Nú er nei-ið alvöru nei!

JaHluti af málatilbúnaði nei-sinna hefur verið sá að eftir nei-ið í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunni hafi í raun ekkert gerst af því sem ýmsir óttuðust.

Bretar og Hollendingar lögðu ekki fram stefnur, lánakjörin heldust þau sömu og dómsdagspárnar opinberuðu sig ekki osvfrv.

Það sem menn verða að hafa í huga varðandi þetta var að höfnun Icesave II var höfnun á samningi sem var þegar úreltur á kjördag og málið var enn í samningsferli. Einnig lá fyrir að íslensk stjórnvöld stóðu enn við sín loforð um að semja.

Mögulegt nei á morgun er allt annað nei og meira. Þá er ekkert samningaferli í framhaldinu.

Nú er það þjóð (eða lýðræðislegur meirihluti hennar) sem segir „við semjum ekki og við borgum ekki!“.

Þá er ekkert lengur sem heitir að hugsa sig um -  sá tími er þá liðinn.

Nú verða menn að glíma við nýtt ástand og taka því sem að höndum ber.

Vonandi rætast ekki vondu spárnar - vonandi mun glannaskapurinn ekki bitna á hinum barnkæru nei-sinnum. Vonandi.

Segjum já!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvernig væri nú að fara rétt með Hjálmtýr???????  Það var reynt fram á síðustu stundu að koma í veg fyrir að þjóðin kysi um Ices(L)ave ll því menn vissu hvernig færi.  Þetta tókst ekki og ég man nú ekki betur en að þú og fleiri hafið hvatt til þess að fólk SAMÞYKKTI þá samninga...  ÞÚ HLÝTUR AÐ VERA MJÖG JÁKVÆÐUR MAÐUR EÐA SVONA MIKIL SLEIKJA AÐ ÞÚ GERIR ALLT TIL AÐ KOMA ÍSLANDI INN Í ESB????

Jóhann Elíasson, 8.4.2011 kl. 14:48

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Voruð þið alltaf að grínast í hin skiptin?

Sigurður Þórðarson, 8.4.2011 kl. 14:48

3 Smámynd: Birna Jensdóttir

Við eigum að hafa vit á að segja NEI:NEI og aftur NEI

Birna Jensdóttir, 8.4.2011 kl. 15:45

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Týri, þú æptir þig hásan í þessari grein þinni vegna synjunar forsetans í fyrra. Hann sparaði okkur litla 433 milljarða skv. útreikningum úr húsakynnum Steingríms J. sjálfs!

Hvernig dettur ykkur í hug með þessa drullu upp á bak, að setja ykkur á háan hest gagnvart okkur sem viljum ÁFRAM forða þjóðinni frá fjárhagslegum skaða af skuld sem við tókum ekki. Að sjálfsögðu segi ég NEI!

(Þetta hefði litið betur út hjá þér ef þú hefðir eytt gömlu Icesave II greinunum!)

Haukur Nikulásson, 8.4.2011 kl. 16:50

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Haukur

Það stenst allt sem ég skrifaði. Ég þurrka ekki út fortíðina - það er ekki hægt. Framtíðin yrði þá skrítin.

Hjálmtýr V Heiðdal, 8.4.2011 kl. 16:58

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hjálmtýr, þú ættir að lesa upprifjun Friðriks Hansen hér á blogginu og svo væri hugsanlega viturlegt að ræða við lækni varðandi þessa árans já pest.

Hrólfur Þ Hraundal, 8.4.2011 kl. 17:01

7 identicon

Ég man ekki betur Hjálmtýr en að Samspillingin sæi sæng sína upp reidda þegar Ólafur neitaði Icesave II og búið væri til leikrit um að það væru enn samningar í gangi. Það voru engir samningar í gangi það átti að troða þessum IcesaveII oní kokið á okkur og núna Icesave III. Það eina sem hefur gerst er að Samspillingin er búin að taka upp hætti Evrópusambandsins að þegar úrslit kosninga eru  þeim ekki að skapi skal kjósa aftur þangað til rétt niðurstaða fæst.

Nú legg ég til að þið hættið þessu og farið úr landsstjórninni og takið svikahrappinn hann Steingrím J. með ( sem ég hef reyndar kosið í 18 ár) sem ég er búinn loks að sjá í gegnum og treysti ekki hænufet lengur þeim auma eineltisseggi. Burt Burt Burt og við segjum Nei Nei Nei við Icesave III og ef þið reynið aftur þá er mér að mæta.

Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 17:19

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sigurður - búinn að kasta Steingrími og nú er Davíð Oddsson leiðtogi lífs þíns.

Hjálmtýr V Heiðdal, 8.4.2011 kl. 18:33

9 Smámynd: Björn Heiðdal

Segjum JÁ fyrir börnin og Björgólf.

Björn Heiðdal, 8.4.2011 kl. 19:00

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta með ,,dómsdagspárnar" þá gengu þær í raun eftir.

Málð er að það sem kallað er dómsdagsspár voru um það að ekkert myndi gerast.  Sem gekk og nákvæmlega eftir.  Allt í frosti og stöðnun.  (Og nei, það er ekki það ríkisstjórnin sé svo ill.)

Fólk var misreikna svo þetta mál.  þetta mál er  ekkert einangrað.  Er ekki vakúmpakkað atriði ótengt öllu öðru.

Nú, það sem bjargaði miklu þó var, að stjórnvöld heldu í horfinu.  Áfram átti að semja og í máli stjórnvalda var það annig að um væri að ræða í raun formsatriði að klára málið,  Fínstilla eitt og annað.

það sem skiptir mjög miklu máli líka er,  að núna kom allt Alþingi að samninganefndinni.  Allt alþingi sendi nefndina út með það í huga að það væri lágmarkið sem ætti að semja um.  Mikill meirihluti Alþingis samþykkir síðan samninginn.

það að slíku skuli enn og aftur hafanað, eftir allt sem á undan er gengið, er hrikalegur álitshnekkir fyrir Ísland.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.4.2011 kl. 20:44

11 Smámynd: Björn Heiðdal

Legg til að landinu verði skipt í tvennt og þeir sem vilja borga Icesave og flagga ESB fánanum fái hálendið og Vestmannaeyjar.  Þar geta þeir mallað í sælunni og látið hina hálfvitana í friði.  Borgað Icesave og allar skuldir heimsins ef þeir kæra sig um.  Spurning hvort ég skrái Týra frænda í Likud flokkinn ef hann telur í lagi að skrá mig í ESB gegn mínum vilja. 

Björn Heiðdal, 8.4.2011 kl. 21:03

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hjálmtýr. Mér finnst þú frábær náungi og trúi að þú viljir réttlæti fyrir heiminn.

 En réttlætið fá heimsbúar ekki með því að viðurkenna bankarán og fólksflótta frá Íslandi og restin á Íslandi sem er fátækt, gamalt og sjúkt fólk skal borga bankaránið úr tómum buddum og með lífinu ef ekkert er í buddunni!

 Hvar er raunverulega mannúðin í þessum áróðri?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2011 kl. 22:30

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"vonandi mun glannaskapurinn ekki bitna á hinum barnkæru nei-sinnum" Glannaskapur hvað?

Samþykki fyrir ríkisábyrgð myndi fela í sér brot á tilskipun 94/19/EB um innstæðutryggingar og það bíður fólk í biðröðum eftir að kæra það til EFTA dómstólsins, verði samningurinn samþyktur. Bara til að klekkja á Steingrími og félögum sama hvað það kostar og þó valdi Íslandi ómældu tjóni. Eruð þið tilbúin að taka þá áhættu?

Ég ætla að vera löghlýðin borgari og hafna lögleysu. Það er ekki glannaskapur.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.4.2011 kl. 23:16

14 identicon

Hálmtýr.

Sem betur fer hef ég aldrei verið foringjahollur en fallið fyrir málstað sem menn halda fram. En þegar þeir svíkja málstaðinn eiga þeir ekki upp á pallborðið hjá mér. 

Ég vissi nú ekki fyrr að valið stæði milli Steingríms J. og Davíðs Oddsonar, en að mínu mati mættu þeir báðir skammast sín fyrir samstöðuna í sérsniðna lífeyrismálinu fyrir tvo með smá dusu fyrir einn sem var svo heimskur að flytja málið fyrir stríðsglæpamennina.

Sigurður

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband