Farmbjóðandinn

Ég er búinn að skila inn öllum gögnum til þess að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins.

Á einu eyðublaðinu ber að svara spurningunni „Hvers vegna býð ég mig fram til stjórnlagaþings? (hámark 700 slög).

Mitt svar hljóðar svo:

Ég tel að ný stjórnarskrá sé liður í því að sameina þjóðina á ný eftir sundrunguna sem fylgdi hruninu 2008. Ég vil að tillaga stjórnlagaþingsins að nýrri stjórnarskrá fari ekki eingöngu til Alþingis til framhaldsumræðu og ákvörðunar. Hún skal einnig send til umræðu meðal allra Íslendinga, á hvern vinnustað, hvert heimili og í allar skólastofur, svo að hún verði að lokum þjóðareign sem upplýsir þjóðina um sínar skyldur og sín réttindi. Leiðarjós mitt er virkt lýðræði og betra þjóðfélag á tveggja alda ártíð Jóns Sigurðssonar. Í því felst að stjórnarskráin innihaldi m.a. ný ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, jafnt vægi atkvæða og þjóðareign mikilvægra auðlinda .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Týri,

Ég mun kjósa þig vegna þess að ég þekki þig og get hugsanlega haft einhver áhrif á þig í þessu ferli.  :-)  Gangi þér vel.

kv

GJ

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 20:23

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það verður fínt að fá gamlan stuðninsmann Pol Pots og Rauðra Kmera á þingið. Það verður í stíl við annað. Ég reikna með að Ástþór verði þarna og atkvæðamikill að vanda.

Vilhjálmur Eyþórsson, 17.10.2010 kl. 02:03

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Á Facebook síðu þingsins er listi yfir þá sem vilja bjóða sig fram.  Eftir að hafa lesið lauslega yfir listann og aðra svipaða lista sýnist mér að flokka megi frambjóðendurna í tvo hópa.  Menntaða sérfræðinga sem vilja ganga í ESB og síðan þá sem hafa sterkar skoðanir og finnst gaman í félagsstarfi.  Sem andstæðingur ESB hef ég rekist á eina grundvallar mótsögn í málflutningi ESB fólksins.

Lýðræði, þjóðaratkvæðgreiðslur og ESB fara ekki saman.  Samt eru það þessi atriði það sem fólkið leggur áherslu á.  Fá ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur inn í nýju stjórnasrkána og tryggja aðkomu fólksins.  Ekki nóg með það heldur að tryggja sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu.

Í stuttu máli þá verða engar þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi um stefnu eða lög Evrópusambandsins ef við göngum í þann klúbb.  Það mun heldur ekki skipta neinu máli hvað Alþingi Íslendinga finnst um ESB eða lagasetningu sem kemur þaðan.  Allt vald yfir ESB liggur hjá ESB ekki íslensku þjóðinni eða íslenskum stjórnvöldum.

Er það ekki annars tilgangur ESB fólksins að losna við kjörna fulltrúa og láta sérfræðinga í Brussel sem engin kaus stjórna landinu?

Björn Heiðdal, 19.10.2010 kl. 09:58

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það að halda því fram, um hábjartan dag, að lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur fari ekki saman við aðild að ESB er fáránlegt. Spyrja má: hvaða ESB þjóð hefur afsalað sér lýðréttinudum sínum og hætt að halda þjóðaratkvæðagreiðslur? Og hvaða endemisbábiljur eru þetta um að „sérfræðingar í Brussel“ taki öll völd! Allt eðli og tilgangur ESB er lýðræðislegt og hluti af framþróun Evrópu.

Til þess að mála ESB-sinna nógu dökkum litum og gera þá nægilega tortryggilega til þess að viðkomandi ESB andstæðingur geti sofið á nóttunni þá er hlaðið upp bábiljum um sambandið. Það verður nánast eins og vera utan út geimnum sem ætlar að taka allt jarðlífið yfir og ráðskast með okkur.

Hjálmtýr V Heiðdal, 19.10.2010 kl. 15:57

5 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

svipan.is ætlar að kynna frambjóðendur til stjórnlagaþings og helstu baráttumál þeirra.
Við bjóðum frambjóðendum að senda okkur upplýsingar til birtingar á vefmiðlinum.
Svipan áskilur sér rétt til að bæta við upplýsingum sem staðfestar fást með opinberum gögnum.

Nafn:
Aldur:
Starf og/eða menntun:
Fjölskylduhagir:
Eignir:
Tengsl við flokka eða hagsmunasamtök:
Ertu í einhverjum nefndum, ráðum eða stjórnum?
Maki:
Starf maka:
Eignir maka:
Hvers vegna viltu á stjórnlagaþing?
Annað sem þú vilt taka fram:

Hefurðu lesið stjórnarskrá Íslands?
Hefurðu lesið stjórnarskrár annara ríkja?
Hefurðu lesið skýrslu rannsóknarnefndar alþingis?

Vefsíður
Ljósmynd


Vnsamlegast sendið á: ristjórn@svipan.is

Margrét Sigurðardóttir, 19.10.2010 kl. 18:17

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Auðvitað geta menn og geimverur haldið atkvæðagreiðslur um allt og ekkert.  Í ESB eða fyrir utan.  Spurning bara um hvað snúast þær og hvort farið er eftir þeim.  Ég er t.d. viss um að ESB eða Sjálfstæðisflokkurinn væri ekkert á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um t.d. þjóðarlitinn eða blómið.  En varla fiskveiðikerfið eða C.A.P.

Björn Heiðdal, 19.10.2010 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband