Diljá Jósefsdóttir

DiljaSú kvöð liggur á andstæðingum ESB aðildar Íslands að upplýsa þjóðina um hvaða valkostir bjóðast í stað inngöngu í bandalagið og upptöku Evru í fyllingu tímans.

Þ.e.a.s. ef þeir hugsa sér að hér verði áfram nútímalegt þjóðfélag laust við þær dýfur og hrekki sem ónýtur gjaldmiðill býður uppá.

Einn þáttur í því að byggja hér betra umhverfi fyrir fjölskyldur og fyrirtæki er augljóslega peningastefnan; fyrir þjóð sem reynir að starfa í nútímahagkefi er nauðsynlegt að eiga nothæfa mynt.

Ýmsar tillögur hafa komið fram - bæði frá hægri og vinstri. Menn minnast heilsíðuauglýsinga frá Bjarna Ben formanni Sjálfstæðisflokksins þar sem hann lagði til upptöku Evrunnar með aðstoð AGS. Þessi hugmynd liggur nú á botni kosningabragðakistu flokksins.

Ásmundur Daði, formaður Heimssýnar, stakk uppá efnahagsbandalagi við Bandaríkin og ýmsir hafa nefnt allar gjaldeyristegundir heimsins - nema Evruna - í tilraunum til þess að koma með „raunhæfar“ tillögur í peningamálum þjóðarbúsins. 

Það nýjasta er tillaga Lilju Mósesdóttur um að núverandi krónu verði skipt út fyrir „nýja“ - með nýju nafni og útliti. Hér er enn ein tilraun til þess að svara spurningunni um valkosti - út í hött.

Rökstuðningurinn byggir m.a. á því að ruglaðir fjárfestar með gullfiskaminni gætu slysast til að fjárfesta hér á landi. Hugmynd Lilju minna helst á aðferðir óheiðarlegra bílasala sem hafa verið staðnir að því að skrúfa kílómetramælinn til baka til að pranga út bíldruslu.  

Ég bíð spenntur eftir næstu hugmynd. Hugmyndaflugið virðist ekki skorta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll gamli maður,

Lilja hefur í fjölmiðlum í dag útskýrt kostina við þessa hugmynd - vona að þú hafið heyrt það, en þar vega ruglaðir fjárfestar ekki þungt.  

En það sem hræðir mig varðandi afstöðu ESB elskenda er að það virðist ekki skipta máli hvað gengur á í þeim klúbbi, ekkert virðist hafa minnstu áhrif á hina blindu trú á græna grasið handan hafsins.  Ég var t.d. að lesa ágæta grein í Der Spiegel (á ensku) þar sem fjallað er um leiðtogafund evruríkjanna nú um helgina.  Þar er m.a. fjallað um hinn nýkjörna forsætisráðherra Írlands sem var að sækja slíkan fund í fyrsta sinn.  Þetta segir um reynslu hans m.a. "Merkel and French President Nicolas Sarkozy demonstrated to him just who has the final say in Brussels."

Á þessum fundi var semsagt samþykkt að auka við neyðarsjóðinn til hjálpar vandræðaríkjunum sem fer ört fjölgandi innan ESB.  Á móti kemur að leiðtogarnir samþykktu að stefna að samhæfðri fjárlagagerð og/eða jafnvel að færa fjárlagagerðina alfarið til Brussel, eða eins og segir í greininni "It could become, as envisaged, the cornerstone of a European economic government"

ESB aðildarsinnar hafa þvertekið fyrir að þetta stæði til, en nú þurfum við ekki að efast um það lengur.  Þetta þýðir enn frekara valdaafsal en nú er gert ráð fyrir og þýðir fyrir okkur að við hefðum álíka mikil áhrif innan ESB og Raufarhöfn hefur á Íslandi.  ESB NEI TAKK !!!!!

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 01:14

2 identicon

Tja, bloggary spyr:

"Sú kvöð liggur á andstæðingum ESB aðildar Íslands að upplýsa þjóðina um hvaða valkostir bjóðast í stað inngöngu í bandalagið og upptöku Evru í fyllingu tímans."

Ég skal svara þessu, og spyrja til baka.

Valkostur 1: Ganga ekki inn í bandalagið, og halda krónunni.

Valkostur 2: Ganga ekki inn í bandalagið og taka upp evruna.

 Spurningin til baka er:

"Hvað sækjum við með aðild gegn því sem við þurfum að deila?"

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 14:39

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Gunni

Ég veit ekki hvað þú vilt draga víðtækar ályktanir af þessum orðum sem þú vitnar í - en þau eru auðvitað ekki rétt.

ESB er ekki yfirríki - þetta eru samtök sjálfstærða ríkja sem sjá sér hag í því að bindast samtökum um mörg mál. ESB hefur unnið að því að jafna ástand milli landa - efnahagurinn hefur batnað hjá mörgum í gegnum aðildina og það er eitt meginmarkmið sambandsins. ESB stuðlar að friði í álfunni. ESB styrkir ríkin í erfiðleikum. ESB er í stöðugri þróun og Evrópuþingið hefur aukið ítök sín. Allt þetta vilt þú ekki heyra en færða að kynnast þegar við göngum saman í ESB -hönd í hönd gamli vinur..

Jón Logi

Hverju vilt þú deila með öðrum?

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.3.2011 kl. 15:26

4 identicon

Hvað er það sem er ekki rétt?  Var fundurinn kannski ekki haldinn í þínum huga?  Eða er þýski blaðamaðurinn að búa til?  A.m.k. er hægt að draga þær ályktanir af þessari grein að þjóðverjar og frakkar líta á sig sem ráðandi öfl innan ESB og eflaust eru þeir það.  Það er rétt hjá þér að ESB er í stöðugri þróun, en sú þróun er að leiða til yfirríkis eins og þú kýst að kalla það en vilt ekki sjá.  Kannski er það bara eina leiðin til að þetta gangi upp og að til verði ríkjasamband líkt og USA.

Þeir sem trúa því að ESB og Rauði krossinn séu náskyld fyrirbæri, eins og þú virðist gera, eru langt frá raunveruleikanum.  ESB er ekki góðgerðarstofnun.  ESB stuðlar að friði í álfunni, en bara í hefðbundnum  hernaðarlegum skilningi.  Nú er háð annarskonar stríð þar sem stærstu og öflugustu ríki álfunnar eru að sölsa hana undir sig með pólítískum og efnahagslegum vopnum og fórnarlömbin ganga sjálfviljug í gildruna.

Ef og þegar við göngum í ESB munum við ekki getað gengið hönd í hönd Týri minn, því hendur okkar verða því miður bundnar fyrir aftan bak.

Við munum eflaust geta haft áhrif á það hvort rækta megi bognar gúrkur eða ekki, en þegar kemur að stærri og stefnumótandi ákvörðunum verðum við að beygja okkur undir stórveldin í álfunni því þeirra er mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 17:25

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þetta er ekki falleg framtíðarsýn hjá þér Gunnar. Þú ert auðvitað Framsóknarmaður inn við beinið og þar við situr.

Boginn, bundinn og beygður ferð þú til fundar við framtíðina. Hver er munrinn á Gúrku og Búrku og Talibana og Túlipana?

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.3.2011 kl. 18:34

6 identicon

Það er nú hvorki fallega gert né heiðarlegt af þér að gera lítið úr skoðunum Lilju og hennar hugmyndum.  Þó ég sé henni ekki sammála um margt þá held ég að þessi hugmynd hennar um nýtt nafn sé ekkert verri en þín hugmynd um upptöku Evru.  En þú ert auðvitað alvöru kommi inn við beinið og þar við situr. 

