Sigmundur með sextán skó

Sæfinnur

Sigmundur Davíð útskýrði Icesavemálið fyrir þjóðinni í Kastljósi kvöldsins.

Hann ræddi mögulega niðurstöðu EFTA  dómstólsins varðandi sakfellingu fyrir brot á EES samningnum vegna þess að innstæðueigendum Landsbankans í Englandi og á Íslandi var mismunað.

Sigmundur greip til líkingamáls, þreif í jakka  Sigmars þáttastjórnanda og sagði að fyrir hrun þá hefðu bæði enskir og  íslenskir sparifjáreigendur getað keypt sér 10 svona jakka.

En eftir hrun þá hefði sá enski, sem fékk allt  greitt út í pundum getað keypt sér aðra 10 jakka, en íslenski  sparifjáreigandinn sem fékk allt sitt einnig greitt út, en því miður í íslenskum krónum, gat  einungis keypt sér 6 jakka. Og Sigmundur spurði: „Hvor fær sitt bætt?  Englendingurinn fær allt sitt, Hollendingurinn fær allt sitt. Íslendingurinn  hinsvegar fær minna“

Það er augljóst, sagði Sigmundur Davíð, að það  er sá íslenski sem hefur orðið fyrir mismunun. 6 jakkar eru ekki það sama og  10.

Þegar hér var komið sögu þá fór ég að klóra  mér í hausnum og fann að samúð mín var hjá íslenska aðilanum sem gat ekki keypt  sér nema 6 jakka. Dæmið varð þó aldrei raunverulegt í mínum huga þar sem þetta  magn af jökkum vafðist fyrir mér. Sigmundur Davíð er að vísu af efnafólki og giftur inn í milljarðafjölskyldu og áttar sig betur á svona kaupstandi heldur en  ég.

Hvað um það - niðurstaða formanns  Framsóknarflokksins var sú að það væri ekki hægt að dæma þjóð, sem fær borgað í  ónýtum gjaldeyri, fyrir brot á milliríkjasamningum.

Ég hinsvegar dró þá ályktun að þetta væri  gengis-mismunur en ekki mismunun eins og Sigmundur taldi.

Ég vissi að króna er ekki það sama og pund og  ég vissi að krónan skítféll - en ég vissi ekki að þessi skilningur á mismunun  væri í EES samningum? Ég hélt að aðgerðir íslenska ríkisins, þegar það tryggði íslenska sparifjáreigendur en lét þá bresku og hollensku róa, væri hin saknæma mismunun. Ef skilningur Sigmundar er réttur þá erum við í góðum málum

En svo rifjaðist það upp fyrir mér að þetta er ekki í fyrsta sinn sem jakkainnkaup hafa ruglað Framsóknarmenn í ríminu.  Í janúar 2008 varð mikill hvellur þegar Björn Ingi keypti 5 jakkaföt á kostnað  flokksins. Þá fannst mörgum framsóknarmönnun  innkaupin vera misferli. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Hvernig svo sem þetta fer á morgun þá þakka ég fyrir rökræðurnar um Icesave. Þær voru heinskiptar og upplýsandi. Þó svo við höfum ekki verið sammála í þessu Icesave máli þá er annað mál og stærra framundan þar sem ég vætni þess að við verðum samherjar, verði þessi ESB samningur okkur hagfeldur.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 22:56

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Snúast vitrænar rökræður um jakkaföt Framsóknarflokksins.  Hvað næst, nærbuxur Davíðs Oddssonar?  Brúnt að aftan og gult að framan svo hann viti hvernig þær eiga að snúa.

Björn Heiðdal, 8.4.2011 kl. 23:38

3 identicon

Jakkalíkingin vakti athygli mína. Á sjálfur 2 jakka. Þrjá, raunar, ef sá 25 ára er meðtalinn. (En hann er nokkuð snjáður...)

Vildi gjarnan eiga fleiri. En samúð minni með þeim sem eiga 6-10 eru takmörk sett...

Tala nú ekki um þá sem eiga fyrir jakkafötum!

Baldur (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 23:42

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Friðrik

Sömuleiðis.

Björn frændi

Ég vissi að dæmið um jakkatalningu Sigmundar yrði of flókið fyrir þig. Þú ert, eins og allir vita, framkvæmdastjóri þvottahúss. Það er sjálfsagt gagnlegt stundum að taka dæmi úr eigin umhverfi - en ég tel að útlitið á nærbuxum DO þegar hann kemur með þær til þín séu einkamál. Þú hefur brugðist trúnaði viðskiptavinar að mínu mati. En það sem dæmi Sigmundar sýndi er að hann skilur ekki mismuninn á mismunun og misgengi. Og ekki þú heldur.

Hjálmtýr V Heiðdal, 9.4.2011 kl. 08:15

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég hélt að það væri þegjandi samkomulag milli okkar að ég segði ekki sannleikann um þig opinberlega og þú lygir engu í staðinn upp á mig.  En hvað um það þá skil ég núna betur í hvers konar pólitískum pytti þú ert og hefur sennilega alltaf verið.   Þú hengir þinn hatt á póltíska loddara og bendir síðan á álíka fúla sauði í "hinu" liðinu sem einhver víti til að varast.

Sigmundur Davíð, Davíð Oddsson, Bjarni Ben vs. Ingibjörg Sólrún, Össur, Árni Páll.  Góðu gæjarnir vs. þeir vondu og óheiðarlegu.  Það að þú trúir því ennþá að einhver verulegur munur sé á fjórflokknum er bara nokkuð fyndið.  Bjarni Ben og Árni Páll eru tveir jólasveinar sem gefa nákvæmlega sömu jólagjafirnar.  Eini munurinn er liturinn á umbúðarpappírnum.

Vitleysan í íslenskri póltík kristallast m.a. í Hannesi Hólmsteini.  Æviráðinn Ríkisstarfsmaður sem predikar últra hægri stefnu.  Talandi um úlf í sauðagæru eða var það sauður í úlfagæru?  

Björn Heiðdal, 9.4.2011 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband