Upp og niður

uppkosningÞað birtist nýyrði á forsíðu Fréttablaðsins í dag: UPPKOSNING. Í fávisku minni þá kannast ég ekkert við orðið, skildi hvorki upp né niður!  

En sem betur fer fylgdi skýring frá blaðamanninum bþs: „að kosið yrði á ný“. Hann var sem sagt að tala um endurkosningu vegna stjórnlagaþings.

Ef það fer fram „uppkosning“ þá hlýtur að fara fram upptalning á atkvæðunum. Allavega er reynslan sú að það sem fer upp kemur að lokum niður. Í „uppkosningu“ kemur þá væntanlega niðurstaða eftir „niðurtalningu“. Eða þannig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Drjúgur

Jón Dan (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 12:13

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ýmiislegt fleira sem er þá upp. Menn upporða sig, fréttir eru stundum uppsagðar, og sjónvarpið er drjúgt við að uppsýna ýmsist efni.

Svona orðskrípi er til skammar. Íslenskan er fallegt og fjölbreitt mál, það er engi ástæða til að eyðileggja hana með svona orðskrípum.

Gunnar Heiðarsson, 24.2.2011 kl. 21:42

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Maður verður frekar uppgefinn þegar svona orð skella á vitundinni.

Hjálmtýr V Heiðdal, 25.2.2011 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband