Vankunnátta eða hatur

bloggValdimar Jóhannesson bloggari með meiru skrifaði nýlega grein á bloggsíðu sína undir fyrirsögninni „Vonandi vankunnátta frekar en gyðingahatur“. Uppspretta pistilsins hjá Valdimar var þörf hans til að sýna að “margir Íslendingar sem taka undir málstað múslíma endalaust og sverta málstað Ísrael“ eru á villigötum.

„Málstaður múslima“ í huga Valdimars virðist m.a. vera málstaður Palestínumanna sem hafa verið rændir heimalandi sínu og búa ýmist við kúgun Ísraelshers eða eru landflótta víða um heim.Valdimar telur að þeir sem „sverta málstað Ísrael ættu að skoða kortin sem nú birtast daglega í blöðunum af miðausturlöndum vegna ólgunnar þar. Þeir áttuðu sig þá kannski á því hve fráleitur málflutningur þeirra er. Ísrael sést vart með berum augum á þessum kortum enda agnarlítið land meðal risavaxinna landa múslíma.“

Ég skil reyndar ekki hvernig kortaskoðun geti hjálpað mönnum til að átta sig hvort þeir eru haldnir gyðingahatri eða ráða yfir víðtækri vankunnáttu á þessum málum og enn síður sé ég hvaða hlutverk stærð landa leikur í þessu samhengi. Nema ef það væri samúð með hinum smáa sem kviknaði við að sjá að Ísrael er „agnarlítið land“ og umkringt risum. Nú hvarflar hugur minn að sögunni um Davíð og Golíat - enda ekki óviðeigandi hér. Ísrael er með fjórða öflugasta her í heimi og á tugi kjarnasprengja - Ísrael getur í raun eytt öllu sínu umhverfi og gott betur, þrátt fyrir smæð sína í ferkílómetrum.

Sem áhugamaður um málefni Ísraels og Palestínumanna þá setti ég inn athugasemd inn á síðuna hjá Valdimar og átti við hann fróðleg samskipti varðandi málefnið.

Það sem hratt mér af stað var sú fullyrðing hans að „Í Ísrael hins vegar eru arabar um 20% af þjóðinni og njóta allra mannréttinda. Þeir sitja á þinginu, eru dómarar, yfirmenn í hernum og ekkert væri því til fyrirstöðu að arabi væri forsætisráðherra enda er Ísrael eina landið þar sem lýðræði er virt í miðausturlöndum. Það skyldi ekki vera þar sem skilur á milli gæfu og ógæfu þessara landa?“

Ég sá að þarna var maður sem fylgir opinberri línu Ísraelsstjórnar og telur hann að íbúar landsins af arabakyni njóti sín kostulega í ríki sem nefnist frá fræðingu „Lýðræðislega gyðingaríkið Ísrael“.

Árið 2007 skrifaði ég grein í Lesbók Morgunblaðsins um lög í Ísrael sem ástæða er til að endurtaka nú að litlum hluta: „Í grunnlögunum sem nú eru í gildi segir: „Tilgangur þessara grunnlaga er að verja mannlega reisn og frelsi svo grunnlögin nái yfir gildi Ísraelsríkis sem lýðræðislegs gyðingaríkis“. Í stofnyfirlýsingu Ísraels frá 1948 er skráð: Eretz-Israel (Land Ísraels) var fæðingastaður gyðingaþjóðarinnar”.

Ekki fer á milli mála eftir þennan lestur að ríkið er ríki gyðinga – ekki ríki allra sem þar búa, heldur þeirra sem þar búa og eru gyðingar. Nú vill svo til að 20% íbúanna eru ekki gyðingar. Gæti íslenska stjórnarskráin verið orðuð með líku hætti og Ísland áfram talist til lýðræðisríkja? “Ísland er lýðræðisríki 80% Íslendinga” Þetta væri yfirlýsing um að 60,000 Íslendingar væru utangarðs þegar sjálfur grundvöllur þjóðskipulagsins væri ákveðinn. Kæmi hljóð úr horni? Yrði kvartað undan skorti á jafnræði? Myndu íslenskir stjórnmálamenn veifa þessu plaggi kotrosknir og fá almenna viðurkenningu fyrir? Ég veit það ekki, þetta hefur ekki verið reynt. Ísrael er reyndar eina ríkið á jarðarkringlunni sem hefur lýst því hreinlega yfir að það sé ekki ríki þeirra sem þar búa, heldur hluta íbúanna.

Það getur tæpast verið þægileg tilfinning að búa í slíku landi – fyrir þá sem ekki eru gyðingar... Ísraelar búa í raun við tvennskonar lög, annarsvegar veraldlegu lögin eins og þau eru í Grunnlögunum og hinsvegar trúaleg lög sem ná til m.a. fjölskyldumála, s.s. hjúskapar.

Þrátt fyrir að því sé haldið fram víða að Ísrael sé lýðræðisríki þá hlýtur það sá efa í brjóst lýðræðissinna að uppgötva að í hluta grundvallarlaganna er landsmönnum mismunað augljóslega eftir því hvort þeir eru gyðingar eður ei. Þ.e. aðgreining eftir kynþáttum er staðfest þegar lög um landareignir, frjálsan flutning til landsins, sameiningu fjölskyldna ofl. eru skoðuð.“

Eftir fyrstu athugasemdir mínar hófust heilmikil skrif sem menn geta kynnt sér á bloggsíðu Valdimars: (http://valdimarjohannesson.blog.is/blog/valdimarjohannesson/entry/1145568/ )

Þar má m.a. lesa eftirfarandi fullyrðingu Valdimars: „Gyðingar voru ávalt í meirhluta á þeim svæðum sem nú heita Israel en rómverjar gáfu nafnið Palestína gyðingum til háðungar eftir að þeir hernámu landið.“ og skemmtileg skrif um bandaríska rithöfundinn Mark Twain.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Góður, Valdi stóð á gati eftir talnasúpuna sem hann reyndi að eigna Hamas og félögum.  Vildi síðan í lokinn reyna að semja við þig um heilmingaskipti.  Þvílíkur brandari.  En burt séð frá talnasúpunni og Mark Twain sem hann hefðu betur látið vera að vitna í:) þá sýna þessi skrif hans hroka og fyrirlitningu.

Það má ekki taka málstað Palenstínumanna að mati Valda án þess að ganga í Hamas og skjóta nokkra gyðinga ókeypis.  Algjört rugl!!

En eins og fleiri þá svarar hann ekki erfiðum spurningum bloggverja nema það henti málsstaðnum.  Gild afstaða en pínulítið kjánleg fyrst hann var að skrifa þennan pistill og rökræða með sínum hætti staðreyndir málsins.  Hvers vegna gat eða vildi hann ekki svara þessari loka spurningu þinni?

Björn Heiðdal, 1.3.2011 kl. 09:16

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Samkvæmt svari hans er það leti: „Þú getur sem sagt ekki pantað hjá mér umfjöllun um hvaðeina. Ég hef mínar skoðanir á landtökumálinu en til þess að ræða það þarf augljóslega mikil skrif. Ég nenni ekki meir“

En ég held að hann vilji ekki opinbera sig sem stuðningsmaður hernámsins - þótt hann sé það í raun.

Það er fróðlegt að fylgjast með talnaleikfimi hans og Skúla Skúlasonar. Zíoniostar og stuðningsmenn þeirra ganga mjög langt í tilraunum til að „sanna“ að Palestína hafi verið næstum mannlaus og að mestu eyðimörk.

Það er flókið að styðja málstað Zíonismans, hvert lagið af lygi er lagt yfir það fyrra. Kröfur Zíonista til „landsins helga“ byggja á trúarritum og rangfærslum í mannkynssögu. Trúarrit eru ekki annað en það sem nafnið segir og byggir ekki á sagnfræði. Sögurannsóknir er vísindagrein en ekki pólitískt vopn eins og t.d. Valdimar og Skúla álíta. Ég er að lesa bók sem heitir Hidden Stories eftir Basem Ra´ad - hún er nýkomin út og er ítarleg rannsókn á sögufölsunum Zíonismans. Skyldulesning.

Hjálmtýr V Heiðdal, 1.3.2011 kl. 10:01

3 identicon

Það er ekki bara í Hádegismóum, sem verið er að endurrita söguna.

Bandarísk öfgasamtök gyðinga moka milljónum á milljónir ofan af dollurum í vefsíður til að falsa söguna um íbúahlutfall á landsvæði Palestínu fyrir stofnun Ísraelsríkis. Þetta virðist ganga ótrúlega vel í Bandaíkjamenn en aðrir hrista hausinn. Ég hef líka orðið var við þessa söguskoðun hjá ýmsum bandarískum öfgamönnum, í þáttum sem sýndir hafa verið á Ómega. Einn af þeim sem er í miklu uppáhaldi hjá þeim sem halda uppi vörnum fyrir landráni Ísraelsmanna er Harry Mandelbaum, eins og kemur fram í bloggi Skúla Skúlasonar. Þar er vitnað í hann sem hlutlausan fræðimann, en hann er ekkert annað en öfgafullur áróðursmaður.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 13:55

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Zíonistarnir hafa marga á sínum snærum til að svindla á sögunni. Sérstaklega er þetta fyrirferðamikið í BNA. Enda veitir ekki af.

Það er mjög einkennilegt að sjá þá hjá Omega - Ólafur Jóh og einhver kona. Bæði virðast sérfræðingar í lygavef Zíonismanns. Valdimar er bara áhugamaður og er ekki alveg búinn að ná utan um þetta. Svo kemur stundum maður með sakleysilegt andlit og þylur upp forskriftina, hans þættir heita Ísrael í dag. Villi í Köben er atvinnumaður og innvígður. En samt grípa þeir allir alltaf sömu trikkin á lofti: gyðingahatur! gyðingahatur! Hamas! Hamas! og svo hverfa þeir í blekkingaskýinu (eða svo halda þeir).

Hjálmtýr V Heiðdal, 1.3.2011 kl. 15:59

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Merkilegt hvað tölur og ýmis smáatriði virðast skipt máli í þessari umræðu.  Mér er alveg sama hversu marga gyðinga Hamas reynir að drepa og tekst stundum eða hversu mörg börn Ísraelsher myrðir óvart.   Hernámið er rangt og skaðlegt fyrir báðar þjóðir.  Framferði Ísraels á svæðinu er langt fyrir neðan gild velsæmismörk.  Óháð gervitunglamyndum eða kortabókum Valdimars.

Í þræðinu sem þú vitnar í goggar Valdi í hausinn á þér með Pol Pot.  Hvað kemur Pol Pot palenstínsku þjóðinni við?  Þetta er dæmi um rökleysu.  Því alveg sama hversu misgáfulegt það var að verja Pol Pot í blöðum og heima í sturtu þá er dæmið ekki sambærilegt.  Það er frekar að Ísrael sé Pol Pot og Valdimar búinn að skipta við þig um hlutverk.  Verja einhverja drullusokka sem drepa fólk í bílförmum fyrir góðan málstað.

Lengi lifi ESB alveg sama hvað er satt og rétt, húrra, húrra, húrra.  

Israelis are unaware of the deep relationship their country has with the European Union, Javier Solana, the union's foreign policy chief said Wednesday, adding that his organization's ties with Israel are stronger than those with candidate country Croatia.

"There is no country outside the European continent that has this type of relationship that Israel has with the European Union," Solana said at the Presidential Conference in Jerusalem.

"Israel, allow me to say, is member of the European Union without being a member of the institution. It's a member of all the programs, it participates in all the programs. And I'd like to emphasize and underline, with a very big, thick line [that Israel participates] in [helping us deal] with all the problems of research and technology, which are very important."

Björn Heiðdal, 1.3.2011 kl. 23:42

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Stofnun Ísraels var framkvæmanleg vegna stuðnings Evrópuríkja. Ísrael er með í EM í fótbolta og í Evróviíón og svo eru þeir með

samninga við ESB sem eru í dúr við EES. Þetta er þvert á allar yfirlýsingar ESB um stuðning við mannréttindi. (Við verðum að ganga í ESB svo Össur getir lagað þetta. Þú verður að hjálpa til.)

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.3.2011 kl. 07:49

7 identicon

Er ekki betra Hjálmtýr að ganga bara beint í Ísrael og reyna þannig að hafa áhrif á stefnu þeirra?  Tengls Ísraels og stofnanna ESB eru miklu víðtækari en fótbolti og píkupopp.  Þetta er ekkert sérstaklega í felum ef Þú nennir að kynna þér þetta:)  Fréttatilkynningar reglulega og lærðar greinar í blöð og tímarit.  

http://ec.europa.eu/delegations/israel/index_en.htm

Jón F. (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 10:54

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Jón - þú verður að taka gyðingatrú ef þú ætlar að „ganga í Ísrael“.

Hér er lýsing sem er á síðunni sem þú vísar á:

The European Union and Israel share a long common history, marked by growing interdependence and cooperation. Both share the same values of democracy, a respect for freedom and rule of law and are committed to an open international economic system based on market principles. Israeli political, industrial, commercial and scientific leaders maintain close links to Europe. Over five decades of trade, cultural exchanges, political cooperation and a developed system of agreements have cemented these relations.

Þessi brandari hér er óborganlegur: Both share the same values of democracy, a respect for freedom and rule of law.

Rúsínan er „virðing fyrir frelsi“

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.3.2011 kl. 11:21

9 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Valdimar eyðir dálitlu púðri í að lýsa því hvernig „eitt af elstu samfélögum Gyðinga utan Ísrael“ hafi hrökklast frá Líbíu. Það sé enda algengast að gyðingar og aðrir sæti ofsóknum í „múslimskum löndum“ á meðan allir séu velkomnir og njóti fullra mannréttinda í Ísrael. Þessi hundalógik stenst engan vegin því rétt á eftir segir hann að Gyðingar hafi alltaf verið í meirihluta á þeim landsvæðum sem nú er Ísrael. Þetta landsvæði hefur verið undir stjórn múslimskra stjórnvalda í 1300 ár og ef Gyðingar hafa alltaf verið meirihluti íbúanna bendir það ekki til þess að þeim beinlínis verið útrýmt af þessum skelfilegu múslimum.

Hann notar líka Mark Twain til að sanna að ekkert nema illgresi hafi þrifist á svæðinu áður en Gyðingar komu þangað. Þá er hann að vísu búinn að gleyma því að Gyðingar voru að hans eigin sögn alltaf í meirihluta á svæðinu.

Svona er þetta meira og minna hjá honum og þess vegna finnst honum líklega öruggast að fara bara í manninn frekar en málefnið. Það gerir hann óspart gagnvart þér Hjálmtýr milli þess sem hann kallar þig ágætis grey (orðalagið er mitt því orðin sem Valdimar notar eru: "Mér finnst það leitt að þú skulir vera svona ofstækisfullur því að mér hefur sýnst þú vera geðugur maður"). Umburðarlyndið uppmálað.

Guðl. Gauti Jónsson, 2.3.2011 kl. 11:40

10 Smámynd: Björn Heiðdal

Týri, þetta er engin brandarasíða og ef ESB lítur á Ísrael sem náskyldan tvíburabróður ættir þú að pæla í hverjir og hvaða öfl eru á bak við stofnun og þróun ESB.  Alveg óháð hvernig þér finnst að þetta ætti að vera.  Ég treysti ekki svona batteríi sem hefur þessa opinberu línu gagnvart Ísrael þó einstaka þingmenn á ESB þinginu sé á allt annarri skoðun.  Þar eru m.a. þingmenn sem eru á móti ESB eins og það leggur sig og ráða engu heldur.

Eina landið í Evrópu eða a.m.k. eitt af örfáum sem vildi tala við löglega kjörin stjörnvöld í Palenstínu á sínum tíma(Hamas) var Noregur.  Fá ef nokkur ESB ríki töluðu við Hamas.  Það var bara opinber stefna ESB að tala ekki við Hamas og öll ríkinn hlýddu því kalli.  Enda talar maður ekki við hryðjuverkamenn sem ná kjöri til þings og stjórna landi.  Nema ef það heitir Ísrael eða á olíu:)

Björn Heiðdal, 2.3.2011 kl. 11:59

11 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er rétt hjá þér Guðlaugur Gauti að það eru skondnar þversagnir hjá Valdimar. Eins og ég skrifaði þá er hann áhugamaður (amatör) í þessum fræðum. Það varð honum þó ekki til framdráttar þegar atvinnumaðurinn (proffinn) Skúli Skúlason kom með sinn vísdóm. Skúli ofl. byggja mikið á þvælunni sem kemur frá USA.

Einn af þeim sem mikið er vitnað í er Joseph Farah. Jósef þessi heldur úti heimasíðu og þykir fínn í vissum herbúðum vegna þess að hann á arabískar rætur. En Jósef er ekki mikið betri en Valdimar. Dæmi um bullið í Jósef er í grein sem ber nafnið „Why Arabs love Israel“. Þar er samskonar talna„vísindi“og Skúli kann svo vel að beita.

Jósef gerir mikla „uppgötvun“ þegar hann skrifar að arabar flykkist til Ísrael: „But, to top it all off, I seem to be the only observer asking pointed questions about the Arab-Israeli conflict: If conditions for Arabs are so bad in Israel, why is the Arab population exploding -- and I don't mean because of suicide bombers? Why do Arabs continue to flock to the tiny Jewish state from virtually every Arab and Muslim land in the world? In 1949, the Arab population of Israel was about 160,000. Today, it is over 1.2 million. This is hardly attributable to higher birth rates. Most of the growth in Arab population is due to migration. In other words, Arabs are picking up stakes in Arab lands and choosing to live in Israel... I'd love to hear one of the Arab nationalists explain this phenomenon.“

Jósef, vísindavinur Skúla og Valdimars, skrifar að arabar flytji til Ísrael í stórum stíl (sem þeim er auðvitað algjörlega bannað) og að fjölgun þeirra verði ekki útskýrð með náttúrulegri fjölgun (fæddir umfram dána). Jósef vill fá skýringar frá en hefði betur skoðað upplýsingar frá Hagstofu Ísraels, áður en hann settist við lyklaborðið. Á heimasíðu hagstofunnar eru þessar upplýsingar um fjölgun araba innan Ísrael: „Of the total growth, 97% stems from natural increase (excess of births over deaths) and 3% from immigration balance, primarily unification of families... As a result of a high level of fertility, the Arab population is very young“

“Vísindabólan hans Jósefs springur með hvelli.

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.3.2011 kl. 13:44

12 Smámynd: Björn Heiðdal

Þarftu ekki að breyta afstöðu þinni til ESB eða Ísraels?  Það síðan alltaf kostur í stöðunni að loka bara augunum:)

Björn Heiðdal, 2.3.2011 kl. 15:23

13 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Valdimari gremst dálítið þegar honum er bent á að lesa sig til um eitthvað eins og þú (Hjálmtýr) gerir sig "sekan" um. Valdimar tilgreinir að hann hafi lesið eitthvað eftir 1-200 höfunda (magnið virðist vera haft til marks um gæðin og tölurnar eru kannske af svipuðum gæðum og aðrar tölur hjá honum). Það veit að vísu enginn hvað hann hefur lesið, eftir hvaða höfunda og í hvaða tilgangi og hann vitnar afar sjaldan til viðurkenndra heimilda. En þess er varla nokkur von að hann, svona vel lesinn, nenni að eiga orðastað við þig sem „babblar“ bara.

Ég rakst núna rétt áðan af algjörri tilviljun á tilvitnun í Mark Twain sem Valdimar kýs að nefna til sem sérfræðing um málefni Palestínu. Ég var reyndar að lesa mér til á Wikipediu um frumbyggja Norður-Ameríku en um þá segir Mark Twain:

“He (the native American; innskot frá mér) is ignoble, base and treacherous, and hateful in every way. Not even imminent death can startle him into a spasm of virtue. The ruling trait of all savages is a greedy and consuming selfishness, and in our Noble Red Man it is found in its amplest development. His heart is a cesspool of falsehood, of treachery, and of low and devilish instincts ... The scum of the earth!”; (Mark Twain, 1870, The Noble Red Man).

Mér skilst að menn séu ekki sammála um það hvort MT hafi skrifað þetta í gamni eða alvöru. Það sama má líklega segja um orðin sem Valdimar vitnar til.

Guðl. Gauti Jónsson, 2.3.2011 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband