22.2.2011 | 21:01
Gleymum ekki stjórnlagaþinginu!
Þjóðaratkvæðagreiðslur eru nýjung fyrir Íslendinga.
Hægri öflin í stjórnmálunum og ýmsir hagsmunaaðilar hafa í 60 ár þvælst fyrir breytingum á stjórnarskránni og þar með hindrað beinni þátttöku almennings í lýðræðislegum ákvarðanatökum.
Af málflutningi frambjóðenda til stjórnlagaþingsins var augljóst að mikill meirihluti þeirra var fylgjandi stjórnarskrárbreytingum sem veita þjóðinni fleiri tækifæri til að setja sitt mark á stjórn landsins en hið klassíska rölt á kjörstað á fjögurra ára fresti býður uppá.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú að eigin frumkvæði gripið eina ferðina enn til réttinda forsetans skv. stjórnarskránni og fært þjóðinni í hendur tækifæri til að hafa mikil áhrif á þróun mála. Hann geriri það að vísu án tillits til þess að augljóslega eru ekki öll málefni jafn vel fallin til almennrar atkvæðagreiðslu og einnig án tillits til mögulegra áhrifa á hag þjóðarbúsins verði úrslit atkvæðagreiðslunnar um Icesave eitt stórt fokkjú merki framan í umheiminn.
En aðgerðir Ólafs Ragnars gera það að verkum að ekki verður aftur snúið sem betur fer. Héðan í frá verður það valkostur fyrir hluta þjóðarinnar og þingsins að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um stór og umdeild mál sem er í raun ekki hægt að útkljá öðruvísi með góðu móti. Þetta verður að sjálfsögðu að afloknum breytingum á stjórnarskránni sem verða örugglega á dagskrá á næstu misserum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með tilburði til að draga stjórnarskrármálið aftur inn í þingið þótt það hafi reynst ófært um að breyta plagginu í nútímalegra horf áratugum saman. Breytingar sem hafa verið samþykktar er bútasaumur og aðlögun að nútímanum í nokkrum atriðum. Ýmis afturhaldsöfl hafa unnið gegn stjórnlagaþinginu sbr. kærur til Hæstaréttar og það hefur horfið í skuggann af Icesave málinu.
En það má ekki gerast að þjóðin missi réttinn til breytinga. Hvort það er framkvæmalegt að hafa stjórnlagaþings kosninguna samtímis þjóðaratkvæðagreiðslunni á eftir að koma í ljós. En stjórnlagaþingið verður að halda - það er besta leiðin til að þróa betra lýðræði á Íslandi. Og á því þarf þessi þjóð að halda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:03 | Facebook
Athugasemdir
Hvaða mál á þjóðin að kjósa um?
Björn Heiðdal, 22.2.2011 kl. 22:39
Það er að mínu mati ekki góð hugmynd að kjósa til stjórnlagaþings á sama tíma og um IceSave. Það verður eitt stórt klúður. Það er hægt að kjósa um tvö m eða jafnvel þrjú mál samtímis, eins og oft hefur verið gert í sveitarstjónarkosningum, en þá hefur það verið frekar einfaldar spurningar (já/nei við ákveðnum framkvæmdum). Flókin kosning á meira en 500 frambjóðendum samhliða einfaldri Já/Nei spurningu um IceSave er uppskrift á hreinu rugli, IceSave-málið er allt ogf mikilvægt til að því verði klúðrað. Það getur verið að samhliða kosningar spari nokkra tugi milljóna, en það eru sma´munir í samanburði við þá ríflega hundrað þúsund milljónir, sem gætu í bezta falli sparazt við að hafna IceSave III.
Annað í sambandi við stjórnlagaþingið:
Vendetta, 22.2.2011 kl. 23:59
Sammála þér Vendetta, eins og oft áður ...
En HVERJU þurfum við að breyta svona miklu í stjórnarskránni okkar?
Hvað er það sem er svo geigvænlega hættulegt að við getum ekki tórað lengur ...?
Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 03:22
Sæll Björn
Það eru mál sem á sínum tíma hefðu átt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu - hermálið - stóriðjustefnan - EES og svo ESB. Það sem er ekki viturlegt að setja í þessa meðferð er - eins og margbúið er að benda á - skattar og fjármál og fjárhagslegir milliríkjasamningar. Annars má segja almennt að tilvist þessa möguleika, að tiltekinn hluti þjóðarinnar og þingsins geti krafist atkvæðargreiðslu sé góður ventill. Það er rangt að hafa þetta undir duttlungum eins manns eins og nú er.
Vendetta - þú ert huldumaður og engar upplýsingar um þig á lausu. Hvers vegna?
Ég treysti núverandi ríkisstjórn og svo er ég hlynntur inngöngu í ESB.
Egill Þór
Það þarf að laga margt í núverandi stjórnarskrá - þetta skrifaði ég í kynningu minni vegna framboðs:
Þarf að breyta stjórnarskrá lýðveldisins núna?- Hverju helst?
Stjórnarskrá á að vera eins einföld og aðgengilegt og mögulegt er.Núverandi stjórnarskrá uppfyllir ekki þau skilyrði.Ég legg áherslu á nokkur lykilatriði.
Mannréttindi er að búa við frelsi - og jafnrétti er leiðin til þess að búa öllum frelsi. En frelsinu fylgja bæði réttindi og mikil ábyrgð. Mannréttindakaflinn er aftasti kaflinn í núverandi stjórnarskrá. Ég vil setja hann fremst og skerpa áherslu á réttindi minnihlutahópa s.s. fatlaðra og „hinseigins fólks“ m.a. homma og lespía.Jafnrétti er undirstaða í þeirri ætlun okkar að búa saman í landinu við bestu skilyrði sem við getum búið okkur.
Lýðræðið er hluti frelsisins og byggir á jafnrétti. Þjóðin hefur nú upplifað ögurstund og það er leiðin út úr hremmingunum að efla lýðræðið. Þjóðin hefur klofnað í mikilvægum málum, hermálið, virkjanir og stóriðja og nú ESB. Aukinn réttur þjóðarinnar til að ganga til atkvæðagreiðslu um slík mál er liður í betra lýðræði. Þetta er vandmeðfarið og má ekki verða lýðskrumi að bráð, Hver einasta þjóðaratkvæðagreiðsla verður að koma í kjölfarið á upplýstri umræðu um mikilvæg mál.Þingræðið er hornsteinn okkar stjórnskipulags og það verður að efla umgjörð þingsins. Ýmsar lagfæringar koma til greina, kjördæmaskipan, skýrari aðgreining framkvæmdavalds og löggjafarvalds.
Náttúruvernd snýst um réttindi afkomenda okkar sem nú byggjum þetta land og rétt okkar núlifandi til þess að nýta með sjálfbærum hætti auðlindirnar. Náttúruauðlindirnar verða því að vera í skilyrðislausri þjóðareign – það verður stjórnarskráin að staðfesta.
Fleiri mál get ég nefnt, t.d. að staða íslenskunnar sé tryggð í stjórnarskránni.
Af hverju gefur þú kost á þér?
Alþingi hefur mistekist að gera grundvallarbreytingar á stjórnarskránni í 60 ár.Eftir hrunið þá fór ég að hugsa meira um þjóðmálin og ástand þjóðarinnar. Ég var strax viss um að endurskoðun á stjórnarskrá gæti verið liður í að mennta og þroska þjóðina. Og ég tel mig ágætlega í stakk búinn til þess að nýta reynslu mína í þágu þessa verkefnis.
Ein hugmynd sem ég vil fylgja eftir nái ég kjöri er að senda afrakstur stjórnlagaþingsins til umræðu meðal þjóðarinnar um leið og hún fer til þingsins. Það felur í sér að á hvreju heimil, í hverri skólastofu og á hverjum vinnustað ræða menn opið og heiðarlega um þær breytingar sem stjórnlagaþingið leggur fram. Ég vil taka þátt í að breyta stjórnarskránni svo að hún verði aðgengilegri og að menn geri sér betur grein fyrir réttindum sínum og skyldum og beri meiri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 23.2.2011 kl. 08:21
Einu málin sem ekki eiga heima í þjóðaratkvæðagreiðslu eru fjárlagafrumvarpið og skattamál en reyndar má deila um hvort þjóðin þurfi samt ekki einhvern öryggisventil í þessum málaflokkum til verndar öfgaöflum sem hugsanlega gætu komsit til valda.
Fjárhagslegir milliríkjasamningar geta verið bæði loðnir og teygjanlegir. Ég myndi t.d. telja ESB samning til fjárhagslegra samninga. Eins var herstöðin á miðnesheiði fyrst og fremst fjárhagsleg fyrir okkur íslendinga líkt og reynslan hefur sýnt. Icesave fellur hinsvegar ekki undir milliríkjasamning að mínu mati. Þannig samningar fela í sér að báðir aðilar fá eitthvað fyrir sinn snúð, en í þessu tilfelli er um að ræða diplómatíska handrukkun af verstu sort þar sem okkur eru settir afarkostir og haft í hótunum. Það eru ekki milliríkjasamningar eins og þeir eiga að vera.