Þínar hugmyndir eða ætti ég kannski frekar að segja ranghugmyndir ESB sinna um bandalagið og Ísland eru síðan einn brandari.  Fyrst er sagt að íslenska þjóðin sé haldin nánast ólæknandi þjóðrembu fyrst hún vill ekki ganga í ESB.  Hér séu allir dólgar og frekjuhundar sem kunna sig ekki í samstarfi við annað fólk.  Sökum ranghugmynda um eigið ágæti og yfirburði.

Til að lækna þetta og vera með þurfum við að ganga í ESB.  Síðan sökum yfirburðarþekkingar ætlar ESB að leyfa okkur að stjórna sjávarútvegsmálum hjá sér.  Ráða Íslendinga í háar stöður hjá sér því þeir séu svo vel menntaðir og klárir.  Þjóðremba hvað?

Sigríður Heyðdal (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 17:25

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Björn frændi - ég þekki þig gegnum dulnefnið.

Ég skil hinsvegar ekkert hvað þú ert að reyna að segja undir þessum pilsfaldi.

Eitthvað um ESB og eitthvað um rembu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.3.2011 kl. 21:47

8 identicon

Ég þarf varla að stafa þetta fyrir þig, þú ert vel æfður í bjagaðri íslensku:)

Samt skemmtilegt stílbragð hjá þér að þykjast ekkert skilja.  Ég hef tekið eftir þessu bragði hjá nokkrum bloggverjum sem nota þetta trikk óspart þegar þeir vilja gera lítið úr einhverju eða einhverjum.  

Lenti í einum guðleysingja sem kunni ekki að meta mitt grín um hann sjálfan, vel meint að sjálfsögðu.  Þegar honum fór síðan að leiðast umræðan sem nota bene hann hélt sjálfur gangandi.  Sagði hann: "á ég að nenna að eltast við fólk með skertan lesskilning?  

Að þykjast ekki skilja viðkomandi eða segja að viðkomandi skilja mann ekki sjálfan er stílbragð til að gera lítið úr orðum annarra.  Svona oftast, það kemur fyrir að eitthvað er óskýrt eða maður skilur ekki einhver orð eða jafnvel setningar á íslensku.

En svona til að svara síðustu færslu hjá þér og eiga síðasta orðið væntanlega þá er hin meinta þjóðremba Nei fólksins alveg jafn mikil eða lítil og hjá þeim sem vilja meira ESB.  

Er einhver munur að þínu mati á íslenskri þjóðrembu sem vill ganga í ESB til að hafa áhrif og völd umfram það sem fólksfjöldi Íslands segir til um og síðan þjóðrembu sem vill bara frekjast úti í horni og láta aðrar þjóðir í friði?

Björn Ingi Hrappsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 23:43

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sama sagan Björn Hrappsson

Ég skil ekki.

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.3.2011 kl. 13:50

10 identicon

Ég sé ekki betur en Hjálmtýr verði að hysja upp um sig buxurnar og síðan fara upp úr skotgröfinni ef hann vill fá málefnalegar umræður um þessi hálf vandræðalegu skrif sín.  Að vera með sprellann svona úti hér á Moggablogginu er ekki falleg sjón.  Allra síst um hávetur!

Hjálmar Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 18:51

11 Smámynd: Björn Heiðdal

Hvað sem þú og Össur segið um kosti ESB og Evrunnar þá er sú leið, vegferð til heljar.  Ég er með fólk í vinnu hjá mér frá löndunum sem gengu síðast í ESB.  Hver er þeirra reynsla af ESB?  Það varð allt dýrara og spilling jókst,  hvernig sem það á nú að vera hægt.

Ég legg því til að Ísland haldi sig við íslenska krónu og veiði íslenskan fisk til að selja útlendingum.  Þurfum bara að losa okkur við Samspillinguna, Framsókn og Sjálfstæðisflokkin ásamt náttúrulega VG.

Amen. 

Björn Heiðdal, 18.3.2011 kl. 19:19

12 identicon

.

Hjálmtýr Jósefsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband