8.4.2011 | 12:54
Forsetinn kveiki á fyrsta flugeldinum
Ef neikvæðið sigrar á morgun þá er það mín tillaga að það verði haldin mikil og vegleg flugeldasýning.
Sú stærsta og tilkomumesta í manna minnum!
Og það er ennfremur mín tillaga að það verði forsetinn sem skjóti upp fyrsta flugeldinum af hlaðinu á Bessatöðum.
Annað væri móðgun við hann - manninn sem tók völdin af þinginu og atti þjóðinni út á foraðið.
Enn er að vísu von - en fremur lítil.
Segjum Já!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei þjóðarinnar er nýtt líf fyrir margar þjóðir sem hafa verið kúgaðar í hundruð ára. Lest þú ekki blöðin maður.
Valdimar Samúelsson, 8.4.2011 kl. 13:06
Hvar á að fá peninga fyrir þessari brjáluðu flugeldasýningu? Kannski nota eitthvað af 26 milljarða vaxtaávísuninni sem bíður undirrituð hjá stjórnvöldum? Eða taka erlend lán fyrir henni?
Nei, við þurfum enga flugeldasýningu til að halda upp á rétta ákvörðum, segjum nei!
Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 13:11
Nei, hann Hjálmtý langar svo mikið inn í ESB og hann er alveg viss um að ef og þegar við segjum NEI við Ices(L)ave komi það til með að hindra för Íslands þangað inn. Ég legg það til að Hjálmtýr flytji bara til einhvers ESB lands.
Jóhann Elíasson, 8.4.2011 kl. 13:14
Það er rétt Jóhann - þetta mögulega nei gerir trúlega út af við ESB möguleikana. Enda held ég að þjóð sem segir nei eigi ekki erindi þangað inn. Þú leggur til að ég flytji - það er greinilegt að þú þekkir mig ekki. Ég ætla að sitja sem fastast og fylgajst með. Ég tel að nei-ið muni hafa mjög vond áhrif á þjóðarbúskapinn, orðstír Íslands og afkomumöguleika minna afkomenda. Ef ég reynist ekki sannspár þá verður það mikil gleði. En ég ætla að fylgjast með og segja mitt álit þegar þar að kemur. Og þá tölum við saman Jóhann.
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.4.2011 kl. 13:22
""Ef ég reynist ekki sannspár þá verður það mikil gleði. En ég ætla að fylgjast með og segja mitt álit þegar þar að kemur.""
Spámenn spá út í bláinn en vísindamenn draga ályktanir af þekktum stærðum.
Þannig kennir sagan okkur að ESB minkar hagvöxt og eykur atvinnuleysi þeirra sem ganga þar inn.
Sagan kennir okkur líka að virðingu og góðan orðstír öðlast menn ekki með því að sleikja rass náungans.
Guðmundur Jónsson, 8.4.2011 kl. 13:48
Menn mega passa sig á að "sleikja" ekki of mikið það getur komið skítabragð. Hjálmtýr þó ég þekki þig ekki persónulega finnst mér að skrif þín hingað til hljóti að lýsa þér ágætlega það er ágætt að standa á sínum skoðunum en það er stórmannlegt að viðurkenna þegar maður hefur rangt fyrir sér. Það hef ég ekki séð þig gera...
Jóhann Elíasson, 8.4.2011 kl. 14:06
Segjum Nei og borgum skuldir okkar. Reynum ekki að komast billega frá þessu máli. Þjóðin verður að læra sína lexíu.
Björn Heiðdal, 8.4.2011 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.