9.5.2011 | 22:04
Friðarverðlaunahafi í drápshug
Bandaríska ríkisstjórnin, undir stjórn friðaverðlaunahafans Obama, hefur hefnt fyrir árásina á tvíburaturnana, morðið á Osama Bin Laden er hrein hefndaraðgerð. Aftaka án dóms og laga.
Vopnlaus maður er myrtur í augsýn fjölskyldu sinnar, líkinu stolið og því hent fyrir hákarla. Og lýðurinn fagnar á götum úti.
Í Guantanamo fangelsinu sátu hundruð manna sem ekkert höfðu til saka unnið. Gamalmenni og unglingar.
Bandaríkin brutu gegn fullveldi Pakistans með árásinni gegn Osama Bin Laden. Þremur dögum eftir aftöku Osama notuðu bandarískir hermenn mannlausar njósna- og árásaflugvélar til að drepa 15 Pakistana og í síðasta mánuði voru 44 Pakistanar drepnir með samskonar vopnum. Mannréttindanefnd Pakistan telur að á árinu 2010 hafi slíkar vélar verið notaðar til að drepa 957 saklausa borgara.
Ríkisstjórn sem hagar sér með þessum hætti er komin á sama stig villimennsku og þeir sem hún segist vera að berjast gegn.
Það er vegið að lýðræðinu og réttaröryggi almennings, ógnin kemur bæði frá siðlausum hryðjuverkamönnum og siðlausum ríkisstjórnum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sennilega var valið á milli tveggja kosta. Annars vegar sú leið sem Bandaríkin fóru og hins vegar að biðja Interpol að gefa út alþjóðlega handtökuskipan og bíða eftir því að stjórnvöld í Pakistan framseldu hann.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 22:16
Það er löngu orðið ógerlegt fyrir leikmenn að botna eitthvað í þessu skálka-sambandi Pakistan og Bandaríkjanna. Pakistanar leyfa Bandaríkjamönnum að vista flugdróna sína í Pakistan, senda flugskeyti sín á skotmörk innan landsins en þiggja mikla peningastyrki frá USA í staðinn.
Þeir segja hvor öðrum aldrei sannleikann og vinna gegn hagsmunum hvers annars ljóst og leynt, en láta samt eins og þeir séu mestu bandamenn og deila upplýsingum með hver öðrum. - Pakistanar sjá meira að segja í gegnum fingur sér við Bandaríkin þegar þeir drepa óvart þegna landsins og Bandaríkin passa upp á að skotsilfrið sé nóg í kistum stjórnvalda og eru ekkert að fetta fingur út í skelfilega stjórnarhætti þeirra. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.5.2011 kl. 23:24
Heill og sæll Hjálmtýr; líka sem og, aðrir gestir, þínir !
Um leið; og ég vil þakka þér fyrir, þessa drengilegu grein, getum við einnig spurt okkur, um samkvæmnina, í háttum Barack´s þessa Obama.
Eða; hví ganga stríðsglæpamennirnir : Georgius Bush (yngri), sem og Antonin Blair, hinn Brezki lausir enn, um grundir ?
H.T. Bjarnason; sem og fornvinur minn, Svanur Gísli Þorkelsson koma einnig, með áhugaverða þræði, að þessarri frásögu þinni.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 02:06
Það er alltaf gaman þegar einn þeirra fáu Íslendinga sem á sínum tíma steig á stokk og lýsti áköfum stuðningi við skipuleg fjöldamorð Pol Pots og Rauðra Kmera fer að predika og býsnast um mannúð og manngæsku, lýðræði og mannréttindi.
Nú tekur hann upp hanskann fyrir annan fjöldamorðingja á alsaklausu fólki, heims- Ósóma Bin Ladin. En ég sé að hér á síðunni safnast saman þeir sem styðja morðingja og böðla, ávallt þó í nafni manngæskunnar.
Svei! og aftur Svei!
Vilhjálmur Eyþórsson, 10.5.2011 kl. 19:52
Komið þið sælir; að nýju !
Vilhjálmur !
Ein megin ástæðan; fyrir samþykki mínu, við orðræðu Hjálmtýs er;; hversu Barack Obama er sér virkilega ósamkvæmur sjálfum sér, í gjörðum öllum - hvar; hann sóktist eftir lífi frænda síns, Osama.
Eða; hví, skyldu þeir Bush (yngri), og svo Blair, ekki hljóta nákvæmlega sömu örlögin, sem Saudi- Arabinn, ágæti drengur ?
Hafi; sá Saudi- íski verið drepinn, á annað borð ?
Tilvik geta komið upp; sem hér sannast, þar sem; meira að segja ég, get verið sammála kvikmyndajöfrinum Hjálmtý, án þess að fyrirverða mig, á nokkurn handa máta, Vilhjálmur minn.
Með; ekki lakari kveðjum - en öðrum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 22:03
Þú ert nú meiri kallinn Vilhjálmur Eyþórsson og svakalegur snillingur ef þú heldur að USA hafi ekki fundið bin laden í heil tíu ár. Ef þú trúir síðan öllu bullinu um þessa aftöku án dóms og laga ertu ennþá meiri snillingur.
Reyndar sýnist mér allir hérna trúa opinberu fréttatilkynningunni frá Obama. En hún hljómar einhvern veginn svona í dag. Selastrákar á tveimur þyrlum, nei afsakið, einni þyrlu sem var í lagi, hin bilaði. Lenda í garðinu hjá Lúxusvillu bin Laden sem gat reyndar verið einhver arabískur prins samkvæmt 60 min viðtali við Obama. Nei, afsakið, þetta var bara ómerkilegt drulluskítugt hús í ódýrari kantinum. Þeir lenda í rosalegum byssubardaga við lífverði bin Laden og í síðasta herberginu stendur bin Laden eins og hrísla bakvið konu sínu alvopnaður og er síðan skotinn í hausinn. Nei, úps, ég ruglaðist. Það voru engir lífverðir bara nokkrir óvopnaðir ungir karlmenn, kannski hórur fyrir bin Laden, ásamt haug af eiginkonum og 14 smábörnum. Sem selirnir bundu á höndum og fótum. Bin laden var óvopnaður og ekki bak við eiginkonu sína en var samt skotinn í hausinn og hent í sjóinn af múslimskum sið. Síðan fundu selirnir 100 svarta ruslapoka fulla af dýraklámi og svæsnu hommaklámi sem bin Laden virðist hafa átt og jafnvel leikið í. Ásamt dagbókum með nákvæmum leiðbeiningum um árásir á lestir í USA. Einnig alla tengiliði og formlega meðlimi í Al CæIA og meira klám, auðvitað.
Björn Heiðdal, 16.5.2011 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.