9.6.2011 | 17:26
Vofa kommúnismans
Bandamenn Geirs H. Haarde hafa myndað félagsskapinn Málsvörn.
Á heimasíðu Málsvarnar má lesa eftirfarandi: Málsvörn er áhugahópur um réttláta málsmeðferð í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir landsdómi.
Í þessum orðum er íað að því að það sé hætta á ferðum - að Landsdómur gæti tekið uppá því að sniðganga réttlætið, hunsa lögin og fella dóm yfir Geir - þótt það kæmi uppúr kafinu að kallinn sé saklaus af öllu því sem á hann er borið.
Er ástandið slíkt á íslandi að það þurfi baráttu vina og velunnara Geirs til þess að tryggja að hann fái réttláta málsmeðferði?
Geir sjálfur hefur kosið að setja málið í þennan farveg - að það séu pólitískir andstæðingar hans sem standi á bakvið fyrstu pólitísku réttarhöldin á Íslandi. Og svo nafngreindi hann þrjár flokksmenn VG.
Skeiðar þá inn á ritvöllinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Sá er ekki í vafa hvar við erum stödd:Atli, Steingrímur og Ögmundur eru pólitískir erfingjar kommúnistahreyfingarinnar íslensku, en þar sem kommúnistar komust til valda, settu þeir jafnan á svið sýndarréttarhöld yfir andstæðingum sínum
Og Hannes veit hvert stefnir ef menn styðja ekki Geir: Sakborningarnir voru skotnir í hnakkann í kjallara Ljúbjanka-fangelsisins.
En eitthvað hefur þokast áfram í henni versu, því Hannes skrifar: Sennilega eigum við samt í ljósi sögunnar að þakka fyrir, að þeir Atli, Steingrímur og Ögmundar krefjast ekki harðari refsingar. En eru framfarirnar þær, að mannæturnar eru farnar að nota hníf og gaffal?
Karl Marx skrifaði Vofa kommúnismans gengur ljósum logum. En Draugabaninn Hannes Hólmsteinn er hvergi banginn, hann sameinar í einni persónu riddarann sjónumhrygga og Munchausen Barón.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er sárt til þess að vita að ráðherra mannréttindamála skuli verða fyrstur til að standa að meiri háttar mannréttindabrotum á tuttugustu og fyrstu öldinni. Spyrja má hvort það sé málsvörn að hafa arkað í pólitískri eyðimörk í tvo áratugi. Einu sinni var drengur að norðan landbúnaðarráðherra. Síðan var hann bitur stjórnarandstæðingur í átján ár. "Neyttu meðan á nefinu stendur" sagði kerlingin. Nú er tækifærið að berja frá sér, en rétt eins og í sögunni af birninum og húsbónda hans þá gæti greiðinn verið hermdargjöf; bjarnargreiði.
ps. það voru vondu kallarnir sem skutu andstæðinga sína í Ljúbjanka. Í dæmisögu prófessorsins eru Steingrímur, Ögmundur og Atli vondu kallarnir :-)
Flosi Kristjánsson, 9.6.2011 kl. 19:05
Æ hvað þetta er pínlegt allt saman. Karlinn er auðvitað sekur um vanrækslu, það hefur ekkert með pólitík að gera, hitt er annað mál að hann átti auðvitað ekki að sitja þarna einn. Þarna áttu að verma sætin með honum Ingibjörg Sólrún, Björgvin Sigurðsson og Árni Matthiesen, en líka Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson og ekki síst Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson. Það er svo asnalegt að taka einn þegar svo margir eiga sök.
Það hlaut að fara svo að Geir hlyti samúð, við erum jú svo óttalega meðvirk Íslendingar. En ég mun allavega ekki víkja krónu að honum blessuðum, andvaraleysi hans á vaktinni hefur orðið til þess að margir hafa misst allt sitt og ekki er verið að safna fyrir það fólk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 21:28
Eins og allir ættu að vita var síðuhöfundur meðal þeirra Íslendinga, sem af mestu afli beitti sér til stuðnings við Rauða Kmera og Pol Pot í blóðbaðinu og þjóðarmorðinu á sínum tíma. Hann telur sig þó þess umkominn að vanda um fyrir öðrum og predika yfir þeim um lýðræði og mannréttindi, mannúð og manngæsku. Það er raunar ekki nema von að slíkt fólk fyrtist við þegar talað er um þjóðarmorðingja kommúnista. Það ætti aldrei að gleymast að þeir áttu víðtækan stuðning meðal þúsunda Íslendinga, fólks sem þá, alveg eins og nú lauk aldrei sundur munni án þess að messa yfir öðrum um manngæsku, lýðræði og mannréttindi.
Jón Bergsteinsson, 9.6.2011 kl. 22:31
Eins og allir ættu að vita var síðuhöfundur meðal þeirra Íslendinga, sem af mestu afli beitti sér til stuðnings við Rauða Kmera og Pol Pot í blóðbaðinu og þjóðarmorðinu á sínum tíma. Hann telur sig þó þess umkominn að vanda um fyrir öðrum og predika yfir þeim um lýðræði og mannréttindi, mannúð og manngæsku. Það er raunar ekki nema von að slíkt fólk fyrtist við þegar talað er um þjóðarmorðingja kommúnista. Það ætti aldrei að gleymast að þeir áttu víðtækan stuðning meðal þúsunda Íslendinga, fólks sem þá, alveg eins og nú lauk aldrei sundur munni án þess að messa yfir öðrum um manngæsku, lýðræði og mannréttindi.
Vilhjálmur Eyþórsson, 9.6.2011 kl. 22:54
Eins og allir ættu að vita var síðuhöfundur meðal þeirra Íslendinga, sem af mestu afli beitti sér til stuðnings við Rauða Kmera og Pol Pot í blóðbaðinu og þjóðarmorðinu á sínum tíma. Hann telur sig þó þess umkominn að vanda um fyrir öðrum og predika yfir þeim um lýðræði og mannréttindi, mannúð og manngæsku. Það er raunar ekki nema von að slíkt fólk fyrtist við þegar talað er um þjóðarmorðingja kommúnista. Það ætti aldrei að gleymast að þeir áttu víðtækan stuðning meðal þúsunda Íslendinga, fólks sem þá, alveg eins og nú lauk aldrei sundur munni án þess að messa yfir öðrum um manngæsku, lýðræði og mannréttindi.
Ragnhildur Kolka, 10.6.2011 kl. 09:05
Göbbels gamli og lærisveinar hans láta ekki að sér hæða.
Hjálmtýr V Heiðdal, 10.6.2011 kl. 09:15
Tekur annars einhver mark á Hannesi Hólmsteini??
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.6.2011 kl. 09:55
Þegar einhver er jafn tryllinglega fyrirsjáanlegur og þú, Hjálmtýr, er aðeins fjölföldun svarið.
Ragnhildur Kolka, 10.6.2011 kl. 12:17
Já frú Kolka - þetta er líklega rétt hjá þér - eins og annað gott sem frá þér kemur.
Hjálmtýr V Heiðdal, 10.6.2011 kl. 13:20
Já frú Kolka - þetta er líklega rétt hjá þér - eins og annað gott sem frá þér kemur.
Hjálmtýr V Heiðdal, 10.6.2011 kl. 13:34
Eins og allir ættu að vita var síðuhöfundur meðal þeirra Íslendinga, sem af mestu afli beitti sér til stuðnings við góðan málstað og vildi öllum vel á sínum tíma. Hann telur sig þess vegna umkominn að vanda um fyrir öðrum og predika yfir þeim um lýðræði og mannréttindi, mannúð og manngæsku. Það er raunar ekki nema von að slíkt fólk fyrtist við þegar talað er um vinstrimenn. Það ætti aldrei að gleymast að þeir áttu víðtækan stuðning meðal þúsunda Íslendinga, fólks sem þá, alveg eins og nú lauk aldrei sundur munni án þess að messa yfir öðrum um manngæsku, lýðræði og mannréttindi.
Björn Heiðdal, 13.6.2011 kl. 21:31
Björn frændi kominn í hóp Göbbels-sombíanna. Krosstré og allt það.
Hjálmtýr V Heiðdal, 13.6.2011 kl. 22:43
Ég lagaði bara textann smá fyrir þessa fínu aðdáendur
Björn Heiðdal, 13.6.2011 kl. 23:42
Vinkonan þín hún Kolka er skrítin kýr. Hún segir á síðu sinni að vistin í Guantamo sé líkust paradís fyrir þessa "sakleysingja" alveg sérstaklega einn 14 ungling og tæplega níræðan eldriborgara. Máli sínu til stuðnings gefur hún sér að maturinn þarna sé eitthað það besta sem þessir kallar hafa fengið um ævina og þeim er ekki nauðgað reglulega af 10 ókunnugum Talibönum.
Þetta er nú bara það fyndnasta sem ég hef lesið í langan tíma og alveg skotheld rök eða þannig
Björn Heiðdal, 13.6.2011 kl. 23:54
Það voru mistök hjá þér að fjarlægja Pol Pott - það er lykilatriði að hafa hann með. Vilhjálmur Eyþórsson, sem er höfundur klausunnar sem frú Kolka og Jón enduróma, er ekki sáttur við að hans helsta haldreipi í málflutningi gegn mér sé tekið út.
Hjálmtýr V Heiðdal, 14.6.2011 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.