60% sátu heima

KosningÞátttaka í kosningunum um til stjórnlagaþings er skv. nýjustu fréttum um 40%. Umboð fulltrúanna á þinginu er því ekki eins sterkt og ég hafði vonað.

Hver er ástæða þess að svo stór hluti þjóðarinnar kýs að sitja heima þegar stórfelld tilraun er gerð til þess að efla lýðræði í landinu?

Ein skýring getur verið að þar sem aðeins 11% treysta Alþingi og það vita allir að Alþingi mun hafa síðasta orðið um stórnarskrána sem þjóðin kýs um að lokum. En ef þessi hugsun hefur stýrt heimasetu margra þá er það vanhugsuð aðgerð. Því að minni kosningaþátttaka styrkir stöðu Alþingis til þess að krukka í texta stjórnlagaþingsins. 

Margir andstæðingar ríkisstjórnarinnar gleðjast sbr. skrif Jón Baldurs L O'range á bloggi sínu: „En þessi slaka kosningaþátttaka segir okkur bara eitt. Stjórnlagaþingiðer flipp. Milljónum kastað á glæ í súralísku leikriti ríkisstjórnarinnartil að fela nekt sína. Nú stendur hún þarna nakin eins og keisarinn forðum“.

Framundan er, hvort sem mönnum líkar eður ei, stjórnlagaþing þar sem fulltrúar þjóðarinnar setjast niður og reyna að gera það sem Alþingi hefur mistekist að ljúka í 60 ár: að skapa nútímalega stjórnarskrá fyrir þjóð sem þarf á því að halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Ætli þessi 40% sé ekki sú tala sem jafngildir skyldmennum frambjóðenda og þeim sem þekkja þá persónulega á einhvern hátt:) Á maður að þora að segja til hamingju?

Björn Heiðdal, 28.11.2010 kl. 11:37

2 Smámynd: Elín Erna Steinarsdóttir

Mér sýnist 60% landsmanna ekki vilja jafnan atkvæðisrétt, fyrst þeir eru tilbúnir að gefa hann alveg eftir til okkar hinna. Ég segi bara, takk fyrir mig. Atkvæðið mitt hefur aldrei vegið þyngra en í gær :)

Elín Erna Steinarsdóttir, 28.11.2010 kl. 11:55

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Líklegast hafa 60% þjóðarinnar setið heima vegna þess að þeir hafa ekki talið þörf á að ráðast á stjórnarskrána. Önnur verkefni séu meira knýjandi. 

Ragnhildur Kolka, 28.11.2010 kl. 17:55

4 Smámynd: Elín Erna Steinarsdóttir

Þessi 60% hafa kannski ekki áttað sig á því að kosnaðurinn við verkefnið er sá sami hvort sem þeir sátu heima eða ekki. Ég segi enn og aftur takk fyrir mig.

Elín Erna Steinarsdóttir, 28.11.2010 kl. 19:15

5 identicon

Rúm 60% sat heima vegna þess að það vissi ekki um hvað það var að kjósa, kynningin lítil sem engin og slöpp umræða um stjórnarskrána.

Ég kaus samt og þig m.a. Týri minn.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband