Jóhanna sífellt vinsælli

JohannaJóhanna forsætis verður sífellt vinsælli.

Hjá mér stígur vísitala hennar hvern dag sem hún situr í embætti við endurreisn þjóðfélags sem virðist haldið illilegri sjálfstortímingarhvöt.

Hjá stórnarandstöðunni er hún æ vinsælli sem skotmark fyrir hvellsprengjur og bullpólitík.

Þorgerður Katrín fer mikinn og talar um hroka Jóhönnu, aumingjalegt yfirklór og húmbúkk. Það er sem hún og hennar flokkur eigi enga fortíð á þeim sviðum sem hér eru til umfjöllunar.

Og ekki bregst ritstjórinn á sprungusvæðinu við Rauðavatn. Hann bregður Jóhönnu um heimsku og skrifar um skipulagsbreytingar í stjórnaráðinu: „Þar var bersýnilega verið að reyna að laga forsætisráðherraembættið að getu viðkomandi persónu.“

Og Björn Bjarnason, sem var sjálfur í skítverkunum, skrifar: „viðbrögð hennar við úrskurðinum sanna mér endanlega að Jóhanna er mesti gervibaráttumaður í stjórnmálum sem ég hef kynnst.“  

Allt þetta ómerkilega blaður vegna þess að Jóhanna, þveröfugt við ýmsa fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, framfylgdi vinnureglum sem miða að því að losa tök pólitíkusa á mannaráðningum hjá hinu opinbera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hitti Davíð Oddsson í gær.  Hann var að kaupa kattarmat eða eitthvað handa konunni.  Ekki merkilegt í sjálfu sér nema hvað um daginn hitti ég ritstjóra Fréttablaðsins undir sömu kringumstæðum á sama stað.  Annar var fyrir framan mig í röðinni en hinn fyrir aftan.  Svona er Ísland lítið og skrítið.

Hvenær sást Jóhanna síðast kaupa í matinn eða lifir hún bara á loftinu úr Steingrími? 

Nikulás (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 22:02

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

 Já Hjálmtýr. Jóhanna virðir siðferðið í mannaráðningum öfugt við gamla og rotna klíku mafíunnar í klíku "lýðræðinu". Í þetta sinn var ég hjartanlega sammála Jóhönnu, og það verður erfitt fyrir gömlu gammana að hrekja hennar rök fyrir ráðningunni, sem var óvefengjanlega rétt. Lög eru nefnilega einskis nýt ef siðferðið er ekki haft með eins og reynsla okkar af stjórn gömlu gammanna hefur svo sannarlega sýnt okkur. Þetta þarf S-liðið að átta sig á ef á að vera hlustandi á það fólk.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.3.2011 kl. 22:41

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hjálmtýr, það er verulega ljótt að þér að hæðast að Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún átti farsælan feril sem félagsmálaráðherra og nauð mikilla vinsælda hjá þjóðinni. Þegar Jóhanna er svo orðin gömul og lúin, og ætlar að fara á ellilaun, er hún dregin í formannssæti Samfylkingarinnar, þar sem enginn hæfur fannst innan flokksins til þess að fara í sætið. Eins og reikna mátti með réð hún hvorki við formannsstöðuna og því síður við forsætisráðherraembættið. Nálgast fylgi Jóhönnu óðfluga einnar stafa tölu. Þá fagna flokksfíflin í Samfylkingunni.

Sigurður Þorsteinsson, 25.3.2011 kl. 04:50

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það er við hæfi, í kjölfar þess að æðsti embættismaður þjóðarinnar braut jafnréttislög, að honum sé hrósað af krata (þú veist "jafnaðarmennska"). Það er líka við hæfi, í ljósi þess að fylgið hrynur af ríkisstjórninni, að kratinn segi ríkisstjórnina aldrei hafa notið eins mikils trausts meðal þjóðarinnar.

Hræsni eða heimska?

Guðmundur St Ragnarsson, 25.3.2011 kl. 09:12

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég bendi á að athugasemd frá „Nikulási“ er í raun frá Birni Heiðdal frænda mínum. Hann skrifar undir ýmsum dulnefnum.

En til ykkar, sem skiljið ekki glæsileik Jóhönnu, þá bið ég ykkur vel að lifa og skora á ykkur að vera áfram góðir við ykkar nánustu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 25.3.2011 kl. 11:11

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Til hvers er Jóhanna og félagar að setja lög og reglur sem þau geta ekki farið eftir.  Legg til að við fækkum þingmönnum úr 63 í 33 og losum okkur líka við 60-70% af öllum lögum.  Enda ekki hægt að fara eftir þeim eins og dæmin sanna.

Heiti ég kannski líka Diljá Jósefsdóttir?

Björn Heiðdal, 25.3.2011 kl. 13:11

7 identicon

Þegar maður veltir fyrir sér hinum glæsilega ferli Davíðs Oddssonar og áhrifa hans á samfélagið, þá sér maður að ekki var hann aðeins sterkur leiðtogi innan sinna raða, heldur einnig læriföður stjórnmálaleiðtoga annarra flokka.  Það kom vel í ljós í stjórnarháttum ISG í Reykjavík og síðar sem ráðherra, og núna reyna Steingrímur og Jóhanna að nota sömu tækni og Davíð.  Ætli hroki sé nauðsynlegur í þetta jobb?

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 14:32

8 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ekki spyr maður að sauðtryggum spunakringlum Samfylkingarinnar, sem rjúka upp til handa og fóta að verja kolfallinn leiðtogann með útúrsnúningum, útúrdúrum og moðreyk um leið og einhver lyftir fingri í áttina að honum.

Mér liggur við að bölva, en hvurn ósómann ertu að fara Hjálmtýr Heiðdal? Gerir það Jóhönnu Sigurðardóttur eitthvað betri þó þú getir dregið upp hugsanlega galla og meint brot annarra?

Jóhanna Sigurðardóttir er veruleikafirrt þvergirðing, sem þrífst í eigin blekkingarheimi og þið spunakringlurnar virðist ekkert skárri. Hvað fáið þið eiginlega greitt fyrir að gera ykkur svona spaugilega fyrir alþjóð?

Emil Örn Kristjánsson, 25.3.2011 kl. 17:23

9 identicon

Sæll Hjálmtýr.

Ég reyni að öllu afli að virða skoðanir þínar því að ég tel mig vera jafnaðarmann inn að beini.

En þetta er ekki traustvekjandi og hreint með ólíkindum að Jóhanna Sigurðardóttir sennilega elliár skuli vera dæmd fyrir að brjóta jafnréttislög skuli fá klapp frá þér og ætla að sitja í embætti áfram eins og ekkert hai í skorist !

Er ekki allt í lagi hjá þér "jafnaðarmanninum" ég hélt nú að þú værir stærri og meiri maður en það að þú gætir ekki tekið sjálfstæða og réttlætissinnaða afstöðu í þessu aumkunnarverða máli ef það skaraðist á við þína þröngu og vesældarlegu Samfylkingar hagsmuni ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 17:57

10 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Hverju á maður að svara manni eins og Emil? Það er ekki ein rökhugsun í innsendingu sem er hægt að grípa og fjalla um!

Spunakringla er að vísu nýtt orð. Þegar maður gúglar það þá skilar það 5 niðurstöðum: 1. spunakringla ríkisstjórnarinnar 2.Spunakringla Samfylkingarinnar 3.hegðunarmynstur spunakringla (þetta á sérstaklega við um spunakringlur samfylkingarinnar) 4. spunakringla Samfylkingarinnar 5.æðibunugangi spunakringla samfylkingarinnar.

Þetta virðist vera orð uppfundið af spunakringlum andstæðinga Samfylkingarinnar og eingöngu notað af þeim.

Gunnlaugur Ingvarsson elliár og elliær. Þekkir kanski hvorugt.

En báðir eru þeir Emil og Gunnlaugur í vondu skapi og beina því að Jóhönnu og mér. Við tökum þessu með jafnaðar(manna)geði.

Hjálmtýr V Heiðdal, 25.3.2011 kl. 18:15

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

 Hjálmtýr. Bilið er breitt milli okkar Íslendinga, og aldrei hefur verið brýnna að leiða þessar stríðandi fylkingar fámennra Íslendinga saman að sáttaborðinu. Það hefur ekki hvarflað að mér að þú sért ekki hlynntur mannréttindum og nauðsynlegt fyrir okkur öll að hafa þig í þeirri brúarsmíði skilnings milli ólíkra skoðana og ofurafla.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.3.2011 kl. 19:09

12 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Svo þú veizt ekki hvernig svara skal manni eins og mér, Hjálmtýr, enda lætur þú það alveg vera. Vissulega er spunakringla nýtt orð og kannske ekkert sérlega merkilegt. Hins vegar er ég þess fullviss að þú veizt fullvel hvað átt er við þótt þú eyðir miklu rými og löngu máli í að spinna í kringum orðið án þess að sýna minnstu viðleitni til þess að svara innleggi mínu. En það væri líkleg til of mikils mælst.

Það er gott að þú kannt að taka hlutum að jafnaðargeði, það er kostur. Ég vil samt taka fram að ég er fjarri því að vera í vondu skapi. Satt bezt að segja er ég bara vel kátur og sáttur, nú sem endranær.

Emil Örn Kristjánsson, 25.3.2011 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband