4.4.2011 | 09:37
Þjóðin mun borga Icesave reikninginn.
Íslendingar eru nú að rífast um það hvort þeir eigi að borga allt drullumallið sem óstjórn og glæpamennska dembdi yfir þjóðina - eða reyna að sleppa 4% (Icesave) af heildar skítnum.
Þjóðin borgar 96% (Seðlabankagjaldþrotið, Sjóvá, Sparisjóðurinn í Keflavík, innistæðutrygginar auðmannna ofl.) án þess að að nokkur samtök eða fjölmiðlar hafi eytt milljónum króna til þess að sannfæra hana um að borga eða borga ekki.
En þessi 4% eru sá hluti hrunsins sem virðist vera hægt að kjósa um að borga eða að borga ekki. En sú er ekki raunin.
Ef sá hluti þjóðarinnar, sem hefur telur að þessi 4% skuldanna verði ekki greidd ef menn setja x við nei, reynist vera meirihluti hennar - þá verða þessi 4% dýrasti hluti skuldahaugsins.
Í stað þess að borga hann að mestu með eignum þrotabúsins Landsbankans skv. samningi sem liggur fyrir þá verður hann greiddur með þessum eignum og bætt ofan á öllum þeim kostnaði sem fellur til vegna versnandi ástands þjóðarbúsins. Þetta er einfalt reikningsdæmi.
Auðvitað verða þessi orð séu flokkuð sem hræðsluáróður af þeim sem, líkt og formaður Framsóknarflokksins, reka þann áróður að skuldin hverfi við nei-ið. En hvernig sem kosningin fer þá verður Icesave borgað af íslenskum almenningi og fyrirtækjum. Þ.e. þeim sem kjósa að búa og starfa áfram í þessu landi þar sem um helmingur þjóðarinnar ímyndar sér að það að borga 96% en ekki 4% af óstjórnarskattinum (en borga samt) sé sigur!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru nokkuð kjánaleg rök hjá þér. Þú gefur þér að skiptingin sé 96-4. Gott og vel. Þessi 96% eru íslenskar krónur - og í rauninni ekki mikið meira en talnafærslur á blaði. Ef illa fer þá getum við sjálf prentað íslensku krónurnar.
Icesave hlutinn er í erlendum gjaldeyri sem við eigum ekki til, eða hvernig ætlar þú að borga þetta?
Davíð Pálsson, 4.4.2011 kl. 11:35
Körfuhafarnir í þrotabúi Landsbankans sem eru mörg stærstu fjármálafyrirtæki veraldar vinna nú að því með færustu lögmönnum í heimi að reyna að hnekkja neyðarlögunum. Ef þeim tekst að hnekkja neyðarlögunum þá verða innistæður ekki lengur forgangskröfur í þrotabúi Landsbankans. Ef þessum aðilum tekst að hnekkja neyðarlögunum þá þýðir það að þessir aðilar munu fá stærstan hluta þrotabúsins í sinn hlut. Lítið fæst þá upp í Icesave innistæðurnar. Ef við samþykkjum Icesave samninginn þá erum við að ábyrgjast að greiða Bretum og Hollendingum Icesave óháð því hvort neyðarlögin halda.
Þessir aðilar eru að reyna að hnekkja neyðarlögunum fyrir íslenskum dómstólum með því að leggja til grundvallar stjórnarskrárvarinn eignarétt sem er skýr í íslensku stjórnarskránni annars vegar og í Mannréttindayfirlýsingu Evrópu hins vegar. Sjá þessa frétt hér og viðbrögð talsmanns þessara lánadrottna við dómi héraðsdóms um heildsöluinnlánin nú fyrir helgi: Erlendir kröfuhafar: Dómur Héraðsdóms gegn stjórnarskránni.
Vel getur farið svo að það verði fyrst þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp sinn dóm eftir 3 ti 5 ár að við vitum hvort neyðarlögin halda. Vel getur farið svo að þá fyrst vitum við hvort eignirnar sem eru í þrotabúi Landsbankans verða til ráðstöfunar upp í Icesave. Ef neyðarlögunum verður hnekkt þá vegna ríkisábyrgðarinnar, þá falla þessir 674 ma. sem það kostar að tryggja lámarksinnistæðurnar á Icesave reikningunum, þær falla þá að stórum hluta til á ríkissjóð. Það er að segja ef við samþykkjum Icesave samninginn þann 9. apríl nk.
Þetta staðfesti Lee Buchheit í viðtali í Silfrinu á sunnudaginn. Verði neyðarlögunum hnekkt sagði hann, þá falla gríðarlegar skuldbindingar á ríkissjóð. Lee Buchheit upplýsti líka að það er gert ráð fyrir þessum möguleika í Icesave samningnum. Hann sagði að menn hefðu reiknað með því að þetta gæti gerst. Þess vegna er gert ráð fyrir því í Icesave samningnum að það geti tekið ríkissjóð næstu 37 árin að greiða upp Icesave.
Þess vegna má ekki veita þessa ríkisábyrgð. Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.
Gerum okkur grein fyrir því að þetta Icesave mál er rétt að byrja hvort heldur þjóðin velur já eða nei á laugardaginn. Gríðarleg óvissa mun ríkja um afdrif þessa máls þar til dómur fellur fyrir Hæstarétti og hugsanleg í framhaldi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu hvort neyðarlögin halda. Sérstaklega mun þessi óvissa plaga okkur ef við samþykkjum Icesave og veitum þessa ríkisábyrgð.
Ég minni á að ef við höfnum Icesave 3 og neyðarlögin halda þá fá Bretar og Hollendingar vegna neyðarlaganna, 94% af sínum ýtrustu kröfum, þ.e. tæpa 1.200 ma. Sjá þennan pistil hér: Felli þjóðin Icesave 3 fá Bretar og Hollendingar samt 94% af sínum ýtrustu kröfum.
Ef við segjum NEI þá borgum við sjálf ekki neitt næstu árin og engin ríkisábyrgð verður veitt. Málið fer þá fyrir dómstóla og þá gefst tækifæri til að taka tillti til þess hvort neyðarlögin halda eða ekki. Eins gefst þá tækifæri, ef menn vilja, til að bjóða Bretum og Hollendingum aftur að samningaborðinu þegar réttaróvissunni um neyðarlögin hefur verið eytt.
Ef við segjum JÁ og neyðarlögin halda ekki þá falla gríðarlegar fjárhæðir á ríkissjóð og þjóðin verður skattpínd og sliguð næstu 37 árin að borga Icesasve.
Að samþykkja Icesave meðan það ríkir réttaróvissa um það hvort neyðarlögin halda er óásættanlegt gambl.
Að segja NEI er eina skynsamlega leiðin út úr þessu klúðri.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.4.2011 kl. 12:12
Dvíð
Það eru erlendar eignir úr þrotabúinu sem verða seldar erlendir. Og þar kemur matadorkrónan okkar ekki við sögu.
Hjálmtýr V Heiðdal, 4.4.2011 kl. 12:18
Davíð skal það vera.
Hjálmtýr V Heiðdal, 4.4.2011 kl. 12:18
Hæ Týri,
Að halda því fram að Icesave_málið sé einfalt reikningsdæmi segir kannski allt sem segja þarf um skilningsleysi á málinu. Allir sem komu nálægt þessum samningum hafa margsinnis sagt að dæmið sé gríðarlega flókið og með mörgum óvissuþáttum. Svo kemur Hjálmtýr Heiðdal og segir málið afar einfalt reikningsdæmi !!!!!
Þeir sem ætla að greiða samingnum atkvæði sitt vilja trúa í blindni á spádóma skilanefndarinnar og einnig að neyðarlögin muni halda, svo ekki sé minnst á gengisþróun krónunnar. Þetta er mun meiri áhættufíkn en sú sem NEI felur í sér. Spákaupmennska var meðal þess helsta sem olli hruninu og það er algerlega ábyrgðarlaust að treysta alfarið á spádóma í þessu máli.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 14:32
„Svo kemur Hjálmtýr Heiðdal og segir málið afar einfalt reikningsdæmi !!!!!“
Já Gunnar - þetta er í sjálfu sér einfalt reikningsdæmi. Annað hvort segjum við já og höldum áfram veginn eða að við exxum við nei og
stöndum kyrr og bíðum eftir úrskurði í málaþrasi sem tekur 2-3 ár.
Á meðan munum við búa við ónýtan gjaldmiðil og óvissu á mörgum sviðum. Verðtryggðu lánin þín og mín munu hækka og lítið verður
af fjárfestingu í atvinnulífi. Þau fyiriræki sem geta munu flytja sig yfir í ESB lönd.
Í framhaldi af nei-inu þá verður ekki hægt að ræða um ESB aðild næstu 10 árin og þá eru ansi mörg sund farin að lokast.
En við skulum ræða saman í maí og taka út stöðuna. Sammála?
Hjálmtýr V Heiðdal, 4.4.2011 kl. 14:45
Þarna komstu með'a Týri. Þvert á allr yfirlýsingar ráðherra samfylkningarinnar sem segja ENGIN tengsl vera á milli Icesave og ESB umsóknarinnar þá vitum við betur. Og nú sjáum við að ein aðal ástæða þess að þú og líklega restin af samfylkingarliðinu vilt staðfesta samninginn er vegna ESB umsóknarinnar og óttans við að "nei" muni gera þann draum (martröð) að engu.
Ég hef áður haldið því fram við þig, vegna þess að ég þekki þig það vel að geta fullyrt að ef ekki væri fyrir ESB umóknina værir þú harðasti andstæðingur þess að gangast við þessar vitleysu. Þetta er í fyrsta sinn sem þú viðurkennir það beint og það ber að virða við þig.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 15:39
Sæll Gunnar
Það er ég sem set tengingu á milli ESB og Icesave. Ef þjóðin segir nei við Icesave þá er hugafarið sem hér mun ríkja þannig að ESB umræða og möguleg aðild fer í tóma vitleysu. Þjóð sem segir nei við framtíðinni og gerir afturhaldið sem okkur á kaldann klaka að leiðtoga lífs síns - á ekki sjéns á að taka skynsamlegar ákvarðanir.
Þetta er jafn einfalt og það sem ég skirfaði fyrr.
Ég er ekki að viðurkenna eitt eða neitt Gunnar - ég er að leggja saman tvo plús tvo og sýna þér útkomuna.
En hvað segir þú um að ræða málin í maí?
Hjálmtýr V Heiðdal, 4.4.2011 kl. 15:49
Lagfæring: .. sem setti okkur á kaldann...
Hjálmtýr V Heiðdal, 4.4.2011 kl. 15:53
Ég veit ekki hvað þú vilt ræða í maí, því hvernig sem fer mun óvissan hanga yfir okkur eftir sem áður.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 19:03
Nú er ég endanlega sannfærður um að þú sért fífl kæri kollegi. Hrokafullt og raupsamt í þokkabót.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2011 kl. 19:08
Kanski eru flestir fífl sem eru ekki sammála þér - ég hallast að því. Já - og ekki gleyma að þeir eru trúlega hrokafullir og raupsamir.
Hjálmtýr V Heiðdal, 4.4.2011 kl. 19:35
Gunnar - ég var að hugsa um létt kaffispjall - án þess að við lokum málinu.
Hjálmtýr V Heiðdal, 4.4.2011 kl. 19:36
Jóhanna Sigurðardóttir er engin Tiger Woods og engin í ríkisstjórninni með lægri forgjöf en 25. Samt halda margir að stjórnin eigi einhvern séns í Ryder lið Evrópu. Við eigum bara engan séns og eigum að sætta okkur við það. Hætta með mikilmennskubrjálæðið og sætta okkur við þorskinn og lambakjötið.
Björn Heiðdal, 4.4.2011 kl. 22:38
Ég tek undir það sem Davíð segir því það er grundvallaratriði að greiðslur vegna Icesave eru greiðslur út úr Íslensku efnahagskerfi.
þegar Bretar bættu innstæðueigendum Icesave gerðu þeir það í bresku efnahagskerfi með breskum pundum sem þeir gátu allt eins prentað (vaxtakostnaður enginn). Fjármununum var spítt inn í breskt efnahagskerfi er þar í vinnu og ber þar skatta.
Þegar fjármunir eru færðir úr einu efnahagskerfi í annað eru afleiðingarnar miklu alvarlegri. Bretar ætla að græða á þessu og íslenskir stjórnmálamenn eru annað hvort of fávísir til þess að koma auga á þetta eða þá að þeim er bara skítsama.
Millifærslur úr íslensku efnahagskeri yfir í það breska eða hollenska er bein blóðtaka og mun hefta her vöxt og viðgang atvinnulífs og velferðar.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.4.2011 kl. 23:00
Er hægt að vera sammála eða ósammála um stefnulaust þvaður Hjálmtýr? Það er náttúrlega engin teging í þínum huga á milli IceSave og Evrópusambandsaðildar eða hvað? Undansláttur þinn þar sýnir að þú ert blátt áfram óheiðarleg manneskja. Þið burnátin í bíógeiranum horfið náttúrlega gljáeygir til styrkjanna frá stórabróður þegar þið hafði gefist upp á að vinna ykkur sess með eigin ágæti. Fer ég ekki nokkuð nærri þar?
Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2011 kl. 23:40
Jón Steinar !
Það vantar heilmikið upp á að ég geti tekið undir það sem Hjálmtýr er að segja , en er einhver ástæða til að koma fram við hann eins og hann væri skíturinn undir skónum hjá þér , eða jafnvel verri en það ?
Svona orðgnótt , eins og þú notar , lýsir fyrst og síðast notanda orðanna .
Hörður B Hjartarson, 5.4.2011 kl. 01:34
Komið þið sæl; Hjálmtýr - og gestir þínir, aðrir !
Jón Steinar !
Þó svo; mér sé afar heitt í hamsi, gagnvart Hjálmtý - og skoðana systkinum hans, vegna afstöðu þeirra, til Icesave´s mála, vil ég hvetja þig, til að draga í land (í athugasemd nr. 16), hvar; ég hefi alla tíð haft fyrir satt, að Hjálmtýr hafi, öll sín ár sem kvikmyndajöfur, komið fram af heiðarleika og einurð, sem sönnum fag- og listamanni sæmdi, Jón minn.
Þess vegna; hvet ég þig, þrátt fyrir það bræðslumark allt, sem þessi umræða er að komast á (v. 9. Apríl), að biðja Hjálmtý afsökunar, á þessum óþörfu orðum þínum, í hans garð, ágæti drengur.
Stjórnmálalega; og málefnalega, má alveg hnýta í Hjálmtý, þar sem hann er gamalgróinn vopna skakari - eins; og við þekkjum öll, og fer létt, með andsvör öll, en;; við megum aldrei, vega að starfsheiðri, hvers annarrs, Jón Steinar.
Getum við ekki; verið sammála, þar um, Jón minn ?
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 02:00
Feðgar voru í göngu upp í fjöllum.
Allt í einu, dettur sonurinn og meiðir sig og öskrar: "AAAhhhhhhhhhhh!!!"
Hann verður voða hissa þegar hann heyrir rödd einhvers staðar í fjöllunum svara sér: "AAAhhhhhhhhhhh!!!"
Af forvitni öskrar hann til baka: "Hver er ertu?"
Honum er svarað: "Hver ertu?" Hann öskrar: "Hver ertu?" Honum er svarað: "Hver ertu?"
Sonurinn er orðinn pirraður og svarar: "Fífl!"
Honum er þá svarað: "Fífl!"
.........
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.4.2011 kl. 04:02
„Þið burnátin í bíógeiranum“ „fífl“
Jón Steinar - hvað græðir þú á því að vera með slíkt skítkast - skíturinn fer beint í andlitið á þér sjálfum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 5.4.2011 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.