síðar.
En því betur sem ég hef kynnst ESB apparatinu og því ólýðræðislega skriffinnsku bákni öllu því meiri viðbjóð fæ ég á þessu óskilvirka og ólýðræðislega valdaapparati og því vænna þykir mér um föðurland mitt Ísland með öllum sínum kostum og göllum.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 17:33
Ritstjórn Moggabloggsins hefur beðið mig að fjarlægja allar færslur sem eru með tilvitnanir í hroða Lofts Altice Þorsteinssonar. Búið og gert. Mikið betra loft á síðunni eftir það.
Björn Birgisson, 12.7.2010 kl. 18:43
Gunnlaugur ... ég vil benda þér á að Loftur breytti færslu sinni verulega til að falsa það sem hann sagði upphaflega. Þú getur séð upphaflegu færsluna hér ... í kommentunum mínum.
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 18:49
Björn ... Loftur hefur ekki fjarlægt sína færslu. Hann falsar hana bara og lætur svo ritstjórn mbl.is/blog.is segja öllum að stroka út tilvísanir á hana.
Lestu kommentin mín hér.
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 18:52
Gunnlaugur - umræða um aðild að ESB eður ei hefur tekið ýmsar vendingar hjá okkur á Fróni. Það er fullkomlega tilgangslaust að ræða um málin í þessum reiðitón sbr. „þeim eldi sem þið ESB innlimunarsinnar hafið skarað að höfði ykkar“ „við fjölmargir andstæðingar ESB erum öskrandi reiðir“ etc. Málin þarf að ræða án upphlaups og frekju sem birtist í því að reyna að meina þjóðinni að vega og meta aðildina eftir að ferlið er komið á endastöð. Þessar tillögur frá ýmsum innan VG og sú sem Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti eru ekkert nema argasti dónaskapur við þann hluta þjóðarinnar sem vill skoða málið án þvingana og æsings.
Ég hef ekki kallað andstæðinga ESB aðildar nasista eða fasista. Fólk sem hafa látið frá sér fara lýsingar eins og Loftur gerði eru að feta hættulegar brautir sem minna á ljóta hluti úr fortíðinni. Loftur er mjög hægrisinnaður og ber ljótan hug til þeirra sem ekki samsinna honum.
Þú skrifar: „Össur með ESB- skottið sitt loðna og klístraða“. Hvaða viðbót er þetta við vitræna umræðu? Hver græðir á svona bulli?
Hjálmtýr V Heiðdal, 12.7.2010 kl. 18:58
Ég kalla eftir vitrænni umræðu um þessa frétt.
Nigel Farage flytur ræðuna á Evrópuþinginu.
//Ekki ganga í ESB!
Evrópusambandið (ESB) mun taka fiskimiðin af Íslendingum, sagði Nigel Farage, breskur þingmaður á Evrópuþinginu í Strassborg í umræðum um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu á þinginu í dag. Hann hvetur íslensku þjóðina til að láta það ekki gerast.
Farage sagði m.a. að rætt væri um lítið samfélag í Norður-Atlantshafði sem búi við þúsund ára þingræðishefð, gott menntunarstig og þar sem fólk hugsi áður en það framkvæmir.
„Ég held að það sé þess vegna sem rúmlega tveir þriðju þjóðarinnar hafa tekið ákvörðun. Þeir vilja ekki ganga í Evrópusambandið. Það mun ekki gerast. Allt sem ég get sagt er: Heppna, gamla Ísland,“ sagði Farage.
Hann sagði að vegna þess að Ísland sé ekki í ESB og ekki með evruna hafi gengisfelling íslensku krónunnar verið góð fyrir íslenska hagkerfið og hér hafi orðið aukning í ferðamennsku.
„Ég myndi halda að lönd á borð við Grikkland öfundi þá,“ sagði Farage. „Þeir eru með 200 mílna efnahagslögsögu fyrir fiskveiðar sínar sem þeir unnu í þorskastríðum við Breta á 8. áratug síðustu aldar.
Ekki fórna því, ekki gefa það frá ykkur, ekki treysta atvinnustjórnmálamönnum ykkar. Ef þið gerið það þá mun þetta lið [ESB] taka stærstu endurnýjanlegu auðlind ykkar af ykkur. Ekki gera það!“
Guðrún Sæmundsdóttir, 12.7.2010 kl. 19:11
Hjálmtýr! Ég nenni ekki einu sinni að byrja á blóðferli Rauðra Kmera. Aðeins benda á að Norður- Víetnamar réðust á Laos, Kambódíu og Suður- Víetnam að fyrra bragði strax 1957, þegar þessi lönd voru öll frjáls og sjálfstæð og þar voru þá hvorki franskir, bandarískir eða aðrir erlendir hermenn. Það er ekki hægt að „frelsa“ þá sem eru þegar frjálsir. Þeir héldu líka úti „þjóðfrelsisihreyfingum“ Pathet Lao og Rauðum Kmerum, en þegar þeir síðarnefndu neituðu að hlýta herrum sínum réðust hinir gömlu húsbændur þeirra, Hanoi- menn á Kambódíu. Þar var beitt skipulegum eiturefnahernaði sem sjaldan er talað um. Tilraun Bandaríkjamanna til að bregðast við árás kommúnista varð vissulega algert klúður, en það ætti aldrei að gleymast hverjir bera fulla ábyrgð á þessu misskildasta og mistúlkaðasta stríði allra tíma. Ég ráðlegg þér eindregið að lesa greinin„Víetnam, vendipunktur kalda stríðsins“ á síðunni minni og einnig Moggagreinina, „Vinir vorir Víetnamar“. Þú verður þá kannski að vitrari manni, eða að minnsta kosti upplýstari.
Vilhjálmur Eyþórsson, 12.7.2010 kl. 19:46
Guðrún: Allt gott og blessað með það sem Farage segir nema eitt sem hljómar ankanalega í mínum eyrum.
Það er þetta: "þar sem fólk hugsar áður en það framkvæmir".
Mér líður nefnilega ekki eins og ég búi í landi þar sem fólk hefur "hugsað áður en það framkvæmir". Það hefur einmitt verið öfugt síðastliðin 30 ár eða svo.
Eða það finnst mér.
Ég er ekki lengur viss um hvort sé betra, ESB-aðild eða ekki.
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 20:32
Grefill, við vorum þó nokkur sem að opinberuðum í bloggskrifum á árunum 2007 og 2008 efasemdir á þessu fylleríi sem að þjóðin var á. En allavega getum við öll sem þjóð "í þynnku" lært af reynslunni og varast vítin.
Berlusconi forsætiráðherra Ítalíu er einn valdamesti aðili ESB, enda Ítalía með nálægt 60 milljóna íbúatölu á meðan að Svíþjóð, Danmörk og Finnland eru aðeins með 20 milljónir íbúasamanlagt. Íbúafjöldi aðildarlanda ESB ræður atkvæðavægi hvers lands á ESB þinginu. Hvernig heldur þú að Berlusconi muni taka á hagsmunum okkar íslendinga innan ESB? Eftirfarandi eru fréttapistlar um þennan mann, og ég mæli með áhorfi á sænsku myndina sem ég hef sem fyrsta tengil
http://svt.se/2.129759/1.1939216/videocracy
Mafíutengsl Berlusconi
Vændiskaup Berlusconi
Guðrún Sæmundsdóttir, 12.7.2010 kl. 20:58
Það er ekki flókið að finna breskan þingmann með skoðanir sem falla að eigin skoðunum. En það er ekki úrslitasönnun um eitt eða neitt. Það er fólk með margvíslegar skoðanir á Alþingi Íslendinga - en það er ekki stóridómur hverju sinni sem Árni Johnsen opnar munninn um eitthvert málefni.
Farage segir að ESB muni taka fiskimiðin af Íslendingum, Ragnar Arnalds segir að Ísland verði innlimað í ESB. Fiskurinn er í þjóðareign en nýtingarrétturinn er hjá kvóta„eigendum“. Ef aðilar innan ESB ásælast fiskinn þá mun það auðvitað ekki ganga þar sem Íslendingar munu ekki samþykkja það. Þótt Ragnar segi að Ísland verði innlimað - þetta er auðvitað rugl þar sem ekkert land er innlimað. ESB er samtök sjálfstæðra þjóðríkja - það er bæði inngönguleið og útgönguleið í ESB.
Þjóðir, s.s. Svíar, Danir og Finnar, eiga sínar auðlindir í dag að svo miklu leyti sem einkaaðilar hafa ekki yfirráð þeirra.
Hjálmtýr V Heiðdal, 12.7.2010 kl. 21:07
Hjálmtýr, ESB er ekki að sækja um aðild að Íslandi!
Guðrún Sæmundsdóttir, 12.7.2010 kl. 21:15
Hjálmtýr, aðildarlöndum ESB er gert að laga sig að ESB en það lagar sig ekki að einstökum aðildarlöndum!
Guðrún Sæmundsdóttir, 12.7.2010 kl. 21:20
Hjálmtýr - Þú kallar eftir vitrænum umræðum um ESB - ég skal ekki svíkja þig um þær.
Eins og þjóð veit þá hefur verið lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að aðildarumsókn Íslands að ESB verði dregin til baka/afturkölluð.
Allar líkur eru á því að meirihluti sé á Alþingi fyrir samþykkt tillögunnar og að - aðildarumsóknin verði dregin til baka - án tafar.
Fjórir þingflokkar stóðu að þingsályktunartillögunni - þar af annar stjórnarflokkurinn - ekki Samfylkingin.
ESB aðallinn í Brussel áttar sig á stöðu mál og skelfist líkt og ESB sinnar hér á Íslandi - ekki hvað síst eftir landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins nú 26. júní - þar sem samþykkt var afdráttarlaust með ca. 99% landsfundarfulltrúa að aðildarumsókn Íslands að ESB yrði dregin til baka án tafar.
Hræðsluáróður af ýmsum toga hefur farið að sveima - eins og það að verði aðildarumsóknin dregin til baka - þá muni Ísland verða rekið úr EES...............
En væri það eitthvað voðalegt fyrir Ísland - NEI - aldeilis ekki .
Þá þyrfti Ísland ekki að hafa fyrir því að segja sig úr EES sem annars yrði gert .
Með EES aðild Íslands hófst allt fárið - að tilstuðlan Samfylkingarinnar.
Svo er það þriðja úrsögnin - en það er Schengen .
Þjóðin hefur hvorki vilja né heldur fjármuni til að kosta ferðalög og uppihald fyrir Össur Skarphéðinsson vítt og breytt um þvera og endilanga Evrópu í sýndarerindagjörðum og bjöllu ati í Brussel - fyrir aðildarumsókn Íslands að ESB - sem aldrei verður að veruleika.
Benedikta E, 12.7.2010 kl. 21:50
heyr heyr! Benedikta!!
Og svo ég bæti við fyrri svör mín þá hafa Finnar, Danir og Svíar misst gríðarlegar auðlindir úr landi við aðild að ESB, en það er stór hluti af iðnaði þeirra sem hefur færst til austur-Evrópu, og hvað með landbúnað í þessum löndum? Og hvaða auðlindir eiga Danir og Finnar?
Guðrún Sæmundsdóttir, 12.7.2010 kl. 22:01
Já, jæja, þessi færsla/umræða hér snerist ekki um ESB, með eða móti, heldur skrif Lofts Altice. Ég nenni ekki að fara að þvarga um ESB einu sinni enn, enda búinn að lesa allt um málið áður.
Sjáumst síðar, við annað tækifæri.
Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 22:11
Grefill - Ég sá á færslu hjá þér hér að framan að þú telur þig á báðum áttum með ESB.
Ef þú lest færslurnar hennar Guðrúnar þá ættir þú að ná áttum - ESB er ekki fyrir Ísland og Íslendinga.
Við þurfum á okkar auðlindum að halda sjálf.
Svo ef þú lest færsluna mína þá sérðu að aðildarumsóknin sem Samfylkingin tróð í gegnum þingið með kúgun og valdníðslu verður nú dregin til baka.
Ísland á aldrei eftir að verða aðili að ESB .
Íslandi allt !
Benedikta E, 12.7.2010 kl. 22:44
Benedita og Guðrún gætu kanski uppfrætt okkur um hvað tekur við eftir úrsögn úr EES/Schengen. Ég er frekar forvitinn.
Grefill - þetta byrjaði með Lofti - enda var hann að fjalla um ESB/Össur etc.
Hjálmtýr V Heiðdal, 12.7.2010 kl. 22:55
Benedita og Guðrún gætu kanski uppfrætt okkur um hvað tekur við eftir úrsögn úr EES/Schengen. Ég er frekar forvitinn.
Hjálmtýr beinir þessari spurningu m.a. að mér og ég svara honum á þá leið að ekki sé tímabært núna að velta þessum úrsögnum fyrir sér, við þurfum að sinna öðrum málum. Allir erlendir samningar eiga að endurskoðast reglulega með tilliti til þjóðarhagsmuna okkar. Samningur íslendinga að EES, Schengen hefur marga kosti og vissulega marga ókosti, eins og við sáum þegar að Litháenska mafían lék hér lausum hala.
Guðrún Sæmundsdóttir, 12.7.2010 kl. 23:17
Hjálmtýr - Góðar fréttir eru aldrei látnar leka út - bara þær slæmu.
Benedikta E, 13.7.2010 kl. 00:14
Ég get ekki stillt mig um að minnast á eitt atriði, eða tvö, um ESB. Eða þrjú þessvegna.
Í þónokkurn tíma fengust lögiltir endurskoðendur ekki til að samþykkja reikninga evrópusambandsins. Hinsvegar fengu bankaþrjótarnir hér á landi reikninga sína endurskoðaða. að því er virðist án teljandi vandræða fram að hruni. Spilling einhver? Kanski eru endurskoðendur hér spilltari hér en annarstaðar, hver veit.
Lýðræði. Mönnum er tíðrætt um lýðræði nú en nokkrusinni fyrr. Stjórn evrópusambansins, Frakvæmdastjórnin svokallaða, er skipuð ekki kosin. Hún hefur ekki Eitt atkvæði eins evrópubúa á bakvið sig eftir því sem ég best veit. Jafnframt hefur hún og stofnanir hennar ( Uppblásið skriffinskubákn sem kostar milljarða á milljarða ofan.) einkarétt á löggjöf innan sambandsins. Evrópuþingið hefur eingan löggjafarrétt og virkar oftast eins og stimpilmaskína fyrir reglugerðaflóðið sem gubbast upp úr framkvæmdastjórninni. Það lítur ekki út fyrir að vera neitt sérlega lýðræðislegt fyrirkomulag, svona í fljótu bragði.
Lissabon Sáttmálinn Sem kom í stað Stjórnarskrárinnar margfrægu hefur nú öðlast gildi. Sáttmáli þessi er víst næstum því hrein kópía af Stjórnarskránni sem Þrjú lönd í Sambandinu höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins eitt ríki fékk að kjósa, hin ríkin skutluðu honum í gegn um þjóðþingin án þess að hafa fyrir því að spyrja skrílinn. Samningurinn felur í sér staðfestingu á yfirþjóðlegu valdi ESB se de facto sambandsríki af því er virðist. Ekki lýðræðislegt að mínu mati. Ég læt ykkur um að meta þetta sjálf. Þeir slepptu kaflanum um fána og þjósöng reyndar, en þar er jú í lagi vegna þess að framkvæmdastjórnin hefur víst rétt til að bæta við og breyta samningnum að eigin geðþótta. Það getur verið að skilningur minn á þessu sé rangur, hver veit.
Ég er yfirleitt mjög andvígur öllum smasæriskenningum og tel þær yfirleitt einungis hugðarefni fólks sem hefur lítið eitt sprungið á limminu andlega. En einvernvegin get ég alveg fengist til að trúa því að eitthvað sé gruggugt í Brusselpottinum. Ég get ekki lengur fengið mig til að trúa á heilindi stjórnmálastéttarinnar, hér sem annarstaðar í heiminum, eftir atburði síðastliðina ára. Call me paranoid? Allavegana ætla ég ekki að láta draga mig á asnaeyrunum inn í Brusselsborg án þess að kynna mér málstað andvígismanna og fylgismanna vandlega. Annað væri fásinna. Og Aðildarsinnar jafnt sem Andstæðingar AÐ KYNNA SÉR EKKI MÁLSTAÐ HINS AÐILANS BLEYTIR PÚÐRIÐ Í EIGIN VOPNABÚRI. Það er einginn jafn heimskur og sá sem neitar að hlusta, vega og meta áður en hann myndar sér skoðun.
Að lokum nokkur myndskeið af vefnum sem fylgja efninu amk. sum.
http://www.youtube.com/watch?v=ihjg8OCjpZk
http://www.youtube.com/watch?v=994ygMZ6SlA
http://www.youtube.com/watch?v=uqJEWaGFk9Q&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=WyBuiyN_KHQ
Oslo Freedom Forum - Vladimir Bukovsky
http://www.youtube.com/watch?v=0wWit0uaoss&feature=channel
http://www.youtube.com/watch?v=OQ4MMU0li_I&feature=channel
http://www.youtube.com/watch?v=rB3e6r1hOYQ&feature=channel
The EU Superstate - The European Flag and Anthem
http://www.youtube.com/watch?v=-mrocY7YIfw
Ég á eftir að safna myndskeiðum sem eru hliðholl aðild.
kallpungur, 13.7.2010 kl. 04:03
Loptur Alís í Undralandi vill fá að vera áfram í Undralandi ásamt Benedíktu E Waage og Kallpungum með asna eyru. Það breytir ekki því að eiturbyrlun hans er ósiðleg og ósæmandi orðbragð og kemur málflutningi Andsinna ekkert við og hreinlega furðulegt að þeir skuli vilja samsinna svona illu innræti. Það er þá bara að vonum og skoðanir þeirra á ESB eftir því marklausar og illa þefjandi áróður.
Gísli Ingvarsson, 13.7.2010 kl. 08:45
Þetta er skrítið svar Guðrún: „að ekki sé tímabært núna að velta þessum úrsögnum fyrir sér, við þurfum að sinna öðrum málum.“ Svarið styrkir grun minn um að hugmyndir ykkar margra ESB andstæðinga séu ekki grundvallaðar á „köldu mati“ (eins og Bjarni Ben elskar að segja) eða yfirveguðum hugmyndum um hvaða möguleika Íslendingar yfirleitt hafa til þess að reka hér nútímalegt og sómasamlegt þjóðfélag.
Þú skrifar einnig: „þá hafa Finnar, Danir og Svíar misst gríðarlegar auðlindir úr landi við aðild að ESB, en það er stór hluti af iðnaði þeirra sem hefur færst til austur-Evrópu, og hvað með landbúnað í þessum löndum? Og hvaða auðlindir eiga Danir og Finnar?“
Færsla fyrirtækja milli landa er ekki ESB fyrirbrigði, meira að segja íslensk fyrirtæki hafa flutt framleiðslu til Kína. Tilfærsla framleiðslu er ekki yfirtaka auðlinda í þeirri merkingu sem við erum að ræða hér. Kvótinn hér heima er auðlind eins og heita vatnið og fossarnir. Þetta fer ekki til Kína en nýtingarréturinn getur farið til erlendra fyrirtækja nema lög komi í veg fyrir slíkt.
Hvað auðlindir eiga Danir og Finnar spyrð þú. Danir eiga t.d. olíu og ræktunarlönd. Finnar eiga mikla skóga ofl. Báðar þessar þjóðir reka eigin fyrirtæki í fátækari löndum, slíkt er eðli kapitalismans.
Af öllu sem ég hef lesið og heyrt frá ykkur ESB andstæðingum þá held ég að mesta þörfin fyrir að klára aðildarviðræðurnar sé hjá ykkur. Þið þurfið að komast í kast við veruleikann eins og hann er og hætta að vesenast með að finna upp ávirðingar og ástand um ESB og þá sem það líta jákvæðum augum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 13.7.2010 kl. 09:16
kallpungur - Margt er athygli vert í færslu þinni - en ég ætla aðeins að tæpa á tvennu af því sem þú nefnir.
Ársreikningar ESB hafa ekki fengist samþykktir og upp á skrifaðir í 14 ár - JÁ - 14 ár - Það talar fyrir sig um starfsemina - hjá aðlinum í Brussel.
Lissabon-sáttmálinn er nú stjórnarskrá Evrópusambandsins þar inni eru ákvæði sem lítið hefur verið talað um - HERSKYLDU - aðildarríkjanna í ESB - Evrópuhernum sem stendur til að stofnaður verði .............
"Þið eigið gott á Íslandi þar er ekki herskylda" sagði afa systir mín við bróður sinn ( afa minn ) þegar hún hafði misst tvo syni og eiginmann í stríðinu - þeir voru herskyldir í Þýskalandi.
Eigum við ekki að halda áfram að eiga það gott á Íslandi og hafa ekki herskyldu fyrir syni okkar og eiginmenn.
Benedikta E, 13.7.2010 kl. 10:12
Samkvæmt svari til mín frá umsjónarmanni mbl.is Soffíu Haraldsdóttur, ætlat mbl.is ekki að loka síðu Lofts Alice.
