18.4.2011 | 20:28
Þeir sem láta ekki kúga sig
45% þjóðarinnar sögðu nei við Icesave III, 30% sögðu já og 25% sátu heima.
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, er búinn að skilgreina hópinn sem kaus neiið: Afkomendur þeirra, sem fyrir ellefu hundruð árum vildu ekki láta kúga sig í Noregi hafa sýnt hverrar gerðar þeir eru.
Nú sýna rannsóknir á uppruna Íslendinga að þeir eru blandaðir svo ekki sé meira sagt. Upphaflega blöndunin fólst í því að um 20% karlmanna og um 60% kvenna voru með keltneskt blóð og hinir norskt. Síðan hafa bæst við í kokteilinn afkomendur Dana og á síðari tímum fólk frá öllum heimshlutum.
Það eru þá þessi 45% sem samkvæmt hugmyndum Styrmis sýndu hverrar gerðar þeir eru. 55% landsmanna eru skv. Styrmiskenningunni afkomendur keltanna sem hingað voru fluttir nauðugir og Dana sem hingað komu.
Ég held að þarna sé komin skýring sem gæti haft afgerandi áhrif í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB aðild. Afkomendur Íra og Dana vilja sameinast frændum sínum sem eru í ESB - en íslensku Norðmennirnir vilja ekki í ESB! Þeir láta ekki kúga sig!
Er þetta ekki kýrskýrt?
Eða er þetta bara bull hjá Styrmi og mér?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:33 | Facebook
Athugasemdir
Var ekki gyðingasneið í fjölsk. eða var Vilhjálmur búinn að afsanna það í eitt skipti fyrir öll?
Björn Heiðdal, 18.4.2011 kl. 21:55
Mikið geta sumir einfaldað skoðanir fólks og afstöðu. Ef ég hefði ekki búið og unnið með flóttafólki/almenningi frá Evrópulöndum og heyrt reynslusögur þeirra, þá hefði ég örugglega kosið já án þess að efast.
Ég var lengi á báðum áttum fyrir þessa kosningu, en ákvað neiið vegna þess að uppgjafa-pólitíkusar og allskonar forréttindafólk auglýsti jáið eins og þau ættu lífið að leysa eða væru að bjarga eiginhagsmunum umfram almannahag! Svo þessi ættar og upprunapæling er dálítið langsótt og út í bláinn, enda komin frá einum bláum.
Bara að við höfum áfram jörðina til að búa á, og ekki væri verra að hafa heimsfrið á þannig plani að ekki þyrfti landamerki! En það er víst ekki komið að því strax?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.4.2011 kl. 21:57
Það kannski eitthvað til í þessu hjá Styrmi. Útrásarvíkingarnir eru komnir frá Noregi, þeir gerðu strandhögg til forna, hjuggu mann og annan og auðguðust mjög í sínum ránsferðum. Afkomendur þeirra vilja sem minnsta ábyrgð bera, eru einstaklingshyggjumenn og hafa sennilega flestir sagt Nei við ICESAVE.
Emil Hannes Valgeirsson, 18.4.2011 kl. 22:21
það að að byggð Ísland megi rekja til fólks sem vildi ekki ,,láta kúga sig" í Noregi - er alveg löngu úrellt kenning sem fáir ef nokkur tekur alvarlega nú til dags. Þó það sé ekki hægt að útiloka að 1 eða 2 hafi komið vegna óánægju eða árekstra við konung eða annan yfirmann os.f.rv. þá er þessi skýring sem almenna trendið bara seinni tíma tilbúningur.
Ástæður þess að byggð norrænna manna þandist út, fyrst til eyjanna kringum Bretland og svo koll af kolli alla leið í vesturátt til Grænlands og hugsanlega jafnvel til Nýfundnalands hafa verið nefndar (og notera ber hjá sér að landnám íslands verður einfaldlega að fella inní svokallaðar víkingaferðir almennt sem slíkar eða það tímabil):
1. Fólksfjölgun í Skandinavíu.
2. Litlir möguleikar í V-Noregi til að auka við ræktarland og augu íbúa þar beindust frekar útávið (tengist nr.1)
3. Á 7&8 öld voru arabar voldugir kringum Miðjarðarhaf og verslun kristinn færðist því norður á bógin og náði jafnvel upp til Skandinavíu eða Skandinavar komust í kynni við millilandaverslun og hugsuðu með sér: Jaá, þetta er sniðugt. Við getum þetta alveg líka. Og fóru þal. að smíða haffær skip o.s.frv.
Ef haft er í huga siglingatækni skandinava á þesum tíma - hlutu einhverjir fyrr eða síðar að fara eða rekast vestur yfir Norður-Atlandshaf og merkilegt að þeir hafi jafnvel ekki komið fyrr til Íslands.
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=3963
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2011 kl. 01:34
Styrmir var að tala í líkingum. í þessu tilfelli er Styrmir að leggja áherslu á að skapgerð manna hafi ráðið miklu um hvort þeir kusu já eða nei í Icesave III kosningunni, sem ég held að sé nokkuð rétt.
Það er líka mín skoðun að fólk sem kýs að lesa þessi ummæli eins og fræðigrein um um upprunna íslendinga þurfi að leita sér aðstoðar við að komast yfir það áfall sem nei niðurstaða kosninganna virðist hafa valdið þeim.
Guðmundur Jónsson, 19.4.2011 kl. 09:55
Held frekar að íslendingar sumir þurfi að lesa sig aðeins til um mál. Ekki bara bulla og babbla.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.4.2011 kl. 10:11
Ég tók þetta bókstaflega hjá Styrmi vegna þess að hann byggir sína skoðun á þessari vitleysu um uppruna Íslendinga. Þetta er sama þvælan og forsetinn fór með um allar jarðir - um hið sérstaka eðli íslendinga vegna upprunans. Víkingaeðlið og allt það. Hér er tilvitnun í forsetann: ?hvernig eiginleikar sem eiga sér rætur í arfleifð okkar gefa Íslendingum hugsanlega forskot á alþjóðavelli?.
Bullið í Styrmi er þetta sama stef, þetta heitir á góðu máli þjóðremba. Tilraun til að upphefja eigið ágæti og stundum heilla þjóðflokka. Forsetin sagði einnig: ?Það er forvitnilegt umræðuefni hvernig menning og saga móta útrásina?.
Ég held að það sé enn forvitnilegra umræðuefni hvernig íslendingar veltast um í sinni minnimáttarkend og reyna að telja sér trú um að þeir séu ?spes?. Tóm þvæla - hvort sem að það kemur frá Styrmi eða ÓRG.
Hjálmtýr V Heiðdal, 19.4.2011 kl. 11:55
Spurningamerkin áttu að vera tilvitnunarmerki - en eitthvað fór úrskeiðis.
Hjálmtýr V Heiðdal, 19.4.2011 kl. 11:56
Þetta er langsótt della hjá ykkur félögunum enda ekki við öðru að búast þegar tveir kaldastríðsjálkar reyna að skilja nútímann.
Guðrún (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 13:36
Þarna fannst eitthvað til að kítast um. Ég veit að ég er
Íslendingur og læt ekki kúga mig,það er ekki flóknara.!!!!!
PS Ef þetta er flókið. Ættuð þið að fara eftir ráðleggingum, Guðmundar Jónssonar!
Eyjólfur G Svavarsson, 19.4.2011 kl. 15:38
Sæll Eyjólfur
Þá hlýtur þú að vera ?gerður úr? efninu sem Styrmir er búinn að finna. Kanski ertu ?sannur Íslendingur?. Þú bendir á ráð Guðmundar - ég verð að segja það um ykkur kumpánana að ekki eruð ekki með mikla kímnigáfu. Kanski er það hluti af því að vera úr þessum efniðvið sem er hér til umræðu skv. skligreiningu Styrmis.
En þú misskilur ef þú heldur að ég sé að ?kítast? út í hugmyndir Styrmis. Ég er að reyna að draga ályktanir af fullyrðing sem hann setur fram. Þú skrifar: ?Ég veit að ég er Íslendingur og læt ekki kúga mig,það er ekki flóknara.!!!!!?
Enn verð ég að benda á að málið er flóknara en Styrmir segir, og kanski þú. Hver þjóð er samsett úr mörgum ?aðföngum?. Það er ekki til hreinræktaður kynstofn sem hefur alla sömu eiginleika. Þú gefur slíkt í skyn - en það er misskilningur hjá þér.
Hjálmtýr V Heiðdal, 19.4.2011 kl. 16:41
Þessi spurningamerki eiga enn og aftur að vera gæsalappir - ég skil ekki þetta rugl.
Hjálmtýr V Heiðdal, 19.4.2011 kl. 16:41
Ég skil nú ekki alveg þennan reikning hjá þér Hjálmtýr V Heiðdal. Var Styrmir með þessar tölur eða ertu þú að bæta þeim inn í orð Styrmis. Ef þú ert að bæta þessum tölum aftan við orð Styrmis sýnir það að þú ert á rangri braut. Því það vantar alla hina ættaða frá útlöndum s.s. franska sjómenn, þýskar sveitastelpur, tvo Japana og var ekki Davíð Oddsson afkomandi svertingja.
Ef hins vegar Styrmir var með þessar tölur þá kann hann bara ekki að reikna. Því varla hefur hann verið að benda á staðreyndir sem draga úr hans málflutningi. Svoleiðis gera bara rugludallar óvart.
Guðrún (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 19:09
Sæl Guðrún
Styrmir var ekki með neinar tölur. Ég er reiknimeistarinn. En þú heldur varla að þetta létta grín mitt um þjóðrembu Styrmis sé vísindaleg úttekt - enda lýkur þessum pistli mínum á spurningunni hvort við séum ekki bara að bulla. Hann bullar á sínum forsendum og ég á hans.
Franskir sjómenn, þýskar stúlkur (og breskir og bandarískir hermenn) bætast við blönduna eins og þú bendir á. Þetta undirstrikar að Styrmir er niðurstöðugjarn með þessa sem láta ekki kúga sig.
Hjálmtýr V Heiðdal, 19.4.2011 kl. 19:36
The Action Plan concluded with Israel helped give new energy and focus to EU-Israel relations. Its objective is to gradually integrate Israel into European policies and programmes. Every step taken is determined by both sides and the Action Plan is tailor-made to reflect Israel’s interests and priorities as well as its
http://www.euractiv.com/en/east-mediterranean/eu-israeli-cooperation-overshadowed-palestinian-issue-news-502454
smá lesefni fyrir Ísrael myndina (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 06:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.