26.2.2011 | 11:49
Hlébarðasamfestingur
Eftir síðustu Edduhátíð hefur ung kona vakið mikla athygli og margar myndir birtar af henni í blöðum og á netinu.
Unga konan, sem heitir Bjarnheiður, skreytir Fréttablaðið í gær og forsíðu Fréttatímans í dag og efalaust næsta eintak af Séð og heyrt. Það sem vekur áhuga blaðamannanna er klæðnaður Bjarnheiðar, aðskorinn hlébarðasamfestingur sem hún hannaði sjálf og viðhorf hennar til tísku og hönnunar. Í viðtölum við hana kemur m.a. fram að hún notar brúnkukrem, er elskuð og stundum hötuð af öðrum konum og er ekki s.k. 101 týpa (hvað sem það nú þýðir).
Nú vill svo til að Edduhátíðin á að vera uppskeruhátíð kvikmynda- og þáttagerðarmanna og kvikmyndaverkið sem vann Edduna, sem Bjarnheiður tók á móti vegna forfalla vina sinna, var heimildamyndin Fiðruð fíkn. Að baki þeirri heimildamynd liggur 6 ára starf við rannsóknir, fjármögnun, handritsgerð, kvikmyndatöku, klippingu og þrotlausa kynningu í fjölmörgum löndum.
Edduverðlaunahafarnir hafa ekki fengið eina símhringingu, engan tölvupóst, hvorki hósta né stunu frá fjölmiðlamönnum þessa lands eftir að þeir fengu Edduna.
Bjarnheiður baðar sig í athygli og nýtir hvert tækifæri vel og vandlega, enda búningurinn til þess hannaður - að fanga athygli. Ekki skal lasta áhuga hennar né árangur við að koma sér og sinni hönnun á framfæri.
En eftir situr sú hugsun hjá mér að þetta Hollywoodtilstand afhjúpi eitthvað skrítið í blaðamennsku á Íslandi. Engum blaðamanni dettur í hug að fjalla um efni heimildamyndarinnar sem hlaut Edduna. Þótt myndin hafi vakið töluverða athygli á erlendum kvikmyndahátíðum og sé nú á leiðinni í sýninga í sjónvarpi um allan heim sökum umfjöllunarefnisins - þá einskorðast áhugi íslenskra blaðamanna nú við flíkur og förðun!
Er eitthvað bogið við þetta - eða er ég bara forpokaður og ruglaður íbúi í 101?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Facebook
Athugasemdir
Kannski er þetta skipulagt samsæri
Björn Heiðdal, 27.2.2011 kl. 11:08
Ertu búinn að sjá snertiflötinn við Icesave og ESB?
Hjálmtýr V Heiðdal, 27.2.2011 kl. 11:28
Er (hún ekki)
Sérstaklega
Brjóstgóð?
Konuskinnið ætti að geta VIPpað þeim í hvaða partý sem væri.
Ekkert af konukvölinni fer fram hjá fólki; er því eiginlega "Eyes Safe"
Eygló (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 14:17
Sá þetta atriði - og hugsaði aðallega um dómgreind þeirra sem báðu hana að sinna verkinu (nánast ótalandi). Og hef frekar takmarkaða samúð með kvikmyndagerðarmönnunum fyrir að láta yfirskyggja sig svona. Þeir völdu konuna væntanlega sjálfir til verksins. Voru þetta annars ekki sömu menn og tókst að vera bara talsvert í fjölmiðlum út á að vita hvar Osama Bin Landen er? Þeir vita greinilega hvað þeir eru að gera og hlébarðakonan hlýtur að vera partur af því.
PS: ekki búinn að sjá myndina. Nafnið fælir mig frá, hljómar yfirborðskennt og tilgerðarlegt.
Þorgeir Tryggvason (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 20:02
Er hún með byssuleyfi?
Sigurður I B Guðmundsson, 27.2.2011 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.