Annars held ég að þú vanmetir þjóðina þína Týri vegna þess að hún virðist samkvæmt nýjustu tölum hugsanlega ætla að samþykkja samninginn, sem er eitthvað sem þú hélst að væri ómögulegt.
Það er oft talað um að byltingin éti börnin sín. Í því sambandi er athyglisvert að fylgjast með þega þeir sem hvað oftast hafa hvatt forsetann til að beita þessu valdi sínu skuli nú jafnvel tala um að afnema þetta vald hans.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 10:07
Sæll Gunnar
Þú ert nokkuð afdráttarlaus í þínum yfirlýsingum - kanski er gott að hafa formála „að mínu mati“ eða eitthvað þannig á undan eða eftir. Reynslan sýnir að það er fátt altækt og eilíft og skoðanir þínar og mínar á málum eru ekki stóridómur.
ESB samningurinn er auðvitað miklu meira en fjármál og það veistu. Og þú ert komin út á hálan ís með herstöðvarmálið. Þú virðist hafa tilhneigingu til að laga hlutina að þínu höfði sbr. að þú telur Icesave ekki milliríkjasamning. Hann er á milli ríkja og ég get talið þau upp fyrir þig: Ísland-Holland og Bretland.
Varðandi vanmat á þjóðinni þá lyftist á mér brúnin eftir skoðanakönnunina en svo opna ég Útvarp Sögu og þá hellist svartnættið yfir mig. Kanski hætti ég að hlusta á ÚS og ÍNN.
Hverjir hafa oftast hvatt forsetann? Ertu að hugsa um fjölmiðlamálið - ef svo er þá verð ég að benda þér á að afgreiðsluaðferð þín byggir á því að þú virðist ekki skilja að menn geta hugsað „fram og aftur“, þ.e. velt hlutum fyrir sér og skoðað hvert mál út frá eiginleikum þess og kringumstæðum í þjóðfélaginu t.d.
Hjálmtýr V Heiðdal, 23.2.2011 kl. 11:18
Ég veit að ESB er miklu meira en fjármál. ESB er milliríkjasamningur þar sem samið er um að við greiðum og/eða látum eitthvað af hendi okkar og umsjón, en fáum vonandi heilmikið í staðinn. En í icesave er verið að rukka fíkniefnaskulir landsbankans þar sem bankinn er neytandinn og við foreldrarnir, sem berum enga ábyrgð lengur enda króinn vaxinn úr grasi og oriðinn sjálfstæður.
Annars verð ég að leyfa þessu að fylgja sem ég rakst á:
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 11:29
Sæll aftur
Það er ekki flækjustigið sem ræður því hvort mál henti í þjóðaratkvæðagreiðslur. Það er eðli málanna sem um ræðir. Ef þú gætir greitt atkvæði um það hvort afleiðingar hrunsins lendi í Hrunamannahreppi eða í Kópavogi (nánar tiltekið að Hlíðarhjalla 16, 200 Kóp.) þá er nokkuð víst að Hlíðarhjallinn sleppur.
Þú skalt ekki vera of gleiður gagnvart Steingrími J - reyndu að bera virðingu fyrir fólki sem starfar eins og hann núna. Hvað sem hann gerði eða sagði áður. Það eru verkin sem tala.
Hjálmtýr V Heiðdal, 23.2.2011 kl. 12:03
Auðvitað henta öll mál í þjóðaratkvæðagreiðslur bara mismikið. Ef einhver er fylgjandi svona atkvæðagreiðslum en bara í sumum málum þá er hætt við að geðþóttaákvarðanir yrðu allsráðandi líkt og er nú. Í dag getur forsetinn skotið einstaka lögum frá Alþingi til þjóðarinnar. Þannig ætti það að vera áfram og í viðbót ætti þjóðin sjálf að geta óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Einn og átta (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 13:11
Einn og átta - það eru víst ákvæði í stjórnarskrám einhverra ríkja um að tiltekin mál séu ekki tæk í þjóðaratkvæði.
Ætli það byggi ekki á reynslu. Núna er þetta allt í rugli hjá okkur. Forsetinn stekkur til og frá og túlkar eftir eigin höfði.
Það gengur auðvitað ekki til lengdar.
Hjálmtýr V Heiðdal, 23.2.2011 kl. 18:01
Svona til enda þessa umræðu legg ég til að öll meiriháttar mál geti farið í þjóðaratkvæði með t.d. 40.000 löglegum undirskriftum. Líka Icesave og ESB.
Björn Heiðdal, 23.2.2011 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.