25.5.2011 | 20:30
Friðarsamtök í „Blitzkrieg“
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, kvartar yfir því að ESB aðildarsinnar séu óduglegir að halda fram ágæti málstaðarins.
Styrmir skrifar á bloggsíðu sinni: Af þeirra hálfu fara ekki fram nokkur skoðanaskipti, sem orð er á gerandi við andstæðinga aðildar. Og Styrmir spyr: Hvað ætli valdi þessari tregðu aðildarsinna til þess að taka þátt í almennum og opnum umræðum um Ísland og Evrópu?
Og Styrmir svarar spurningunni sjálfur: Þeir treysta á það að skriðdrekar ESB í Brussel ryðjist yfir allt án nokkurrar mótspyrnu og leggi Ísland undir sig á skömmum tíma. Þeir sjá fyrir sér eins konar Blitzkrieg af hálfu ESB á Íslandi.
En Styrmir veit að vonir aðildarsinna um Blitzkrieg og yfirtöku Íslands eru innihaldsrýrar. Hann veit að ESB mun aldrei ryðjast yfir allt.
6. júní 2010 lýsti Styrmir því yfir í blaðinu Grapewine að ESB eru friðarsamtök (It is a peace-keeping organisation) og dásamleg og göfug hugsjón (The EU is a wonderful and noble idea).
Aðildarsinnarnir eru sem sagt haldnir þeirri vonarblekkingu að ESB séu ágeng og ætli sér yfirtöku á Íslandi en Heimssýnarmaðurinn Styrmir segir ESB vera friðarsamtök og fína hugmynd!
Ég verð að viðurkenna að ESB sinnum er vorkunn - ég skil tregðu þeirra til að eiga skoðanaskipti við menn sem segja eitt í dag og annað á morgun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.5.2011 kl. 08:29 | Facebook
Athugasemdir
Það er alveg rétt hjá Styrmi að ESB eru í uppruna sínum friðarsamtök, það er einnig rétt hugmyndin að baki ESB er dásamleg og göfug hugsjón.
Veruleikinn er þó annar.
Gunnar Waage, 26.5.2011 kl. 01:16
Sæll Gunnar
Þú lokar á mig í athugasemdadálkum þínum - en ég býð þig velkominn á mína bloggsíðu.
Lestu betur það sem Styrmir skrifar: It is a peace-keeping ... ESB eru friðarsamtök. Ekki voru friðarsamtök - þau eru það núna
skv. Styrmi.
Er þá Styrmir ekki „up to date“?
Hjálmtýr V Heiðdal, 26.5.2011 kl. 08:22
Það er ekki lokað á þig neitt sérstaklega hjá mér, það er aftur á móti lokað fyrir komment hjá mér þar sem að oftast hef ég ekki tíma til að svara.
Nei ég geri ráð fyrir að Styrmir hafi ekki lokið máli sínu. Evrópusambandið hefur fjarlægst uppruna sinn mjög mikið og þótt upphaflegu markmiðin séu mjög göfug þá er nú mikið vatn runnið til sjávar.
Það eru blokkamyndannir innan sambandsins og ríki eru beitt alvarlegum þrýstingi. Innganga í sambandið mun fela í sér framsal á strandríkisréttindum Íslendinga til sambandsins sem er varin í hafréttarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Í þessu felst afsal á réttindum okkar til nýtingar Norðurheimskautssvæðisins
Afsal á tvíhliða samningsrétti um flökkustofna samanber í Makríldeilunni er einnig ófrávíkjanlegt atriði og færist sú yfir til sambandsins sem fer þá með samningsumboð fyrir okkar hönd.
Nei, sambandið hefur fjarlægst tilgang sinn með stærðinni einni saman, viðskiptablokkir samanstanda af nokkrum ríkjum, þegar að fjöldi ríkja fer yfir vissan þröskuld, þá byrjar fyrirbærið að rífa sig niður innan frá.
Gunnar Waage, 26.5.2011 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.