Þar hafið þið það.
hilmar jónsson, 13.7.2010 kl. 11:31
Gísli, hvar í færslu minni samþykki ég smekkleysuna í Lofti? Hinsvegar verð ég að segja að þefurinn sem þú finnur af málflutningi andstæðinga ESB sé ekkert meiri en sá sem leggur upp af rotnandi hræum sæluríkja hér og þar um heiminn. Ekkert í málflutningi þínum sannfærir mig um það að ég hafi rangar upplýsingar, enda hefur hann allavegana í þessu tilviki ekkert bitastætt innihald. Reyndu frekar sannfæra mig um að ég hafi rangt fyrir mér en að kasta drullukökum. You catch more flies with honey er spakmæli se bæði þú og Loftur ættuð að tieinka ykkur. Loftur lætur biturleika og reiði stjórna sínum penna og því eru skrif hans ósmekkleg og heimskuleg. Þú hinsvegar ert eins og krakki sem stingur fingrunum í eyrun og syngur lalalalalalal. Hvorug taktikin er gáfuleg.
kallpungur, 13.7.2010 kl. 12:59
Aðildarríki ESB eiga í verðmætum milliríkjaviðskipum við EFTA þjóðirnar Noreg, Sviss, Ísland og Liechtenstein, það er því undarlegt ef að hið kreppuþjáða ESB fer útí að rugga EFTA bátnum.
Hjálmtýr, er annars ekki nóg af umræðuefnum hér á síðunni? Eigum við að bæta inn Schengen og EES? Þar er yfir víðan völl að fara og hætt við að athugasemdakerfið yrði verulega þungt.
Guðrún Sæmundsdóttir, 13.7.2010 kl. 13:41
Hjálmtýr, af hverju hefur þú ekki eytt út athugasemd minni #9, þar sem ég gæsalappa beina tilvísun í ósómann? Ég hlýt þar að vera samsek þér.
Kolbrún Hilmars, 13.7.2010 kl. 18:04
Kolbrún - hann tímir því ekki.
Sjáðu færslu 72 og 73
Benedikta E, 13.7.2010 kl. 21:21
Sá sem valdur varð að öllum þessum umræðum er sjálfstæðismaður, öfgafullur hægri maður, sem kann enga mannasiði. Hann ætti að dvelja í fangelsi eða á viðeigandi stofnun. Það er öllum ljóst.
Samt er hann varinn út yfir gröf og dauða af ýmsum hér.
Verjendur hans eru að mínu mati vondir Íslendingar.
Pakk, sem leynist í farangri þjóðar, sem stefnir fram á við, þrátt fyrir glæstan árangur Sjálfstæðisflokksins við landsstjórnina, eða hitt þó heldur.
Sólin kemur upp á morgun, þrátt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hans öfgamenn.
Björn Birgisson, 13.7.2010 kl. 21:47
Takk, Hjálmtýr.
Kolbrún Hilmars, 13.7.2010 kl. 22:39
Ekkert að þakka. Mér yfirsást þetta í fyrri umferð.
Hjálmtýr V Heiðdal, 13.7.2010 kl. 22:55
Æ viltu þá ekki líka taka þá færslu sem kom í staðinn nr 9.
Þau orð voru mælt í fljótfærni og ómaklega..
hilmar jónsson, 13.7.2010 kl. 23:04
Þetta fer að verða fullt starf.
Hjálmtýr V Heiðdal, 13.7.2010 kl. 23:23
Takk fyrir Hjálmtýr..Já starf bloggaranns er púl og pína..
kv.
hilmar jónsson, 13.7.2010 kl. 23:40
Hjálmtýr úr því að þú ert farinn útí ritskoðun má ég benda þér á það, að sjálfur pistillinn er stórgallaður en þar slítur þú mínar athugasemdir hjá Lofti úr öllu samhengi. Minnir á Gulu pressuna eða Séð og heyrt. Fengir þú vinnu við heimildarmyndagerð miðað við þessi vinnubrögð?
Guðrún Sæmundsdóttir, 14.7.2010 kl. 00:00
Guðrún - þú setur allt á haus. Ég er ekki að ritskoða að eigin frumkvæði eins og þú getur lesið ef þú hefur áhuga. Slitrur úr því sem þú skrifaðir og ég birti stendur alveg sem sjálfstætt innlegg. Þinn vilji kemur þar fram um þessa tilteknu hugmynd um að leggja fram fé til þess að koma vissum aðilum úr landi.
Nú er ég farinn austur á land og verð ekki við bloggiðju næstu 10 daga.
Gangi ykkur öllum allt í haginn.
Hjálmtýr V Heiðdal, 14.7.2010 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.