Á bráðadeildina með þjóðina!

imagesFylkingin sem hafnar samkomulagi um Icesave, elskar nú um stundir forseta vorn, og vill ekki halda áfram „aðlögunarferlinu“ að ESB, hefur fundið sér enn eitt sameiningartáknið: til helvítis með stjórnlagaþingið.

Margir þeirra sem tilheyra þessari fylkingu segjast þó bera hið „Nýja Ísland“ fyrir brjósti og vilja auka lýðræðið með því að hleypa þjóðinn nær ákvarðanatöku í mikilvægum málum.

En hvað er nauðsynlegra en nýr grundvöllur fyrir lýðveldið okkar?

Hvernig er hægt að betrumbæta lýðræðið í landinu, sjálfan grundvöllinn, öðruvísi en með betri stjórnarskrá?

Þjóðin þarf að fara á bráðadeildina núna og það innifelur smíði nýrrar stjórnarskrár og þolir enga bið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Hjartanlega sammála þér.

Úrsúla Jünemann, 27.2.2011 kl. 16:12

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Af hverju setur þú "aðlögunarferlið" í gæsalappir?  Þarf kannski ekki aðlaga neitt áður en Ísland gengurí ESB

Björn Heiðdal, 27.2.2011 kl. 16:29

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu í alvöru að segja okkur, Hjálmtýr, að það hafi EKKI verið hún JÓHANNA sem hafi ákveðið að hætta við stjórnlagaþingið?

Eða ertu að tjá okkur þá einlægu skoðun þína, að það hafi í reynd ekki verið nein breyting á áformum hennar með stjórnlagaþing, þegar hún ákvað að efna í staðinn til stjórnlagaráðs? Er þetta þá einber nafnbreyting, Hjálmtýr, eins konar dula yfir það, að hún ætlar að fara sínu fram, hvað sem Hæstiréttur segir?

Þegar þú hefur svarað þessum spurningum, geturðu svo sagt ykkur álit þitt á því, hvort þetta sé siðferðislega verjandi af frú Jóhönnu og hennar tryggu fylginautum á þingi.

Jón Valur Jensson, 27.2.2011 kl. 18:15

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

... sagt okkur álit þitt ...

Jón Valur Jensson, 27.2.2011 kl. 18:19

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Jón Valur

Þetta er ekki veigamikið vandamál í mínum huga - ég hreinlega leiddi ekki hugann að því. En fyrir þig skiptir allt svona miklu máli og þú getur örugglega skrifað einhverja dálksentimetra um orðin ráð og þing. Vonandi reynist það rétt hjá þér að klækir Jóhönnu séu öflugir, ekki veitir af.

Hjálmtýr V Heiðdal, 27.2.2011 kl. 18:55

6 identicon

Ég segi nei við esb og icesave. Davíð og co einkavæddu bankana árið 2001 2004 og gáfu með því á silfurfatti ríkisábyrð án þess að þjóðinn fengi um það ráðið. við sem viljum standa með lýðræðinu viljum ekki sjá sjálfstæðisflokk eða framsóknarflokk eða samfylkingu stjórna hér landinu meira. Og það þarf virkilega að hreinsa út í stjórnkerfinu það fólk sem tilheyrir þessum klíkuflokkum. Þeir hafa alla tíð haft þá hagsmuni að troða inn fólki sem hefur ekki einusinni þekkingu í því að sitja í því starfi sem það er í. ríkiskerfið er notað sem blóðmjólkun á skattfé og icesave er bara 00,1 % af því sem lýðræðið vill fá breitingar á. þeim væri nær að byrja á því að taka tillit til rannsóknarskýrluna á bankahruninu og afletta bankaleyninga. og ríkisleyninga. Við þurfum að búa okkur undir að hefja stríð gegn fjórflokksmafíuni. og þeirra fólki sem fast er undir þingmönnum og framkvæmdavaldi. fólk sem hefur eingöngu sína eigin hagsmuni að leiðarljósi en ekki almennings.

kristján loftur bjarnason (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 19:34

7 identicon

Þessi jón Valur, er það ekki maðurinn sem Fréttablaðið talaði um ???? Forsetinn farinn af landi brott og allt það ????  Væntanlega lætur aumingja maðurinn svona því að hann er ekki svokallaður  álitsgjafi og menn hafa ekki áhuga á hans álitum

thin (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 20:03

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var nú frekar þunnt hjá þér, hr./fröken/frú "thin".

En ekki kemur mér á óvart, að vinstri maðurinn Hjálmtýr fellir sig vel við "öfluga klæki" Jóhönnu, þegar hún reynir billega nafnbreytingu til að komast upp með það sama og áður, svona eins og þegar menn skiptu um nöfn á Kommúnistaflokki Íslands o.s.frv., en ég tek ofan fyrir honum að játa þetta opinskátt––að hér sé bara verið að reyna að komast upp með að troða hinu sama ógilta stjórnlagaþingi á þjóðina, skítt með öll kosningalög og hæstaréttarúrskurð.

En þetta verður ekki síðasta orðið í þeirri umræðu, svo mikið er víst, enda eru nú þegar tvö Vinstri græn búin að heltast úr ólögmætislestinni (Ögmundur og Lilja Mósesdóttir––nema þeim hafi enn fjölgað í kvöld).

Jón Valur Jensson, 27.2.2011 kl. 23:15

9 identicon

Er hægt að treysta því að þetta þýði  "JÁ" ??    Fyrst að þú talar um að skipta um nöfn, Þjóðarheiður = Hægri Grænir = Framsóknarflokkurinn  er þetta ekki það sama  ?????

thin (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband